Samfelld heilbrigðisþjónusta: Jafnt aðgengi óháð efnahag

Heilbrigðisráðherra segir að það sé ekki raunhæft að semja við sérfræðilækna á sömu forsendum og áður. Það sé þó fjarri lagi að sú afstaða sé skref í átt að skapa tvöfalt heilbrigðiskerfi.

Auglýsing

Heil­brigð­is­stefna til 2030 var sam­þykkt mót­at­kvæða­laust á Alþingi 2019. Í stefn­unni er m.a. fjallað um mik­il­vægi þess að veita rétta þjón­ustu á réttum stað. Þar er heil­brigð­is­þjón­ustu skipt í fyrsta stigs heil­brigð­is­þjón­ustu, heilsu­gæsl­una, ann­ars stigs þjón­ustu sem er veitt á sjúkra­húsum um allt land en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu einnig af sér­fræð­ingum á einka­reknum starfs­stofum og þriðja stigs þjón­ustu sem er veitt af Land­spít­ala og sjúkra­hús­inu á Akur­eyri. Í heil­brigð­is­stefnu er tekið fram að heilsu­gæsl­unni er ætlað veiga­mikið hlut­verk sem fyrsti við­komu­staður fólks inn í heil­brigð­is­kerf­ið. Á kjör­tíma­bil­inu hefur verið unnið að því í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála að styrkja heil­brigð­is­kerfið og hefur þar sér­stak­lega verið kapp­kostað að fylgja heil­brigð­is­stefn­u. 

Skil­greint magn, skýr gæði og jafnt aðgengi

Í heil­brigð­is­stefnu er fjallað um þjón­ustu sér­greina­lækna í einka­rekstri og að tekið sé til­lit til athuga­semda sem gerðar hafa verið við fyr­ir­komu­lag þeirrar þjón­ustu. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar (RE) um Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) sem kaup­anda heil­brigð­is­þjón­ustu (2018) eru rakin dæmi um að kaup á þjón­ustu hafi ekki stuðst við full­nægj­andi grein­ingu á þörfum sjúkra­tryggðra. Þá hafi verið gerðir samn­ingar um kaup á heil­brigð­is­þjón­ustu sem séu ekki í sam­ræmi við ákvæði laga um sjúkra­trygg­ingar um skil­greint magn, skýr gæði eða jafnt aðgengi.

Auglýsing
RE hefur einnig bent á, í skýrsl­unni Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (2017), að vegna nær óhefts aðgengis sjúk­linga að þjón­ustu sér­greina­lækna skap­ist hætta á ofnotkun heil­brigð­is­þjón­ustu. Bent er á að sér­greina­læknar fái greitt eftir afköstum og samn­ing­arnir feli í sér fjár­hags­lega hvata til að veita þjón­ustu sem oft­ast. Sama gagn­rýni kemur fram í skýrslu McK­insey, Lyk­ill að full­nýt­ingu tæki­færa Land­spít­al­ans (2016), þar sem fjallað er um skort á magn­stýr­ingu af hálfu kaup­anda þjón­ust­unn­ar, skort á eft­ir­liti og auð­velt aðgengi sjúk­linga að sér­fræði­lækn­is­þjón­ustu án hlið­vörslu af hálfu heilsu­gæsl­unn­ar. Árið 2017 voru inn­leiddar til­vís­anir heilsu­gæslu- og heim­il­is­lækna vegna sér­hæfðrar heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir börn með það að mark­miði að veita þjón­ust­una á við­eig­andi þjón­ustu­stigi og að heilsu­gæslan sé fyrsti við­komu­stað­ur­inn. RE hefur hvatt til þess að áfram verði haldið vinnu við að greina hvaða þjón­usta sér­greina­lækna ætti að vera háð til­vís­un.

Mik­il­vægt að samn­ingar náist

Það er minn skýri vilji að samn­ingar náist um þjón­ustu sér­greina­lækna og SÍ hafa um ára­bil haldið uppi samn­inga­um­leit­unum en án árang­urs. Lækna­fé­lag Reykja­víkur (LR) fer með samn­ings­um­boð fyrir alla sér­greina­lækna sem þýðir að ríkið getur ekki for­gangs­raðað hvaða þjón­ustu það vill kaupa heldur ræðst fram­boðið af fjölda sér­greina­lækna innan hverrar sér­grein­ar. Í heil­brigð­is­stefnu er lögð áhersla á að heil­brigð­is­þjón­usta sé veitt af þeim sem geta boðið upp á heild­stæða þjón­ustu með teym­is­vinnu starfs­stétta. Það er sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir sjúk­linga með lang­vinna sjúk­dóma, sem ann­ars geta þurft að leita þjón­ustu hjá mörgum aðilum eða í versta falli vera án þjón­ust­unn­ar. 

Margir sér­greina­læknar hafa tekið upp á því að láta sjúk­linga greiða umtals­vert auka­gjald. Látið hefur verið að því liggja að þessu megi auð­veld­lega koma í lag með því að ríkið semji við LR á þessum nót­um. Með þessu vill LR raun­veru­lega meina að það sé á valdi lækna að ákveða ein­hliða um gjald­töku fyrir þjón­ust­una. Aug­ljóst er að slík nálgun getur ekki geng­ið.

Skil­greina þarf hvaða þjón­ustu ríkið ætlar að kaupa af sér­greina­lækn­um. Einnig þarf að skil­greina hvaða þjón­usta sér­greina­lækna skuli veitt inni á háskóla­sjúkra­húsi. Hlut­verk LSH og SAK hefur nú verið skil­greint í reglu­gerð sem byggir á lögum um heil­brigð­is­þjón­ustu sem hefur verið breytt til sam­ræmis við heil­brigð­is­stefnu, þannig að þeim beri m.a. að sjá heil­brigð­is­stofn­unum lands­ins fyrir þjón­ustu sér­greina­lækna í sam­vinnu við og sam­kvæmt samn­ingi við heil­brigð­is­stofn­an­ir. Æski­legt væri að sér­greina­læknar á einka­reknum stofum kæmu að þess­ari þjón­ustu en for­senda þess er að samn­ingar séu fyrir hendi og að þjón­ustan sé skipu­lögð út frá þörfum íbú­anna. 

Rétt þjón­usta á réttum stað

LR hefur sagt að félagið sé reiðu­búið að ganga til samn­inga á sömu for­sendum og áður og að gjald­skrá þeirra verði upp­færð til móts við þau auka­gjöld sem þeir leggja á sjúk­linga sína í dag. Hlut­verk heil­brigð­is­ráð­herra er að fylgja heil­brigð­is­stefnu sem hefur verið sam­þykkt á Alþingi og því er ljóst að ekki er raun­hæft að semja á sömu for­sendum og áður. Því er haldið fram að þetta sé skref í þá átt að skapa tvö­falt heil­brigð­is­kerfi. Ekk­ert er jafn fjarri lagi.

Mark­miðið er þvert á móti að skapa heil­brigð­is­þjón­ustu, þar sem rétt þjón­usta er veitt á réttum stað og er aðgengi­leg óháð efna­hag. Þjón­usta sér­greina­lækna á einka­reknum stofum er vissu­lega mik­il­vægur þáttur í okkar heil­brigð­is­kerfi en hún er þó aðeins 6-7% af heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Með auknu aðgengi að heilsu­gæslu og auk­inni dag- og göngu­deild­ar­starf­semi sjúkra­húsa mun draga úr þörf fyrir þjón­ustu stofulækna. Ungir læknar í dag kjósa í vax­andi mæli að starfa með öðrum fag­stéttum í teym­is­vinnu. Mark­miðið með núver­andi heil­brigð­is­stefnu er að þetta verði orðið að veru­leika í síð­asta lagi árið 2030. Hlut­verk mitt er að fylgja mark­aðri stefnu, heil­brigð­is­stefnu, og það geri ég og mun gera áfram.  

Höf­undur er heil­brigð­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar