Sjö tegundir hvíldar

Ingrid Kuhlman skrifar um mismunandi tegundir hvíldar. Svefn og hvíld er ekki það sama en „hvíld er ein öruggasta og áhrifaríkasta leiðin til að endurheimta orku.“

Auglýsing

Stundum reynum við að laga orku­leysi með því að sofa meira, en upp­lifum okkur samt örmagna. Ástæðan er að svefn og hvíld er ekki sami hlut­ur­inn. Við höldum að með því að fá nægan svefn séum við að hvíla okkur en í raun erum við ekki að sinna öðrum teg­undum hvíldar sem eru bráð­nauð­syn­legar fyrir end­ur­heimt. Hvíld er ein örugg­asta og áhrifa­rík­asta leið til að end­ur­heimta orku.

Í bók sinni Sacred Rest: Recover Your Life, Renew Your Energy, Restore Your Sanity, skýrir Saundra Dalton-Smith, lækn­ir, fræði­maður og fyr­ir­les­ari, frá sjö teg­undum hvíld­ar:

Lík­am­leg hvíld

Fyrsta teg­und hvíldar sem við þurfum að sinna er lík­am­leg hvíld en hún skipt­ist í virka og óvirka hvíld. Óvirk lík­am­leg hvíld felur í sér hágæða sjö til níu klukku­tíma svefn og lúr á meðan virk lík­am­leg hvíld inni­felur end­ur­nær­andi athafnir eins og jóga, önd­unaræf­ing­ar, teygj­ur, heit og köld böð og nudd­með­ferð en þær hjálpa til við að auka blóð­rás­ina og lið­leika lík­am­ans

Sál­ræn hvíld

Önnur teg­und hvíldar er sál­ræn hvíld. Það er algengt að eiga erfitt með að slökkva á heil­anum á kvöldin þegar lagst er á kodd­ann þar sem sam­töl og úrlausn­ar­efni vinnu­dags­ins fylla hug­ann. Afleið­ingin er að okkur finnst við ekki end­ur­nærð þrátt fyrir að sofa sjö til níu tíma. Eða þá að við glímum við ein­beit­ing­ar­skort þegar við förum í mat­vöru­búð­ina og munum ómögu­lega þá þrjá hluti sem við ætl­uðum að kaupa. Til að draga úr sál­rænu orku­leysi og auka ein­beit­ing­una er gott að reyna að jarð­tengja sig með því að hægja á sér og skipu­leggja reglu­leg hlé yfir dag­inn.

Auglýsing

Skyn­færa­hvíld

Þriðja teg­und hvíldar sem er nauð­syn­leg fyrir end­ur­heimt er skyn­færa­hvíld frá stöð­ugu áreiti. Björt ljós, tölvu­skjá­ir, til­kynn­ingar á sam­fé­lags­miðl­um, sím­hring­ingar og ógrynni sam­tala, hvort sem þau fara fram í raun­heimum eða á Teams, geta skapað of mikla örvun og orðið skyn­fær­unum ofviða. Hægt er að vinna gegn þessu áreiti með því að loka aug­unum í eina mín­útu nokkrum sinnum yfir dag­inn, slökkva á útvarp­inu á leið­inni heim úr vinn­unni og leggja snjall­tækin til hliðar í lok dags­ins. Einnig með því að fara í göngutúr eða lesa góða bók (á papp­ír).

Skap­andi hvíld

Þessi teg­und hvíldar er sér­stak­lega mik­il­væg fyrir þá sem vinna við að leysa vanda­mál eða koma með nýstár­legar hug­mynd­ir. Skap­andi hvíld end­ur­vekur undrun og ástríðu innra með okk­ur. Að leyfa sér að njóta feg­urðar nátt­úr­unnar er ein leið til að ná skap­andi hvíld. Að njóta listar er önnur leið. Gott er að breyta vinnu­svæð­inu í stað sem veitir þér inn­blást­ur, t.d. með því að hengja upp myndir af lands­lagi eða stöðum sem næra þig og lista­verk sem tala til þín. Einnig getur verið end­ur­nær­andi að lesa bók, hlusta á tón­list, heim­sækja safn eða dansa.

Til­finn­inga­leg hvíld

Til­finn­inga­leg hvíld felur það í sér að hætta að vera allt fyrir alla og gera öllum til hæf­is. Að segja nei og standa með sjálfum sér. Einnig að sýna hug­rekki til að tjá sig um til­finn­ingar sínar og líðan á opinn og heið­ar­legan hátt. Fá ein­hvern til að hlusta á sig. Hætta að bera sig saman við aðra. Vera maður sjálf­ur.

Félags­leg hvíld

Þeir sem hafa þörf fyrir til­finn­inga­lega hvíld eru oft einnig með félags­legt orku­leysi. Mik­il­vægt er að greina á milli sam­skipta sem næra okkur og sam­skipta sem eyða orku. Til að upp­lifa aukna félags­lega hvíld er gott að umkringja sig jákvæðu og styðj­andi fólki og gefa sér tíma fyrir vini sem vilja ekk­ert heitar en að vera í návist manns. Þegar við hittum fólk í netheimum er gott að velja að vera virkur í sam­skipt­unum með því að kveikja á mynda­vél­inni og veita fólk­inu sem við erum að tala við óskipta athygli.

And­leg hvíld

Síð­asta teg­und hvíldar er and­leg hvíld, sem er hæfi­leik­inn til að finna djúpa til­finn­ingu um ást, við­ur­kenn­ingu, til­gangi og að til­heyra. Til að ná and­legri hvíld er gott að taka þátt í ein­hverju sem er stærra en við sjálf, til dæmis með því að gefa af sér til sam­fé­lags­ins. Við höfum öll þörf fyrir að finn­ast við til­heyra og gera gagn.

Af ofan­greindu er klárt að svefn er aðeins einn hluti af heild­ar­mynd­inni. Einn og sér er hann ekki nægj­an­legur til að end­ur­næra okk­ur. Gott er að greina á hvaða sviði maður notar mestu ork­una yfir dag­inn og ein­beita sér síðan að þeirri hvíld sem maður þarfn­ast.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með MSc í jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar