Skammgóður vermir endurtekinn? Opna til að loka, aftur?

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, skrifar um þá ákvörðun stjórnvalda að opna landamæri Íslands að nýju eftir 1. maí.

Auglýsing

Síð­ast liðið sumar tókst að útrýma Covid-19 veirunni því sem næst alveg úr íslensku sam­fé­lagi. Lands­menn gátu ferð­ast óhræddir inn­an­lands, skoðað Stuðla­gil og bjór­böð, Skóg­ar­foss og Blöndu­ós. Fram­sýnt fólk sá fyrir sér end­ur­opnun leik­húsa og lík­ams­rækt­ar­stöðva. Jafn­framt byrj­aði skóla­fólk að skipu­leggja stað­kennslu í sept­em­ber, kenn­urum og nem­endum til mik­illar gleði. Lyk­ill­inn að vel­gengni íslenskra sótt­varn­ar­yf­ir­valda fólst í beit­ingu alda­gam­alla úrræða, smitrakn­ingu, sótt­kví og sam­komu­tak­mörk­un­um. Bættur skiln­ingur á smit­leiðum veiru­sjúk­dóma og aukin og hrað­virk­ari tækni við grein­ingu smits gerði beit­ingu þess­ara alda­gömlu úrræða bæði mark­viss­ari og marg­falt skil­virk­ari en til­fellið var á tímum kól­eru og bólu­sótt­ar­far­aldra á öldum áður. Eyríki á suð­ur­hveli jarð­ar, Ástr­alía og Nýja Sjá­land auk nokk­urra smá­ríkja í Kyrra­hafi hafa beitt sömu aðferða­fræði með frá­bærum árangri.

Fyrsta opnun

En Íslend­ingum var ekki ætlað að gleðj­ast yfir góðum árangri í að tak­marka aðgang skað­valds­ins að land­inu. Um miðjan júlí var ákveðið að falla frá kröfum um að Dan­ir, Norð­menn, Finnar og Þjóð­verjar þyrftu að und­ir­gang­ast kröfur um skimun og sótt­kví. Vísað var til góðrar stöðu far­ald­urs­ins á Íslandi ann­ars vegar oglít­ils nýgengis í lönd­unum fjórum hins veg­ar. Þeim til­mælum var reyndar beint til ein­stak­linga með íslenskt heim­il­is­fang sem sneru heim frá lönd­unum fjórum að þeir „hefðu hægt um sig“ næstu fjórtán daga. Til­svar­andi til­mælum var ekki beint til aðila með erlenda búsetu sem komu frá þessum lönd­um. Óbeint var ferða­frelsi íslend­inga sem frá lönd­unum kom tak­markað meira en átti við um erlenda þegna í eigin landi. Sem er umhug­un­ar­efni. Um þetta allt má lesa hér.

Í kringum mán­að­ar­mótin júlí/ágúst jókst nýgengi smita mjög. Smit voru að stórum hluta rakin til erlendra ferða­manna. Ein­hverjir komu frá „rauðu“ landi en um „grænt“ land og „léku“ þannig á kerf­ið. Fram­haldið ætti að vera les­endum í fersku minni. Óham­inn veld­is­vöxtur smita frá miðjum sept­em­ber fram í miðjan októ­ber og síðan hæg­fara fækkun uns nýgengi kom­ast á „ásætt­an­legt stig“ í des­em­ber­byrj­un. Flest dauðs­föll á Íslandi vegna sjúk­dóms­ins á Íslandi urðu á þessu tíma­bili. Síðan hefur smám saman dregið úr sam­komu­tak­mörk­un­um, lík­ams­rækt­ar­stöðvar hafa opnað í hálfa gátt, háskólar leyfa sér að halda stað­próf, veit­inga­staðir og bjór­kranar í var­fær­inni opn­un. Við göngum enn með grímur svona mest til að minna okkur á að veiran ræður ríkjum „þarna fyrir utan“.

Auglýsing
Nú, þegar liðnar eru 3 vikur af mars er staðan sú að afar fá inn­an­lands­smit hafa greinst í tvo og hálfan mán­uð. Til­efni er til frek­ari til­slak­ana á sam­komu­tak­mörk­unum inn­an­lands. Lands­menn geta farið að horfa á daga­talið og hringja í sveita­hót­elin og skipu­leggja sum­ar­ferð­ina með fjöl­skyld­unni. Það getur svo aukið bjart­sýni að undir lok sum­ars gæti þekjun bólu­setn­inga inn­an­lands verið orðin nægj­an­lega víð­tæk til að koma í veg fyrir mögu­leika sjúk­dóms­ins til að breið­ast út sam­kvæmt lög­málum veld­is­vaxt­ar­ins. Þess í stað verður Covid-19 sjúk­dóm­ur­inn á pari við misl­inga og rauða hunda. Alvar­legur fyrir óbólu­setta, en ekki ógn við lýð­heilsu. „Öf­unds­verð staða“ fyrir almenn­ing í land­inu. Þeir einu sem geta með nokkrum rétti verið með ósáttir vegna þessa ástands eru stór-­rekstr­ar­að­ilar í flutn­ingi ferða­manna og sölu­að­ilar gisti­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þó verður ekki séð að opnun landamæra yrði þeim til fram­dráttar ef vel er að gáð eins og rakið verður hér á eft­ir.

Önnur opn­un?

Áhlaups­geta far­ald­urs­ins ef svo má segja er háð útbreiðslu ónæmis meðal almenn­ings. Ónæmi ávinnst annað tveggja með smitun eða með bólu­setn­ingu. Áhlaups­geta far­ald­urs­ins er óhjá­kvæmi­lega há á Íslandi enn um hríð. Ágisk­anir heil­brigð­is­yf­ir­valda varð­andi aðgang að bólu­efni ganga út á að hjarð­ó­næmi verði náð eftir mitt sum­ar. Sú staða að vera með fá smit þó hjarð­ó­næmi sé ekki náð skapar Íslandi marg­hátt­aðan ávinn­ing. Nú hafa t.d. komið upp til­vik auka­verk­anna tengd einni bólu­efna­teg­und­inni. Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Evr­ópu meta stöð­una svo að notkun þess bólu­efnis spari fleiri lífsár vegna færri Covid dauðs­falla en hugs­an­lega töpuð lífár vegna mögu­legra auka­verkana-dauðs­falla. Nið­ur­staða þess reikn­ings­dæmis er að betra sé að sprauta en ekki. Útkoma sama reikn­ings­dæmis á Íslandi er þver­öf­ug. Vegna góðrar smit­stöðu „kostar“ lítið sem ekk­ert í formi hugs­an­lega tap­aðra lífs­ára að hinkra við og fresta notkun við­kom­andi bólu­efnis uns full viss er orðin um auka­verk­an­irn­ar.

Þrátt fyrir hina öfunds­verðu stöðu Íslands hafa stjórn­völd ákveðið að draga úr aðgæslu á landa­mærum frá og með 1. maí n.k. Meg­in­reglan hefur verið tvö­föld sýna­taka með fimm daga sótt­kví á milli. Frá og með 1. maí munu bólu­settir og þeir sem hafa öðl­ast mótefni með sýk­ingu geta fram­vísað vott­orði. Það er þraut­reynd aðferða­fræði og byggir á ára­tuga hefð þó Evr­ópu­búar hafi almennt ekki þurft að fram­vísa slíkum vott­orðum nema þegar farið er útfyrir álf­una. Þessu til við­bótar er gert ráð fyrir að íbúar sem koma frá „græn­um“ og „gul­um“ svæðum innan Schengen svæð­is­ins geti geng­ist undir fyrri sýna­tök­una á heima­velli og þá síð­ari við komu til Íslands. Þessi aðferða­fræði þver­brýtur grund­vall­ar­at­riði gild­andi reglu sem eru að ferða­langar séu í sótt­kví milli skim­ana. Hér er þvert á móti for­sendan sú að komu­far­þeg­inn hafi ferð­ast langan veg milli skim­ana. Fyrri aðferð gerði ráð fyrir að komu­far­þegi kom­ist ekki í snert­ingu við smitefni milli skim­ana. Sú for­senda gengur ekki lengur upp. Það þarf bara að líta til ástands í Evr­ópu föstu­dag­inn 19. mars til að skilja hversu absúrd þessi aðferða­fræði er. Einu grænu svæði Evr­ópu eru Ísland og Þrænda­lag­ar­fylkin í Nor­egi. Til að kom­ast til Íslands frá Nor­egi þurfi Þrændir að fara um Osló en í Osló er nýbúið að þrengja sam­komu­mögu­leika vegna þess hversu útbreitt smit er þar þessi dægrin. Það eru því sterkar líkur á því að ósmit­aður íbúi Þrænda­laga á leið til Íslands væri búinn að hitta smit­aða ein­stak­linga þegar hann kæm­ist í skimun í Kefla­vík. Ólík­legt er hins vegar að svörun við veirunni kæmi fram á þeirri skimun þar sem smitið væri lík­lega aðeins sól­ar­hrings­gam­alt!

Auglýsing
Smitvarnir sem nú er beitt fela í sér marg­hátt­aða tak­mörkun á frelsi fyr­ir­tækja og ein­stak­linga: Nálægð­ar­mörk eru nýtt hug­tak sem allir hafa þurft að læra, fjölda­tak­mörk­unum er beitt í opin­berum rýmum og í einka­rými. Grímu­skyldu hefur verið komið á. Skíða­svæði, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og leik­hús mega aðeins nýta hluta þess rýmis sem til­tækt er fyrir gesti. Og erlendir rík­is­borg­arar hafa ekki átt sama rétt á aðgangi að land­inu og fyrir Covid. Tals­menn rík­is­stjórn­ar­innar bera fyrir sig nauð­syn þess að draga úr þessum frels­is­skerð­ingum þrátt fyrir gang veirunnar í heim­in­um, m.a. með því að rýmka aðgang erlendra aðila búsettra á „græn­um“ og „gul­um“ svæðum að land­inu. Rétt er það að opnun landamæra mun auka frelsi erlendra rík­is­borg­ara til að koma til Íslands. En við það eykst réttur íslenskra rík­is­borg­ara ekk­ert, nema síður sé. Reynsla opn­un­ar­innar í júlí 2020 bendir til þess að uppúr miðjum maí gæti þurft að herða enn á sam­komu­tak­mörk­un­um, fækka gestum í rýmum niður í 10-15 og taka upp harða útgáfu af 2 metra regl­unni, fyr­ir­skipa lokun veit­inga­staða klukkan 20:00 eða 21:00 á kvöldin í stað 22:00 eins og nú er. 

Um miðjan maí gæti því þessi meinta frels­is­auk­andi aðgerð hafa tak­markað frelsi venju­legra Íslend­inga veru­lega frá því sem nú er. Einn tals­maður rík­is­stjórn­ar­innar svar­aði áhyggjum þessu tengd í Kast­ljósi 18. mars á þá leið að við þyrftum að halda uppi sam­komu­tak­mörk­unum og sprittun og öðrum tak­mörk­unum til að tak­marka útbreiðslu­getu veiru sem kynni að ber­ast með erlendum ferða­manni til lands­ins eftir 1. maí. Þ.e.a.s. sumir tals­menn rík­is­stjórn­ar­innar telja í lagi að tak­marka frelsi Íslend­inga til að auka frelsi erlendra aðila til að koma til Íslands! Það verður stundum skrítið hug­tak, frels­is­hug­tak­ið! Tals­menn rík­is­stjórnar og ferða­þjón­ustu telja einnig að aukin opnun landamæra 1. maí geti dregið úr áhættu á gjald­þrotum fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu. Sú rök­semd fellur um sjálfa sig ef opn­unin verður til þess að fjölga inn­lendum smitum þannig að Ísland hætti að vera grænt á Covid-landa­kort­um! Enn­fremur er til þess að líta að nú leggja bæði Bretar og Banda­ríkja­menn tals­verðar hindr­anir í veg eigin þegna sem vilja ferð­ast til útlanda. Þannig þarf Banda­ríkja­maður fer kemur erlendis frá að fram­vísa nei­kvæðu Covid-19 prófi yngra en 72 tíma gam­alt við komu til USA. Breti sem snýr heim eftir ferða­lag þarf einnig að fram­vísa nei­kvæðu Covid-19 prófi auk þess sem við­kom­andi þarf í flestum til­fellum að dvelja ákveð­inn tíma í sótt­kví. Ef land er rautt þarf við­kom­andi að kaupa dvöl á sér­stöku sótt­kví­ar­hót­eli. Flest ríki leggja mikið upp úr að eigin þegnar haldi sig við ferða­lög inn­an­lands í sum­ar. Hugs­an­lega munu ein­hver þeirra ganga svo langt að leggja tækni­legar hindr­anir í veg þegna sinna sem íhuga utan­lands­ferð­ir. Hvað á lítið land að gera við slíkar aðstæð­ur? 

Galopin landa­mæri fyrir óbólu­setta gætu hugs­an­lega fjölgað ferða­mönnum eitt­hvað tíma­bund­ið. Af því gætu ein­hverjir haft tekj­ur, tíma­bund­ið. Galopin landa­mæri gagn­vart óbólu­settum stó­r­eykur líkur á fjórðu bylgju far­ald­urs á Íslandi. Tekju­tap sem myndi fylgja fjórðu bylgj­unni yfir­skyggir mögu­legan ávinn­ing af opn­un. Er ástæða til að gera slíkar til­raunir í nafni einnar atvinnu­greinar og á kostnað allra hinna? 

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar