Skógrækt - þörf er á allsherjarútekt

IMGP7133_21.jpg
Auglýsing

Und­ir­rit­aður birti grein í Kjarn­anum þann 3. júlí sl. þar sem gagn­rýnd var ein­hliða umræða um ágæti rík­is­styrktrar nýskóg­ræktar til að ná mark­miðum i lofts­lags­mál­um, þ.e. um bind­ingu kolefn­is. Bent var á end­ur­heimt vot­lendis og aðra vist­heimt – aðferðir sem miða að því að end­ur­skapa sams konar eða sam­bæri­leg gróð­ur­lendi og spillst hafa – sem mild­ari, nær­tæk­ari og lík­lega ódýr­ari leiðir til að ná þessum mark­mið­um.

Pétur Hall­dórs­son svarar í Kjarn­anum þann 21. júlí sl. í ágætri grein sem þó afflytur sumt og skautar fram hjá öðru. Ég ætla mér ekki að hefja langa rit­deilu um skóg­rækt á síðum Kjarn­ans en langar þó að skerpa á nokkrum atriðum sem gætu skýrt þann ágrein­ing sem uppi er og hefur verið um umfang og eðli skóg­ræktar á Íslandi.

Um hvað snýst deilan?Við Pétur erum sam­mála um að land­kostir Íslands eru enn langt frá þeim sem blöstu við land­náms­mönnum forð­um, þótt við­snún­ingur hafi orðið til hins betra í gróð­ur­fari lands­ins und­an­farna ára­tugi. Við erum líka sam­mála um að allir skógar eru til margra hluta nyt­sam­ir, svo sem til að binda jarð­veg og kolefni, miðla vatni og nær­ing­ar­efn­um, skapa skjól o.fl.

Deila nátt­úru­vernd­ara (ég vona að ég tali fyrir munn margra þeirra) og skóg­rækt­ar­manna snýst því fyrst og fremst um nálgun og ekki síst skýra aðgrein­ingu nytja­skóg­ræktar eða plantekru­skóg­ræktar með aðfluttum stór­vöxnum teg­undum og end­ur­heimtar birki­skóga. Íslend­ingum hefur verið seld sú hug­mynd, sem að miklu leyti byggir á sam­visku­biti vegna fyrri umgengni við land­ið, að allur skógur sé af hinu góða. Ég held því hins vegar fram að plantekru­skóg­rækt í úthaga geti verið í beinni and­stöðu við nátt­úru­vernd. Ber­ang­ur­inn, ásamt hinu upp­runa­lega lág­stemmda gróð­ur­skrúði lands­ins, með birki og víði sem helstu við­ar­teg­und­ir, skapar okkur sér­stöðu sem er afar mik­ils virði og við megum ekki henda frá okkur umhugs­un­ar­laust.

Auglýsing

Áhrif skóg­ræktar á land og líf­ríki koma ekki að fullu fram fyrr en mörgum ára­tugum eftir gróð­ur­setn­ingu. Um skóg­rækt gildir því hið forn­kveðna að í upp­hafi skyldi end­inn skoða. Stefna og mark­mið þurfa að vera skýr og ásætt­an­leg fyrir þorra lands­manna.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_31/43[/em­bed]

Skóg­rækt­ar­stefna rík­is­ins var sam­þykkt 2013. Stefnan var unnin af skóg­rækt­ar­fólki ein­göngu, þótt almenn­ingi hafi vissu­lega gef­ist kostur á athuga­semd­um. Engir gróð­ur­­vist­fræð­ingar (aðrir en skóg­fræð­ing­ar), jarð­fræð­ing­ar, forn­leifa­fræð­ingar eða lands­lags­arki­tektar tóku þátt í gerð ­stefn­unn­ar. Eng­inn gætti hags­muna inn­lendrar og alþjóð­legrar nátt­úru­vernd­ar, ferða­mennsku, hefð­bund­ins land­­bún­aðar eða þjóð­menn­ing­ar.

Meg­in­mark­mið stefn­unnar er að skóg­ar­þekja lands­ins vaxi á næstu 100 árum tífalt frá því sem nú er, fari úr 1,2% á lands­vísu í 12%. Athygli vekur að ekki er tekið fram hvert hlut­fall birki­skóga á að vera í þess­ari auknu skóg­ar­þekju miðað við nytja­skóga með aðfluttum teg­und­um. Tólf ­pró­sent þekja á lands­vísu gæti virst hóf­leg en hún sam­svarar þó 25–30% af lág­lendi lands­ins undir 400 m hæð. Þar sem sumir lands­hlutar henta illa til skóg­ræktar þarf skóg­ar­þekja á ­öðrum lág­lend­is­svæðum að fara mun hærra en þetta til að ná 12% mark­inu. Skógar af þeirri stærð­argráðu myndu alger­lega umbylta ásýnd og líf­ríki ­lands­ins frá því sem nú er.

Mörgum spurn­ingum er ósvar­að. Gerir ­al­menn­ingur sér fulla grein fyrir þeim feikn­ar­legu áformum sem skóg­ar­stefnan felur í sér? Á hvernig landi á að rækta allan þennan skóg? Hvað ­hverfur í stað­inn? Hvað hverfur mikið af lyng­mó­um, fléttu­mó­um, berja­laut­um, mýrum, deig­lendi, blóm­lendi, engj­um, mel­um, vikrum o.s.frv.? Hver er núver­andi þjón­usta þeirra gróð­ur­­­lenda og land­gerða sem hverfa (ferða­mennska, upp­lifun, nytjar)? Hvað verður um mó- og vað­fugl­ana? Hvaða áhrif hefur fyr­ir­huguð umbylt­ing gróð­ur­fars og lands­lags á ferða­manna­straum til lands­ins? Og þannig má áfram telja.

Skóg­ar­stefnan og lög um lands­hluta­bundin skóg­rækt­ar­verk­efni byggja ekki á neinni heild­stæðri grein­ingu eða mati á þeim þáttum sem nefndir eru hér að fram­an. Þótt leiða megi líkur að 25-30% þekju birki­skóga og kjarr­lendis við land­nám hefur ýmis­legt breyst síð­an. Fjöl­margar kyn­slóðir Íslend­inga hafa vaxið upp við skóg­leysi. Nú er ber­ang­ur­inn hluti af þjóð­ar­vit­und okkar til góðs eða ills. Nú leggja borgir og bæir, veg­ir, rækt­ar­lönd og lón undir sig stór svæði á lág­lendi. Sumar land­gerð­ir, svo sem nútíma­hraun, eru vernduð að lög­um. Ísland er orðið ferða­manna­land og ferða­menn koma fyrst og fremst vegna sér­stakrar nátt­úru lands­ins. Engu máli skiptir fyrir þá hvort nátt­úran sem við augum blasir er upp­runa­leg eða afleið­ing fornra búskap­ar­hátta.

Ekk­ert alvöru­mat hefur verið lagt á þessa hluti. Er eðli­legt að skóg­rækt­ar­menn einir ráði ferð­inni í svo stóru máli? Er eðli­legt að hið opin­bera leggi nær umræðu­laust stórfé í ­verk­efni sem umbyltir ásýnd og líf­ríki lands­ins?

Mis­mun­andi skóg­ræktÍ ofan­greindri stefnu­mörk­un, og í lögum um lands­hluta­bundin skóg­rækt­ar­verk­efni, er eng­inn afger­andi grein­ar­munur gerður á nytja­skóg­rækt ann­ars vegar og end­ur­heimt birki­skóga hins veg­ar. Þarna er þó reg­in­munur á. Plantekru­skóg­rækt er afbrigði land­bún­aðar – vísir að atvinnu­grein og vissu­lega rétt­læt­an­leg sem slík á afmörk­uðum svæðum – en end­ur­heimt ­birki­skóg­anna er sam­fé­lags­legt nátt­úru­vernd­ar- og menn­ing­ar­verk­efni sem opin­berar stofn­anir ættu að leggja höf­uð­á­herslu á.

Hinu opin­bera væri í lófa lagið að marg­falda skóg­ar­þekju lands­ins með því einu að stuðla að friðun stórra land­svæða fyrir búfjár­beit. Þá vex birki­skóg­ur­inn sjálf­krafa og þarf í mesta lagi að gróð­ur­setja stálp­aðar birki­plöntur á stangli til að tryggja fræ­upp­sprettu þar sem hún er ekki fyrir hendi. Sjálf­sprottnir birki­skógar breið­ast nú þegar út um friðað land, eins Pétur lýsir í grein sinni.

Nei­kvætt við­horf til birki­skóga?Tregða skóg­rækt­ar­að­ila til að aðgreina nýskóg­rækt frá end­ur­heimt birki­skóg­anna bendir til að vand­inn liggi að ein­hverju leyti í nei­kvæðu við­horfi þeirra til íslenska birk­is­ins. Nýlegt plagg umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins „Hvít­björk - til­lögur að leiðum til end­ur­reisn­ar  birki­skóga á Íslandi (2013)“ sem Þröstur Eysteins­son, sviðs­stjóri þjóð­skóg­anna hjá Skóg­rækt rík­is­ins, og Sveinn Run­ólfs­son land­græðslu­stjóri tóku saman varpar ljósi á þetta:

Meðal fólks eru skiptar skoð­anir um ágæti birki­skóg­lend­is. Vel hirtir birki­skógar geta verið góðir til úti­vistar, en flestir eru það ekki sökum þétt­leika trjánna. Skógar ann­arra teg­unda eru ekki síður góðir til úti­vist­ar. Þá eru birki­skógar af sumum taldir til óþurftar í land­bún­aði, sér­stak­lega þegar kemur að smölun (bls. 4).

Hér staldrar maður ósjálfrátt við. Er ekki hlut­verk Skóg­ræktar rík­is­ins að hirða birki­skóga sem aðra skóga? Eru þéttir og illa hirtir barr- eða bland­skógar góðir til úti­vistar eða auð­veldir í smöl­un?

Í við­tali við full­trúa Skóg­rækt­ar­fé­lags Íslands, sem hefur umsjón með Land­græðslu­skóga­verk­efn­inu, kom fram að erfitt gæti reynst að auka hlut­fall birkis í því verk­efni umfram það sem verið hef­ur, enda hefur það hlut­fall verið mjög hátt (50-70% af gróð­ur­settum plönt­u­m). Stafar það einkum af áhuga við­tak­enda plantn­anna á auk­inni fjöl­breytni í teg­unda­vali (bls. 6).

Hér er vert að benda á að skógur sem upp­haf­lega er 50:50 blanda af birki og barr­trjám fær yfir­bragð barr­skógar eftir nokkra ára­tugi vegna þess að barr­trén vaxa birk­inu yfir höf­uð. Og rík­inu er í lófa lagið að setja það skil­yrði fyrir styrk­veit­ingum til land­græðslu­skóga að aðeins séu not­aðar upp­runa­legar trjá­teg­und­ir. Hvers vegna er það ekki gert?

Í við­tölum við fram­kvæmda­stjóra og starfs­fólk Lands­hluta­verk­efn­anna kom fram að innan við tíu (af um 600) skóg­ar­eig­endur sem þátt taka í Lands­hluta­verk­efn­unum vilja ein­göngu birki eða aðrar inn­lendar teg­und­ir. Þó kom fram sú almenna skoðun að hægt væri að auka gróð­ur­setn­ingu birkis á lög­býlum ef hvatt yrði til þess og jafn­framt að sumir land­eig­endur myndu þiggja girð­inga­styrki til að friða birki­leifar ef þeir væru í boði. Til þess þyrfti þó að afnema þann nei­kvæða hvata sem felst í því að virð­is­auka­skattur fæst ein­göngu end­ur­greiddur við nytja­skóg­rækt og/eða að bæta við nýju fyr­ir­komu­lagi styrk­veit­inga. End­ur­heimt birki­skóga gæti þá orðið sér­stakt við­fang innan Lands­hluta­verk­efn­anna með sér­fjár­veit­ingu og e.t.v. öðru­vísi fyr­ir­komu­lagi styrk­veit­inga (bls. 6).

Ekki er óeðli­legt að skóg­ar­bændur freist­ist til að rækta aðfluttar teg­undir frekar en birki þegar svona er í ­pott­inn búið. Spyrja má hvers vegna ekki er löngu búið að afnema ofan­greindar hömlur og þvert á móti umb­una þeim ­sér­stak­lega sem vilja end­ur­heimta birki­skóg­ana. Þótt stór­felld skó­geyð­ing fyrr á öldum sé notuð sem meg­in­rök fyrir skóg­rækt nú virð­ist aukin útbreiðsla birki­skóga alls ekki í fyr­ir­rúmi hjá opin­berum skóg­rækt­ar­að­il­um.

Skóg­rækt breytir ásýnd lands­ins og líf­ríki þess mis­mikið eftir því hvernig að henni er staðið (sjá fyrri grein höf­undar frá 3. júlí sl.). Hún er því ekki áhuga­mál eða atvinnu­vegur sem snertir skóg­rækt­ar­menn eina heldur alla lands­menn til langrar fram­tíð­ar. Yfir­völd þurfa að átta sig á þessu og tryggja að fram fari víð­tæk umræða og úttekt – og í fram­haldi vönduð stefnu­mörkun – um æski­legt umfang nýskóg­ræktar á land­inu. Slík úttekt þarf að kafa dýpra en núver­andi vinna við gerð land­nýt­ing­ar­á­ætl­unar gerir ráð fyr­ir. Meðan á þess­ari úttekt stendur leggur und­ir­rit­aður til að gert verði hlé á, eða að minnsta kosti stór­lega dregið úr, ­gróð­ur­setn­ingum með aðfluttum teg­und­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None