Silicor Materials og nýju föt keisarans

Skúli Mogensen
Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Þar sem nátt­úru­vernd­ar­rökin virð­ast því miður ekki duga á alla skulum við staldra við og kanna nánar Sil­icor Mater­i­als sem sam­starfs­að­ila út frá mark­aðslög­mál­un­um.

Sil­icor Ma­ter­i­als hefur farið stórum orðum um mikla upp­bygg­ingu á risa­verk­smiðju í Hval­firð­in­um.  Þeir segj­ast ætla að fjár­festa fyrir tugi millj­arða og skapa hund­ruði starfa, lofa nýrri tækni sem á ekk­ert að menga og vera ein­stök í heim­in­um.  En hvað og hverjir er á bak við stóru orð­in?

Stað­reyndin er sú að Sil­icor Ma­ter­i­als ­sem áður hét Calisol­ar hefur áður verið með miklar yfir­lýs­ingar um stór áform sem síðan ekk­ert hefur orðið úr.  Í Miss­issippi fylki átti að skapa hund­ruði starfa og fjár­festa fyrir tugi millj­arða en ekk­ert varð úr því frekar en í Ohio fylki þar sem Sil­icor Mater­i­als sem hét þá Calisolar hafði farið af stað með svipuð lof­orð skömmu áður.  Í báðum til­fellum voru þar­lend yfir­völd búin að eyða miklum tíma og fjár­munum í að und­ir­búa sam­starfið enda í góðri trú um að í vændum væri mikil fjár­fest­ing og atvinnu­upp­bygg­ing.

Auglýsing

Erum við, Íslend­ingar núna þriðji aðil­inn á fáum árum sem látum draga okkur á asna­eyr­um?

Við hljótum að spyrja okkur af hverju hefur gengið svona brösu­lega hjá Sil­icor/Calisor til þessa?  Ein­föld google leit á Sil­icor Mater­i­als og Calisolar vekur upp marg­vís­legar spurn­ingar um trú­verðu­leika Sil­icor Mater­i­als og þeirra áform. Hafa ­yf­ir­völd hér á landi í Hval­fjarð­ar­sveit og/eða Faxa­flóa­hafnir rætt við kollega sína í Lowndes sýsl­unni í Miss­issippi um þeirra reynslu.

Joe Max Higg­ins, for­stjóri Col­umbus Lowndes Develop­ment Link, hafði þetta um Sil­icor Mater­i­als að segja í sam­tali við þar­lenda fjöl­miðla eftir að þeir hættu við áform sín í Miss­issippi:

„Við skiljum ein­fald­lega ekki hvernig ein­hver sem seg­ist ætla að ráð­ast í fram­kvæmdir fyrir rúm­lega 200 millj­ónir doll­ara eigi í erf­ið­leikum með að leggja fram 150 þús­und dali í vörslufé fyrir tvo mik­il­væga eindaga.“

Ég skil það ekki held­ur!?

Ef tækninýj­ung­arnar eru eins magn­aðar og for­svar­menn Sil­icor Mater­i­als vilja sjálfir meina af hverju eru þá ekki nú þegar stórir fjár­festar búnir að fjár­festa í félag­inu og tryggja fram­gang þess?  Af hverju er Sil­icor að leita log­andi ljósi að fjár­fest­u­m/lán­veit­endum á Ísland­i.  Lána­kjör á Íslandi eru mun verri heldur bjóð­ast núna á evru­svæð­inu eða í Norð­ur­-Am­er­íku þar sem vextir eru í sögu­legu lág­marki.

Getur ein­fald­lega verið að sökum þess að heims­mark­aðs­verð á sól­ar­kísil hefur hríð­lækkað und­an­farin 10 ár að við­skipta­módel Sil­icor Mater­i­als gangi ekki upp­?  Það er marg­sannað að fyr­ir­tæki verða að geta staðið á eigin fótum til lengri tíma án fyr­ir­greiðslu frá hinu opin­bera eða með aðrar íviln­an­ir.   Ég vona svo sann­ar­lega að inn­lendir fjár­festar skoði þessi mál gaum­gæfu­lega áður en lengra er haldið ekki síst þar sem erlendir grein­endur eru flestir sam­mála um að verðið á sól­ar­kísil muni halda áfram að lækka eða hald­ast lágt næstu árin sökum gríð­ar­legrar fram­boðs­aukn­ingar og mun ódýr­ari fram­leiðslu­að­ferð­um.   Það er mjög algengt að "nýjasta" tæknin er orðin úreld áður en hún lítur dags­ins ljós.  Hver hefur sann­reynt að svo sé ekki í þessu til­felli?

Fyrr á öldum köst­uðu for­feður okkar ljótum fiski aftur fyrir borð þó að hér bjuggu þá flestir við sult. Í dag hristum við haus­inn yfir þess­ari vit­leysu.  Sagan end­ur­tekur sig nema núna erum við að kasta einni helstu nátt­úruperlu okk­ar, Hval­firð­inum fyrir borð fyrir eitt stykki stór­iðju.

Það væri senni­lega með verri dílum Íslands­sög­unn­ar.

Höf­undur er for­stjóri WOW Air.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None