Skór Satans

Lögmaður sem sérhæfir sig í hugverkarétti skrifar um tilraun Nike til að stöðva sölu á djöfullegum skóm.

Auglýsing

Banda­ríska fyr­ir­tækið MSCHF er stundum nefnt „art collect­i­ve“ og stundum „viral mar­ket­ing company“. Fyr­ir­tækið fram­leiðir vörur fyrir neyt­endur sem fyrst og fremst virð­ist ætlað að verða „viral“. Meðal þess sem fyr­ir­tækið hefur fram­leitt er bað­sápa sem er í lag­inu eins og brauðrist og Birken­stock inni­skór sem gerðir eru úr Birken töskum.

Um síð­ustu helgi til­kynnti fyr­ir­tækið um sölu á rauðum og svörtum skóm frá Nike (Nike Air Max 97) í sam­starfi við rapp­ar­ann Lil Nas X. Skónum hafði verið breytt frá upp­runa­legu útgáf­unni. Á skónum var öfugur kross, orðin Luke 10:18 ásamt fleiri smá­at­riðum. Á hælnum var til­g­teint núm­erið á ein­tak­inu þ.e. af þeim 666 sem voru fram­leidd. Mesta athygli vakti þó að fyr­ir­tækið full­yrti að í loft­púð­anum væri einn dropi af manna­blóði. Skórnir voru settir á markað sam­hliða því að lag tón­list­ar­manns­ins Lil Nas X, Montero (Call Me By Your Name) var gefið út á Youtu­be. Í mynd­bandi lags­ins má sjá lista­mann­inn renna á súlu frá himna­ríki til hel­vítis og dansa við djöf­ul­inn áður en hann háls­brýtur hann og stelur horn­unum hans. Parið kost­aði 1,017 doll­ara. Skórnir seld­ust upp sam­stund­is.

Í dymbil­vik­unni, tveimur dögum eftir að skórnir komu á mark­að, krafð­ist Nike þess fyrir dómi í New York að frek­ari sala vör­unnar yrði bönnuð tíma­bund­ið. Nike hélt því m.a. fram að salan bryti gegn vöru­merkja­rétti fyr­ir­tæk­is­ins, skað­aði ímynd þess og að veru­leg hætta væri á því að neyt­endur myndu telja að varan kæmi frá fyr­ir­tæk­inu. Jafn­vel langt leiddir „snea­ker­heads“ væru í vafa um hvort skórnir stöf­uðu frá Nike eða ekki.

Auglýsing

Í vöru­merkja­rétti fellst m.a. réttur til að mark­aðs­setja vöru í fyrsta sinn og auð­kenna hana með vernd­uðu vöru­merki. Í þessu til­viki upp­haf­legu Nike skóna sem síðan voru end­ur­seldir af MSCHF. Almennt á það hins vegar við að eig­andi vöru­merkis sem hefur sett vöru á markað á til­teknu svæði getur ekki komið í veg fyrir að kaup­andi vör­unnar end­ur­selji hana og vísi til vöru­merk­is­ins við þá end­ur­sölu. Í íslenskum vöru­merkja­rétti er þetta kallað reglan um tæm­ingu vöru­merkja­rétt­ar. Reglan er þó með þeirri und­an­tekn­ingu að eig­andi vöru­merkis getur bannað end­ur­sölu vör­unnar af hálfu þriðja aðila sem keypti vör­una lög­lega hafi eig­andi vöru­merk­is­ins til þess „hald­góðar ástæð­ur“, þar á meðal ef „ástandi“ vör­unnar hefur verið breytt (2. og 3 mgr 6. gr. vöru­merkja­laga).

Á skír­dag féllst dóm­stóll í New York á kröfur Nike og bann­aði frek­ari sölu af hálfu MSCHF. Öll fram­leidd ein­tök höfðu þá þegar verið seld. MSCHF lýsti því eftir dóm­inn að þeir teldu ekki um hefð­bundna íþrótta­skó að ræða heldur væri hvert skópar sjálf­stætt lista­verk.

Árið 2019 bauð sami fram­leið­andi til sölu skó af sömu teg­und sem þeir köll­uðu „Jesus Shoes“. Um var að ræða hvíta Air Max 97 með litlum krossi. Fram­leið­and­inn full­yrti að í loft­púð­unum væri vatn úr ánni Jor­dan sem hafði verið blessað af presti í Brook­lyn. Parið var selt á 1.425 doll­ara og þeir seld­ust upp.

Nike gerði ekki athuga­semdir þá.

Höf­undur er lög­maður sem sér­hæfir sig m.a. í hug­verka­rétti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar