Rafmagnað Grænland og Ísland?

Ari Trausti Guðmundsson fjallar um orkumál í aðsendri grein.

Auglýsing

Óvar­legt tal um raf­orku­fram­leiðslu á Græn­landi og Íslandi er áber­andi um þessar mund­ir. Heila­brot um orku­getu og hug­myndir um löndin tvö sem ein­hvers konar raf­orku­fora­búr handa Evr­ópu eru í for­gangi. Rætt frjáls­lega er um fall­vatns­orku í miklum orku­banka, eink­an­lega Græn­lands, og nauð­syn þess að tengja Græn­land við Ísland með raf­orku­sæ­strengjum sem lægju til meg­in­lands­ins um Fær­eyj­ar. Iðu­lega er farið út um alla móa í tali um raf­orku­fram­leiðsl­una og orku­flutn­ing­inn og dregnar upp vafa­samar sviðs­mynd­ir. Vert er að skoða nokkrar stað­reynd­ir.

Stað­reyndir um Aust­ur-Græn­land

Fyrst af öllu verður að horfa til lands­lags og stað­hátta á Græn­landi. Hálf aust­ur­strönd­in, frá Hvarfi (60°breidd­ar­gr.) allt norður fyrir Scor­es­bysund (nál. 70°) er afar hálend, mjög vogs­skorin og með fjöl­mörgum skrið­jöklum sem kelfa í flesta firð­ina, bæði úr stóra jök­ul­hvelinu og miklu minni alpa­jökl­um. Byggða­hverfi er á móts við Vest­firði (Tasi­ilaq og nágrenni) og lítið þorp stendur nyrst við mynni Scor­es­bysunds (Itt­oqqor­toormiit), 840 km norðar í flug­línu. Við Tasi­ilaq er 1,2 MW vatns­afls­virkjun en norð­ur­frá treysta menn enn á jarð­efna­eld­neyti.

Hvað sem hopi jökla líður er ekki ekki fyr­ir­sjá­an­legt að raf­orku­ver (fall­vatns- eða vind­orku­ver) er falla að ofur­hug­mynd­um, sem viðr­aðar eru, rísi á Aust­ur-Græn­landi á næstu ára­tug­um. Engar alvöru áætl­anir eru til um slíkt. Aftur á móti er mögu­legt og brýnt að styrkja byggð­irnar á smáum skala, a.m.k. fyrst um sinn, með vind- eða vatns­afls­verum til heima­brúks. Norðan við Scor­es­bysund er stærsti þjóð­garður heims. Ólík­legt er að þar rísi raf­orku­ver sem eig­endur vildu tengja Íslandi neð­an­sjáv­ar.

Auglýsing

Stað­reyndir um Suð­ur- og Vest­ur­-Græn­land

Íslaust land á Græn­landi er aðeins rúm­lega fjórum sinnum flat­ar­mál Íslands. Stór hluti þess er á vest­ur­strönd­inni, frá Nanortalik í suðri til Uperna­vik í norðri, og annar stór hluti innan þjóð­garðs­ins á norð­aust­ur­strönd­inni. Yfir­bragð strand­lengj­unnar vest­an­megin er heldur mýkra en handan Græn­lands­jök­uls.

Fjögur af fimm vatns­aflsorku­verum Græna­lands eru á vest­ur­strönd­inni. Afl þeirra sam­tals er rúm­lega 80 MW, þ.e. mun minna en t.d. afl Sult­ar­tanga­virkj­unar (120 MW). Búið er að kanna allt að 16 virkj­un­ar­staði frá suð­vest­asta hluta lands­ins norður undir 70°. Þá er tekið til­lit til aðstæðna bæði undir virkj­an­irnar og flutn­ings­leiðir frammi fyrir ítr­ustu orku­getu frá­rennslis frá jökl­um. Það er í heild marg­falt meira en hægt er að virkja, líkt og varma­aflið undir Íslandi eða orku­geta alls frá­rennslis íslenskra jökla. List­inn er vel tæm­andi. Nið­ur­staðan er þessi: Unnt er að fram­leiða 14 TWh með vatns­afli vestan megin á Græn­landi ef öllu er tjaldað til. Núna er heild­ar­fram­leiðslan hjá okkur um 20 TWh, og þá með fall­vatns­afli og jarð­varma. Vind­orka er hér veru­leg en koma þarf böndum á alls kyns áætl­anir og hug­myndir er varða hana sem allra, allra fyrst. Í Nor­egi er hún rúm 150 TWh með fall­vatns- og vindafli.

Grænland Mynd: Ari Trausti

Til hvers?

Af sjálfu leiðir að t.d. 500 til 1.000 MW rafafl sem væri til reiðu úr t.d. helm­ingi umræddra 16 vatns­afls­virkj­ana færi langt fram úr notk­un­ar­þörfum Græn­lend­inga sjálfra. Fjórar notk­un­ar­leiðir koma til greina: Orku­frekur málm­iðn­aður (sbr. Ísland), stór­felld námu­vinnsla, útflutn­ingur um raf­streng til Norð­aust­ur-Kanada (Nunavut) og fram­leiðsla raf­elds­neytis (m.a. vetn­is) til orku­skipta heima fyrir og að hluta til útflutn­ings. Græn­lend­ingar hafa rétti­lega tekið fyrir leit að og vinnslu á jarð­efna­elds­neyti, ef það fynd­ist í nægu magni.

Hér verður ekki fjallað um gagn­semi þess­ara leiða. Ein­ungis minnt á að end­ur­vinnsla og hringrás­ar­hag­kerfi eru þau spor fram­tíðar sem við verðum að feta, þó svo nývinnsla málma og sjald­gæfra jarð­efna þurfi að fylgja að vissu marki – en þá þannig að sá hlutur minnki með ára­tug­un­um. Græn­lend­ingar horfa fast á und­ir­stöður póli­tísks og efna­hags­legs sjálf­stæðis og ræða fram­tíð­ina í sömu andrá og auð­linda­stefnu. Sam­vinna Íslands og Græn­lands verð­ur, hvað sem öllum verk­efnum líð­ur, að hvíla á sam­vinnu og gagn­kvæmri virð­ingu og hags­mun­um, svo ekki sé minnst á lyk­il­at­rið­ið: Sjálf­bærni. Þá er vert að muna að námu­vinnsla er aldrei sjálf­bær en í ýmsum til­vikum nauð­syn­leg og þá með ítr­ustu umhverf­is­vernd og end­ur­nýt­ingu efna að leið­ar­ljósi.

Vind­orka kemur til greina

Vind­orka á sér fram­tíð á Græn­landi. Í litlum en mik­il­vægum mæli austan meg­in. Vestan til er unnt að stað­setja 50-200 MW vind­myllu­sam­stæður þar sem land hentar vegna veð­ur­fars og raf­orku­flutn­ings. Það verður afar seint í stórum stíl en gæti hentað þar sem orku­þörf er veru­leg. Lík­leg­ast er að vindraforka verði nýtt stað­bundið til þess að útvega byggðum og fyr­ir­tækjum græna orku þar sem t.d. fall­vatns­orka er of dýr eða fjar­læg, m.a. til hús­hit­unar og fram­leiðslu stað­bund­ins raf­elds­neytis og til útflutn­ings ef það reyn­ist sam­keppn­is­hæft.

Veð­ur­far er breyti­legt eftir stöðum á Græn­landi; sums staðar er hæg­viðri algengt og þá þarf að vera unnt að geyma raf­orku. Sums staðar eru fall­vindar ofan af Græn­lands­jökli nokkuð algengir en þeir geta náð stykleika felli­bylja, sem kunna að ógna vindraf­stöðv­um.

Og hvað svo á norð­ur­slóð­um?

Auð­velt er að fara stórum orðum um mik­il­vægi norð­ur­slóða í væð­ingu grænnar orku ann­ars staðar en þar. Í raun er þó margs að gæta. Jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­verndar á þar við að fullu. Nýt­ing raf­orku heima fyrir með til­heyr­andi nýsköpun og vöru­út­flutn­ingi varðar millj­ón­irnar fjór­ar, sem þar búa, miklu. Það á svo sann­ar­lega einnig við um útflutn­ing á raf­elds­neyti (á við­ráð­an­legu verði) fremur en útflutn­ing á hlut­falls­lega dýrri raf­orku um langa sæstrengi á miklu haf­dýpi og í skriðu­halla land­grunna. Enn er all­mikið rými til undir vind­orku­ver á meg­in­landi Evr­ópu og undan ströndum grunnra inn­hafa álf­unn­ar. Sama á við um sum land­svæði á norð­lægum víð­áttum Kanada og Rúss­lands. Alaska getur sinnt sínum orku­skiptum með vind-, fall­vatns- og jarð­varma­orku. Dan­mörk, Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land eru nú þegar hluti evr­ópska orku­nets­ins og þróa sínar lausn­ir.

All­dýrar öldu­virkj­anir eru ekki óhugs­andi á úthöfum þegar fram líða stundir og nýsköpun í orku­vinnslu og við end­ur­virkjun geisla­virkra efni úti­loka ekki aukna notkun þeirra á þess­ari eða næstu öld. Höldum okkur við stað­reyndir og flóknar myndir af úrlausnum í orku­málum heims­ins.

Höf­undur er fyrrum for­maður þing­manna­nefndar norð­ur­slóða á Alþingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar