Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja

Almenningur veitir yfir 5 milljörðum króna í styrki til framleiðslu sauðfjárafurða ár hvert – iðulega í þeirri trú að öll nýtingin fari fram með sjálfbærum hætti, skrifar Ólafur Arnalds.

Auglýsing

„Í ástand­inu“

Nátt­úra lands­ins er í mis­jafn­lega góðu ásig­komu­lagi. Sums staðar má segja að ástandið sé all­gott en víða er það æði bág­borið, enda nátt­úra lands­ins ein­lægt tekin sem dæmi á alþjóða­vett­vangi um hvernig ofnýt­ing hefur orsakað stór­fellt hrun nátt­úru­auð­linda (1). Fag­legar úttektir á ástandi lands­ins sýna þessa stöðu vel (1,2). Því miður hefur gengið afleit­lega að miða beit­ar­nýt­ingu við ástand vist­kerfa lands­ins. Almenn­ingur veitir yfir 5 millj­örðum í styrki til fram­leiðslu sauð­fjár­af­urða ár hvert – iðu­lega í þeirri trú að öll nýt­ingin fari fram með sjálf­bærum hætti. Svo­kall­aður land­nýt­ing­ar­þáttur gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt (hér eftir L-GST) er kall­aður til vitnis um það. Fram­kvæmdin byggir á því að bændur leggja fram upp­lýs­ingar um það land sem þeir nytja til beitar og Land­græðslan, sem verk­taki Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis (Land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is), vottar hvort svo sé.

Það er aug­ljóst að sums staðar eru sauð­fjár­hagir í góðu standi. En það er ýmsum spurn­ingum ósvarað varð­andi beit, gæða­stýr­ingu og land­bún­að­ar­styrki á Íslandi. Allir fram­leið­endur dilka­kjöts sem þess hafa óskað hafa fengið vottun um að fram­leiðslan sé í lagi. Hver einn og ein­asti. Hvernig má það eig­in­lega vera? Þeir sem ferð­ast um landið vita að beit­ar­nýt­ing fer víða fram á landi sem alls ekki ætti að nýta til með þeim hætti – rof­svæði, auðnir og illa farið mólendi, svæði hátt til fjalla og í bröttum hlíð­um. Jú, það er ýmsum „belli­brögð­um“ beitt til þess að láta svo líta út sem allt sé í lagi. Þau við­mið sem nú eru notuð fyrir ástand lands­ins eru arfa­slök og með öllu óásætt­an­leg, m.a. í augum Land­græðsl­unnar sem vottar nýt­ing­una. Enda greip Land­bún­að­ar­ráðu­neytið til þess hag­ræðis að not­ast ekki við álit fag­stofn­un­ar­innar á þessu sviði heldur búa til sín eigin við­mið og fyr­ir­skipa Land­græðsl­unni að nota þau við vott­un­ina (3, bls 51-58). Síðan eru gerðar land­bóta­á­ætl­anir til 10 ára þar sem land­gæði stand­ast ekki þessi ofur­slöku við­mið. Landbóta­á­ætl­anir hafa því iðu­lega lítil áhrif til bóta á stórum land­flæmum á borð við heilu afrétt­ina. En land­bóta­á­ætlun er land­bóta­á­ætlun – og ef að það er til „bréf upp á það“ er nýt­ingin vott­uð, án til­lits til þess hvort áætl­unin stand­ist lág­mark­s­við­mið um land­gæði. Land­bóta­á­ætl­anir virð­ast stundum óháðar við­mið­unum sem þeim er ætlað að nota (3, bls. 61-70). Almenn­ingur kaupir síðan vott­aðar afurð­ir, sem í sumum til­fellum verða til á auðnum og rof­svæðum lands­ins, í góðri trú um sjálf­bærni fram­leiðsl­unn­ar. Neyt­and­inn er blekkt­ur. Um þetta var fjallað ítar­lega í riti sem kom út um mitt ár 2018 (3) og ágall­arnir árétt­aðir í riti um ástand og hrun íslenskra vist­kerfa árið 2020. (1)

Auglýsing

Spurn­ingar um ósjálf­bæra beit og ágang búfjár

Land­vernd og sá er þetta ritar skrif­uðu bréf til Land­græðsl­unnar og Atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis (10. des­em­ber 2020) þar sem óskað var eftir svörum um hvernig stjórn­sýslan hygð­ist bregð­ast við ábend­ingum um að kerfið væri mein­gall­að. Í bréf­inu kom fram eft­ir­far­andi álit Land­verndar og mín (orð­rétt), sem byggir á fag­legri skoðun á fram­kvæmd­inni (1,3):

  • Eft­ir­lit með fram­kvæmd­inni hefur brugð­ist – ófull­nægj­andi upp­lýs­ingar frá 2003 liggja að baki vottun land­nýt­ingar og síðan hefur afar tak­markað eft­ir­lit átt sér stað nema er kemur að stærri afrétt­um, en þar eru önnur vanda­mál. (Er fjallað um í bréfi Land­verndar og ÓA til ráðu­neytis og Land­græðsl­unn­ar).
  • Við­mið sem farið er eftir um gæði lands­ins stand­ast ekki fag­lega skoðun og var mót­mælt af Land­græðsl­unni.
  • Land­bóta­áætl­an­ir: land­not­endur þurfa ekki einu sinni að stand­ast þau slöku við­mið sem eru við lýði – allt land er beitt án til­lits til land­gæða.
  • Stjórn­sýsla L-GST er mjög ámæl­is­verð – Land­græðslan er látin votta sam­kvæmt við­miðum um land­gæði sem stofn­unin við­ur­kennir ekki (birt bréfa­skrif (3)).
  • Land­græðslan gaf síðan út í tengslum við L-GST beit­ar­við­mið sem stand­ast ekki (of þung beit) sem festir ofbeit í sessi á stórum svæðum og eykur á losun CO2 frá illa förnu landi.
  • Upp­lýs­ingar um að land­kosti býla og eft­ir­lit með beit og land­gæðum er ófull­nægj­andi.
  • Kerfið tekur ekki á beit styrktra fram­leið­enda á land ann­arra. Fram­kvæmdin stuðlar þannig að mis­rétti í garð ann­arra land­eig­enda enda þótt skýrt sé kveðið á um að beit og ann­arra land í óleyfi er brot á reglu­gerð.

Bréfið er birt í heild á vef­svæði grein­ar­höf­und­ar, www.­mold­in.­net (4). Nú hafa borist svör frá Land­græðsl­unni (21. jan­úar 2021) og Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti (26. febr­úar 2021). Svörin eru einnig birt í heild á mold­in.­net. Þar er einnig að finna skýrslu umhverf­is­ráð­herra til umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis vegna þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem einnig varð­aði hinn mislukk­aða land­nýt­ing­ar­þátt gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt (des­em­ber 2020).

Þoku­kennd svör stjórn­sýsl­unnar

Þessi þrjú bók­færðu svör stjórn­sýsl­unnar valda miklum von­brigð­um, enda þótt þar finn­ist einnig von­ar­glæta um betri tíð. Svörin eru þoku­kennd en eiga það sam­merkt að telja að lítið sé að, enda þótt vanda­málin séu sann­ar­lega ærin. Flest helstu efn­is­at­riði svar­anna eru í anda þeirra afneit­un­ar­fræða sem hafa ein­kennt við­brögð stjórn­sýsl­unnar var­andi sauð­fjár­beit og ástand lands ára­tugum sam­an. Rök­semda­færslan mið­ast við að týna til það sem talið er hafa heppn­ast („cherry pick­ing“ í afneit­un­ar­fræð­um) eða benda á að lög og reglu­gerðir hafi til­tekin ákvæði eða úrræði sem taka á þeim atriðum sem við höfum bent á að hafi farið úrskeið­is, enda þótt ljóst sé að þessi úrræði virka alls ekki. Og benda síðan á að allt standi þetta nú til bóta – sem er við­kvæði sem er orðið gat­slitið af ára­tuga brúki án þess að úr hafi ræst.

Til jákvæðra áhrifa kerf­is­ins eru m.a. talin styttri beit­ar­tími, friðun ákveð­inna auðna­svæða og fjall­lend­is, meira eft­ir­lit og aukin umhverf­is­vit­und land­not­enda. Þetta má til sanns vegar færa, en breytir því þó ekki því að afar litlar breyt­ingar hafa orðið þar sem vand­inn er mestur og sums staðar hefur vand­inn auk­ist frá því kerfið var tekið upp (mikil fjölgun búfjár á sumum búum og svæð­u­m). Sum stærstu búanna beita afar víð­feðm svæði í mis­jöfnu ástandi og að hluta full­kom­lega án leyfis ann­arra land­eig­enda. Kerfið hefur brugð­ist.

Ljóst er að flestir bændur hafa verið eins konar áskrif­endur að rík­is­styrkjum frá árinu 2003-2004 á grunni vott­aðrar land­nýt­ing­ar. Þá lögðu margir land­not­endur fram alls­endis ófull­nægj­andi upp­lýs­ingar en síðan voru afar tak­mark­aðar til­raunir gerðar til að sann­reyna upp­lýs­ing­arnar eins og sést á svörum stjórn­sýsl­unn­ar. Hér verður stjórn­sýslu­þokan svo þétt að ekki sést hand­anna skil.

Nið­ur­staða fram­kvæmdar L-GST er einnig allt of mikið beit­ar­á­lag og ofbeit á mörgum svæðum – það hefur verið stað­fest með útreikn­ingum fyrir hluta stærri afrétt­ar­svæða lands­ins sem nú hljóta græna vottun sam­kvæmt kerf­inu (3 bls. 71-72). Sam­felld rof­svæði og auðna­svæði eru ennþá beitt – þoku­kennd svör stjórn­sýsl­unnar breyta engu þar um.

Mikið er um beit á land ann­arra land­eig­enda í trássi við ákvæði reglu­gerðar um styrk­ina um að það sé ekki heim­ilt. Þeir land­eig­endur sem verða fyrir áníðsl­unni hafa sann­ar­lega ekki fengið úrlausn sinna mála þrátt fyrir til­raunir til þess. Reglu­gerð um gæða­stýrða fram­leiðslu er þó alveg skýr: sá er beitir í óleyfi á aðra á ekki rétt á þessum greiðsl­um. Þeim sem leita úrræða vegna ágangs búfjár í ann­arra eigu er bent á enn verri kost en guð og gadd­inn: völ­und­ar­hús laga­greina er lúta að lausa­göngu búfjár á Íslandi. Það er eins og að aka lang­tímum saman eftir hring­torgi þar sem engin leið finnst út. Þar nefndi stjórn­sýslan m.a. til sög­unnar lög um girð­ing­ar, um fjall­skil og afrétt­ar­mál­efni, búvöru­lög, lög um búfjár­hald, lög um land­græðslu, o.fl. Hluti þess­ara lag­bálka eru stag­bættir og úreltir (t.d. lög um afrétt­ar­mál­efni) sem í raun virð­ast helst hafa það að mark­miði að tryggja frjálsa för sauð­fjár um landið og rétt fjár­eig­enda til að beita á aðra. Skal því engan undra að þeir sem hafa orðið fyrir beit ann­arra hafi ekki fengið neitt skjól í land­nýt­ing­ar­þætti gæða­stýr­ingar eða úrslausn hjá stjórn­sýsl­unni þrátt fyrir ítrek­aðar til­raun­ir.

Svör stjórn­valda varpa engu ljósi á það af hverju land­bóta­á­ætl­anir sem lagðar eru fram þurfa ekki að tryggja að land­nýt­ingin stand­ist lág­marks við­mið – við­mið sem eru þó svo óhag­stæð nátt­úr­unni að Land­græðslan neit­aði að við­ur­kenna þau.

Týrur í móð­unni

Í svörum Land­græðsl­unn­ar, Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis og skýrslu Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytis til umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis er verk­efnið GróLind nefnt til sög­unn­ar. Því verk­efni er m.a. ætlað að kanna stöðu jarð­vegs- og gróð­ur­auð­linda lands­ins en að verk­efn­inu stendur öfl­ugur hópur fag­fólks og árangur verk­efn­is­ins lofar mjög góðu. Vand­inn er sá að verk­efnið skil­greinir hag­að­ila er varðar ástand vist­kerfa ákaf­lega þröngt: sauð­fjár­bænd­ur. En hagur lands varðar svo margalt fleiri. Það er orðið tíma­bært að víkka út hug­myndir um hverjir telj­ist hag­að­ilar þegar kemur að afrétt­um, ekki síst þeirra sem eru í eigu þjóð­ar­innar – þjóð­lend­ur. Komið hefur í ljós að sauð­fjár­bændur hafa notað verk­efnið í ann­ar­legum til­gangi, m.a. hótað að skaða verk­efnið vegna þess að Land­græðslu­stjóri gerð­ist „sek­ur“ um að telja opin­ber­lega að koma yrði böndum á lausa­göngu sauð­fjár (5). Rétt er hins vegar að árétta hér að nið­ur­staða GróLindar liggur fyrir (stöðu­mat) og stað­festir fyrri fag­legar úttektir á slæmri stöðu vist­kerfa lands­ins (www.grolind.is). Það er von­andi að nú verði tekið mark á nið­ur­stöðum um bágt ástand lands­ins – GróLind er sann­ar­lega ljós­geisli í þoku­mistri gæða­stýr­ing­ar­inn­ar.

Annarri ljóstýru stafar frá þeir ætlan að bæta veru­lega með hvaða hætti upp­lýs­ingar eru skráð­ar, sem ætti að auð­velda eft­ir­lit með því að kerfið virki eins og því er ætl­að. Svör stjórn­sýsl­unnar eru þó óljós er varðar fram­kvæmd þess­arar skrán­ingar að öðru leiti, t.d. með hvaða hætti sann­reynt verður að leyfi sé fengið fyrir að beita land í eigu ann­arra.

Þriðja ljós­inu stafar frá vænt­an­legum nýjum við­miðum í reglu­gerð um sjálf­bæra land­nýt­ingu sam­kvæmt lögum um land­græðslu frá 2018. Sú hugsun sem birt­ist í drögum að nýrri reglu­gerð um sjálf­bæra land­nýt­ingu er í sam­ræmi við alþjóð­lega þróun á þessu sviði og kann að brjóta blað í með­ferð beiti­lands á Íslandi ef vel tekst til. Drög af reglu­gerð­inni hafa verið send út til fag­að­ila og hags­muna­hópa til umsagn­ar, en fer síðan í opn­ara ferli og sam­ráðs­gátt. Sá er þetta ritar hefur skoðað drögin laus­lega og telur að þar lofi margt góðu, en form­leg umsögn verður unnin á næstu dög­um.

Nú er þörf sem aldrei fyrr ...

Það er afar mik­il­vægt að ný reglu­gerð um sjálf­bæra land­nýt­ingu taki á slæmu ástandi vist­kerfa á Íslandi með raun­hæfum hætti. Með­virkni í afneitun á slæmu ástandi lands­ins verður að linna. Því er brýnt að sam­hliða upp­töku á nýjum við­miðum um sjálf­bæra land­nýt­ingu verði ekki leyft að gera land­bóta­á­ætl­anir sem taka mjög lítið á slæmu ástandi beit­ar­lands­ins eins og nú er – land­bóta­á­ætl­anir eiga ekki að vera eins konar skálka­skjóli fyrir ósjálf­bæra land­nýt­ingu eins og verið hef­ur. Sem þær hafa verið og umtals­verð hætta er á að reynt verði að kría út enn eitt 10 ára tíma­bilið á sömu nótum á kostnað íslenskrar nátt­úru. Núver­andi kerfi er ekki boð­legt, ekki síst með hlið­sjón af him­in­háum greiðslum úr vasa almenn­ings til fram­leiðsl­unn­ar. Enn­fremur verður að gera þá kröfu að áfram­hald­andi þróun á styrkjaum­hverfi land­bún­að­ar­ins tryggi að búfjár­eig­endur beiti aðeins á land í góðu ástandi og komi í veg fyrir beit land ann­arra í óleyfi.

Það er kom­inn tími til að þjóðin taki með raun­hæfum hætti á slæmu ástandi vist­kerfa lands­ins og fyrsta skrefið er að tak­marka beit­ar­nýt­ingu við land í góðu ástandi. Verk­efnið GróLind og drög að reglu­gerð um sjálf­bæra beit­ar­nýt­ingu lofa góðu – kannski tekur loks­ins að birta til í beit­ar­málum lands­ins.

Höf­undur er pró­fessor við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands. Höf­undur hefur sér­þekk­ingu á ástandi lands og ber einn ábyrgð á efni grein­ar­inn­ar.

Heim­ild­ir:

  1. Ástand lands og hrun íslenskra vist­kerfa. Ólafur Arn­alds 2020. Rit LbhÍ nr. 130. https://www.­mold­in.­net/a­acutestands­riti­et­h.html
  2. GróLind 2020. Stöðu­mat á ástandi gróð­urs- og jarð­vegsauð­linda á Íslandi. Rit­stj. Bryn­dís Mart­eins­dótt­ir. www.grolind.is
  3. ÓA 2019. Á röng­unni. Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt. Rit LbhÍ 119. https://www.­mold­in.­net/a­acute-roumlng­unn­i.html
  4. Bréf Land­verndar og ÓA til stjórn­sýslu og svör hennar eru birt á www.­mold­in.­net undir sauðfé og beit.
  5. Yfir­lýs­ing vegna ummæla land­græðslu­stjóra. Lands­sam­tök sauð­fjár­bænda og Bænda­sam­tök Íslands. 2. júní 2020. https://www.saudfe.is/frett­ir/2711-­yf­ir­lýs­ing-­vegna-um­mæla-land­græðslu­stjóra.html

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar