Sjálfboðastarf eða fjölmenningarfræðsla?

AUS1.jpg
Auglýsing

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir Heiða Vig­dís Sig­fús­dótt­ir, for­maður AUS

Í grein sem birt­ist í Kjarn­anum föstu­dag­inn 28. nóv­em­ber fjallar Kon­ráð Guð­jóns­son um sjálf­boða­túris­ma: „Hund­ruð þús­unda ósér­hæfðra ung­menna frá Vest­ur­löndum auk ann­arra fara á hverju ári út um allan heim til að leggja sitt að mörkum í þró­un­ar­lönd­um, oftar en ekki með því að kenna, byggja skóla eða aðstoða á mun­að­ar­leys­ingja­heim­il­u­m.” Hann heldur áfram: „Í fljótu bragði virð­ist þetta vera göfug og óeig­in­gjörn leið til að hjálpa fátæk­asta fólki heims­ins. Stað­reyndin er því miður sú að í fæstum til­fellum er málið svo ein­falt og í mörgum land­anna er sjálf­boða­túrismi bein­línis skað­leg­ur, án þess að nokkur ætli sér að valda skaða.“

Sjálf­boða­túrismi hefur vaxið á sein­ustu árum og er það miður skemmti­leg stað­reynd. Það eru hins vegar alls ekki öll sjálf­boða­störf sjálf­boða­túrismi. Þar sem Kon­ráð nefnir sam­tökin AUS í þessu sam­hengi tel ég mig knúna til að sýna fram á að það eru alltaf tvær hliðar á öllum mál­um.

Auglýsing

Sjálf­boða­starf sem óform­leg menntun



„AUS“ stendur fyrir Alþjóð­leg ung­menna­skipti og eins og nafnið gefur til kynna standa sam­tökin fyrir skiptum á ung­menn­um. Sam­tökin eru eldri en 60 ára og aðhaf­ast í meira en 40 lönd­um. AUS eru rekin án allra hagn­að­ar­sjón­ar­miða af ung­mennum sem eru fyrrum sjálf­boða­lið­ar. Auk þess rekur AUS skrif­stofu í Hinu hús­inu með tvo starfs­menn í sam­tals 150 pró­senta stöðu. Hug­sjón sam­tak­anna eru að stuðla að fjöl­menn­ing­ar­fræðslu, víð­sýni og þátt­töku ung­menna í alþjóð­legu sam­fé­lagi með óform­legri mennt­un. Það felur í sér að fara erlend­is, helst til lengri tíma, og aðlag­ast nýju sam­fé­lagi með því að vera sjálf­boða­liði. Þegar sjálf­boða­lið­inn snýr svo aftur heim getur hann miðlað þekk­ingu sinni, sem hann öðl­að­ist úti, inn í íslenskt sam­fé­lag. Að sama skapi kemur erlendur sjálf­boða­liði til Íslands og fær sama tæki­færi til að læra og kynn­ast íslensku sam­fé­lagi. Þetta snýst þannig ekki um að bjarga heim­in­um, eða fórna sér fyrir góðan mál­stað heldur snýst þetta um að læra með því að fara sem sjálf­boðliði.

Í sam­ráði við sam­fé­lagið



Í áður­nefndri grein skrifar Kon­ráð Guð­jóns­son: „Í þró­un­ar­að­stoð er lyk­il­at­riði að vandað sé til verka og það sé á hreinu að allt sé gert í sam­ráði við þau sam­fé­lög sem unnið er í.“

AUS hefur aðild að alþjóð­legum reg­hlífa­sam­tök­unum ICYE, International Cultural Youth Exchange. Hvert land sem hefur aðild rekur skrif­stofu í sínu heima­landi og stjórnar starf­sem­inni út frá sínu sam­fé­lagi. Innan ICYE er fjöld­inn allur af sam­tökum og eru þau jafn mis­mun­andi eins og þau eru mörg. Sam­tökin í Ghana, sem eru stað­sett í ómerktri götu í borg­inni Accra, hafa til dæmis ekki sama tækni­stig og sam­tökin okkar í Póst­hús­stræti og aðhaf­ast því öðru­vísi. Sam­tökin í hverju landi sjá um að finna verk­efni fyrir sjálf­boða­liða og hafa eft­ir­lit og stuðn­ing með þeim á meðan dvöl stend­ur.

Af hverju að borga fyrir að hjálpa?



Eins og Kon­ráð bendir á eru ráð­stöf­un­ar­tekjur mis­mun­andi eftir lönd­um. Það er einmitt ástæðan að íslensk ung­menni þurfa að greiða fyrir sjálf­boða­starfið hjá AUS. Ein meg­in­hug­sjón AUS og ICYE er að stuðla að jafn­rétti og jöfnum tæki­færum burt­séð frá félags­leg­um, fjár­hags­legum og líf­fræði­legum aðstæð­um.

Til þess að stuðla að því eru gerðir svo­kall­aðir kvóta­samn­ing­ar. Þeir virka á þann hátt að Íslend­ingur sem ákveður að fara til Mexíkó, eins og ég gerði, greiðir miðað við verð­lag á Íslandi. Á sama hátt greiðir mexík­anskur sjálf­boða­liði sem kemur til Íslands miðað við verð­lag í Mexíkó. Það gerir ung­mennum um allan heim kleift að fara sem sjálf­boða­liðar þrátt fyrir ólíkan efna­hags­legan bak­grunn. Pen­ing­ur­inn verður svo eftir í heima­land­inu og er not­aður til þess að halda uppi sjálf­boða­liðum í við­kom­andi landi með góðu utan­um­haldi.

Þessi hug­sjón er mik­il­væg fyrir AUS og í dag er 21 erlendur sjál­boða­liði á Íslandi frá 17 lönd­um: Þýska­landi, Lit­há­en, Slóvak­íu, Pól­landi, Sviss, Finn­landi, Aust­ur­ríki, Mold­avíu, Grikk­landi, Mexíkó, Kosta Ríka, Mósam­bík, Níger­íu, Nepal, Ind­landi, Bret­landi og Kenýa. Þeir eru sjálf­boða­liðar í ýmsum verk­efn­um, aðal­lega félags­leg­um, á borð við Rauða krossinn, Ásgarð, Geð­hjálp, Hjálp­ræð­is­her­inn og Grund. Face­book síða sem þau halda uppi.

Að láta gott af sér leiða



Kon­ráð veltir því fyrir sér hvort meiri hjálp felist í því að versla við löndin eða ferð­ast til þeirra og eyða sem mestum pen­ingum í vörur og þjón­ustu. Það er góður punktur og eflir vissu­lega hag­kerfi í þró­un­ar­lönd­um. Það þýðir samt ekki að það sé eina lausn­in. Ung­menni hafa oft ekki mik­inn pen­ing milli hand­anna. Þau hafa hins vegar þann kost að eyða þeim pen­ing í óform­lega menntun sem veitir þeim reynslu og víð­sý­ini. Það að fjár­festa í menntun skilar ábata fyrir lífs­tíð.

Það eru margar leiðir til að láta gott af sér leiða. Ein þeirra er að fara í sjálf­boða­starf. Þannig getur ein­stak­lingur kynnst öðru sam­fé­lagi, lært nýtt tungu­mál og látið gott af sér leiða. Bæði í erlendu sam­fé­lagi sem og í íslensku. Fjöl­menn­inga­fræðsla er mik­il­væg, sér­stak­lega í ein­angr­uðu sam­fé­lagi eins og okk­ar. Til þess að þetta sé hægt þurfa sjálf­boða­liða­sam­tök og fyr­ir­tæki að kynna sér aðstæður vel, vera í góðu sam­starfi við verk­efnið sem sjálf­boða­lið­inn fer í og umfram allt und­ir­búa sjálf­boða­lið­ann. Þannig getum við stuðlað að því að íslensk ung­menni fari upp­lýst á vit ævin­týr­anna.

Höf­undur er for­maður AUS og hag­fræði­nemi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None