Sérstakir menn sem ganga á vatni án þess að drukkna

jesusoncross-1.jpeg
Auglýsing

Þjóð­kirkjan og kristin trú laum­uðu sér í sviðs­ljósið í lið­inni viku, líkt og þau gera alltaf ann­ars lag­ið. Ann­ars vegar varð allt vit­laust í ein­hverjum kreðsum yfir því að Rík­is­út­varpið ætl­aði að hætta að útvarpa kristnum bæn­um, þótt ekk­ert í lögum segi að slík bæna­út­send­ing falli undir hlut­verk þess.

Hins vegar skil­aði starfs­hópur sem fjall­aði um fyr­ir­komu­lag á fjár­hags­legum sam­skiptum ríkis og Þjóð­kirkju skýrslu þar sem hann taldi að kirkjan ætti rétt á „leið­rétt­ingu“ á fram­lögum úr rík­is­kass­anum þar sem hún hefði alls ekki fengið nóg af skattfé síð­ustu fimm árin. Starfs­hóp­ur­inn lagði því til að þessi „leið­rétt­ing“ færi fram með þeim hætti að ríkið myndi hækka sókn­ar­gjöld til safn­aða Þjóð­kirkj­unnar og vegna ann­arra kirkju­legra verk­efna um sam­tals 663 millj­ónir króna á næstu þremur árum. Sam­hliða verði skerð­ing á sókn­ar­gjöldum dregin til baka þannig að kirkjan fái aftur ásætt­an­legt fjár­streymi til að reka sinn bis­ness.

Líkt og alltaf þegar fjár­mál Þjóð­kirkj­unnar eða kristni­boð í gegnum stofn­anir hins opin­bera ber á góma í almennri umræðu snýst hún nær sam­stundis að stóru spurn­ing­unni sem rif­ist hefur verið um hér­lendis ára­tugum sam­an: á að aðskilja ríki og kirkju?

Auglýsing

Vill fólk Þjóð­kirkju?Að­dá­endur rík­is­væddrar kristni­trúar telja sig hafa fengið nýtt vopn í hend­urnar í þess­ari umræðu með nið­ur­stöðu ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um til­lögur stjórn­laga­ráðs um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem fram fór í októ­ber 2012. Þar var ein spurn­ingin orðuð með eft­ir­far­andi hætti: „Vilt þú að í nýrri stjórn­ar­skrá verði ákvæði um Þjóð­kirkju á Ísland­i?“. Alls sögðu 51 pró­sent þeirra sem svör­uðu þess­ari spurn­ingu að þeir vildu slíkt ákvæði en 38 pró­sent sögðu nei.

Nú er það svo að spurn­ingin er mjög rugl­ings­leg. Og ég veit um nokkra sem svör­uðu henni með já-i þrátt fyrir að vera miklir fylg­is­menn aðskiln­aðs ríkis og kirkju. Þeir skildu spurn­ing­una rang­lega þannig að ef þeir segðu já myndi ákvæði vera í stjórn­ar­skrá sem stað­festi að hér­lendis ætti ekki að vera Þjóð­kirkja. Þess utan var voru fæst já á bak­við þessa spurn­ingu af þeim sex sem spurt var um í atkvæða­greiðsl­unni. Ein­ungis 24,6 pró­sent þeirra sem voru á kjör­skrá þennan októ­ber­dag í hitteð­fyrra svör­uðu henni ját­andi.

Þá er athygl­is­vert að þeir sem hafa ákveðið að nota nið­ur­stöðu stjórn­laga­ráðs­kosn­ing­anna til að styrkja mála­til­búnað sinn um rík­is­rekna kirkju og rík­is­rekið kristni­boð í nafni menn­ingar og sið­gæðis eru að stórum hluta aðilar sem hafa fundið öðrum til­lögum að stjórn­ar­skrár­breyt­ingum allt til for­áttu. En til­gangur helgar auð­vitað með­al­ið.

Mik­ill meiri­hluti fylgj­andi aðskiln­aðiÞað eru til aðrir mæli­kvarðar á vilja þjóð­ar­innar til að borga undir hið kristna fyr­ir­tæki sem Þjóð­kirkjan er. Capacent Gallup hefur til dæmis kannað hug lands­manna gagn­vart aðskiln­aði ríkis og kirkju árlega um mjög langt skeið. Í könn­unum þeirra er spurn­ingin mjög skýr: Ert þú hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju?

Í könnun Capacent frá árinu 1996 kom i ljós að 53 pró­sent voru fylgj­andi aðskiln­aði en 31 pró­sent á móti. Restin var óákveð­in. Í könnun árið 2003 voru 51 pró­sent fylgj­andi aðskiln­aði en 30 pró­sent á móti. Árið 2003 voru 59 pró­sent fylgj­andi aðskiln­aði en 29 pró­sent á móti. Árið 2009 voru 60 pró­sent hlynnt aðskiln­aði en 20 pró­sent á mót­i.  Árið 2012 voru 59 pró­sent hlynnt aðskiln­aði en um fimmt­ungur var á móti. Þegar aðeins eru skoð­aðir þeir sem taka beina afstöðu þá er hlut­fall þeirra sem hafa verið hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju síð­ustu tvo ára­tugi yfir 70 pró­sent.

Íslend­ingar flykkj­ast úr Þjóð­kirkj­unniÞess utan er athygl­is­vert að skoða hversu stórt hlut­fall lands­manna eru með­limir í Þjóð­kirkj­unni. Nú ber að minna á að það er ekki val­kvætt að verða skráður í hana, heldur eru allir nýburar skráðir í trú­fé­lag móð­ur. Þannig er fjölda þeirra sem til­heyra þessum söfn­uði haldið við með lög­um. Þetta fyr­ir­komu­lag er mjög fjár­hags­lega mik­il­vægt fyrir Þjóð­kirkj­una því það fær greidd sókn­ar­gjöld fyrir hvern skráðan safn­að­ar­með­lim. Í ár eru þau áætluð um 2,1 millj­arður króna. Til að losna undan því að greiða til Þjóð­kirkj­unnar þarf ein­stak­lingur sem fæddur er þangað inn því að skrá sig sér­stak­lega úr henni.

Þrátt fyrir þessa inn­byggðu við­skipta­vina­fjölg­un­ar­vél hefur Þjóð­kirkj­unni ekki tek­ist að hald­ast vel á fólki und­an­farin miss­eri. Árið 1992 voru 92,2 pró­sent lands­manna skráðir í Þjóð­kirkj­unni. Um ald­ar­mótin var það hlut­fall komið niður í 89 pró­sent og í dag er það 75 pró­sent.

Rík­is­trú­ar­menn segja oft að þetta sé afleið­ing af því að inn­flytj­endum sem hafi aðra trú hafi fjölgað hér­lend­is. Sú rök­semd stenst ekki nán­ari skoð­un. Þeir sem eru í Þjóð­kirkj­unni eru nefni­lega þrjú þús­und færri en þeir voru árið 2000 og fimm þús­und færri en þeir voru árið 2008. Þeir Íslend­ingar sem kjósa að standa utan Þjóð­kirkj­unnar hefur fjölgað úr 30.700 um ald­ar­mótin í 81.417 í ár.

Þjóðin er því, nokkuð hratt, að yfir­gefa Þjóð­kirkj­una sem hún er samt að stórum hluta fest inn í við fæð­ingu.

Kostar 4-5 millj­arða á áriFyrir utan þær 663 millj­ónir króna af skattfé sem Þjóð­kirkjan telur sig snuð­aða um, og vill fá leið­rétt­ingu vegna, þá kostar rekstur hennar íslenska skatt­greið­endur skild­ing­inn. Á þessu ári gera fjár­lög ráð fyrir að 1.474 millj­ónir króna renni til Þjóð­kirkj­unnar úr rík­is­sjóði. Auk þess munu 247 millj­ónir króna fara til Kirkju­mála­sjóðs, 73 millj­ónir króna í Kristni­sjóð, 320 millj­ónir króna til jöfn­un­ar­sjóðs sókna og svo auð­vitað um 2,1 millj­arður króna í sókn­ar­gjöld. Sam­tals greiðir ríkið því um 4,2 millj­arða króna á ári fyrir rík­is­trúna. Fyrir utan þennan kostnað kostar rekstur kirkju­garða tæpan millj­arð króna.

Það er því brál­æð­is­legur sparn­aður fólg­inn í því að aðskilja ríki og kirkju. Fyrir stjórn­völd sem tala dig­ur­bark­lega um halla­laus fjár­lög og bruðl rík­is­stofn­anna ætti þetta að vera liður sem þau ættu að skoða gaum­gæfi­lega.

Hvað er hægt að gera?En er hægt að aðskilja ríki og kirkju? Í stuttu máli er svarið við því já.  Mesta flækju­stígið yrði vegna eigna sem kirkjan lét inn í rík­is­sjóð árið 1907 með samn­ingi sem var stað­festur með lögum 90 árum síð­ar. Í grófum dráttum snýst samn­ing­ur­inn um að ríkið fékk eign­irnar en sam­þykkti á móti að greiða laun presta. Hægt er að vinda ofan af þessum samn­ingi með ýmsum hætti. Rök­rétt­ast væri lík­leg­ast að gera Þjóð­kirkj­unni til­boð vegna eign­anna. Ef hún myndi hafna því gætu dóm­stólar skorið út um hver væri rétt­mæt end­ur­greiðsla. Ríkið gæti líka reynt að slíta áskrift kirkj­unnar af skattfé án þess að bjóða henni neitt í stað­inn og sjá hvernig dóm­stólar myndu fara með kröfu henn­ar. Til langs tíma myndi þetta að minnsta kosti alltaf borga sig fyrir rík­is­sjóð.

Auk þessa þyrfti að breyta stjórn­ar­skrá á þann veg að í henni væri til­tekið að aðskiln­aður væri milli ríkis og kirkju. Það er mjög ger­legt. Það er því spurn­ing um vilja, ekki getu í þessum mál­um. Hafa stjórn­mála­menn vilja og þor til að stíga þetta skref? Hingað til hefur svarið við þeirri spurn­ingu allltaf verið nei.

Á að vera Þjóð­kirkja á Íslandi?Ég hef ekk­ert á móti kirkj­um, prestum eða trú­ar­brögðum yfir höf­uð, þótt helg­i­slepjan og til­gerð­ar­legt og yfir­læt­is­fullt mjúk­mælgið fari stundum í taug­arnar á mér. Það er full­kom­lega eðli­legt og rétt­læt­an­legt að til sé fyr­ir­tæki sem bjóði upp á þessa þjón­ustu, enda aug­ljóst að það er eft­ir­spurn eftir henni.

Það sem truflar mig er að allir séu látnir borga fyrir þjón­ustu sem ein­ungis sumir nýta sér og er fjarri því að vera hluti af grunn­stoðum þess vel­ferð­ar­sam­fé­lags sem almenn sam­fé­lags­leg sátt virð­ist vera um að halda uppi hér­lend­is. Það þurfa allir á menntun að halda, og þess vegna rekur hið opin­bera mennta­kerfi. Við þurfum öll á sam­göngu­kerfi að halda, og þess vegna byggir hið opin­bera vegi. Við þurfum öll á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda, og þess vegna fer stór hluti af sam­eig­in­legum sjóðum okkar í að halda uppi slíkri. Og við þurfum á lög­gæslu- og dóms­kerfi að halda til að fram­fylgja sam­fé­lags­sátt­mál­anum sem lög lands­ins móta. En við þurfum ekki trú.

Í grunn­inn er málið því ein­falt. Er það hlut­verk ríkis að borga marga millj­arða króna undir félags­skap sem trúir því meðal ann­ars að þeir sem honum finnst góðir fari til himna, þeir sem honum finnst vondir fari til hel­vít­is, að sér­stakir menn gangi á vatni án þess að drukkna og breyti þess á milli vatni í vín án eim­ing­ar­tækja? Félags­skap sem er ekki leið­andi gæsku­afl heldur hefur aðlagast, með miklum trega og mót­spyrnu, sið­ferð­is­legum fram­förum í sam­fé­lag­inu sem hafa átt sér stað þrátt fyrir hann, ekki vegna hans?

Mitt svar er nei. Og ég hef nokkuð vel rök­studdan grun um að mik­ill meiri­hluti lands­manna sé sam­mála mér.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None