Samráðið er raunverulegt

Pawel Bartoszek fer yfir nýsamþykkt Hverfisskipulag Breiðholts og þau miklu áhrif sem samráðið hafði á lokaniðurstöðuna.

Auglýsing

Skipu­lags- og sam­göngu­ráð sam­þykkti nýlega nýtt hverf­is­skipu­lag fyrir Breið­holt. Í hverf­is­skipu­lagi er stefnan fyrir hverfið hugsuð í heild sinni og gefnar eru út skýrar leið­bein­ingar um hvað hver og einn má gera við sína eign. 

Hverf­is­skipu­lagið er afrakstur margra ára sam­ráðs. Haldnir hafa verið fundir með nem­end­um, sam­ráðs­fundir með íbú­um, rýni­fundir með fólki á ólíkum aldri, til­lög­urnar hafa verið til sýnis á fjöl­förnum stöð­um, hverf­is­göngur farnar um hverfið og tekið við skrif­legum athuga­semdum íbúa á ólíkum stigum máls­ins. 

„En skiptir þetta nokkru máli?” spyr fólk gjarn­an. Gæti verið að það sé búið að ákveða allt hvort sem er og allt sam­ráðið sé bara sjón­ar­spil? Þessi gagn­rýni er lífseig. En þegar þróun hverf­is­skipu­lags er skoðuð frá upp­hafi til enda sést að sam­ráðið er raun­veru­legt. Það er hlust­að.

Auglýsing
Fyrsti fasi hverfa­skipu­lags­ins í Breið­holti var árið 2016 og sá síð­ari árið 2020. Ýmsar hug­mynd­ir  hafa settar hafa fram við vinnslu skipu­lags­ins. Skoðum hvaða við­tökur þær hlutu og hvernig unnið var úr þeim:

Hug­myndir sem hætt var við

Jað­ar­sel-Jökla­sel

Settar voru fram hug­myndir um lítil fjöl­býl­is­hús með­fram Jað­ar­seli við Jökla­sel. Þessar hug­myndir mælt­ust ágæt­lega fyrir í rýni­hópum 2016 en fleiri efa­semdir heyrð­ust í kjöl­far­ið. Ákveðið var í stað­inn að skil­greina svæðið undir borg­ar­bú­skap.

Stapa­sel-Holta­sel

Settar voru fram hug­myndir um að byggja rað­hús á óbyggðu svæði milli Stapasels og Holtasels. Þessar hug­myndir mættu and­stöðu í rýni­hópum og var í kjöl­farið hætt við þær.

Breið­holts­braut

Settar voru fram hug­myndir um að reisa skrif­stofu- og atvinnu­hús­næði með­fram Breið­holts­braut, milli Bakka og Selja­hverf­is. Skiptar skoð­anir voru um hug­mynd­ina og var hún ekki tekin lengra.

Blöndu­bakki og Ferju­bakki

Sett var fram hug­myndir um að þétta byggð í Blöndu­bakka í Neðra-Breið­holti. Þeim var upp­runa­lega ágæt­lega tekið í rýni­hópum en meiri efa­semdir vökn­uðu á síð­ari stigum og var ákveðið að hætta við þessi þétt­ing­ar­á­form. Svip­aðar hug­myndir voru við Ferju­bakka en nið­ur­staðan varð sú sama og ákveðið var að halda svæð­inu sem opnu svæði.

Stekkj­ar­bakki

Settar voru fram hug­myndir um að reisa sér­býl­is­húsa­röð neðan við núver­andi byggð í Stekkj­un­um. Þeim var ágæt­lega tekið í rýni­hópum en mættu mót­stöðu íbúa á síð­ari stigum og það var hætt við þessi áform.

Bakka­hverfi - ofaná­bygg­ingar

Líkt og víða ann­ars staðar í hverf­is­skipu­lag­inu var gert ráð fyrir heim­ildum til að bæta við lyftu og auka­hæð á blokk­irnar í Bökk­un­um, neðra Breið­holti. Margir voru hins vegar á þeirri skoðun að þær mynd­uðu mjög merki­lega bygg­ing­ar­sögu­lega heild sem þyrfti að varð­veita. Það var því sett hverf­is­vernd á þennan hverfa­hluta og heim­ild­irnar til ofaná­bygg­inga felldar út.

Norð­ur­fell

Í upp­hafi vinn­unnar voru kynntar hug­myndir um upp­bygg­ingu rað- og par­húsa við Norð­ur­fell, neðan við Æsu­fell. Til­lög­urnar fengu ekki góðar við­tökur í rýni­hópum og voru í kjöl­farið var slegnar út af borð­inu.

Stór­bíla­stæði

Gert hafði verið ráð fyrir að stór­bíla­stæði, meðal ann­ars við Arn­ar­bakka, myndu víkja. Gerðar voru athuga­semdir við þetta af hálfu not­enda og munu stæðin halda sér.

Bakka­tún

Almennt var tekið vel í þær hug­myndir að lífga upp á kjarn­ann við Arn­ar­bakka. Hins vegar höfðu margir áhyggjur af bygg­ing­ar­magni og sér­stök and­staða var við að byggja inn á Bakka­tún­ið. Tekið var til­lit til þess­ara sjón­ar­miða, bygg­ing­ar­magn minnk­að, gróð­ur­hús fyrir borg­ar­bú­skap sett inn og hætt við áform um bygg­ingu félags- og dans­húss á Bakka­túni.

Hug­myndir sem var haldið í

Hverfiskjarn­ar 

Almennt voru íbúar fremur jákvæðir í garð þess að þétta og efla eldri hverfiskjarna. Skipu­lags­vinnu við áður­nefndan kjarna Við Arn­ar­bakka og við Völvu­fell er nú þegar lokið en sú vinna klárað­ist sam­hliða hverf­is­skipu­lag­inu.

Aðrir eldri hverfiskjarn­ar, Hóla­garð­ur, svæðið við Jóru­fell, Rangár­sel og Tinda­sel eru merktir sem þró­un­ar­reitir og verður unnið sér­stakt deiliskipu­lag fyrir þá. 

Sér­býli við Suð­ur­fell

Kynntar voru hug­myndir um lágreist sér­býl­is­húsa­byggð á þró­un­ar­svæði austur af Suð­ur­felli. Ekki var ein­ing um þessar hug­myndir meðal íbúa en jákvæðu radd­irnar þó ívið fleiri. Þetta svæði er því áfram þró­un­ar­svæði og þar gert ráð fyrir byggð.

Aust­ur­berg og Gerðu­berg

Almennt var hug­myndum um að þétta og styrkja byggð við Aust­ur­berg vel tek­ið. Þegar Aust­ur­bergið borg­ar­gata með borg­ar­línu mun hún ásamt Gerðu­bergi mynda sann­kall­aðan miðbæ Breið­holts.

Mjódd og Vetr­ar­garður

Í sam­ráðs­ferl­inu minnt­ust margir á að bæta mætti umhverfi Mjódd­ar. Farið verður í heild­stæða vinnu við skipu­lag Mjódd­ar­innar strax á næsta ári. 

Loks var hug­myndum um Vetr­ar­garð vel tekið og er hann því kom­inn inn á skipu­lag.

Litið um öxl

Umræður um óvin­sælar hug­myndir sem blásnar eru af gleym­ast gjarnan fljótt. Sama gildir um umræður um vin­sælar hug­myndir koma til fram­kvæmd­ar. Eðli­lega man fólk mest eftir umræðum um umdeild mál, og mál þar sem skoð­anir eru skipt­ar. Það skapar kannski þá upp­lifun að öll mál séu umdeild og lítið sé hlust­að. En það er auð­vitað ekki alveg rétt.

Þegar þróun hverf­is­skipu­lags Breið­holts er skoðuð aftur í tím­ann sést vel hvernig unnið var áfram með þær hug­myndir sem góður rómur var gerður að en öðrum hug­myndum slauf­að. Upp­skeran er góð. Það mikla sam­ráðs­ferli sem átti sér stað við gerð skipu­lags Breið­holts var ekki sýnd­ar­sam­ráð. Þvert á móti hafði sam­ráðið mjög mikil áhrif á loka­nið­ur­stöð­una. Til þess var sam­ráð­ið, jú, hugs­að.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar