Rammaáætlun, ferðaþjónusta og framtíðin!

Steingrímur J. Sigfússon
Hagavatn_._Eystri.Hagafellsj.kull_.1.jpg
Auglýsing

Í umræðum um hina for­kast­an­legu breyt­inga­til­lögu meiri­hluta atvinnu­mála­nefndar (Jón Gunn­ars­son og Co) við til­lögu umhverf­is­ráð­herra um Ramma­á­ætlun hefur afhjúp­ast að hjá sumum hefur klukkan staðið kyrr í 30 til 40 ár. Gamla dólga-stór­iðju­stefnan lifir enn góðu lífi í hugum sumra stjórn­mála­manna og jafn­vel heilla flokka. Í þágu hennar á að henda á haug­ana allri við­leitni til að sætta sjón­ar­mið nýt­ingar í þágu orku­fram­leiðslu og verndar eða ann­ars konar nýt­ing­ar. Lög­bundið ferli Ramma­á­ætl­unar og fag­leg vinnu­brögð skulu víkja í þágu þess að áfram verði hægt að hafa opið hús fyrir upp­bygg­ingu orku­freks iðn­að­ar.

Þetta er þeim mun merki­legra þar sem ekki linnir fréttum af áfram­hald­andi og örum vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, stærstu gjald­eyr­is­öfl­un­ar­greinar íslenska þjóð­ar­bús­ins. Óum­deilt er að sterkasta aðdrátt­ar­afl erlendra ferða­manna til lands­ins er íslensk nátt­úra. Margend­ur­teknar rann­sóknir sýna að að minnsta kosti 70 til 80 pró­sent erlendra ferða­manna sem landið sækja heim nefna íslenska nátt­úru sem fyrstu eða meg­in­á­stæðu þess að þeir kjósa Ísland sem áfanga­stað. Engu að síður er talað og aðhafst eins og hags­munir þeirrar greinar séu hrein afgangs­stærð þegar kemur að álita­málum um verndun íslenskrar nátt­úru. Gildir þá einu hvort í hlut á fram­ganga stjórn­ar­meiri­hlut­ans í atvinnu­vega­nefnd eða áform Lands­nets um risa­vaxna háspennu­línu þvert yfir og í gegnum mið­há­lendi Íslands, helst með Vega­gerð­ina í eft­ir­dragi með upp­byggðan veg. Lítum nú aðeins nánar á þjóð­hags­legt sam­hengi þess­ara hluta.

Hreinar gjald­eyr­is­tekj­ur    Áætlað er að gjald­eyr­is­tekjur af ferða­þjón­ustu hafi farið yfir 300 millj­arða króna á síð­asta ári. Ef vöxtur grein­ar­innar í ár verður eitt­hvað nálægt því yfir árið eins og verið hefur á fyrstu fjórum mán­uð­unum (35 pró­sent í jan­ú­ar, 35 pró­sent í febr­ú­ar, 27 pró­sent í mars og 21 pró­sent í apr­íl) þá er var­lega áætlað að gjald­eyr­is­tekj­urnar verði 350 millj­arðar króna í ár. Nál­gæt 80 pró­setn af veltu grein­ar­innar verður eftir í íslenska hag­kerf­inu. Með öðrum orð­um, hrein­ar, nettó, gjald­eyr­is­tekjur af ferða­þjón­ustu stefna í nálægt 280 millj­arða króna.

Í öðru sæti kemur sjáv­ar­út­veg­ur­inn og við skulum áætla að útflutn­ings- eða gjald­eyr­is­tekjur hans verði ívið meiri en í fyrra eða um 280 millj­arð­ar. Nota má svipuð hlut­föll um það sem eftir verður í inn­lenda hag­kerf­inu í til­viki sjáv­ar­út­vegs­ins og ferða­þjón­ust­unnar eða 80 pró­sent. Auð­vitað er það eitt­hvað breyti­legt milli ára, lægra hlut­fall þegar mikið er sam­tímis flutt inn af skipum og/eða olíu­verð er hátt, en hærra þegar svo er ekki. Þar með má áætla að hreinar gjald­eyr­is­tekjur frá sjáv­ar­út­vegi verði um 225 millj­arð­ar.

Auglýsing

Og þá að orku­frekri stór­iðju. Ef við ætlum henni sömu­leiðis að gera ívið betur í ár en í fyrra gætu gjald­eyr­is­tekj­urnar orðið um 230 millj­arð­ar. En þá ber svo við að skila­hlut­fallið til þjóð­ar­bús­ins, það sem endar innan hag­kerfis lands­ins, er allt annað og lægra en í fyrri til­vik­unum tveim­ur. Nálægt 35 pró­sent af veltu stór­iðj­unnar endar hér og það gerir hreinar gjald­eyr­is­tekjur uppá nálægt 80 millj­arða.

Sam­an­burð­ur­inn leiðir þá þetta í ljós: Ferða­þjón­ustan skilar hreinum gjald­eyr­is­tekjum upp á 280 millj­arða, sjáv­ar­út­veg­ur­inn 225 og stór­iðjan 80.

Fram­tíðinÍ hverju liggja þá okkar fram­tíð­ar­hags­munir skoðað í þessu þjóð­hags­lega sam­hengi? Að bregð­ast gæslu­hlut­verki okkar gagn­vart land­inu og nátt­úr­unni og fórna hags­munum ferða­þjón­ust­unnar á alt­ari stór­iðj­unnar sem skilar þjóð­ar­bú­inu minna en þriðj­ungi þess gjald­eyris sem ferða­þjón­ustan ger­ir? Tæp­lega getur það talist skyn­sam­leg áhersla fyrir land sem á fjár­hags­lega afkomu sína undir því að afla gjald­eyr­is­tekna og við­halda jákvæðum greiðslu­jöfn­uði næstu árin og vænt­an­lega langt inn í fram­tíð­ina. Eða um hvað snýst hinn þjóð­hags­legi vandi sam­fara afnámi hafta?

Með þessu er alls ekki sagt að hóf­sam­leg upp­bygg­ing fjöl­breyttrar orku­krefj­andi starf­semi, gjarnan í litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, geti ekki áfram orðið hluti af okkar atvinnu­upp­bygg­ingu. En, þjóð­hags­legar for­sendur fyrir áfram­hald­andi blindri, dólga-stór­iðju­stefnu eru ein­fald­lega horfnar með öllu og voru nú raunar aldrei beysn­ar.

Það er svo efni í næstu grein að ræða þennan öra vöxt ferða­þjón­ust­unnar og þau umhverf­is­legu og þjóð­hags­legu álita­efni sem honum tengj­ast. Þar þarf vissu­lega einnig að stíga yfir­vegað til jarðar og viða­mik­illa inn­viða­fjár­fest­inga og fyr­ir­byggj­andi aðgerða er þörf.

Höf­undur er þing­mað­ur.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None