Seðlabanki á villigötum

Stefán Ólafsson spyr hvort Seðlabankinn sé í kjarabaráttu fyrir hönd atvinnurekenda.

Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur hækkað stýri­vexti á þessu ári mun meira en seðla­bankar flestra ann­arra vest­rænna ríkja. Mark­miðið var að keyra niður verð­bólgu, að sagt var. Stýri­vext­irnir voru 0,75% í byrjun þessa árs en eru nú 5,75%. Á evr­u-­svæð­inu eru stýri­vextir nú 2%, þeir eru 1,25% í Dan­mörku, 1,75% í Sví­þjóð og 2,5% í Nor­egi. Þessar þjóðir eru að glíma við svip­aðan verð­bólgu­vanda og Íslend­ing­ar. Með­al­tals verð­bólga í OECD-­ríkj­unum var rúm­lega 10% í októ­ber sl. Hvers vegna þurfa stýri­vextir að vera svona miklu hærri á Íslandi?

Og hver er árang­ur­inn af þessum óvenju miklu hækk­unum hér á stuttum tíma? Það má sjá af nýj­ustu tölum Hag­stof­unnar um verð­bólgu­þró­un­ina, sem sýnd er á mynd­inni hér að neð­an.

Verð­bólgan var farin að aukast lít­il­lega á seinni hluta síð­asta árs en tók svo stökk eftir að inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst í febr­úar á þessu ári, eins og sést af mynd­inni. Mán­að­ar­legar hækk­anir verð­lags tvöld­uð­ust og voru á því róli fram til júlí. Þá dró úr þeim en nú í októ­ber jókst verð­bólgan á ný um 0,7%. 

Verð­bólgan fór hæst í 9,9% í júlí en er nú í 9,4%. Er það mik­ill árang­ur? Nei, varla.

Hvers vegna er árang­ur­inn svona lít­ill?

Til að skilja hvers vegna aðgerðir Seðla­bank­ans hafa skipt svona litlu við að ná verð­bólg­unni niður er nauð­syn­legt að horfa til þess hverjar helstu orsakir hennar eru. Þær eru einkum tvær: inn­flutt verð­bólga (vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu og vegna trufl­ana í aðfanga­keðjum í heims­hag­kerf­inu í kjöl­far Kóvid) og óvenju miklar hækk­anir á íbúða­verði inn­an­lands. 

Auglýsing
Aðgerðir Seðla­banka Íslands hafa engin áhrif á inn­flutta verð­bólgu, hvorki á hernað Rússa né á virkni heims­hag­kerf­is­ins. En hugs­an­legt er að þær hafi áhrif á hús­næð­is­mark­að­inn hér heima. Skoðum það nán­ar. 

Hugs­unin með stýri­vaxta­hækkun er að hún slái á þenslu í inn­lenda hag­kerf­inu með rýrnun kaup­getu sem hægi á umsvifum og létti á þrýst­ingi á verð­lag­ið. Ef stærsti hluti inn­lenda vand­ans er of mikil eft­ir­spurn eftir íbúð­ar­hús­næði (sem hefur hækkað of mik­ið) þá verður vonin sú að auk­inn kostn­aður við lán­töku fækki þeim sem geta keypt íbúð­ir. En virkar það?

Skoðum þróun íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á mynd­inni hér að neð­an, sem kemur frá Þjóð­skrá og inni­heldur tölur til októ­bers síð­ast­lið­ins.

Þarna má sjá að gríð­ar­leg hækkun stýri­vaxta á árinu hefur ekki breytt miklu um þróun íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þó hefur hægt á hækk­unum á sl. þremur mán­uð­um. Verðið lækk­aði lít­il­lega í ágúst eftir að fram­boð hús­næðis jókst en síðan hefur það hækkað á ný sl. tvo mán­uði, en þó minna en áður, eins og grænu súl­urnar sýna.

Þetta getur þó ekki talist mik­ill árang­ur. Hvers vegna skila þessar aðgerðir ekki meiru?

Ef mark­miðið með stýri­vaxta­hækkun yfir lín­una var að fækka mögu­legum kaup­endum íbúða þá er það eitt og sér mjög ómark­viss aðgerð sem almennt er ekki lík­leg til að virka. Það er vegna þess að vaxta­kostn­aður allra þeirra heim­ila sem skulda íbúða­lán hækk­ar, en ein­ungis mjög lít­ill hluti þeirra eru vænt­an­legir íbúða­kaup­endur til skemmri tíma. Veru­lega auknar byrðar eru lagðar á mik­inn fjölda fólks sem ekki er að fara að hafa nein áhrif á eft­ir­spurn eftir íbúð­u­m. 

Ég hef áður líkt þessum aðgerðum við það að fara á rjúpna­veiðar á skrið­dreka. Stór land­svæði eru sprengd og rústuð í þeirri von að tína upp nokkra fugla. Miklu er fórnað fyrir lít­ið. Fyrst þetta hefur skilað svona litlum árangri hefði mátt sleppa vaxta­hækk­un­inni að hluta eða jafn­vel mestu leyti.

Seðla­bank­inn greip reyndar einnig til ann­arra aðgerða til að reyna að fækka íbúða­kaup­endum og þær hafa vænt­an­lega virkað betur en almenna vaxta­hækk­un­in. Það voru hert skil­yrði fyrir lán­töku, þ.e. lækkuð heim­ild til veð­setn­ingar við fyrstu kaup íbúða og þrengri við­mið fyrir greiðslu­mat lán­tak­enda. Þetta er lík­legt til að hafa fælt slatta af fyrstu kaup­endum frá mark­að­inum tíma­bund­ið, einkum tekju­lægri kaup­end­ur. Efn­aðri kaup­endur láta slíkar aðgerðir ekki hafa mikil áhrif á sig, einkum ef þeir hafa ekki jafn mikla láns­fjár­þörf.  

Ætla má að sá litli árangur sem hefur náðst í að temja hækkun íbúða­verðs sé vegna þess­ara seinni aðgerða, hertra lán­töku­skil­yrða. Það er rök­rétt. Þær hefði raunar mátt herða meira til að ná betri árangri. Frek­ari hækkun stýri­vaxta myndi litlu skila, eins og fyrri dag­inn.

En hvers vegna er Seðla­bank­inn að hækka stýri­vexti svona miklu meira en flestir aðrir vest­rænir seðla­bankar?

Er Seðla­bank­inn í kjara­bar­áttu fyrir hönd atvinnu­rek­enda?

Þó þessar hækk­anir stýri­vaxta hafi skipt litlu til að ná niður verð­bólgu almennt og ekki heldur dugað til að lækka íbúða­verð þá hafa þær vissu­lega rýrt kaup­mátt heim­ila alls þorra launa­fólks, einkum þeirra sem hafa lægri og milli tekjur og skulda mikið í íbúð­ar­hús­næði. Kjara­skerð­ingin nemur tugum þús­unda á mán­uði fyrir mjög marga. Hvaða til­gangi þjón­aði það fyrst þetta var ekki nauð­syn­legt meðal til að ná niður verð­bólg­unni?

Kjara­samn­inga­við­ræður standa nú yfir. Seðla­bank­inn hefur áður blandað sér í þær með hót­unum um að hækka stýri­vexti ef þeim sýn­ist launa­kröfur á vinnu­mark­aði vera of miklar – að þeirra mati. Það gerðu þeir eftir að kröfur fyrir gerð Lífs­kjara­samn­ings­ins 2019 voru settar fram. Sá samn­ingur gekk þó eftir og skil­aði ágætum árangri fyrir launa­fólk og fól í sér hóf­legar byrðar fyrir atvinnu­líf­ið. 

Auglýsing
Með stýri­vaxta­hækk­un­inni á þessu ári hefur Seðla­bank­inn fært þann kaup­mátt sem Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn skil­aði niður svo um mun­ar. Hann hefur með því sett launa­fólk í verri byrj­un­ar­stöðu í upp­hafi samn­inga­við­ræðna. Þetta eykur líkur á því að erf­ið­ara verði að skila launa­fólki eðli­legum hluta af þeim afar mikla hag­vexti sem nú er í efna­hags­líf­in­u. 

Í nýjum kjara­samn­ingi þarf fyrst að ná til baka því sem Seðla­bank­inn hefur rifið af launa­fólki með ónauð­syn­legri stýri­vaxta­hækkun og svo að sækja ábatann af hag­vext­inum sem vissu­lega er fyrir hendi. Það er þannig búið að lengja brekk­una sem launa­fólk þarf að klífa til að ná í eðli­lega kaup­mátt­ar­aukn­ingu. Þetta er því ekki hlut­laust inn­grip að hálfu Seðla­bank­ans.

Nú koma samn­inga­menn atvinnu­rek­enda að samn­inga­borð­inu og segja að ef launa­fólk sætti sig ekki við kaup­mátt­arrýrnun þá muni Seðla­bank­inn hækka stýri­vexti enn meira! Seðla­bank­inn er þarna kom­inn í hlut­verk eins konar „launa­löggu“ sem bannar eðli­legar launa­hækk­an­ir. Í miklum hag­vexti og fram­leiðni­aukn­ingu eins og nú er á kaup­máttur að aukast – ef allt er eðli­legt.

Sjálf­sagt segja Seðla­banka­menn að þetta sé nauð­syn vegna hás verð­bólgu­stigs. En það er rangt því orsakir verð­bólgu­skots­ins sem hófst á þessu ári voru ekki laun íslensks verka­fólks, heldur þær sem greint var frá að ofan. Stýri­vaxta­hækk­unin hefur að auki ekki haft nein umtals­verð áhrif til lækk­unar verð­bólgu eins og hér hefur verið sýnt. 

Óeðli­legar hækk­anir íbúða­verðs hér á landi 2021-2022 má rekja til mis­heppn­aðrar hag­stjórnar á hús­næð­is­mark­aði sem Seðla­bank­inn á sinn þátt í. Þegar þær eru síðan sagðar gefa til­efni til að rýra kaup­mátt alls þorra launa­fólks þá eru menn komnir illa afvega.

Það er því ástæða til að skora á Seðla­bank­ann að draga til baka umtals­verðan hluta af stýri­vaxta­hækk­un­inni til að greiða fyrir gerð kjara­samn­inga í anda Lífs­kjara­samn­ings­ins sem vel reynd­ist. Við­eig­andi væri að fara með stýri­vext­ina niður á svipað ról og nú er í grann­ríkjum okk­ar.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar