Samráðið er raunverulegt

Pawel Bartoszek fer yfir nýsamþykkt Hverfisskipulag Breiðholts og þau miklu áhrif sem samráðið hafði á lokaniðurstöðuna.

Auglýsing

Skipu­lags- og sam­göngu­ráð sam­þykkti nýlega nýtt hverf­is­skipu­lag fyrir Breið­holt. Í hverf­is­skipu­lagi er stefnan fyrir hverfið hugsuð í heild sinni og gefnar eru út skýrar leið­bein­ingar um hvað hver og einn má gera við sína eign. 

Hverf­is­skipu­lagið er afrakstur margra ára sam­ráðs. Haldnir hafa verið fundir með nem­end­um, sam­ráðs­fundir með íbú­um, rýni­fundir með fólki á ólíkum aldri, til­lög­urnar hafa verið til sýnis á fjöl­förnum stöð­um, hverf­is­göngur farnar um hverfið og tekið við skrif­legum athuga­semdum íbúa á ólíkum stigum máls­ins. 

„En skiptir þetta nokkru máli?” spyr fólk gjarn­an. Gæti verið að það sé búið að ákveða allt hvort sem er og allt sam­ráðið sé bara sjón­ar­spil? Þessi gagn­rýni er lífseig. En þegar þróun hverf­is­skipu­lags er skoðuð frá upp­hafi til enda sést að sam­ráðið er raun­veru­legt. Það er hlust­að.

Auglýsing
Fyrsti fasi hverfa­skipu­lags­ins í Breið­holti var árið 2016 og sá síð­ari árið 2020. Ýmsar hug­mynd­ir  hafa settar hafa fram við vinnslu skipu­lags­ins. Skoðum hvaða við­tökur þær hlutu og hvernig unnið var úr þeim:

Hug­myndir sem hætt var við

Jað­ar­sel-Jökla­sel

Settar voru fram hug­myndir um lítil fjöl­býl­is­hús með­fram Jað­ar­seli við Jökla­sel. Þessar hug­myndir mælt­ust ágæt­lega fyrir í rýni­hópum 2016 en fleiri efa­semdir heyrð­ust í kjöl­far­ið. Ákveðið var í stað­inn að skil­greina svæðið undir borg­ar­bú­skap.

Stapa­sel-Holta­sel

Settar voru fram hug­myndir um að byggja rað­hús á óbyggðu svæði milli Stapasels og Holtasels. Þessar hug­myndir mættu and­stöðu í rýni­hópum og var í kjöl­farið hætt við þær.

Breið­holts­braut

Settar voru fram hug­myndir um að reisa skrif­stofu- og atvinnu­hús­næði með­fram Breið­holts­braut, milli Bakka og Selja­hverf­is. Skiptar skoð­anir voru um hug­mynd­ina og var hún ekki tekin lengra.

Blöndu­bakki og Ferju­bakki

Sett var fram hug­myndir um að þétta byggð í Blöndu­bakka í Neðra-Breið­holti. Þeim var upp­runa­lega ágæt­lega tekið í rýni­hópum en meiri efa­semdir vökn­uðu á síð­ari stigum og var ákveðið að hætta við þessi þétt­ing­ar­á­form. Svip­aðar hug­myndir voru við Ferju­bakka en nið­ur­staðan varð sú sama og ákveðið var að halda svæð­inu sem opnu svæði.

Stekkj­ar­bakki

Settar voru fram hug­myndir um að reisa sér­býl­is­húsa­röð neðan við núver­andi byggð í Stekkj­un­um. Þeim var ágæt­lega tekið í rýni­hópum en mættu mót­stöðu íbúa á síð­ari stigum og það var hætt við þessi áform.

Bakka­hverfi - ofaná­bygg­ingar

Líkt og víða ann­ars staðar í hverf­is­skipu­lag­inu var gert ráð fyrir heim­ildum til að bæta við lyftu og auka­hæð á blokk­irnar í Bökk­un­um, neðra Breið­holti. Margir voru hins vegar á þeirri skoðun að þær mynd­uðu mjög merki­lega bygg­ing­ar­sögu­lega heild sem þyrfti að varð­veita. Það var því sett hverf­is­vernd á þennan hverfa­hluta og heim­ild­irnar til ofaná­bygg­inga felldar út.

Norð­ur­fell

Í upp­hafi vinn­unnar voru kynntar hug­myndir um upp­bygg­ingu rað- og par­húsa við Norð­ur­fell, neðan við Æsu­fell. Til­lög­urnar fengu ekki góðar við­tökur í rýni­hópum og voru í kjöl­farið var slegnar út af borð­inu.

Stór­bíla­stæði

Gert hafði verið ráð fyrir að stór­bíla­stæði, meðal ann­ars við Arn­ar­bakka, myndu víkja. Gerðar voru athuga­semdir við þetta af hálfu not­enda og munu stæðin halda sér.

Bakka­tún

Almennt var tekið vel í þær hug­myndir að lífga upp á kjarn­ann við Arn­ar­bakka. Hins vegar höfðu margir áhyggjur af bygg­ing­ar­magni og sér­stök and­staða var við að byggja inn á Bakka­tún­ið. Tekið var til­lit til þess­ara sjón­ar­miða, bygg­ing­ar­magn minnk­að, gróð­ur­hús fyrir borg­ar­bú­skap sett inn og hætt við áform um bygg­ingu félags- og dans­húss á Bakka­túni.

Hug­myndir sem var haldið í

Hverfiskjarn­ar 

Almennt voru íbúar fremur jákvæðir í garð þess að þétta og efla eldri hverfiskjarna. Skipu­lags­vinnu við áður­nefndan kjarna Við Arn­ar­bakka og við Völvu­fell er nú þegar lokið en sú vinna klárað­ist sam­hliða hverf­is­skipu­lag­inu.

Aðrir eldri hverfiskjarn­ar, Hóla­garð­ur, svæðið við Jóru­fell, Rangár­sel og Tinda­sel eru merktir sem þró­un­ar­reitir og verður unnið sér­stakt deiliskipu­lag fyrir þá. 

Sér­býli við Suð­ur­fell

Kynntar voru hug­myndir um lágreist sér­býl­is­húsa­byggð á þró­un­ar­svæði austur af Suð­ur­felli. Ekki var ein­ing um þessar hug­myndir meðal íbúa en jákvæðu radd­irnar þó ívið fleiri. Þetta svæði er því áfram þró­un­ar­svæði og þar gert ráð fyrir byggð.

Aust­ur­berg og Gerðu­berg

Almennt var hug­myndum um að þétta og styrkja byggð við Aust­ur­berg vel tek­ið. Þegar Aust­ur­bergið borg­ar­gata með borg­ar­línu mun hún ásamt Gerðu­bergi mynda sann­kall­aðan miðbæ Breið­holts.

Mjódd og Vetr­ar­garður

Í sam­ráðs­ferl­inu minnt­ust margir á að bæta mætti umhverfi Mjódd­ar. Farið verður í heild­stæða vinnu við skipu­lag Mjódd­ar­innar strax á næsta ári. 

Loks var hug­myndum um Vetr­ar­garð vel tekið og er hann því kom­inn inn á skipu­lag.

Litið um öxl

Umræður um óvin­sælar hug­myndir sem blásnar eru af gleym­ast gjarnan fljótt. Sama gildir um umræður um vin­sælar hug­myndir koma til fram­kvæmd­ar. Eðli­lega man fólk mest eftir umræðum um umdeild mál, og mál þar sem skoð­anir eru skipt­ar. Það skapar kannski þá upp­lifun að öll mál séu umdeild og lítið sé hlust­að. En það er auð­vitað ekki alveg rétt.

Þegar þróun hverf­is­skipu­lags Breið­holts er skoðuð aftur í tím­ann sést vel hvernig unnið var áfram með þær hug­myndir sem góður rómur var gerður að en öðrum hug­myndum slauf­að. Upp­skeran er góð. Það mikla sam­ráðs­ferli sem átti sér stað við gerð skipu­lags Breið­holts var ekki sýnd­ar­sam­ráð. Þvert á móti hafði sam­ráðið mjög mikil áhrif á loka­nið­ur­stöð­una. Til þess var sam­ráð­ið, jú, hugs­að.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar