Salan á Mílu

Það er hvorki hagkvæmt eða heppilegt út frá öryggis- neytenda eða gæðaþáttum að selja fyrirtæki sem hefur einokunarstöðu á markaði, skrifar Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur.

Auglýsing

Míla, eitt mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki sem sinnir grunn­inn­viða­þjón­ustu, hefur verið selt úr landi til franskra fjár­festa. Rík­is­stjórnin brást alger­lega að tryggja að þessir grunn­inn­viðir væru í eigu almenn­ings. Inn­við­irnir sem Míla starf­rækir er und­ir­staða fjar­skipta­þjón­ustu í land­inu og eru jafn­mik­il­vægir inn­viðir eins og raf­orkan og hita­veit­an. Það hefur ríkt almenn sátt í sam­fé­lag­inu um að raf- og hita­veit­ur, grunn­inn­við­ir, skuli vera í eigu almenn­ings. Að auki skiptir starf­semi Mílu gríð­ar­lega miklu máli fyrir þjóðar­ör­yggi. Þjón­usta Mílu fer nær öllu leyti fram á ein­ok­un­ar­mark­aði, fyrir utan sam­keppni við Gagna­veitu Reykja­víkur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er hvorki hag­kvæmt eða heppi­legt út frá örygg­is- neyt­enda eða gæða­þáttum að selja fyr­ir­tæki sem hefur ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Hættan er að fjár­festar ein­blíni á hagnað á kostnað við­halds, nýj­unga og gæði þjón­ustu auk þess að verð til not­enda hækk­ar.

Tryggja eign­ar­hald almenn­ings

Rík­is­stjórnin hefði getað tryggt eign almenn­ings á þess­ari þjón­ustu ef vilji og þor hefði verið fyrir hendi eða að flokk­ar, sér­stak­lega VG, hefðu staðið á sínu prinsippi. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins er eng­inn vilji fyrir því að tryggja almenn­ingi eign­ar­hald á sam­fé­lags­legum mik­il­vægum innviðum eins og ljós­leið­ara­kerfi. Flokk­ur­inn sýndi það vel í verki þegar sá flokkur stjórn­aði Reykja­nesbæ þar sem allar eignir bæj­ar­ins sem hönd var á festandi voru seld­ar. Auk þess stóð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að sölu á hlut rík­is­ins í HS Orku og hlut Hafn­ar­fjarðar í HS Veitum til fjár­festa. Enn­fremur hafa Sjálf­stæð­is­menn í Reykja­vík talað opin­skátt um að selja Gagna­veitu Reykja­víkur sem er í eigu OR og þar með Reyk­vík­inga. Mik­il­vægi Gagna­veitu Reykja­víkur hefur stór­auk­ist eftir söl­una á Mílu og það má aldrei ger­ast að það verði selt fjár­fest­um. Gagna­veita Reykja­víkur hefur haldið verði á ljós­leið­ara­þjón­ustu niðri, auk þess að fyr­ir­tækið hefur veitt góða þjón­ustu.

Auglýsing


Það er mikil ein­feldni hjá þeim sem dásama söl­una á Mílu til franskra fjár­festa að þarna séu aðilar sem ætli að auka þjón­ust­una á sama verði. Sömu aðilar hafa látið hafa eftir sér að fyr­ir­tækið verði ekki selt áfram til ann­ara fjár­festa. Hvaða trygg­ingu höfum við fyrir því? Ein­hver orð ein­hvers milli­stjórn­anda hjá þessum frönsku fjár­fest­um; Það er nákvæm­lega engin trygg­ing fyrir því að Míla verði ekki áfram­seld til brask­ara og vog­un­ar­sjóða ef því er að skipta, þess vegna stað­setta í Kína. Það sem er alvar­legra varð­andi söl­una á Mílu er sú stað­reynd að rökin fyrir söl­unni má allt eins heim­færa við sölu á Lands­virkj­un, Orku­veit­unni eða sölu ann­ara þjóð­hags­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja til fjár­festa. Hér verður að draga línu í sand­inn og hafna þess­ari útsölu­stefnu á eigum almenn­ings til áhættu­fjár­festa.

VG veldur von­brigðum

Það veldur mér miklum von­brigðum að hinir stjórn­ar­flokk­arn­ir, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og VG hafi leyft söl­unni að ganga í gegn og ekki lagt til að ríkið hrein­lega kaupi fyr­ir­tæk­ið. Ég er gap­andi af undrun á afstöðu VG í þessu máli. Sá flokkur hefur tapað nær öllum sínum prinsip málum í sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hvernig ætlar flokk­ur­inn, með þess­ari afstöðu sinni, að stöðva hug­myndir og áætl­anir um sölu Lands­virkj­unar ef þær koma fram?

Auglýsing

Tíma­setn­ing söl­unnar er áhuga­verð í ljósi þess að alþingi er ekki að störfum og verið er að mynda rík­is­stjórn. Öllu óskilj­an­legra er sú afstaða for­manns VG og for­sæt­is­ráð­herra að lúffa fyrir söl­unni með því að boða nýtt frum­varp til laga sem setur fjar­skipta­fyr­ir­tækjum ákveðin skil­yrði. Að mínu mati hefði mátt stöðva söl­una þangað til að lögin hefðu tekið gildi. Öll aðkoma stjórn­valda að þessu máli ein­kenn­ist af van­mætti, aðgerða­leysi og ber keim af því að umb­una hags­munum fjár­glæfram­anna á kostnað íslenskra hags­muna.

Það er ekki allt falt fyrir pen­inga. Sumt á að vera í eigu almenn­ings á vegum hins opin­bera, eins og grunn­inn­við­ir, til að tryggja góða og örugga þjón­ustu. Við sem þjóð höfum byggt upp þessa inn­viði til að bæta þjón­ustu við íbúa þessa lands en ekki til að auka arð og eignir fjár­magns­eig­enda.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar