Pútín ógnar friði í Evrópu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur skrifar um sögu Úkraínu sem hefur í gegnum aldirnar verið blóði drifinn vígvöllur og „vettvangur hroðaatburða“.

Auglýsing

Úkra­ína hefur í gegnum ald­irnar verið víg­völlur og blóði drif­inn sem slík­ur, vett­vangur hroða­at­burða. Við getum byrjað í seinni heims­styrj­öld, þar sem morð­óðir nas­istar óðu yfir stepp­urnar í austri, eftir að Adolf Hitler rauf frið­ar­samn­inga við Jósef Stalín, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna sum­arið 1941.

Hitler réð­ist þangað inn með her sinn í leit að „lífs­rými“ til handa kom­andi kyn­slóðum Þriðja rík­is­ins. Sú ferð varð að sneypu­för, en engu að síður tókst nas­istum að drepa um 1,5 milljón af gyð­ingum Úkra­ínu, eða næstum þá alla. Um 25 millj­ónir Rússa féllu í glímunni við nas­ista, her­menn og almennir borg­ar­ar.

Við getum einnig staldrað við samyrkju­væð­ing­una og hreins­anir Stalíns á fyrstu ára­tugum Sov­ét­ríkj­anna, sem kost­uðu millj­ónir manna líf­ið. Í Úkra­ínu er orðið “Holodomor“ notað yfir þá mann­gerðu hung­ursneyð á árunum 1932-1933, sem dró millj­ónir manna til dauða, 4-7, jafn­vel hærra. Grunnur hennar lá í andúð Jósef Stalín á þjóð­ern­issinn­uðum Úkra­ínu­mönnum og bændum þar, sem hann taldi aft­ur­halds­sama og hamla fram­þróun og iðn­væð­ingu Sov­ét­ríkj­anna.

Stór­veldi Svía féll í Úkra­ínu

Þá lauk stór­veld­is­dögum Svía, undir stjórn Karls tólfta (XII) við borg­ina Poltava í Úkra­ínu árið 1709 þar sem þeir töp­uðu fyrir Rússum, sem eftir þetta urðu að stór­veldi í N-Evr­ópu. Þá reyndi Napól­eón Bonap­arte að sölsa undir sig Rúss­land árið 1812, en hann fór að mestu leyti í gegnum nágranna­ríkið sem nú er Hvíta-Rúss­land á leið sinni til að lumbra á Rúss­um. Napól­eón hafði ekki erindi sem erf­iði og missti nokkur hund­ruð þús­und menn í þess­ari senni­lega fræg­ustu og alræmd­ustu her­för sög­unn­ar. Eftir það má segja að allur vindur hafi verið úr Napo­le­on.

Auglýsing

Fleiri þjóðir hafa sleg­ist við og í Úkra­ínu; Pól­verjar, Lit­há­ar, svo ein­hverjir séu nefnd­ir. Og í byrjun til­vistar þessa svæðis alls­konar aðrir hópar, sem við getum jafn­vel kallað vík­inga, að minnsta kosti suma.

Sam­hljómur með sögu Úkra­ínu og Íslands

Það merki­lega við sögu Úkra­ínu er að hún er nán­ast jafn­gömul sögu Íslands, því nokkur sátt ríkir um þá sögu­skoðun að það hafi verið nor­rænir menn, vík­ing­ar, sem stofn­uðu til búskapar í Kíev, það sem kallað hefur verið Kænu­garð­ur, á 9.öld eftir Krist. Á vatna­leiðum sem liggja um svæðið sigldu menn og voru ræð­ar­ar. Það er jafn­vel talið vera upp­runi orðs­ins, „rús“ – sem orðið Rússar er mögu­lega dregið af. Ein þess­ara leiða var áin Dnépr, sem Kíev stendur við.

„Fjöldi nor­rænna manna sett­ist að í helstu borgum á þess­ari vatna­leið og sú kenn­ing í sagn­fræði sem kölluð er nor­mannismi segir að einmitt þeir hafi stofnað rúss­neska rík­ið,“ segir í bók­inni Rúss­land og Rússar eftir Árna Berg­mann, einn okkar helsta kunn­áttu­mann um Rúss­land og sögu þess.

Heræfing Rússa. Mynd: EPA

Til að gera langa sögu stutta, þá var Úkra­ína (þýðir í raun „jað­ar­inn“/ „jað­ar­svæð­i“) eitt af burð­ar­lýð­veldum Sov­ét­ríkj­anna 1922-1991 og tveir af leið­togum þess voru frá Úkra­ínu, þeir Nikita Krúst­sjov og Len­oid Bré­snev. Þegar Sov­ét­ríkin féllu á annan dag jóla árið 1991 varð Úkra­ína, með sínar 43 millj­ónir manna, end­an­lega laust undan járn­hæl Sov­éts­ins, en landið hafði lýst yfir sjálf­stæði 24. ágúst eftir mis­heppn­aða valda­ránstil­raun gegn síð­asta leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov.

Stríð á stríð ofan

Drögum upp smá tíma­línu og víkjum að Pútín. Árið 2000 tekur hann við í Rúss­landi sem for­seti eftir valda­tíma Boris Yeltsín (1991-1999). Nokkrum mán­uðum áður (Pútín þá for­sæt­is­ráð­herra) hófst styrj­öld númer tvö Tétén­íu, S-Rúss­landi. Rúss­land er svo skrambi stórt og þar búa fjölda­mörg þjóð­ar­brot. Í þessu til­felli höfðu íslamskir víga­menn ráð­ist inn í hér­aðið Dagestan og lýst þar yfir heilögu stríði. Þessi átök stóðu til 2009, með miklu mann­falli og sví­virði­legum mann­rétt­inda­brot­um.

Í ágúst 2008 hafði Pútin einnig ráð­ist inn í Georgíu (enn eitt af fyrrum lýð­veldum Sov­ét­ríkj­anna, þaðan var Stalín) vegna þess að þeir vildu nálg­ast Vest­ur­lönd og jafn­vel ganga i NATO, sem frjálst og full­valda ríki. Það vildi Pútín ekki. Stríðið stóð stutt, en enn eru um 10.000 rúss­neskir her­menn stað­settir í Georg­íu. Í raun er staðan þannig að Rúss­land hefur hernumið um 15-20% af land­svæði Georg­íu, svæði sem kall­ast Abkasía og Suð­ur­-Ossetía.

Árið 2014 köst­uðu íbúar Úkra­ínu af sér spilltum for­seta og lepp Pútíns, Viktor Janúkó­vits, sem flúði með mik­inn auð til Rúss­lands og er þar enn. Það er kölluð „Mai­dan-­bylt­ing­in“. Þetta sama ár gripu aðskiln­að­ar­sinnar til sinna ráða í Don­bass-hér­að­inu í A-hluta Úkra­ínu, studdir af Rússum, og hertóku borg­irnar Donetsk og Luhansk. Stofnuð voru svokölluð „al­þýðu­lýð­veldi“ á báðum stöðum og þar hefur rús­senskum vega­bréfum verið dreift til íbú­anna. Stór hluti A-Úkra­ínu er því á valdi ólög­mætra aðila.

Inn­limun Krím­skaga

Þetta sama ár réð­ust svo óein­kenn­is­klæddir her­menn frá Rúss­landi inn á Krím-skaga og hertóku hann. Þetta var í raun inn­limun Rúss­lands á Krím-skag­an­um, sem allt frá miðri síð­ustu öld hafði til­heyrt Úkra­ínu og brot á alþjóða­lög­um. Í þeim átökum sem hófust 2014 hafa um 14-15.000 manns fallið og er þeim alls ekki lok­ið. Inn­limum Krím hefur reynst Rússum dýr, efna­hags­lega séð. Frið­ar­samn­ingar sem skrifað var undir í Minsk, höf­uð­borg Hvíta-Rúss­lands 2015 halda ekki.

Auglýsing

Heldur er það svo að Vla­dimír Pútín hefur und­an­farnar vikur verið í mögn­uðu vopna­skaki og leikur sér með frið­inn í Evr­ópu við landa­mæri Úkra­ínu, með hjálp síð­asta ein­ræð­is­herra Evr­ópu og „lepps­ins“ í Minsk, Alex­ander Lúk­a­sjénkó, sem sjálfur hefur kúgað þjóð sína með harðri hendi í um ald­ar­fjórð­ung. Talið er að allt að 120-150.000 rúss­neskri her­menn við landa­mæri Úkra­ínu, gráir fyrir járn­um. Haldnar hafa verið „her­æf­ing­ar“ og fleira slíkt.

Brjál­æð­is­legt vopna­kapp­hlaup er í gangi, í boði hús­bónd­ans í Kreml, sem sam­kvæmt könn­unum nýtur þverr­andi fylg­is, enda búinn að brjóta á bak aftur allt það sem kall­ast getur lýð­ræði og borg­ara­legt sam­fé­lag í Rúss­landi. Laun hins almenna Rússa hafa lækk­að, sem og elli­líf­eyr­ir.

Pútin fang­elsar stjórn­ar­and­stæð­inga og hefur meðal ann­ars hefur bannað allskyns frjáls félaga­sam­tök. Honum er ekki annt um mann­rétt­indi eða borg­ara­leg rétt­indi, enda sjálfur afurð kerfis sem braut öll slík rétt­indi á bak aftur og kúg­aði þegna sína grimmi­lega, nokkuð sem kost­aði millj­ónir manna líf­ið, t.d. í þrælk­un­ar­búð­um.

Mikil mót­mæli hafa verið í Rúss­landi und­an­farin ár; 2012, 2017/2018 og 2021, sér­stak­lega í kjöl­far kosn­inga, en öll and­staða hefur verið brotin á bak aftur með hörku. Fáir á Vest­ur­löndum trúa á lög­mæti kosn­inga í Rúss­landi, enda stjórnar Pútín t.d. öllum helstu fjöl­miðlum og hefur látið loka öðrum sem gagn­rýna hann. Lög sem þrengja að fjöl­miðla­frelsi voru sett árið 2014 og ýmsum aðilum hefur verið bannað að bjóða fram á valda­tíð Pútíns.

Blaða­menn og stjórn­ar­and­stæð­ingar myrtir

Hinum megin landamæranna, í Úkra­ínu er fólk ekki hneppt í fang­elsi fyrir að mót­mæla vald­höfum og þar eru stjórn­ar­and­stæð­ingar ekki myrtir eins og í Rúss­landi, blaða­menn og fleiri sem láta sér annt um lýð­ræði. Þekkt­ustu dæmin eru blaða­konan Anna Polit­kovskaya (myrt 2006) og stjórn­mála­mað­ur­inn Boris Nemtsov, sem var myrtur árið 2015, skot­inn til bana rétt fyrir utan Kreml.

Nú situr Alexei Naval­ny, helsti stjórn­ar­and­stæð­ingur Rúss­lands í fang­elsi, en honum var sýnt bana­til­ræði í ágúst 2020 og hefur verið ráð­ist á hann ítrekað og hann hand­tek­inn mörgum sinnum eftir að hann hóf að mót­mæla Pútín.

Mikil spill­ing í báðum löndum

Úkra­ína er veru­lega spillt (rétt eins og Rúss­land) og þar eru mörg vanda­mál. Rúss­land er reyndar neðar á alþjóð­legum lista yfir spill­ingu, sem er verra. Þau vanda­mál eru líka arf­leifð komm­ún­ism­ans, sem er jú í raun spillt stjórn­ar­form, miðað við hvernig því er beitt. Spill­ingu er ekki eytt yfir nótt. En Vla­dimír Pútín ræður ekki yfir íbúum Úkra­ínu, þeir ráða sér sjálf­ir. Völd hans tak­markast við landa­mæri Rúss­lands. Það virð­ist hann hins vegar eiga erfitt með að sætta sig við. Um 30 árum eftir að Sov­ét­ríkin og Berlín­ar­múr­inn féllu. Kall­ast það ekki lang­rækni, jafn­vel afneit­un?

Þar að auki lítur hann ekki á Úkra­ínu sem sjálf­stæða þjóð, það kemur ber­lega í ljós í grein sem Pútín skrif­aði í fyrra­sum­ar, en þar segir hann m.a. að Úkra­ína sem land sé afurð Sov­éts­ins og að á tímum Bol­sé­víka (Lenin og félaga) hafi Rúss­land í raun verið „rænt“ því svæði sem nú er Úkra­ína. En á þá bara að breyta því með her­valdi og ofbeldi? Pútín er því sár og fúll yfir atburðum sem gerð­ust fyrir um 100 árum síð­an. Hann segir að saman geti Rússar og Úkra­ínu­menn orðið sterkir og náð árangri, því að „við erum ein þjóð“ segir í grein­inni.

Það hefur yfir­leitt ekki tek­ist mjög vel að reyna að sam­eina lönd með her­valdi og eða halda þjóðum saman með valdi og kúg­un. Fyrir því eru mörg dæmi og flest ljót. Þó er það gert enn í nokkrum ríkj­um, Kína og N-Kórea kannski verstu dæm­in.

Er ástæða til að ætla það að Pútín gangi með þá grillu í höfð­inu að honum tak­ist að sam­eina Rúss­land og Úkra­ínu með valdi? Vantar þá ekki ein­hverjar veru­leika­teng­ingu? Slíkt myndi að minnsta kosti kosta nýtt stríð í Evópu og gíf­ur­legt mann­fall, því ekki er annað að sjá en að flestir íbúar Úkra­ínu séu til­búnir að verja föð­ur­land sitt, rétt eins og Rússar gerðu þegar Hitler stakk þá í bak­ið. Hvers vegna reynir Pútín ekki að sýna vel­vild og sam­vinnu í stað ógnar og sund­ur­lynd­is? Og fyrir utan að hann telur þjóð­irnar vera þær sömu, hvers vegna þá að ráð­ast á bróð­ur­þjóð sína? Er ekki eitt­hvað bogið við það?

Vilja sterk­ari tengsl við Evr­ópu, ekki Rúss­land

Í könnun meðal íbúa Úkra­ínu í mars í fyrra kom fram að um helm­ingur þeirra vill tengj­ast bæði Evr­ópu/ESB og NATO en aðeins um 20% vill nán­ari tengsl við efn­hags­sam­band sem kall­ast á ensku „Eurasian Economic Comm­unity“ en þar eru Rúss­land og Hvíta-Rúss­land fyr­ir­ferða­mestu rík­in. Í þess­ari könnun voru íbúar Krím­skaga, Luhansk og Donetsk ekki spurðir álits, enda í raun búnir að segja skilið við Úkra­ínu.

Her­for­ingi and­mælir Pútín

Pútin er nán­ast ein­ráður í Rúss­landi og hefur því ekk­ert það sem kall­ast gæti lýð­ræð­is­legt aðhald, hvorki frá þing­inu, Dúmunni, sem hann hefur í vas­an­um, og eða fjöl­miðl­um. Það sem vakti hins­vegar athygli fyrir skömmu var bréf fyrrum her­höfð­ingja, þar sem hann varar Pútin ein­dregið við að hefja stríð. Hann benti á að fram­ferði Pútíns væri nán­ast glæp­sam­legt og stríð við Úkra­ínu myndi gerða þjóð­irnar að ævar­andi and­stæð­ingum og kosta miklar blóðsút­hell­ing­ar. Þá sagði hann einnig að aðgerðir Pútíns nú væru til að draga athygl­ina frá vanda­málum heima fyr­ir. Frá þessu var sagt í vest­rænum fjöl­miðlum.

Vladímír Pútín er ekki vin­sæll í Úkra­ínu og varla mun brölt hans og „krafta­sýn­ing“ á landa­mær­unum auka þær vin­sæld­ir. Hann er eins og gaur sem er að reyna við píu, en hún vill ekki sjá hann og því fer hann að hnykla vöðvana og beita valdi. Gam­al­dags og kann ekki góðri lukku að stýra. En að hræra upp hræðslu og ótta, það kann Pútín.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar