Covid-19 og byrðar kynslóðanna

Þorsteinn Kristinsson skrifar um ólíkar byrðar kynslóðanna þegar kemur að Covid á Íslandi og horfir jafnfram til Taívan og Nýja Sjálands.

Auglýsing

Á Íslandi hefur verið nokkuð breið sam­staða um að halda Covid far­aldr­inum í skefj­um, þótt ýmis­legt hefði mátt betur fara. Það væri enda með nokkrum ólík­indum ef fámenn eyja eins og Ísland myndi ekki nýta sér þá sér­stöðu sem land­fræði­leg lega hefur upp á að bjóða – líkt og Taí­van, Nýja-­Sjá­land og fleiri eyríki hafa gert með góðum árangri. 

Hins vegar hefur farið lítið fyrir umræðu um þær ójöfnu byrðar sem ólíkar kyn­slóðir Íslend­inga hafa mátt bera vegna far­ald­urs­ins. Þetta kemur nokkuð á óvart. Það má nefni­lega segja að for­gangs­röðun stjórn­valda á Íslandi hafi verið fremur óvil­höll ungu fólki. 

Opin landa­mæri, lok­aðir skólar

Ísland er meðal þeirra landa í heim­inum sem er hvað best í stakk búið til að takast á við far­aldur af þessu tagi. Líkt og önnur eyríki – og ólíkt flestum öðrum stöðum – er á Íslandi raun­hæfur mögu­leiki á að útrýma Covid smitum úr sam­fé­lag­inu og losa í kjöl­farið tak­mark­anir inn­an­lands. Það hefur enda tekist, að minnsta kosti tvisvar. 

­Þrátt fyrir þessa góðu stöðu hafa fram­halds- og háskóla­nemar á Íslandi þurft að þola skerta kennslu og lok­aða skóla svo mán­uðum skiptir síð­asta árið. Fram­halds­skólum var að mestu lokað í mars á síð­asta ári og voru í fjar­kennslu út önn­ina. Þeir opn­uðu aftur síð­asta haust, en vegna smita í kjöl­far opn­unar landamær­anna var þeim gert að skella aftur í lás eftir nokkrar vik­ur. Fram­halds­skóla­nemar máttu síðan í kjöl­farið þola fjar­kennslu meira og minna allt síð­asta haust. Í háskólum var staðan enn verri. Þar var nem­endum fyrst hleypt inn í kennslu­stof­urnar aftur fyrir nokkrum vikum síð­an, haf­andi verið í fjar­kennslu meira og minna í heilt ár.

Auk skóla­halds, hefur félags­líf og íþrótta­starf verið meðal þeirrar starf­semi sem hefur lotið hvað mestum tak­mörk­unum síð­asta árið. Eðli máls­ins sam­kvæmt kemur þetta verst niður á ungu fólki. Þessar þungu byrðar sem hafa verið lagðar á ungt fólk á Íslandi eru í engu sam­ræmi við þá mögu­leika sem voru fyrir hendi. Íslenskum ung­mennum hefur verið boðið upp á skert lífs­gæði langt umfram það sem gerst hefur í þeim löndum sem eru í svip­aðri stöðu og við. 

Í Taí­van hefur skóla­starf hald­ist meira og minna óraskað í gegnum allan far­ald­ur­inn. Vetr­ar­frí í skólum var lengt um tvær vikur í byrjun febr­úar á síð­asta ári, á meðan stjórn­völd náðu stjórn á far­aldr­in­um, en síðan þá hafa skólar starfað án telj­andi tak­mark­ana. Svip­aða sögu er að segja af Nýja-­Sjá­landi. Þar var öllu lokað til skamms tíma síð­asta vor í svoköll­uðu „lock­down“ til að kveða far­ald­ur­inn í kút­inn. Eftir að það hafði tek­ist opn­uðu skólar að nýju og hafa að mestu verið opnir síð­an. 

Stjórn­völd í Taí­van og Nýja-­Sjá­landi tóku ákvörðun um að þétta varnir á landa­mær­unum og varð­veita þannig árang­ur­inn inn­an­lands. Þetta stóð til boða á Íslandi líka. Í byrjun síð­asta sum­ars var Ísland í sömu stöðu og Taí­van og Nýja Sjá­land. Það þarf ekki að rekja þá sögu í smá­at­riðum hér, en á Íslandi var á þeim tíma­punkti ákveðið að opna landa­mærin og glutra þannig niður þeim árangri sem hafði náðst. 

Afleið­ingin var sú að skóla­ganga þús­unda ung­menna raskað­ist í hálft ár í við­bót. Heill árgangur ungs fólks eyddi sinni fyrstu önn í fram­halds­skóla við stofu­borðið heima fyrir framan tölv­una, án þess að hitta skóla­fé­laga sína. Þetta þurfti ekki að vera þannig. 

Lang­tíma­að­gerðir og „póli­tískur ómögu­leiki“

Til að bæta gráu ofan á svart, hafa haustið og vet­ur­inn einnig ein­kennst af aðgerðum sem setja ungt fólk í síð­asta sæti. Í stað þess að fara í snarpar og ákveðnar aðgerðir til að útrýma veirunni, ákváðu íslensk stjórn­völd að not­ast við væg­ari „lang­tíma­að­gerð­ir“ – aðgerðir sem bitna fyrst og síð­ast á ungu fólki. 

Okkur er ítrekað sagt að það sé „póli­tískur ómögu­leiki“ að inn­leiða strangar tak­mark­anir til að hemja far­ald­ur­inn – jafn­vel til skemmri tíma – líkt og var gert á Nýja-­Sjá­landi. Jafn­framt virð­ist það vera „póli­tískur ómögu­leiki“ að tryggja landa­mærin með við­un­andi hætti, líkt og fyrr­nefnd lönd hafa gert með góðum árangri. Hins­vegar virð­ist eng­inn „póli­tískur ómögu­leiki“ fólg­inn í því að hamla skóla­haldi, íþróttum og skemmt­ana- og félags­lífi ungs fólks svo mán­uðum skipt­ir. 

Enn og aft­ur: Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er spurn­ing um for­gangs­röðun og póli­tískt val. 

Auglýsing
Til að toppa þetta hefur það litla sem eftir er af íþróttum og skemmt­ana­lífi ungs fólks verið kennt um þegar illa fer. Landa­mærin eru míg­lek, eins og við heyrum í fréttum dag eftir dag, og auð­vitað er það þaðan sem ný smit ber­ast inn í land­ið. Engu að síður er ekk­ert hik á Þórólfi þegar hann segir okk­ur, enn og aft­ur, að síð­astu bylgju megi rekja til þess að fólk fór á bar­inn og gerði sér glaðan dag. „Hún byrj­aði akkúrat við slíkar aðstæð­ur, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk pass­aði sig ekki nóg.“

Gott og vel. En það sem vantar í sög­una hjá Þórólfi, er að veislur og partí­stand eru dag­legt brauð í Taipei og Kaohsi­ung, Auckland og Christchurch – og hafa verið mest allt síð­asta ár án þess að því fylgi nein sér­stök hætta. Því þar hafa yfir­völd for­gangs­raðað öðru­vísi. 

Eyríki eins og Ísland, Nýja-­Sjá­land og Taí­van hafa um tvo kosti að velja í þessum far­aldri: Opin landa­mæri og lokað sam­fé­lag. Eða ströng landa­mæri og frjálst sam­fé­lag. Taí­van og Nýja Sjá­land hafa valið síð­ari kost­inn og sýnt að sú leið er vel fær. Við getum valið þá leið lík­a. 

Árangrinum fórnað – taka tvö

En í stað þess að læra af reynsl­unni, stefnir Ísland í þver­öf­uga átt. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra tók af allan vafa um það að nú verði aftur létt á tak­mörk­unum á landa­mær­unum í Kast­ljósi þann 15. mars sl. Frá og með 1. maí mun fólk frá svoköll­uðum grænum og app­el­sínu­gulum svæðum ekki þurfa að hlíta fimm daga sótt­kví og seinni skimun að henni lok­inni. Sama dag og Svan­dís mætti í Kast­ljósið, greindust þrír ein­stak­lingar með Covid-19 í seinni skimun, þrátt fyrir að hafa verið með nei­kvætt PCR próf og greinst nei­kvæðir í fyrri skimun við kom­una til lands­ins. Það er því alveg ljóst í hvað stefn­ir.

Eft­ir­lit með landa­mær­unum er of veikt eins og er, líkt og ítrekuð smit síð­ustu daga hafa sýnt. Landa­mærin eru ótraust, og lítið þarf til að hrinda af stað nýrri bylgju með til­heyr­andi lok­un­um. Við stöndum sífellt á bjarg­brún­inni og treystum á heppn­ina. En ef þessar opn­anir á landa­mær­unum ná fram að ganga, er bein­línis verið að hrinda okkur fram af. Það segir sig sjálft að þessar fyr­ir­ætl­anir fara ekki saman við þá stefnu að halda land­inu veiru­fr­íu. Þessi leið var full­reynd síð­asta sumar og við þekkjum árang­ur­inn. 

Það er með nokkrum ólík­indum að þetta skuli standa til núna á loka­metr­unum í Covid far­aldr­in­um, þegar fulln­að­ar­sigur á plág­unni er í aug­sýn. Og þetta er enn eitt dæmið um að hags­munum ungs fólks sé kastað fyrir róða. Það eru nefni­lega yngri kyn­slóð­irnar sem eru síð­astar í röð­inni þegar kemur að bólu­setn­ingum. Tíma­setn­ing þess­ara til­slak­ana er áhuga­verð í þessu ljósi. Við­horf stjórn­valda virð­ist vera það, að nóg sé að bólu­setja fólk á miðjum aldri og upp úr, og síðan megi þetta bara skella eins og flóð­bylgja á okkur hin­um. 

Yngri kyn­slóðir hafa borið hit­ann og þung­ann af sótt­varn­ar­að­gerðum á Íslandi síð­asta ár. En núna, þegar bólu­setn­ingar eru í fullum gangi og endir­inn er í aug­sýn, á að opna landa­mærin aftur og láta Covid vaða yfir unga fólkið – með bæði alvar­legum og ófyr­ir­séðum afleið­ingum fyrir heilsu þeirra. Í stað þess að nýta þau for­rétt­indi sem Ísland býr við og sigla sigrinum alla leið heim, virð­ist eldri kyn­slóðin ætla að fórna þeirri yngri þegar hún er búin að bólu­setja sjálfa sig.

Höf­undur er dokt­or­snemi í alþjóða­­stjórn­­­málum við Háskól­ann í Lundi Sví­­þjóð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar