Síðari hálfleikur hafinn í Glasgow

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands er staddur á COP26 í Glasgow og rýnir í stöðu mála eftir fyrri viku ráðstefnunnar.

Auglýsing

Áhyggju­fullir þjóð­ar­leið­togar

Yfir­lýs­ingar margra ráða­manna í upp­hafi síð­ustu viku báru vitni um örvænt­ingu. Fyrir sex árum í París voru leið­togar smárra eyríkja í Kyrra­hafi og Ind­lands­hafi áber­andi. Þeir bentu á að hækki hita­stig Jarðar umfram 1,5°C sökkvi heim­ili og lífs­við­ur­væri í sæ. Hér í Glas­gow bætt­ust við leið­togar auð­ugra ríkja í norðr­inu. For­sæt­is­ráð­herra Belg­íu, Alex­ander Croo nefndi flóðin sl. sumar þegar 38 manns drukkn­uðu og for­seti Banda­ríkj­anna lýsti skóg­ar­eld­unum í Kali­forn­íu. Á Norð­ur­slóðum er hækkun hita­stigs nær þrisvar sinn örari en sunnar á hnett­in­um. For­seti Finn­lands, Sauli Niini­stö, sagði ein­fald­lega: „Ef við töpum Norð­ur­slóð­um, munum við tapa plánet­unni.“

Traust

Meg­in­for­senda samn­inga er að traust ríki milli samn­ings­að­ila. Skila­boð Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta til ráð­stefn­unnar voru að Banda­ríkin væru nú aftur með og að þau myndu leiða með góðu for­dæmi. Hljómar vel en það er gömul saga og ný að á Banda­ríkj­unum er ekki full­kom­lega treystandi. Á Ríó ráð­stefn­unni árið 1992 skrif­aði George Bush eldri undir Lofts­lags­samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna gegn því skil­yrði að samn­ing­ur­inn væri í engu bind­andi um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Úr þessu var reynt að bæta með Kyoto-­bók­un­inni árið 1997 og Bill Clinton skrif­aði undir en Öld­unga­deildin hafn­aði að full­gilda bók­un­ina. George W. Bush yngri sagði síðan Banda­ríkin frá Kyoto-­bók­un­inni skömmu eftir að hann tók við emb­ætti 2001.

Eftir að Kaup­manna­hafn­ar­ráð­stefnan fór út um þúfur 2009 tóku Banda­ríkin for­yst­una um gerð nýs samn­ings og sam­komu­lag náð­ist loks í París árið 2015. Sam­komu­lag sem byggði á frjálsum fram­lögum ríkja til að minnka los­un, engin bind­andi ákvæði, ella hefði Öld­unga­deildin ekki sam­þykkt. Ríkti mikil ánægja um sinn en svo varð Don­ald Trump for­seti og sagði Banda­ríkin frá Par­ís­ar­samn­ingn­um.

Auglýsing

Um leið og menn fagna end­ur­komu Banda­ríkj­anna er traustið tak­mark­að. Ekki er úti­lokað að Trump verði kjör­inn for­seti á ný.

Laurence Tubi­ana, franskur diplómat sem var ein af helstu arki­tektum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins sagði við breska blaðið Guar­dian, að vissu­lega hefði Biden sett lofts­lags­málin í for­gang og að Banda­ríkin hefðu þokað ríkjum eins og Sádi Arab­íu, Suður Afr­íku og Ind­landi í rétta átt. Á hinn bóg­inn, benti hún á að Banda­ríkin glímdu við skort á trú­verð­ug­leika í lofts­lags­málum og að leið­togar ann­arra ríkja pirr­uðu sig á ekki væri unnt að treysta á Banda­ríkin til lengri tíma vegna alls kyns póli­tískra vanda­mála heima við.

Ísland

Í ræðu sinni útskýrði for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, að þessa dag­ana fari fram stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður á Íslandi, að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir ræði sín á milli hvernig styrkja megi mark­mið Íslands fyrir 2030. Með öðrum orð­um, lofts­lags­stefna Íslands er enn á samn­inga­borð­inu.

Fátt bendir til að rík­is­stjórn­ar­myndun klárist í þess­ari viku og því spurn­ing hvort sitj­andi umhverf­is­ráð­herra fái umboð til að segja nokkuð nýtt um stefnu lands­ins þegar hann stígur í ræðu­stól hér í Glas­gow nú þegar ráð­herrar taka yfir samn­inga­við­ræð­urn­ar.

Nokkur skref í rétta átt

  • Sam­komu­lag um að hætta kola­bruna: Yfir 40 lönd, þ.m.t. Kana­da, Pól­land og Síle, hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um að fasa út kola­orku. Ástr­al­ía, Banda­rík­in, Ind­land og Kína eru ekki með í þessu sam­komu­lagi en í Banda­ríkj­unum eru kolin samt klár­lega á leið út. New York Times greinir frá því að banda­ríska sendi­nefndin hafi ekki viljað styggja öld­unga­deild­ar­þing­mann­inn Joe Manchin.
  • Lof­orð um að stöðva skóg­areyð­ingu: Yfir 100 ríki með 90% skóg­lendi Jarðar innan sinna landamæra lof­uðu að stöðva skóg­areyð­ingu fyrir árið 2030. Sams konar lof­orð var gefið árið 2014 og átti að upp­fylla fyrir lok 2020. Mun­ur­inn er að nú eru Brasil­ía, Indónesía og Kongó með og vernd­ar­að­gerðir verða fjár­magn­að­ar.
  • Dregið úr losun met­ans um 30%: Ríf­lega 80 ríki hafa hafa náð sam­komu­lagi um að minnka losun met­ans um 30%. Þetta er um sumt ein­föld aðgerð því mikið af met­ani lekur út í olíu­hreinsi­stöðvum og gasleiðsl­um. Næst á eftir koltví­sýr­ingi er metan­gas mik­il­væg­asta gróð­ur­húsa­loft­teg­und­in. Umtals­verður árangur gæti náðst ef sam­dráttur metangass verður nógu hrað­ur. Um 0,5°C hita­stigs­hækkun skrif­ast á metangasið og þótt það end­ist jafn ekki lengi í and­rúms­loft­inu og koltví­sýr­ingur er hlýn­un­ar­máttur þess 80 sinnum meiri.
  • Ind­land stefnir á kolefn­is­hlut­leysi árið 2070: Yfir­lýs­ing Nadendra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, kom á óvart. Ind­land ætlar að ná kolefn­is­hlut­leysi árið 2070 – 20 árum á eftir Evr­ópu og Banda­ríkj­unum og 10 árum á eftir Kína og Rúss­landi. Mestu skiptir að Ind­land við­ur­kennir að kola­orka sé ekki fram­tíð­in. Modi hét því jafn­framt að árið 2030 yrði helm­ingur allrar orku í Ind­landi fram­leiddur með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Þessi aðgerð er háð því að Ind­land fá fjár­hags­lega aðstoð.
  • Kolefn­is­hlut­leysi á fjár­mála­mark­aðn­um: 450 fyr­ir­tæki sem sam­an­lagt ráða yfir um 40% af fjár­magni heims­ins hafa und­ir­ritað sam­komu­lag sem skuld­bindur þau til að nýta græna orku með 1,5°C mark­miðið að leið­ar­ljósi.

Hverju breytir þetta?

Hugs­an­lega dugir þetta – sam­an­lagt og ef allir standa við sitt – til að tak­marka hækkun hita­stigs jarðar við 1,8°C, segir Alþjóða­orku­mála­stofn­unin IEA. Laurent Fabi­us, for­seti Par­ís­ar-ráð­stefn­unn­ar, benti á að aðeins væri um til­gátu að ræða.

Nú reynir á Par­ís­ar­sam­komu­lagið

Í Glas­gow hafa mynd­ast ný banda­lög ríkja sem sýna að það er fleiri en ein leið til að upp­fylla Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Í stað þess að tryggja að öll ríki taki þátt hafa náðst samn­ingar um útfösun kola þótt nokkur lyk­il­ríki séu ekki með. Í sam­komu­lögum um að draga úr met­an­leka um 30% og stöðvun skóg­areyð­ingar eru svo enn fleiri ríki með.

Fjár­mögnun aðgerða í þriðja heim­inum

Fjár­mögnun aðgerða í ríkjum þriðja heims­ins er lyk­il­at­riði við fram­kvæmd Par­ís­ar­samn­ings­ins. The Guar­dian hefur eftir John Kerry að þegar á næsta ári verði unnt að standa við lof­orð iðn­ríkj­anna um 100 millj­arða fjár­fram­lag á ári frá og með 2020. Það er tveimur árum of seint en ekki þremur eins og ótt­ast var. Málið snýst um traust.

Í þess­ari viku verður barist um fjár­magn til að aðstoða þró­un­ar­ríki við að bregð­ast við afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga og nýta hreina orku í stað kola eða olíu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar