Skór Satans

Lögmaður sem sérhæfir sig í hugverkarétti skrifar um tilraun Nike til að stöðva sölu á djöfullegum skóm.

Auglýsing

Banda­ríska fyr­ir­tækið MSCHF er stundum nefnt „art collect­i­ve“ og stundum „viral mar­ket­ing company“. Fyr­ir­tækið fram­leiðir vörur fyrir neyt­endur sem fyrst og fremst virð­ist ætlað að verða „viral“. Meðal þess sem fyr­ir­tækið hefur fram­leitt er bað­sápa sem er í lag­inu eins og brauðrist og Birken­stock inni­skór sem gerðir eru úr Birken töskum.

Um síð­ustu helgi til­kynnti fyr­ir­tækið um sölu á rauðum og svörtum skóm frá Nike (Nike Air Max 97) í sam­starfi við rapp­ar­ann Lil Nas X. Skónum hafði verið breytt frá upp­runa­legu útgáf­unni. Á skónum var öfugur kross, orðin Luke 10:18 ásamt fleiri smá­at­riðum. Á hælnum var til­g­teint núm­erið á ein­tak­inu þ.e. af þeim 666 sem voru fram­leidd. Mesta athygli vakti þó að fyr­ir­tækið full­yrti að í loft­púð­anum væri einn dropi af manna­blóði. Skórnir voru settir á markað sam­hliða því að lag tón­list­ar­manns­ins Lil Nas X, Montero (Call Me By Your Name) var gefið út á Youtu­be. Í mynd­bandi lags­ins má sjá lista­mann­inn renna á súlu frá himna­ríki til hel­vítis og dansa við djöf­ul­inn áður en hann háls­brýtur hann og stelur horn­unum hans. Parið kost­aði 1,017 doll­ara. Skórnir seld­ust upp sam­stund­is.

Í dymbil­vik­unni, tveimur dögum eftir að skórnir komu á mark­að, krafð­ist Nike þess fyrir dómi í New York að frek­ari sala vör­unnar yrði bönnuð tíma­bund­ið. Nike hélt því m.a. fram að salan bryti gegn vöru­merkja­rétti fyr­ir­tæk­is­ins, skað­aði ímynd þess og að veru­leg hætta væri á því að neyt­endur myndu telja að varan kæmi frá fyr­ir­tæk­inu. Jafn­vel langt leiddir „snea­ker­heads“ væru í vafa um hvort skórnir stöf­uðu frá Nike eða ekki.

Auglýsing

Í vöru­merkja­rétti fellst m.a. réttur til að mark­aðs­setja vöru í fyrsta sinn og auð­kenna hana með vernd­uðu vöru­merki. Í þessu til­viki upp­haf­legu Nike skóna sem síðan voru end­ur­seldir af MSCHF. Almennt á það hins vegar við að eig­andi vöru­merkis sem hefur sett vöru á markað á til­teknu svæði getur ekki komið í veg fyrir að kaup­andi vör­unnar end­ur­selji hana og vísi til vöru­merk­is­ins við þá end­ur­sölu. Í íslenskum vöru­merkja­rétti er þetta kallað reglan um tæm­ingu vöru­merkja­rétt­ar. Reglan er þó með þeirri und­an­tekn­ingu að eig­andi vöru­merkis getur bannað end­ur­sölu vör­unnar af hálfu þriðja aðila sem keypti vör­una lög­lega hafi eig­andi vöru­merk­is­ins til þess „hald­góðar ástæð­ur“, þar á meðal ef „ástandi“ vör­unnar hefur verið breytt (2. og 3 mgr 6. gr. vöru­merkja­laga).

Á skír­dag féllst dóm­stóll í New York á kröfur Nike og bann­aði frek­ari sölu af hálfu MSCHF. Öll fram­leidd ein­tök höfðu þá þegar verið seld. MSCHF lýsti því eftir dóm­inn að þeir teldu ekki um hefð­bundna íþrótta­skó að ræða heldur væri hvert skópar sjálf­stætt lista­verk.

Árið 2019 bauð sami fram­leið­andi til sölu skó af sömu teg­und sem þeir köll­uðu „Jesus Shoes“. Um var að ræða hvíta Air Max 97 með litlum krossi. Fram­leið­and­inn full­yrti að í loft­púð­unum væri vatn úr ánni Jor­dan sem hafði verið blessað af presti í Brook­lyn. Parið var selt á 1.425 doll­ara og þeir seld­ust upp.

Nike gerði ekki athuga­semdir þá.

Höf­undur er lög­maður sem sér­hæfir sig m.a. í hug­verka­rétti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar