Ríkisstjórnin vegur að velferðarríkinu

Stefán Ólafsson segir að verkalýðshreyfingin þurfi að beita sér af hörku í komandi kjarasamningum til að breyta þeirri mynd sem við blasi í fjárlögum næsta árs.

Auglýsing

Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs er boðað aðhald á útgjalda­hlið, sem sagt er að gagn­ist í bar­átt­unni við verð­bólg­una. Þetta aðhald bitnar illa á mörgum meg­in­þáttum vel­ferð­ar­mál­anna og kemur fram í því að útgjöld eru almennt aukin mun minna en nemur verð­bólgu á þessu ári (8,8%) og jafn­framt minna en áætluð verð­bólga á næsta ári (6,7%). Og á sumum sviðum eru útgjöld bein­línis lækkuð að krónu­tölu.

Þegar heild­ar­breyt­ing útgjalda rík­is­sjóðs (A1-hluta) eftir mál­efnum er skoðuð kemur fram að hún eykst um 6,3% frá fjár­lögum síð­asta árs og um 3,4% frá frá áætl­aðri útkomu þessa árs. Það er umtals­vert minna en verð­bólgan sem nú ríkir og vænt verð­bólgu næsta árs. Útgjöld til vel­ferð­ar­mála eru stærsti hluti opin­berra útgjalda. 

Þarna er því um að ræða veru­lega breyt­ingu á raun­fjár­mögnun opin­bera vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Mun það skipta máli til að ná niður verð­bólg­unni? Nei, það mun ekki hafa nein áhrif á stríðið í Úkra­ínu né á trufl­anir í aðfanga­línum heims­hag­kerf­is­ins, en áhrif af því ber­ast okkur í tíma­bund­inni inn­fluttri verð­bólgu. Þetta mun heldur ekki hafa nein umtals­verð áhrif á helstu inn­lendu upp­sprettu verð­bólg­unn­ar, sem er óvenju mikil hækkun hús­næð­is­kostn­að­ar. 

Þetta mun ein­ungis rýra kjör þorra þeirra sem stóla á vel­ferð­ar­kerf­ið. Helsta und­an­tekn­ingin er að boðað er að bætur almanna­trygg­inga til öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega muni halda verð­gildi sínu með 9% hækk­un. Þá er inni­falin í þeirri tölu 3% hækkun sem kom í vor þannig að um ára­mótin mun ein­ungis bæt­ast við 6% hækkun (Raunar er athygl­is­vert að rík­is­stjórnin tví­telur þessa 3% hækkun bóta almanna­trygg­inga sem kynnt var sl. vor sem sér­stök upp­bót til líf­eyr­is­þega vegna þreng­inga af völdum verð­bólg­unn­ar. Svo er þetta aftur talið núna sem þriðj­ungur þeirrar hækk­unar sem boðuð er um ára­mótin næstu. Rétt­ara hefði verið að segja bætur almanna­trygg­inga hækka um 6% í fjár­lög­unum frá því sem er á árinu 2022. Húsa­leigu­bætur eru einnig tví­taldar á svip­aðan hátt. Þetta eru heldur leið­in­legar bók­halds­brellur til að fegra fram­lag rík­is­ins). Kaup­máttur þess­ara bóta mun því rýrna þegar líður á næsta ár í þeirri verð­bólgu sem þá verður um 6,7% skv. spá Seðla­bank­ans. 

Skoðum breyt­ingar á fjár­veit­ingum til helstu þátta vel­ferð­ar­mál­anna á mynd­inni hér að neðan í sam­an­burði við vænta verð­bólgu 2022 og 2023.

Í fjár­lögum árs­ins 2022 var gert ráð fyrir 3,3% verð­bólgu, sem síðan hefur reynst verða miklu meiri (a.m.k. 8,8%). Rauða línan á mynd­inni sýnir verð­bólgu árs­ins í ár umfram for­sendur fjár­laga (5,5%), að við­bættri spá fyrir næsta ár (6,7%), alls 12,2%. Súl­urnar sýna breyt­ingu fjár­veit­inga í frum­varp­inu frá áætl­aðri útkomu árs­ins í ár til ein­stakra liða vel­ferð­ar­mála (sem er í flestum til­vikum svipuð og breyt­ingin frá síð­ustu fjár­lög­um). Þessi sam­an­burður útgjalda og verð­bólgu gefur vís­bend­ingu um hvort verð­bólga árs­ins í ár sé bætt að fullu eða ekki. Síðan bæt­ast við áhrif af verð­bólgu næsta árs (rauða lín­an). Sam­an­burður útgjalda til ein­stakra liða við rauðu lín­una sýnir líkur á rýrnun útgjalda vegna verð­bólgu áranna 2022 og 2023.

Þarna má sjá að það eru ein­ungis útgjöld vegna mál­efna eldri borg­ara sem aukast meira en rauða línan sýn­ir. Bætur almanna­trygg­inga til öryrkja og eft­ir­launa­fólks sem eiga að fá verð­bólgu yfir­stand­andi árs bætta um ára­mótin (með þeim fyr­ir­vara sem að ofan grein­ir) er 9% og mun kaup­máttur þeirra því rýrna um ca. 3% á næsta ári. Allir aðrir þættir á mynd­inni fá mun minni aukn­ingu fjár­veit­inga en nemur umfram­verð­bólg­unni á árinu og spá fyrir það næsta. Sumir liðir fá beina krónu­tölu­lækkun útgjalda.

Skóla­mál og heil­brigð­is­mál munu fá umtals­verða raun­lækkun á fjár­fram­lögum (eru langt fyrir neðan rauðu lín­una). Sér­staka athygli vekur að sjúkra­hús­þjón­usta fær krónu­tölu­lækkun upp á -1% sem þýðir veru­lega raun­lækkun fjár­fram­laga að teknu til­liti til verð­bólgu. Staðan á Lands­spít­al­anum og öðrum sjúkra­húsum hefur lík­lega farið fram­hjá smiðum fjár­laga­frum­varps­ins! Hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­þjón­usta fær einnig högg.

Hins vegar er umtals­verður sparn­aður á útgjöldum í lyf og lækn­ing­ar­vör­ur, en eðli­legt er að þar komi sparn­aður eftir að Kóvid er að mestu gengið yfir. Þann sparnað hefði hins vegar mátt nýta í aðra þætti heil­brigð­is­þjón­ust­unnar sem aðþrengdir eru. 

Tekju­til­færslur til heim­ila vinn­andi fólks rýrna veru­lega

Þegar litið er til barna­bóta og hús­næð­is­stuðn­ings má sjá að gert er ráð fyrir sam­drætti útgjalda upp á -2,6% til fjöl­skyldu­mál­efna almennt. Barna­bætur fá sömu krónu­tölu árið 2023 og verða veittar á yfir­stand­andi ári (um 14 millj­arð­ar). Þær munu því rýrna sam­kvæmt þessu vegna verð­bólgu um ca. 12,2% á þessu ári og því næsta. Barna­bóta­auk­inn sem veittur var sl. vor var ein­greiðsla upp á 20.000 krónur (um 1.667 krónur á mán­uði, sem dugar til að kaupa tvo ísa í brauð­formi). Hann er því ekki til fram­búðar og skiptir fólk nær engu máli.

Heild­ar­fjár­veit­ing til hús­næð­is­stuðn­ings mun sömu­leiðis lækka um -2,1% og mun því rýrna veru­lega að raun­virði. Þar er mik­ill nið­ur­skurður á vaxta­bótum (því lág­launa­fólki sem fær slíkar bætur mun fækka um 2.700 manns á næsta ári, skv. upp­lýs­ingum frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu) og þeir fáu sem enn fá slíkar bætur munu fá umtals­vert minna en áður. Rétt er að hafa í huga í þessu sam­hengi að vaxta­bæt­urnar áttu að koma í stað félags­lega hús­næð­is­kerf­is­ins þegar það var lagt af árið 1999. Mark­miðið var að vaxta­bæt­urnar myndu létta lægri og milli tekju­hópum íbúða­kaup.

Auglýsing
Þeirri veg­ferð Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra að eyði­leggja vaxta­bóta­kerfið er að verða lokið með fullum sigri hans, að öðru óbreyttu. Húsa­leigu­bætur halda sér betur en bæta þó alls ekki mikla hækkun leigu. Fjár­veit­ing til stofn­fram­laga til bygg­ingar leigu­í­búða í almenna hús­næð­is­kerf­inu, sem verka­lýðs­hreyf­ingin beitti sér fyrir 2016, verður lækkuð að nafn­virði um 2 millj­arða, sem er veru­leg raun­lækkun í ljósi hækk­andi bygg­ing­ar­kostn­að­ar. Þetta eru afleitar breyt­ing­ar.

Á móti þessu spara stjórn­völd sér mikil útgjöld sem áður runnu til atvinnu­leys­is­bóta, en þörf fyrir þær hefur auð­vitað minnkað veru­lega með hinu góða atvinnu­á­standi sem nú rík­ir. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu er boðað að breyta eigi fyr­ir­komu­lagi barna­bóta og formi hús­næð­is­stuðn­ings en ekki er gert ráð fyrir að slíkar breyt­ingar muni kosta neitt í fjár­laga­frum­varp­inu. Það yrði þá hugs­an­lega fjár­magnað með til­færslum frá öðrum liðum (líkt og gerst hefur með fjár­magn sem áður fór til vaxta­bóta en var tekið til greiðslu stofn­fram­laga íbúða­bygg­inga, sem nú á svo að skerða stór­lega). Annar mögu­leiki er að í tengslum við kjara­samn­inga komi fram­lög til slíkra liða í fjár­auka­lög­um. 

Einnig vekur athygli að í fjár­lög­unum eru settir auka­lega um 44 milj­arðar í „Al­mennan vara­sjóð og sér­tækar fjár­ráð­staf­anir", sem mun hafa alls um 66 millj­arða til ráð­stöf­unar á næsta ári. Von­andi er það ætlað til að vega gegn þeirri miklu aft­ur­för vel­ferð­ar­rík­is­ins sem nú blasir við.

Það eru kaldar kveðjur til heim­ila vinn­andi fólks sem fel­ast í þessum nið­ur­skurði tekju­til­færslu­kerf­is­ins, þar sem barna­bætur og hús­næð­is­stuðn­ingur eru megin þætt­ir. Að þetta ger­ist sam­hliða for­dæma­lausum hækk­unum á greiðslu­byrði hús­næð­is­kostn­aðar er væg­ast sagt öfug­snúið ef ekki bein­línis ill­gjarnt. Þetta lendir með sér­stak­lega miklum þunga á ungar barna­fjöl­skyldur sem til­tölu­lega nýlega eru komnar út á hús­næð­is­mark­að­inn, og á lág­tekju­fólk almennt.

Minna má á að um 13% barna undir 18 ára aldri bjuggu á heim­ilun sem voru undir lág­tekju­mörkum árið 2021. Það hlut­fall verður án efa hærra í ár.

Með­ferðin á heil­brigð­is­þjón­ust­unni, ekki síst sjúkra­hús­þjón­ust­unni, er einnig mikið umhugs­un­ar­efni. Þar er þrengt að rekstri í stöðu sem er væg­ast sagt við­kvæm, einkum vegna mann­eklu og flótta starfs­fólks. Var­ast ber að telja fram­lög vegna bygg­ingar með­ferð­ar­kjarna á Lands­spít­ala eða tíma­bundna aukn­ingu vegna Kóvid með almennum fjár­veit­ingum til rekstr­ar.

Tekju­skattur ein­stak­linga hækkar en eigna­fólki er áfram hlíft

Gert er ráð fyrir að tekju­skattur ein­stak­linga hækki um tæp­lega 11%, meira en útgjöld til stærstu liða vel­ferð­ar­rík­is­ins. Þá eru einnig kynntar miklar hækk­anir á ýmsum gjöldum á ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur, þar á meðal á rekstur fólks­bíla. 

Þegar þetta bæt­ist allt við mikla aukn­ingu byrða vegna harka­legra vaxta­hækk­ana Seðla­bank­ans þá eru horf­urnar fyrir heim­ilin slæm­ar. Kjör heim­ila launa­fólks eru rýrð veru­lega þannig að ávinn­ingur síð­ustu kjara­samn­inga er að tapast, sem bitnar mest á lægri og milli tekju­hóp­um. 

Ekki er horft til þess að leggja á hval­reka­skatt á mik­inn gróða á Kóvid tím­anum né á óvenju miklar arð­greiðslur og aðrar fjár­magnstekj­ur. Fjár­magnstekju­skattur stór­eigna­fólks­ins er áfram óvenju lág­ur, bæði miðað við skatt­lagn­ingu atvinnu­tekna og líf­eyr­is, sem og miðað við fjár­magnstekju­skatt í grann­ríkj­un­um. Hið sama á við um tekju­skatt fyr­ir­tækja og auð­linda­gjöld. 

Verst er að þessar aðgerðir stjórn­valda munu litlu skipta til að ná verð­bólg­unni nið­ur. Sumar þeirra munu bein­línis auka verð­bólg­una, eins og auknar álögur á rekstur fólks­bif­reiða og aðra neyslu­vöru (t.d. áfeng­i). 

Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að beita sér af hörku í kom­andi kjara­samn­ingum til að breyta þess­ari mynd sem við blasir í fjár­lögum næsta árs.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar