Hreinsum hugann fyrir svefninn

Ingrid Kuhlman gefur þeim sem vilja sofa betur fjögur góð og einföld ráð.

Auglýsing

Svefn er van­met­inn þáttur í nútíma­sam­fé­lagi og oft getur verið erfitt að flesta blund, sér­stak­lega þegar við náum ekki að slaka á í hug­an­um. Gott er að hafa í huga að ekki er raun­hæft að ná að klára öll verk­efni, ákvarð­anir eða sam­töl áður en deg­inum lýk­ur. Oft segj­umst við ætla að „sofa á þessu“, í þeirri von um að tím­inn sem við hugsum ekki um málið muni færa okkur nýtt sjón­ar­horn og ferska sýn. Þetta er þó oft auð­veld­ara sagt en gert. Lík­am­inn er til­bú­inn að fara að sofa en heil­inn heldur áfram að vinna og er stundum virkastur þegar við erum að reyna að sofna.

Venju­lega reynum við annað hvort að glíma við hugs­an­irnar eða hunsa þær og von­ast til að þær hverfi. Hvor­ugt er gott plan, að sögn Sharon Salz­berg, með­stofn­andi Insight Medita­tion Soci­ety og höf­undur bók­ar­innar Real Happiness. Hug­ur­inn hefur gaman af því að reika, sem þýðir að við verjum miklum tíma í að dvelja við og marg­tyggja hugs­anir um bæði for­tíð og fram­tíð. Rann­sóknir hafa sýnt að heil­inn „jórtr­ar“ 47% af tím­anum og að það skapi að öllu jöfnu óham­ingju. Hluti af þessum end­ur­teknum hugs­unum teng­ist þróun mann­kyns­ins. Að vera á varð­bergi og hafa áhyggjur hélt for­feðrum okkar á lífi. „Við erum góð í and­legum prufu­keyrslum og því að velta hlut­unum stöðugt fyrir okk­ur, sem tekur til­finn­inga­legan toll“, segir Dr. Beth Kur­land, klínískur sál­fræð­ingur og höf­undur bók­ar­innar The Trans­formative Power of Ten Minutes.

Auglýsing

Hér fyrir neðan eru fjögur ráð til að róa hug­ann svo auð­veld­ara verði að festa svefn.

Veittu hugs­unum þínum athygli fyrir svefn­inn

Hugs­anir okkar eru eins og börn; því minni athygli sem þær fá, þeim mun meiri athygli krefj­ast þær. Lausnin er að ein­beita sér að hugs­unum sínum áður en maður fer að sofa þannig að við ýtum ekki áhyggj­unum á undan okkur þangað til við erum komin upp í rúm. Próf­aðu að gera verk­efna­lista. Kvíða­vekj­andi hugs­anir hafa til­hneig­ingu til að vera óljósar og efni í ham­fara­hyggju en að hripa niður eina setn­ingu per atriði hjálpar þér við að hala niður hugs­unum þínum og koma þeim í orð.

Önnur leið er hug­leiðsla. Taktu þér fimm til tíu mín­útur á dag og ein­blíndu á and­ar­drátt­inn. „Mark­miðið er ekki að þurrka út hugs­anir þínar heldur að beina þeim í aðra átt. Kvíða­vekj­andi og nag­andi hugs­anir munu jú alltaf skjóta upp koll­in­um“, segir Salz­berg.

Slak­aðu á áður en þú leggur þig

Með því að koma sér upp ákveð­inni athöfn í kringum hátta­tím­ann gefum við heil­anum þau skila­boð að hann eigi að fara á svefn­still­ingu. Það er ekki til ákveðin for­múla fyrir því hversu mik­inn tíma þú þarft. Dr. Mich­ael Grandner, for­stöðu­maður rann­sókn­ar­á­ætl­unar um svefn og heilsu við háskól­ann í Arizona, líkir þessu við akstri á þjóð­veg­in­um. „Ef þú missir stöðugt af afleggjar­anum af því að þú keyrir of hratt, er það ekki bílnum um að kenna. Þú þarft að aðlaga þig, og rétt eins og með bíl­inn þá þarf að bremsa létti­lega í stað þess að snar­bremsa.“ Hluti af athöfn­inni gæti verið að lesa, hlusta á tón­list, forð­ast að horfa á fréttir – í raun allt sem færir þér ró. Gott er að dimma ljósin 30 til 60 mín­útur fyrir svefn­inn. Þetta hjálpar til við að auð­velda fram­leiðslu melatóníns og ýtir undir svefn.

Komdu þér þægi­lega fyrir

Eng­inn ætl­ast til þess að þú farir í rúmið stress­laus og sofnir innan nokk­urra sek­úndna. Ef óunnið verk­efni er enn að berja á þér er gott að ein­blína á skynjun þína, t.d. þyngd og áferð sæng­ur­inn­ar, and­ar­drátt­inn eða hvernig þér líður í hverjum lík­ams­hluta fyrir sig. Þessi fókus kemur þér út út for­tíð­inni og/eða fram­tíð­inni og inn í núið. „Lík­ams­skynjun er áþreif­an­leg og færir okkur lend­ing­ar­stað“, segir Salz­berg.

Ef þú nærð ekki að sofna innan 30 mín­útna er gott að fara á fætur og yfir­gefa svefn­her­berg­ið. Með því að snúa sér stans­laust við í rúm­inu skapar maður þá til­finn­ingu að rúmið og svefn­inn séu ósam­rým­an­leg. „Maður vill frekar skapa nýja og þægi­legri teng­ing­u“, segir Grandner. „Dveldu ann­ars staðar en í svefn­her­berg­inu eins lengi og þú vilt, og reyndu svo aft­ur.“

Finndu þér róandi verk­efni

Annað svefn­ráð er að koma sér vel fyrir í rúm­inu og lesa ljóð eða söng­texta eða í raun allt sem felur í sér lág­marks hugs­un. „Ef þetta hjálpar þér við að festa svefn á 15-20 mín­útur getur það orðið hluti af dag­legri rútínu til að brenna umfram orku. Láttu hug­ann hlaupa um í hringi svo að hann nái að róast“, segir Gar­dner.

Þó svo að þörfin fyrir að hnýta lausa enda geti verið sterk er gott að minna sig á það að vinna seint á kvöldin skilar sjaldan miklum gæðum og leiðir oft til þess að gera þurfi leið­rétt­ingar dag­inn eft­ir.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar, með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og stjórn­ar­maður í Félagi um jákvæða sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar