Ég get nefnt þrjár góðar ástæður fyrir því að kjósa Jón Atla Benediktsson sem rektor Háskóla Íslands.
Í fyrsta lagi sameinar hann rannsóknir, kennslu og nýsköpun, og gerir það afbragðsleg vel, með góðum orðstír erlendis og hér heima.
Ég kýs Jón Atla vegna þess að hann er með mikla stjórnunarreynslu og þekkir rekstur Háskóla Íslands í þaula. Slíkt kemur sér óneitanlega vel núna á þessum erfiðu tímum, sérstaklega þegar þarf að forgangsraða og hefja á ný uppbyggingu eftir hrun.
Síðast en ekki síst tel ég að Jón Atli sé best treystandi til þess að standa vörð um akademískt frelsi og að þar muni hann fylgja alþjóðlegum viðmiðum og stöðlum. Slíkt er afskaplega mikilvægt ef við ætlum okkur að þróa virkt akademískt samfélag hér á landi.
Höfundur er lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.