Ráðherranum berst aldrei bréf

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, skrifar um ástandið á Póstinum og hreinsanir í kjölfar gagnrýni.

Auglýsing

Á sínum tíma hreykti póst­ur­inn í Englandi sér af því að vildi hefð­ar­fólk bjóða vinum sínum í síð­deg­iste gæti það póst­lagt boðið að morgni sama dags og allir fengju boðið í tæka tíð. Um víða ver­öld skipti póst­ur­inn sköpum í sam­skiptum manna á milli­.  

Enn þann dag í dag er hægt að senda skila­boð til vina sinna og boða þá fyr­ir­vara­lítið í til tedrykkju, en nú er komin tækni sem er miklu hrað­virk­ari en póst­ur­inn. Bréfa­send­ingum fækk­aði um að minnsta kosti 80% á skömmum tíma og ekk­ert lát virð­ist á. 

Eðli­lega hefur Íslands­póstur orðið fyrir miklu tekju­tapi vegna þessa, en á sama tíma og venju­legt fólk þarf ekki að skrifa bréf missti fyr­ir­tækið einka­rétt til þjón­ustu. Mik­ill tap­rekstur loðir við fyr­ir­tækið flest und­an­farin ár. Pakka­flutn­ingar eru, ólíkt bréf­burði, grein þar sem fjöl­margir aðilar bjóða þjón­ustu sína. Nýlega fékk ég send­ingu frá útlöndum með hrað­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem til­kynnti mér með sms-­skeyti að pakk­inn yrði bor­inn heim að dyrum um klukkan átta um kvöld. Íslands­póstur bauð mér um svipað leyti að sækja annan böggul á næsta póst­hús.

Auglýsing

Þeir sem helst senda bréf eru opin­berir aðilar sem ekki hafa til­einkað sér sam­skipta­máta nútím­ans. Í lið­inni viku fékk ég til­kynn­ingu um að mán­að­ar­legar greiðslur til skatts­ins utan stað­greiðslu, sem engar voru, yrðu héðan í frá núll krón­ur. Ríkið leggur sig fram um að skapa atvinnu, bæði hjá Skatt­inum og Póst­in­um.

Sam­keppni kemur neyt­endum til góða, en ríkið virð­ist telja það sér­staka skyldu sína að við­halda úreltum kerfum og starf­semi. Í fréttum af Íslands­pósti kemur fram að mikið tap hafi verið af pakka­send­ingum hjá fyr­ir­tæk­inu. Brugð­ist var við því tapi með því að lækka gjald­skrána (þetta kann að vera torskil­ið, en svona er nýja rekstr­ar­hag­fræð­in).

Skýr­ingin er sú að með breyt­ing­unni ætli Póst­ur­inn að ná sér í stærri sneið af mark­að­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Gott og vel, nema lækk­unin kallar á 500 milljón króna með­gjöf frá rík­inu. Rík­ið, sem telur sig auð­vitað vel aflögu fært á Covid-­tím­um, nið­ur­greiðir með öðrum orðum kostnað fyr­ir­tækja við að koma vörum út á land. Fyrir utan það hve vit­laust það er, þá er það líka lög­brot.

„Ómögu­leiki“ að fylgja lög­um?

Í lögum seg­ir: „Gjald­skrár fyrir alþjón­ustu, þar á meðal gjald­skrár vegna erlendra póst­send­inga, skulu taka mið af raun­kostn­aði við að veita þjón­ust­una að við­bættum hæfi­legum hagn­að­i.“ Aug­ljóst er að þessi lög eru brotin þegar verð­lagn­ing tekur mið af rík­is­styrk.

Þegar ofan­greint laga­á­kvæði var borið undir sam­göngu­ráðu­neytið svar­aði það að ákvæðið væri „ekki að öllu leyti virkt“.

Hörður Felix Harð­ar­son lög­maður taldi þessa túlkun athygl­is­verða í sam­tali við Mogg­ann:

„Þetta kemur mér spánskt fyrir sjón­ir. Ég veit ekki til þess að það sé eitt­hvað til sem heitir óvirkt laga­á­kvæði. Þetta er ein­fald­lega ákvæði í lögum sem stendur eins og það er. Og ber þá að virða eftir því sem unnt er hverju sinni. Það getur vel verið að menn geti haldið því fram að það séu ákveðnir van­kantar eða erf­ið­leikar við að fram­fylgja því. En auð­vitað hljóta menn að þurfa að gera það að því marki sem mögu­legt er og ég sé ekki að það sé ein­hver ómögu­leiki í þessu til­viki fyrir því. Því ákvæðið er svo sem ósköp ein­falt og afar skýrt að því er varðar þessa til­vísun til kostn­aðar og hæfi­legs hagn­að­ar.“

Þór­hildur Ólafs­dótt­ir, sem nýlega varð for­stjóri Íslands­pósts, er heldur ekki ánægð með fyr­ir­komu­lagið og segir í við­tali við sama blað: „Við teljum að það sé í höndum stjórn­valda að ákvarða hvernig þau vilja hafa þetta. Þetta er fal­leg hugs­un, að hafa sama verð um allt land, en ég held að fólk hafi kannski ekki gert sér grein fyrir áhrif­unum sem þetta myndi hafa á alþjón­ustu­veit­and­ann eða kostnað rík­is­ins. Þetta setur okkur gríð­ar­leg mörk,“ segir Þór­hild­ur. Varð­andi gagn­rýni einka­fyr­ir­tækja á að verð á pakka­send­ingum út á land feli í sér nið­ur­greiðslur seg­ist hún vona að stjórn­völd end­ur­hugsi þessa laga­setn­ingu.

Aðför að einka­rekstri á lands­byggð­inni

Einka­að­ilar á þessum mark­aði njóta ekki þess mun­aðar að fá tapið greitt af rík­inu. Enda væri það óþarfi ef ríkið færi að lög­um. Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu, bendir á að þessi mis­munun komi lands­byggð­inni ekki til góða þegar til fram­tíðar er lit­ið. Í Morg­un­blað­inu er haft eftir honum að „hafa verði í huga að flutn­inga­þjón­usta með pakka­send­ingar úti á landi muni skerð­ast ef einka­fyr­ir­tæki þurfa að óbreyttu að rifa seglin vegna und­ir­verð­lagn­ingar Pósts­ins. Sá tekju­brestur kunni aftur að neyða einka­fyr­ir­tækin til að hækka gjöld vegna flutn­inga á stærri send­ing­um.“ 

Að auki nefndi Andrés að nið­ur­greiðsl­urnar styrktu sam­keppn­is­stöðu versl­ana á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á kostnað versl­ana úti á landi, sem veiki rekstr­ar­for­sendur þeirra síð­ar­nefndu.

Þessi ójafna sam­keppni kemur ekki bara niður á sjálf­stæðum versl­unum á lands­byggð­inni heldur er hún smám saman að drepa lítil einka­fyr­ir­tæki í flutn­inga­starf­semi utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Engum dettur í hug að Íslands­póstur muni kné­setja erlenda flutn­ing­arisa, en öðru máli gegnir um íslenskt fram­tak víða um land.

Andrés nefnir dæmi um hve vit­laust kerfið sé. Það kosti aðeins 800 krónur að senda hellu­borð frá Reykja­vík til Víkur í Mýr­dal meðan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé hins vegar algengt að það kosti að minnsta kosti fimm þús­und krónur að fá raf­tæki send heim.

Þegar full­trúar SVÞ reyndu að skýra málið fyrir þing­mönnum kom það þeim á óvart hvað lands­byggð­ar­þing­menn sýndu því lít­inn áhuga. Með rangri verð­lagn­ingu styrkir Íslands­póstur versl­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gagn­vart búðum á lands­byggð­inni með nið­ur­greiddum flutn­ings­kostn­aði.

Haltu kjafti og vertu sætur

Á Alþingi sitja full­trúar átta stjórn­mála­flokka. Ætla mætti að ein­hverjir þeirra hefðu áhuga á því að efla frjálsa sam­keppni og bæta þannig hag neyt­enda. En sam­kvæmt fram­an­greindri frá­sögn voru full­trúar flestra flokka áhuga­litl­ir. Sem betur fer er þó einn flokkur sem enn berst fyrir einka­fram­tak­inu og heið­ar­legri sam­keppni, neyt­endum til góða. 

Thomas Möll­er, full­trúi Við­reisnar í stjórn Pósts­ins, útskýrði málið í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann sagði: „Gjald­skrár­breyt­ing Pósts­ins er and­stæð stefnu Við­reisnar enda erum við tals­menn einka­fram­taks og sam­keppni. Þá styður Við­reisn eig­enda­stefnu rík­is­ins sem segir að rík­is­fyr­ir­tæki ættu að styðja við og efla sam­keppni og að ríkið ætti að draga úr starf­semi þar sem næg sam­keppni sé fyrir á mark­aðn­um.“ 

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Thomas gagn­rýndi und­ar­legar ákvarð­anir í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Við­brögð vinstri stjórn­ar­inn­ar, sem vill allt fram­tak kæfa í alltum­lykj­andi faðmi rík­is­ins, létu heldur ekki á sér standa. Á vef Við­skipta­blaðs­ins vb.is sagði: Heim­ildir Við­skipta­blaðs­ins herma að kallað hafi verið eftir því að stjórn­ar­mönnum í Póst­inum verði skipt út fyrir aðra „þæg­ari“.

Dag­inn eft­ir, þann 5. mars, kom svo fram á sama vef í fyr­ir­sögn: „Full­trúa Við­reisnar hent úr stjórn“.

Auð­vitað þarf að losa sig við stjórn­ar­menn sem spyrja spurn­inga og vilja hag­ræða. Stjórn­ar­menn undir vinstri stjórn eiga ekki að hafa skoð­anir eða vilja að farið sé að sann­gjörnum leik­regl­um. Þeir eiga að vera upp á punt, stilltir og þæg­ir. Segja svo að fundi lokn­um: „Guð­laun fyrir kaffið og klein­urn­ar“.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar