Herragarðurinn – orkan og almúginn

Árni B. Helgason fjallar um margslungin áhrif skatta og gjalda á samfélög jarðarbúa – hve þungbærar álögur alls þorrans eru en þeim mun léttbærari byrðar orkufreks aðalsins, svo ofurhlaðinn sem hann er skattfríðindum.

Auglýsing

Hér er fram haldið frá fyrri grein, Herra­garð­ur­inn – og vér orku­að­all­inn, er birt­ist í Kjarn­anum 14. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Fjallað hefur verið um meg­in­drætti hins tekju­drifna skatt­kerf­is, það er vel­ferð­ar­ríkið hefur löngum átt allt sitt und­ir, og hins vegar um afleið­ingar þess að fót­unum væri bók­staf­lega kippt undan kerf­inu. Skatt­inum væri þá þeim mun fremur miðað að orku og auð­lindum jarð­ar, að sjálfum rótum vel­ferð­ar­inn­ar, en að ávöxtum vel­ferð­ar­inn­ar.

Fljótt á litið mætti ætla að í sama stað kæmi niður hvor skatt­stofn­inn væri. Svo er þó alls ekki, enda myndi vel­ferð­ar­ríkið þá eigi lengur skatt­leggja svo mjög sjálft sig – sem sagt nær­ast á eigin skinni, á eigin vel­ferð sinni – að tekju­drifnu skatt­kerf­inu aflögðu, heldur fyrst og fremst hafa tekjur af gjöldum fyrir marg­vís­leg orku- og nátt­úr­u­not, og þá einmitt ekk­ert síður þró­un­ar­ríkið eða nýmark­aðs­rík­ið, skatt­lendan eða gamla hjá­lendan eða nýlendan – í sínum marg­vís­legu nútíma­mynd­um.

Hver er ann­ars eig­in­legur skatt­stofn vel­ferð­ar­rík­is­ins, er nær­ist ekki bara á eigin skinni (svo skamm­góður vermir sem það nú er) heldur byggir til­veru sína ekki síður á vöru- og þjón­ustu­skiptum við almúga út um allan heim, er yfir­leitt má láta afurðir sínar af hendi á lægsta mögu­lega verði í skiptum fyrir ofur­skatt­lagðar afurðir vel­ferð­ar­þegn­anna? Einmitt ekki svo ólíkt – á sinn þó ger­ó­líka tækni­máta – og til að mynda ein­kenndi milli­ríkja­við­skipti á tímum Róma­veldis og jafn­vel hins enn forn­ara heims­veldis Alex­and­ers mikla.

Auglýsing
Liggja þar ekki einmitt rætur skatt­tekn­anna að drjúgum hluta – í skatt­lendum út um allar jarð­ir? Í ágóða af fjölda­fram­leiddum lág­verð­s­af­urðum lág­launa- og lág­skatta­rík­is­ins – í hreinum ágóða af afurðum sem flestar eru leiddar af allra­handa orku og nátt­úru­auði jarðar og þá jafn­framt ekki síst nú í seinni tíð af æ frek­ari koltví­ild­isauðgun jarð­ar­inn­ar...

Ræt­urnar svo á hinn bóg­inn að finna í gagn­kvæmum vöru- og þjón­ustu­við­skiptum vel­ferð­ar­þegn­anna sjálfra, þar sem tekju­skattur myndar yfir­leitt drýgstan hluta afurða­verðs alls þess sem manns­höndin kemur nálægt, jafnt til heima­brúks sem og þá að sjálf­sögðu einnig til útflutn­ings– þá einmitt í skiptum fyrir fjölda­fram­leiddan lág­verðsinn­flutn­ing­inn, vart með hinum minnsta skatt­eyri af launum eða rekstri fólgnum í útflutn­ings­virði lág­launa­rík­is­ins, hvað þá heldur af nýttri orku eða af hrá­efnum – nema reyndar af olíu. Hvað þá að kolefn­is­gjöld á hinum ýmsu fram­leiðslu­stigum telji í skásta falli nema lítið brota­brot heild­ar­virð­is­ins.

Þeim mun ríku­legri er þá tekju­skatt­ur­inn af öllum virð­is­auk­anum – af launa- og rekstr­ar­tekjum sem eru leiddar af marg­vís­legri umsýslu með inn­flutn­ings­af­urð­irnar í vel­ferð­ar­rík­inu, auk sjálfs virð­is­auka­skatts­ins, að sjálf­sögðu, auk þess sem drýgsti hluti hönn­unar og mark­aðs­setn­ingar lág­verð­s­af­urða lág­launa­rík­is­ins er gjarnan á hendi vel­ferð­ar­rík­is­ins fyrst og fremst og því skatt­lagður þar.

Orku- og auð­linda­drifið skatt­kerfi hamlar hins vegar gagn­gert gegn sólundun orku og ann­ars nátt­úru­auðs, gegn umhverf­is­spjöllum og ómældum koltví­ild­isauð­g­andi fríð­ind­unum er löngum hafa verið leidd af nátt­úru­gæðum út um allar jarðir undir hinu við­tekna, tekju­drifna skatt­kerfi. Enda væru tekjur hins opin­bera þá einmitt ekki síst leiddar af allra­handa sóun orkunnar og nátt­úru­auðs­ins, af allri ofgnótt fríð­ind­anna, en þeim mun miklu síður af erf­iði alls almúg­ans, þess hluta jarð­ar­búa er upp til hópa aflar sér lífs­við­ur­væris í sveita síns and­lits, sumir jafn­vel baki brotnu.

António Guterres: Kolefnisjafnvægi fyrir 2050: Brýnasta erindi heimsins. SKJÁSKOT: Stundin.is

Það er að vonum að António Guterres hafi ekki fengið nema 4 Likes, nú þegar hart­nær fjórir mán­uðir eru liðnir síðan hann birti grein sína um Brýn­asta erindi heims­ins í Stund­inni þann 10. des­em­ber s.l. Enda hlýtur flest annað að vera brýnna að áliti oss orku­að­als­ins en að vér látum oss líka við slíka fram­tíð­ar­sýn sem er þunga­miðjan í boð­skap aðal­rit­ar­ans: "Það er kom­inn tími til að verð­leggja kolefni," segir hann. "Binda verður enda á nið­ur­greiðslur jarð­efna­elds­neyt­is. Stöðva verður bygg­ingu nýrra kola­orku­vera. Færa verður skatt­byrð­ina frá tekjum yfir á kolefni, frá skatt­greið­endum til þeirra sem menga."

Vægi hug- og hand­verks – á vog­ar­skálum auð­linda­gróð­ans

Tekju­skattar leggj­ast sann­ar­lega af mestum þunga á þær greinar sem eru í senn mann­afls­frekar og lítt orku­krefj­andi. Þeim mun minni eru hins vegar skatt­gjöld hinna orku­frek­ari greina og vinnu­afls­fá­tæk­ari – og hin sam­fé­lags­lega ábyrgð þeirra greina þá að sama skapi miklum mun naum­ari. Enda er skatt­byrðin fyrst og fremst borin af fjöld­anum öllum sem starfar við upp­fræðslu og mennt­un, við heil­brigð­is­þjón­ustu, við stjórn­sýslu og alls kyns sér­fræði, við for­rit­un, við gagna­öflun og gagna­miðl­un, við fjar­skipti og fjöl­miðl­un, við hönnun og list­ir, við verslun og þjón­ustu, við alls kyns sér­smíði og rað­smíði, við hug- og hand­verk af öllu tagi – í stuttu máli sagt, við allra­handa þjón­ustu og verk til við­halds sam­fé­lögum í bráð og lengd...

Tekjudrifið skattkerfi – hvati til orkusóunar. Rökfræðileg bygging hins klassíska skattkerfis í hnotskurn – í allra grófustu dráttum. Rauða línan lítur að rauða kvarðanum til vinstri, sú bláa að bláa kvarðanum til hægri. LÍNURIT: ÁBH

Tekju­skattar laun­þega og rekstr­ar­tekju­skattar lög­að­ila (að með­töldum trygg­inga­gjöld­um) mynda til sam­ans lang­mestan hluta opin­berra gjalda af heild­ar­tekjum rekstr­ar. Því tækni­vædd­ari og orku­frek­ari sem rekstur er, þá er vægi vinnu­afls og opin­berra gjalda í heild miklum mun lægra. Auð­linda­gróð­inn er þá þeim mun meiri og skatt­fríð­indin af nýrri fjár­muna­mynd­un, hinni skatta­frá­drátt­ar­bæru ávöxtun gróð­ans. Tekju­af­gangur hinna vinnu­afls­frek­ari greina er þá á hinn bóg­inn minni sem nemur vægi mannauðs­ins og skatt­arnir eftir því þung­bær­ari og þar af leið­andi fjár­muna­skort­ur­inn, njóti þær ekki bein­línis náð­ar­sam­legra styrkja – per­sónu­af­sláttar í drjúgum mæli, núllskatts eða lægstu skatt­þrepa virð­is­auka eða ann­arra nið­ur­greiðslna þaðan af meiri eða minni, bít­and­ist og um sér­út­hlut­aða styrki á for­sendum menn­ing­ar­legs gildis eða göfgi starfs­greina. Líkt og hund­ur­inn Tob­í­asar Mind­ern­ickels mátti ýmist þola höggin húsbónda síns eða gæl­ur. Hinar ýmsu drott­ins útvaldar sér­greinar þó ávallt aðnjót­andi góðs atlætis auð­linda­gróða­grein­anna.

Sann­ar­lega fleytir skatt­laus orku­að­all rjómann. Hrá­efni og auð­lindir jarðar mynda höf­uð­stól gróð­ans enda leitar fjár­muna­mynd­unin þangað þar sem skatt­fríð­indin eru mest – eðli­lega eigi líkt og klár­inn þangað sem hann er kvaldast­ur. Móðir Jörð er mjólkuð til þraut­ar, með því hug­ar­fari að sælla sé að þiggja en gefa til baka, enda njóta vissu­lega ófáir orkunn­ar, nær tak­marka­lausra orku­fríð­ind­anna. Eru þeir þó miklum mun fleiri sem hafa afskap­lega fátt af auðgi og ork­u­nytjum jarðar að segja, strit­andi í sveita síns and­lits við mis­jafnt atlæti og und­an­rennu, nema að svo vilji þó til að þeir fram­leiði hinar orku­rík­ustu afurðir og neyslu­varn­ing úr hrá­efnum hennar og auð­lind­um, orku­frekri hirð aðals­ins til nytja og afnota, auð­g­andi þó allt­ént koltví­ild­is­hjúp jarð­ar.

Það er meg­in­regla um allan heim að kostn­aður rekstr­ar­að­ila kemur til frá­dráttar heild­ar­tekjum áður en álagn­ing rekstr­ar­tekju­skatts kemur til álita. Ekki er þá ein­ungis kostn­aður við vinnu­afl og orku frá­drátt­ar­bær heldur nán­ast allt, ein­ungis svo lengi sem skatt­heimtu­maður gerir ekki athuga­semdir – sem ger­ist afar sjaldan og þarf þá mikið að koma til. Fátt er því arð­væn­legra og væn­legra til sig­urs í sam­keppni en að nota afgang (hagn­að­inn) af reglu­legum rekstri, gjarnan með til­styrk hæfi­legra eða þeim mun meiri lán­taka, til efl­ingar slíkri tækni sem minnstan kostnað ber, sem minnsta skatta af vinnu­afli og rekstri, til fram­tíðar lit­ið.

Á flestum sviðum er rekstur því dæmdur til vaxtar með sem allrar minnstrar byrði skatta, ella fer hann hall­oka í sam­keppn­inni og hlýtur að lokum að verða und­ir. For­sendur sam­keppn­innar eru því fólgnar í fjár­fest­ingum er miða að sem minnstri sam­fé­lags­legri ábyrgð, enda er það fyrst og fremst skatt­laus orku­að­all­inn sem keppir um gróð­ann. 

Aug­ljós­lega hlýtur nýliðun að eiga undir högg að sækja í slíku umhverfi, enda nýgræð­ingar nán­ast dæmdir til skatta­á­þjánar og von­lausrar keppni við risa­eðl­urnar sem hreiðrað hafa um sig í skattaparadísum jarð­ar, hik­andi ekki við að neyta afls­munar ofurefl­is­ins er hið skatta­lega rík­is­vald út um allar jarðir hefur ljáð þeim, svo gróf­lega mis­mun­andi þegnum sín­um. Áskotn­ast reyndar sífellt fleirum ofureflið í vöggu­gjöf, lít­andi frek­lega á það sem guðs­gjöf er eigi verði því frá þeim tek­in, ekki frekar en hver önnur silf­ur­skeið með­fædd í munni til að rappa með.

Sama þótt smá­at­vinnu­rek­andi skrifi kló­settið heima hjá sér og hand­laug­ina á rekst­ur­inn, flest heim­il­is­tæk­in, sófa­settið og 90% útgerðar einka­bíls­ins, auk drýgsta hluta ferða­laga, fæðis og klæð­is, þá má hann sín einskis gagn­vart rík­ustu bræðrum sínum og systrum í synd­inni sem hika ekki við að reka einka­þotur sín­ar, Man­hatt­an­hæðir og lysti­snekkjur undir alls kyns höttum fyr­ir­tækja og dótt­ur­dótt­ur­fyr­ir­tækja og kom­ast upp með það, ekki síst með enda­lausum milli­færslum úr einum stað í ann­an, með enda­lausum milli­lend­ingum heims­álf­anna á milli og aflandseyj­anna, en við stjórn­völ bók­halds­vél­anna sitja lög­giltir end­ur­skoð­endur og skatta­laga­sér­fræð­ingar mak­andi krók­inn, kjams­andi á nýgræð­ingum í bón­us.

Þot­unum er flogið undir yfir­skini við­skipta­ferða, sama hve skemmt­unin er mik­il, þotu­liðs­ins um borð, út um allar jarð­ir. Sem og rekstur snekkja og glæsi­býla færður sem hreint tap undir yfir­skini skorts á leigu­tekj­um, enda leigan yfir­leitt reiknuð við fátækra­mörk, og allt tapið að lokum fært til frá­dráttar opin­berum gjöldum í bókum móð­ur­fé­lags, alls burt­séð frá raun­veru­legu ríki­dæmi félags – ríki­dæmi eig­end­anna. Sem og rekstur einka­bif­reiða, laun einka­bíl­stjóra, þjór­fé, hót­eldval­ir, máls­verð­ir, enda­lausar ráð­stefnur til yfir­dreps, gleð­skapur og veisl­ur. Skratt­anum ávallt skemmt á bók­halds­legan kostnað skatts­ins – sam­fé­lags­ins sem má blæða fyrir fríð­ind­in.

Auglýsing
Allt er þetta þó smá­ræði hjá skatt­fríð­ind­unum sem rekstr­ar­heild­irnar njóta þeim mun fremur um allar jarðir sem aðgang­ur­inn að orku og nátt­úru er lægra met­inn, frírri og frjáls­ari – og bók­halds­leg flóra rekstrar eftir því marg­slungn­ari að sam­setn­ingu, flækju­stig eign­ar­halds for­skotn­ara og stig­veldi fyr­ir­tækja­fán­unnar fjöl­skrúð­ugra. Enda vaxa fríð­indin eins og gorkúlur á haugum skjól­sælla skatta­skýl­anna. Út um allar jarð­ir, álfur og eylönd.

Sam­fé­lags­leg sam­á­byrgð

Með orku­drifnu skatt­kerfi og afnámi tekju­skatta missa gróða­myllur aðals­ins mátt sinn og meg­in. For­rétt­indi orku­greifa eru þá að sjálf­gefnu afnum­in, jafnt sem greifynj­anna, enda mynda þá sjálf orku­notin – öll hag­ræn nýt­ing nátt­úr­unn­ar, nýt­ing auð­linda jarðar – meg­in­skatt­stofn­inn. Gildir þá raunar einu hvað á í hlut, málm­bræðsla eða ræktun jarð­ar­inn­ar, ráð­stefnu­hald eða raf­magn­aðir tón­leik­ar, auð­linda­kvóta­brall, kaup á þotu, báti eða bíl, kaup á heitu vatni, raf­orku, olíu eða vetni eða bara kaup á salti í graut­inn – öll orku- og nátt­úr­u­not á öllum stigum rekstrar jafnt sem á öllum stigum neyslu fær­ast til opin­berra gjalda, allt eftir vægi hag­nýt­ing­ar, notk­unar og neyslu – og vægi meng­un­ar, þó nú væri – allt frá rót­um.

Skipt­ing heild­ar­tekna rekstr­ar, fram­leiðslu- og þjón­ustu­virðis í heild sinni, er þá aftur á móti alfarið og ein­göngu háð tví­hliða sam­komu­lagi launa­greið­enda og laun­þega­hreyf­ing­ar, án skatta­legrar íhlut­unar hins opin­bera. Væru enda allir árs­reikn­ingar uppi á borðum og kaup­hall­ar­við­skipti öllum opin­ber, sem og skatt­skil og ofur­orku­reikn­ing­ar. Und­an­skot skatta af tekjum heyra þá eðli­lega sög­unni til, enda hlýtur slíkur verkn­aður að vera merk­ing­ar­laus í tekju­skatts­fríu hag­kerfi. Opin­bert skatta­eft­ir­lit snýr þá fyrst og fremst að eft­ir­liti með afnota­gjöldum vegna orku­nota og ann­arra hag­rænna nota af nátt­úr­unni, þ.á.m. vegna fast­eigna, mann­virkja af öllu tagi og sam­gangna, auk hefð­bund­ins eft­ir­lits með greiðslu vöru­gjalda, virð­is­auka­skatts, líf­eyr­is­gjalda o.fl. En skatta­skjólin væru þá að sjálf­gefnu jafn ber­strípuð og skjól­stæð­ingar þeirra.

Orkudrifið skattkerfi – hvati til orkusparnaðar. Rökfræðileg bygging í hnotskurn – í allra grófustu dráttum. Rauða línan lítur að rauða kvarðanum til vinstri, sú bláa að bláa kvarðanum til hægri. LÍNURIT: ÁBH

Heild­ar­rekstr­ar­reikn­ingur allra greina lækkar sem nemur afnámi tekju­skatta en orku- og nátt­úru­gjöld leiða aftur á móti til hækk­un­ar. Álögur í heild lækka mest á meðal hug­verks- og hand­verks­greina en hækka hins vegar þeim mun fremur sem greinar eru háðar ofur­orku, ofur­tækni og miklum nátt­úr­u­notum – og þá ekki síst meng­un. Virk sam­keppni leiðir þá til verð­lækk­unar á útseldri vinnu og útseldum verkum hug- og hand­verks­háð­ustu grein­anna, jafnt einka­rek­inna sem af hinu opin­bera, en almennt til hækk­unar á afurða­verði hinna orku­háð­ustu greina – hvað þá mengun háðust­um. Afurða­verð greina sem eru miðl­ungi háðar hug- og hand­verki og miðl­ungi háðar orku og nátt­úr­u­notum mun hins vegar hald­ast nokkuð svip­að, enda mun afnám tekju­skatta þá nokkurn veg­inn vega á móti hækk­andi orku- og nátt­úru­gjöld­um.

Opin­ber rekstur er almennt lítt háður orku og miklum nátt­úr­u­notum en er þeim mun háð­ari marg­vís­legu mann­afli – hug­verki og hand­verki. Útgjöld hins opin­bera lækka því veru­lega undir orku­drifnu skatt­kerfi, svo mjög sem þá dregur úr sköttum er hið opin­bera leggur á sjálft sig, á sitt eigið skinn, enda starfs­menn og verk­takar þess á hinum ýmsu stig­um, jafnt sem hverjir aðr­ir, þá lausir undan tekju­skött­um. Þar af leið­andi minnkar til muna reikn­ings­leg hlut­deild hins opin­bera í heild­ar­virði lands- og heims­fram­leiðslu.

Skyldi þó ekki síður til þess líta, hve orku- og nátt­úru­gjöld hvetja til þeim mun meiri sparn­aðar sem fram­leiðslu- og þjón­ustu­svið eru orku­frekari, og þá einmitt yfir­leitt mann­afls­fá­tæk­ari.

Reikn­ings­leg mæli­stika lands­fram­leiðslu í heild mun því skreppa þeim mun frekar saman undir orku­drifnu skatt­kerfi sem vægi hins opin­bera er meira og þjóð­fé­lags­rekst­ur­inn í heild er ofur­orku­drifn­ari – en raun­virði og skil­virkni allrar fram­leiðslu og þjón­ustu, einka­rek­innar jafnt sem opin­berr­ar, eykst þeim mun fremur með vax­andi nýtni orkunnar og hag­felld­ari nátt­úr­u­not­um, enda er nátt­úran þá ekki lengur ókeypis, né þá heldur mann­aflið, hug- og hand­verk­ið, tekju­sköttum þrúg­að.

Þó að taflan ORKU­DRIFIÐ SKATT­KERFI í fyrri grein (sbr. mynd þar nr. 6) feli í sér óbreytta nið­ur­stöðu vergrar heims­fram­leiðslu (GDP) frá töfl­unni TEKJU­DRIFIÐ SKATT­KERFI þar fyrir ofan (sbr. mynd þar nr. 5), þá er það ein­ungis sett svo fram til mik­illar ein­föld­unar. Í reynd myndi orku­drifið skatt­kerfi fela í sér mun lægri reikn­ings­legar nið­ur­stöður fram­leiðslu og þjón­ustu en þar er lýst, enda myndi hið opin­bera langt í frá skatt­leggja sjálft sig svo ákaf­lega undir orku­drifnu skatt­kerfi sem raun ber vitni undir hinu klass­íska, tekju­drifna kerfi.

Það er ekki síst fyrir áhrif af þessum sköttum og gjöldum er hið opin­bera leggur á sjálft sig, á sín eigin útgjöld, að verð­lag er almennt þeim mun upp­skrúf­aðra sem hag­kerfi eru þró­aðri. Hið opin­bera, þessi langstærsti greið­andi opin­berra gjalda um flestar jarð­ir, a.m.k. í öllum vel­ferð­ar­ríkj­um, nær­ist sem sagt þeim mun fremur á eigin skinni sem vel­ferð­ar­bú­skap­ur­inn er þró­aðri.

Með afnámi tekju­skatta hverfur þetta inni­stæðu­lausa hring­sól fjár­streymis um fjár­hirslur hins opin­bera að miklu leyti, með þeim afleið­ingum að reikn­ings­leg lands­fram­leiðsla lækkar að tölu­gildi til mik­illa muna, reyndar með auknu raun­virði og meiri skil­virkni allrar fram­leiðslu og þjón­ustu, einka­rek­innar jafnt sem opin­berr­ar, undir hinu orku­drifna skatt­kerfi – svo sem höf­undur lýsir m.a. í grein­inni Orkupist­ill handa hag­fræð­ingum, í Kjarn­anum 23. nóv­em­ber 2019. Með Ísland fyrir dæmi er þar sýnt fram á að undir orku­drifnu skatt­kerfi myndi 3.000 millj­arða króna lands­fram­leiðsla skreppa saman um fjórð­ung að tölu­gildi, gróft á lit­ið, enda stæði hið opin­bera þá eigi lengur í skatta­legu stríði við sjálft sig né heldur væri nokkur annar rekstur þving­aður í slíka þum­al­skrúfu skatta sem leggj­ast á skatta og aftur skatta, svo sem leiðir af hinu tekju­drifna skatt­kerfi.

Þeim mun van­þró­aðri sem hag­kerfin hins vegar eru, og laun þar með lægri og skattar hlut­falls­lega enn lægri, því síður gætir þess­ara áhrifa skatta­skrúf­unnar – en vel­ferð­ar­kerfin eru þá þeim mun veik­ari, eðli máls sam­kvæmt. Með auknum gjöldum af orku- og nátt­úr­u­notum í van­þró­uðum löndum og þá með sam­svar­andi auk­inni tækni­væð­ingu og auk­inni sam­neyslu, færi vel­ferðin jafnt og þétt vax­andi, en í þró­uð­ustu neyslu­ríkjum myndu til­tölu­lega há gjöldin á hinn bóg­inn stemma stigu við ofgnótt neysl­unnar og þar af leið­andi, með sífellt bættri nýt­ingu á afurðum nátt­úr­unn­ar, fara lækk­and­i. 

For­sendur vel­ferð­ar­bylt­ing­ar­innar

Vel­ferð­ar­bú­skapur meðal mann­kyns á rætur sínar að rekja til jarð­efna­elds­neytis fyrst og fremst og gríð­ar­legrar sóunar á hrá­efnum jarð­ar. Fyrir tíma iðn­bylt­ingar var ákaf­lega lítið til skipt­anna nema á meðal fámennrar yfir­stéttar sem réði yfir rent­unni af gróðri jarð­ar. Sól­ar­orkan var upp­spretta nær alls vaxtar en vind­orka og fall­vatns­orka nýtt­ust þó til að knýja hinar ýmsu myllur og vél­ar, reyndar fyrir frum­afl sól­ar­inn­ar.

.

Fram­leiðni vinnu­afls – verð­mæta­sköpun starfa í hinum ýmsu atvinnu­greinum – var á flestum sviðum háð þjálf­uðu hand­verki og afli vinnu­dýra, auk þess sem áorkað var með vind­inum og vatns­afl­inu á fáeinum svið­um. Hug­verksiðja var löngum nær ein­vörð­ungu í höndum fjöl­mennrar presta­stéttar og munka en bók­hald­arar og skrif­arar héldu ann­ars fjöð­ur­stöfum versl­un­ar­verks og stjórn­sýslu gang­andi, auk þess sem fáeinir mennta­menn lögðu af mörkum undir hand­ar­jaðri aðals­ins.

.

Það er fyrst með prent­bylt­ing­unni undir lok mið­alda að hug­verk öðl­ast sess sem slíkt skap­andi afl að um mun­ar, jafn­vel svo að kirkju­legu valdi er ógnað og trú­ar­brögðum svo og siðum að hrikta tekur í stoðum ansi harka­lega. Og rak þá brátt hver bylt­ingin aðra, blæð­andi prents­vertu, svita og tárum, menn­ing­ar­heima á milli. Vís­inda­bylt­ing leiðir af sér upp­lýs­inga­bylt­ingu, bylgju þekk­ing­ar­strauma sem bornir eru uppi af sífellt þró­aðra prent­verki sem stuðlar að útbreiðslu tækni­þekk­ingar er leiðir til iðn­bylt­ingar er hraðar svo þróun prent­verks­ins að öll önnur tækni­svið blikna. Þetta er þróun sem enn sér ekki fyrir enda á – þróun frá æ hrað­virkara papp­írs­prenti til æ hrað­virkara skjá­prents, til æ gervi­greind­ari hug­bún­aðar og bylt­ing­ar­kennd­ari sýn­ar.

Samt hefur iðn­bylt­ingin sneytt hjá svo stórum hlutum heims­byggð­ar­innar að vel­ferð­ar­bú­skap­ar­ins gætir þar vart enn. Net­sam­skipti eru engu að síður mögu­leg nær alls staðar og upp­lýs­ingar streyma óheftar um allar jarð­ir. Engum dylst því lengur hve orkunni er mis­skipt né hve afleið­ing­arnar af skefja­lausri notkun hrá­efna og jarð­efna­elds­neytis eru dýr­keyptar – og þó einkum þeim skað­væn­legar sem minnstrar orku neyta, svo miklum mun trygg­ari er lífs­af­koma þeirra sem sóa henni. Ber þá sjálfur orku­að­all­inn síst skarðan hlut frá borði, enda fela hin hag­fræði­legu trú­ar­brögð í sér slík sjálf­gefin fríð­indi að fjöld­inn allur hinna orku­rík­ustu skyldi hólp­inn verða – svo lengi sem trú­ar­brögðum ekki verður bylt og kirkja orku­á­trún­að­ar­ins koll­varp­ast.

Eilífð­ar­vél­arnar – og kolefn­is­forð­inn í jörð

Aflgjafar eru þeim mun sjálf­bær­ari sem þeir útheimta minna af for­gengi­legri vinnu, orku, þeim til við­halds – og end­ur­nýj­un­ar. Eilífð­ar­vélar á borð við tung­lið, helsta afl­vaka sjáv­ar­fall­anna, og sól­ina, sem knýr jafn­framt vinda og regn og ljóstil­lífun, krefj­ast engrar utan­kom­andi orku, ekki frekar en jörðin á sinn hátt, að því leyti að hún býr yfir innri eilífð­ar­orku sem leiðir af sér allra­handa varma­virkni og jarð­hrær­ingar og ummynd­anir jarð­skorpunn­ar.

Auglýsing
Þessir þrír hnettir búa því allir yfir sjálf­stæðu afli, hver á sínu vísu, sem á sér rætur í orku er þeir öðl­uð­ust fyrir millj­örðum ára og sem end­ast mun þeim til millj­arða ára enn, að vísu ekki alveg til eilífðar að altækum skiln­ingi en þó næstum því, að afar tak­mörk­uðum skiln­ingi okkar manna á eig­in­legum afskrift­um.

Það eru vissu­lega sam­verk­andi eilífð­ar­kraftar þess­ara hnatta þriggja – sólar og jarðar fyrst og fremst og þó einnig tungls­ins – sem stuðlað hafa hver og einn á sinn hátt að tuga og hund­raða millj­óna ára ferlum gríð­ar­legrar bind­ingar orku­ríkra kolefna í jörð, þó að mjög mis­jafn­lega hafi kraft­anna gætt.

Menn hafa samt sýnt fram á með kröftum sínum að þetta eru í raun­inni mjög auð­los­an­legar birgðir og alls ekki svo gríð­ar­leg­ar, þannig séð, hvað þá heldur að þær hlytu að vera bundnar þarna til eilífð­ar­nóns. Hafa menn bein­línis sannað óum­deil­an­lega, einkum og sér í lagi fyrir gríð­ar­legan hvata hinna skatta­legu fríð­inda, að ein­ungis á einum manns­aldri má hæg­lega klára drýgsta hluta þess sem nú eftir leifir af nýt­an­legum kolefn­is­forða, og aðgengi­leg­asta hlut­ann reyndar á fáeinum ára­tugum – og þá auðga jafn­framt svo loft­hjúp jarðar af koltví­ildi að ógni ekki ein­ungis lífs­skil­yrðum heilu kyn­slóða manna til langrar fram­tíðar litið heldur einnig afkomu heilu líf­ríkj­anna á jörð.

Lán­ist mönnum hins vegar að beisla afl og sjálft gang­verk eilífð­ar­vél­anna án mik­illar fyr­ir­hafn­ar, án mjög for­gengi­legrar vinnu og mik­ils land­rým­is, þá upp­skera þeir þeim mun var­an­legra afl og því lægri raunaf­skriftir sem minni krafta er þörf til við­halds afl­stöðv­un­um.

Virkjun kjarna­sam­runa kann þó með tíð og tíma að skapa slíkt afl og gnægtir hreinnar orku að vart verði mik­illa ann­arra eilífð­ar­krafta þörf. Ekki fremur en að meira land­rýmis muni þá verða þörf undir hverja orku­stöð en kraf­ist er nú undir kola­orku­ver sam­svar­andi að afli. Aftur á móti er þétt­leiki sam­runa­orkunn­ar, orkunnar sem losnar við sam­runa þunga­vatns­einda (sem eru efna­sam­band tví­vetnis og súr­efn­is) og þrí­vetn­is­einda, marg­millj­ón­faldur á við kola­bruna. Land­not og nátt­úru­spjöll af völdum hrá­efn­is­öfl­unar eru því hverf­andi sam­an­borið við kola­nám­ið, hvað þá að líkur séu á þurrð hrá­efna til mynd­unar á vetn­is­sam­sætum fyrr en að liðnum svo mörgum millj­ónum eða millj­örðum ára að raunar má jafna til heillar eilífð­ar.

Það er á hinn bóg­inn ægi dýrt umbreyt­ing­ar­ferlið frá hrá­efnum til sam­runa, áður en sam­runa­orku verður umbreytt í raf­magn eða á annað með­færi­legt orku­form, svo van­þróað er ferlið enn. Hefur fjár­magns­skortur hamlað þró­un­inni um langa hríð, enda rennur drýgsti hluti fjár­veit­inga jafn­harðan til baka í fjár­hirslur fjár­veit­inga­valds­ins. Svo þungir eru tekju­skatt­arn­ir, refsi­vönd­ur­inn sem allar þær greinar mega við una er sinna ofur­ná­kvæmum fræðum og frum­gerða­smíði – hinu dýrasta hug­verki og hand­verki – nema að þær séu vaxnar af svo gildum meiði auð­linda­gróða­grein­anna að njóti hins besta atlætis til mót­væg­is. En þess er þá og sjaldn­ast langt að bíða að fjár­austur til smíði frum­gerða skili sér í þeim mun skatt­frírri afurðum og ofur­gróða og ómældum koltví­ild­isauð­g­andi fríð­ind­um.

MYND: Pixabay.com

Skatt­arn­ir, fram­leiðn­in, var­an­leik­inn, aðals­fríð­indin og koltví­ild­isauðgun jarðar

Fram­leiðni í mjög orku­háðum greinum er gríð­ar­leg – og í afleiddum greinum – enda liggja þar flestar rætur efna­hags­legrar hag­sældar og þar af leið­andi vel­ferð­ar­bú­skap­ar­ins jafn­framt. Fyrir hvern tug, hvert hund­rað eða þús­und handa sem verk­ferli kröfð­ust í hinum ýmsu afkasta­greinum fyrir ára­tugum og öldum er nú vart þörf nema fáeinna á fjöl­mörgum sviðum og á sumum varla nokk­urra handa vant – og þó þeim mun fleiri fingra á lykla­borði sem sjálf­virkni er meiri og hand­ar­verkin vél­menna.

Öll skil­virkni er hins vegar þeim mun dýr­keypt­ari sem hrá­efnum og fram­leiðslu­orku hefur verið sóað hraðar á kostnað við­halds og var­an­leika hlut­anna, enda vex við­halds­kostn­aður í beinu hlut­falli við vægi vinnu­afls­skatta í tekju­drifnu skatt­kerfi – og þá jafn­framt í réttu hlut­falli við skatt­fríð­indin sem eru leidd af orku- og hrá­efna­só­un­inni, orku­aðl­inum til hags­bóta og allri hirð­inni. End­ing hlut­anna, sem ræðst ekki síst af reglu­legu við­haldi, hefur því verið þeim mun slak­ari sem orku­fríð­indin eru meiri og koltví­ild­isauðg­unin skefja­laus­ari.

Orku­drifið skatt­kerfi hvetur aftur á móti til jafn­vægis milli fram­leiðni og end­ingar og felur raunar í sér hvata til sparn­aðar á báða bóga. Það stuðlar ann­ars vegar að sjálf­bærum jafnt sem arð­bærum nátt­úr­u­notum – enda leiða orku- og nátt­úru­gjöld til minni orku­nota og betri nýt­ingar auð­linda – og hins vegar að þeim mun betra við­haldi hlut­anna sem skattar á tekjur eru lægri, sem er einmitt frum­for­senda var­an­leika og hæg­ari afskrifta. Og þeim mun vand­aðra sem við­haldið er og var­an­leik­inn meiri, þá minnkar þörfin á nýrri fjár­muna­mynd­un, sem aftur leiðir af sér minni þörf á fé til fjár­fest­inga, og þar með til lækk­unar á vöxt­um.

Fyrir hvern þann tíma sem hlutur eða afurð end­ist eða nýt­ist betur – afskrif­ast hægar – þá varð­veit­ist inn­byggð, hlut­bundin orkan (embodied energy) lengur – og fjár­magnið – sem upp­haf­lega var varið til fram­leiðsl­unn­ar, auk þess ekki síður sem lægri vaxta­byrði nem­ur. Það við­hald var­an­leik­ans sem orku­drifið skatt­kerfi felur í sér, leiðir því til þeim mun minni orku­nota og betri auð­linda­nýt­ingar sem nota­gildið varð­veit­ist leng­ur, auk ómælds rekstr­ar­orku­sparn­að­ar­ins sem orku- og nátt­úru­gjöld leiða jafn­framt til á öllum svið­um.

Afnám tekju­skatta mun hafa lítil áhrif til lækk­unar á mark­aðsvirði olíu, kola og jarð­gass, enda er fram­leiðni á flestum vinnslu­sviðum jarð­efna­elds­neytis með mesta móti og drif­kraftar skatta­legs hag­ræðis því eigi litlir, en á hinn bóg­inn munu verð­hækk­un­ar­á­hrif hárra kolefn­is­gjalda veikja svo sam­keppn­is­hæfni skað­væn­legrar orku að end­ur­nýj­an­legir orku­gjafar munu öðl­ast æ meira vægi á flestum svið­um.

Mun þá einmitt koma í ljós að það eru fyrst og fremst háir tekju­skattar sem um langa hríð hafa hamlað þróun og nýsköpun á flestum sviðum hreinnar orku og bein­línis staðið í vegi fyrir jákvæðri orku­þróun í heim­in­um. Svo algjörra yfir­burða hefur óhrein orka notið á for­sendum langvar­andi skatta­legra fríð­inda, raunar svo að ofgnótt fríð­ind­anna hefur verið alveg í réttu hlut­falli við skað­ræðið sem af þeim hefur leitt.

Hvers megnug er þá sól­ar­orkan, sjáv­ar­orkan, vind­orkan, fall­vatns­orkan, varm­inn í jörð og líf­ræn orkan – sam­an­borið við aðals­fríð­indin og koltví­ild­isauðgun jarð­ar?

Fall­vatns­virkj­anir hafa verið helstu aflgjafar hreinnar raf­orku um ald­ar­skeið. Hefð­bundið líf­rænt elds­neyti, svo sem eldi­við­ur, mór og tað, hefur ann­ars talið drýgsta hluta end­ur­nýj­an­legrar orku um þús­alda­skeið (að svo litlu leyti sem hefur þó end­ur­nýjast), auk þess sem í síauknum mæli í seinni tíð elds­neyti með rætur í lífmassa af rækt­ar­landi hefur talið.

Nemur hlutur fall­vatns­orku nú rétt um 2,7% af um 160 þús­und ter­awatt­stunda frumorku­notum jarð­ar­búa en hlut­fallið var um 1,8% fyrir 50 árum og um 0,3% fyrir öld þegar frumorku­not í heild sinni voru um tífalt minni. Líf­ræn orka telur hins vegar um sjö hund­raðs­hluta, svo sem áður hefur verið get­ið, en hlutur hennar nam um 10% orku­not­anna um síð­ustu alda­mót, um 50% árið 1900 og um 98% við upp­haf iðn­bylt­ingar undir lok 18. aldar þegar frumorku­not jarð­ar­búa námu um 5 til 6 þús­und TWst.

Hlutur vind- og sól­ar­orku hefur farið ört vax­andi á síð­ustu árum og telur þó ein­ungis um einn af hundraði frumorku­not­anna, frá því að vera vart telj­andi um síð­ustu alda­mót. Fram­leiðslu­kostn­aður raf­magns frá sól­ar­afl­stöðvum hefur fallið mjög hratt á síð­ustu árum, svo að sífellt hefur nálg­ast kostnað við orku­fram­leiðslu vinda­fl­stöðva, sem jafn­framt hefur lækkað veru­lega. Um þessar mundir má gera ráð fyrir að vegið heims­með­al­tal fram­leiðslu­kostn­aðar raf­orku frá nýj­ustu vind­orku­verum á landi og sól­ar­orku­verum er byggja á ljós­spennu (photovoltaic PV, en ekki á varma­geisl­un, Concentrat­ing solar power CSP) sé orðið nokkuð áþekkt, á bil­inu 4 til 5 doll­ara­sent, og þá jafn­framt að með­al­talið sé orðið nokkuð svipað eða lægra en sam­svar­andi vegið kostn­að­ar­verð orku frá nýjum vatns­afls­virkj­un­um. (Línu­rit hér að neðan – sjá nán­ar, á bls. 18: The International Renewa­ble Energy Agency IRENA: Trans­form­ing the energy system 2019)

Þróun kostnaðar við endurnýjanlega raforkuvinnslu frá 2010 til 2018. LÍNURIT: Irena.org

Vegið með­al­tal og þróun kostn­aðar við end­ur­nýj­an­lega raf­orku­vinnslu – í doll­urum talið á fram­leidda kílówatt­stund. Línu­ritið er byggt á kostn­að­ar­gögnum fyrsta fram­leiðslu­árs allra helstu nýrra raf­orku­búa í heim­inum á árunum 2010 og 2018 – þá að með­töldum fjár­magns­kostn­aði en án opin­berra gjalda og án dreif­ing­ar­kostn­að­ar. Stærð depla lýsir upp­settu afli hvers orku­bús og staða hvers dep­ils á grafi fram­leiðslu­kostn­aði bús. Strikin sýna þróun veg­ins með­al­kostn­aðar (levelized cost of energy, LCOE) frá 2010 til 2018, lækk­andi á öllum orku­sviðum nema á sviði jarð­varma og vatns­orku. Til sam­an­burðar lýsir skyggði borð­inn þvert yfir grafið sam­svar­andi kostn­að­ar­bili raf­orku frá hefð­bundnum orku­verum jarð­efna­elds­neytis – fyrst og fremst jarð­gass og kola – frá lægsta verði (um 0,05$) til hæsta verðs (um 0,17$) á kílówatt­stund.

Þrátt fyrir hverf­andi lítið kolefn­is­spor af völdum fall­vatns­orku og vind- og sól­ar­orku, sam­an­borið við jarð­efna­elds­neyti, og þeim mun létt­ari spora af völdum líf­rænnar orku sem kolefn­is­hringrás rækt­unar og orku­neyslu kann að vera í jafn­vægi, þá er heild­ar­vægi þess­ara orku­gjafa marg­vís­leg tak­mörk sett, ein­fald­lega vegna þess hve virkjun og hag­nýt­ing þeirra er yfir­leitt nátt­úru­frek og oft háð þröngum land­fræði­legum kost­um. Hreinn virkj­ana­kostn­aður segir því sjaldn­ast nema hálfa sögu, sama hvort hefð­bundin gjöld og dreif­ing­ar­kostn­aður væru með­tal­in, enda eru marg­slungin áhrif á sam­fé­lag og nátt­úru yfir­leitt að mestu látin ótal­in, á sinn hátt líkt og fórn­ar­kostn­að­ur­inn vegna koltví­ild­isauð­g­andi fríð­ind­anna er yfir­leitt van­tal­inn.

Það vatns­afl sem nú þegar hefur verið virkjað í heim­inum nálg­ast sífellt lækk­andi þol­mörk nýt­an­legrar fall­vatns­orku, ekki síst af völdum síauk­inna krafna um nátt­úru­vernd. Svo eft­ir­sótt er víð­feðm, óspillt nátt­úra ein­fald­lega orð­in, hvað sem líður fræði­legum jafnt sem tækni­legum virkj­an­leika. Og jafn­vel þó að menn hættu að neyta land­bún­að­ar­af­urða en legðu allt rækt­an­legt land á jörð­inni undir líf­ræna elds­neyt­is­fram­leiðslu þá myndi upp­skeran vart mæta nema hluta heild­ar­orku­þarfar tækni­vædds mann­kyns, hvað sem menn kynnu svo að vilja eta í stað­inn. Svo afar hæg er nátt­úru­leg nýt­ing sól­ar­orkunn­ar, frum­a­flsins að baki rækt­un­ar­ferlun­um, þrátt fyrir allra­handa vél­tækni, áveitur og áburð­ar­gjöf manna.

Líf­tækni­leg ræktun örþör­unga (microal­gae biot­echnology) kann vissu­lega að skila marg­tug­faldri upp­skeru á flat­ar­ein­ingu á við venju­lega vinnslu líf­elds­neyt­is, án þess þó að keppi endi­lega við hefð­bund­inn land­búnað um rækt­ar­land – né þá heldur um fos­fór og vatn, svo fremi að rækt­unin byggi á hringrás­ar­vinnslu og end­ur­nýt­ingu skólps og nær­ing­ar­efna. Ella kann keppni um fos­fór, sem myndar eina helstu stoð nútíma­rækt­unar um alla jörð – auk vatns­ins – ekki ein­ungis að harðna enn frekar og verðið á fos­fór að stíga enn hraðar en það gerir nú þeg­ar, m.a. vegna vegna fram­leiðslu venju­legs líf­elds­neyt­is, heldur myndi hinn aðgengi­legi hluti heims­forð­ans jafn­vel klár­ast fyrr en nú stefnir í með forða jarð­efna­elds­neyt­is.

End­ur­vinnsla myndi aftur á móti seinka þrota­ferl­inu og ekki síður hamla æ vax­andi ofauðgun hafa og vatna af völdum ofgnóttar og úrgangs nær­ing­ar­efna. Örþör­ungar er nærð­ust á áburð­ar­leif­um, skólpi og búfjár­úr­gangi, auk gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá búskap og iðn­aði, gætu jafn­vel jafnað svo metin að vinnsla orku og nær­ing­ar­efna úr blóm­anum bein­línis lengdi end­ing­ar­tíma fos­fórs­forð­ans. Langur vegur rann­sókna og þró­unar lægi þó slíku end­ur­vinnslu­ferli til grund­vallar – og þó þeim mun skemmri sem þró­un­ar­starfið væri fyrr leyst úr fjötrum skatta­á­þján­ar. Slík end­ur­vinnsla næmi samt ein­ungis litlu broti af orku­þörf jarð­ar­búa en bætti þeim mun fremur nýt­ingu nær­ing­ar­efna.

Vinnsla jarð­varma lýtur í raun eðli náma­vinnslu – á sinn hátt líkt og vinnsla jarð­efna­elds­neytis og frum­vinnsla fos­fórs úr bergi – og þá því frekar sem orku­námið er öfl­ugra, mælt á hverja flat­ar­ein­ingu virkj­aðs svæð­is, svo hægt end­ur­nýj­ast varm­inn í jörð. Svo slök er jafn­framt nýt­ing virkj­aðs jarð­varma við raf­orku­vinnslu að drýgsti hluti varmans hverfur yfir­leitt óbeisl­aður út í and­rúms­loft­ið. Hætta á hlið­ar­verk­unum á borð við skjálfta­virkni og breyt­ingar á grunn­vatns­stöðu af völdum varma­náms og dæl­ingar er líka þeim mun meiri sem orku­vinnsla er öfl­ugri og lang­vinn­ari, auk áhætt­unnar sem bundin er nátt­úru­legum jarð­hrær­ingum á mjög heitum svæð­um. Þá valda víð­tækar jarð­varma­virkj­anir veru­legum sjón­rænum áhrifum og marg­vís­legu raski á nátt­úr­unni, ekki síður en hinir ýmsu aðrir virkj­ana­kost­ir.

Auglýsing
Ekki þó síst í ljósi þess hve heit og tækni­lega vel virkj­an­leg svæði eru í raun­inni fá á jörð­inni, þrátt fyrir allan þann gríð­ar­lega varma sem jörðin felur í sér, þá er ólík­legt að virkjun jarð­varma muni vega þungt á heims­vísu í náinni fram­tíð. Hvað þá í ljósi þess að jarð­hita­svæði mörg eru að flestra mati dýr­mætar nátt­úruperl­ur.

And­stætt við jarð­varma þá end­ur­nýj­ast aflið sem fólgið er í sjáv­ar­föllum og straumum afar hratt, sem leiðir aðal­lega af nær eilífum snún­ingi jarðar um sjálfa sig og gagn­verk­andi kröftum tungls og sólar á jörð. Fræði­lega séð væri ger­legt að afla veru­legrar sjáv­ar­orku víðs­vegar með ströndum álfa og eyja heims en hins vegar eru flestar tækni­legar lausnir og hug­mynda­legar útfærslur afar van­þró­að­ar, enda telur virkjað sjáv­ar­afl ein­ungis örlítið brot af allri heild.

Þó að þvera megi orku­mikla firði og flóa og raða raf­hverflum í garð­ana, hvað sem líður nátt­úru­legri ásýnd, eða sökkva sæmyllum á kaf í straum­þung sund og straum­þungar rastir eða á hinn bóg­inn fleyta megi raf­hverflum út á kvik­ustu höf í öldu­keflum eða virkja lóð­réttan hita­mun sjáv­ar, þá eru flestar þess­ara orku­bú­skap­ar­lausna ekki ein­ungis flóknar og dýrar í fram­kvæmd og ekki síður langsótt­ar, heldur eru áhrifin á sjáv­ar­líf­ríki og nátt­úru alls ókönn­uð.

Svo dreifð sem sjáv­ar­orkan er í flestu til­liti þá er hún þó einmitt þétt­ust þar sem straum­þunga mest gætir eða öldu­hæðar eða mik­ils hita­munar og eru skil­yrðin því sann­ar­lega ekki síður ákjós­an­leg búskap­ar­svæði sjáv­ar­líf­vera af ótal­mörgu tagi, svo sem veiði­mönnum hefur verið ljóst um ald­ir. Hefur það jafn­framt verið rök­stutt með sjáv­ar­lífs­rann­sóknum að óvíðar en einmitt í haf­inu muni skiln­ing­ar­vit og skyn­svið smá­sæ­ustu jafnt sem hinna stærstu líf­vera vera með jafn fjöl­breyttum hætti og ólíkum okk­ar. Áhrif af við­var­andi vél­tækni, titr­ingi og skrúfun­iði, eða af raf­seg­ul­sviði frá raf­ölum og köplum, kunna því að vera svo marg­vís­leg og lítt fyr­ir­sjá­an­leg sem aftur á móti hættan af snún­ingi skrúf­hverfla er þeim mun aug­ljós­ari sem snún­ings­hraði þeirra er meiri, á sinn hátt líkt og váin sem fuglum stafar af snún­ingi vind­myllu­spaða.

Sam­runa­orka og hlut­falls­leg umhverf­is­á­hrif orku­kosta

Þegar á allt er litið eru sól­ar­orka og vindafl þeir kostir sem nú vega einna þyngst á sviði nýorku, sem leiðir beint af ört lækk­andi fram­leiðslu­kostn­aði og hrein­leika orkunnar – sam­an­borið við jarð­efna­elds­neyti og hin ýmsu önnur orku­svið. Þetta eru jafn­framt þeir kostir end­ur­nýj­an­legrar orku sem mestar líkur eru á í nálægri fram­tíð að megi þróa hratt og að ýmsu leyti á víð­tækan máta – svo fremi að umhverfi og ásýnd jarðar verði ekki fórnað á alt­ari hrein­leik­ans, svo öfug­snúið sem það væri.

Á hinn bóg­inn, ef efna­hags­legir hvatar væru fyrir hendi, en ekki bara styrkt­ar­kerfi undir mis­kunn komin og náð mis­vit­urra póli­tíku­sa, undir hæli orku­að­als­ins, þá væri virkjun sam­runa­orku löngu komin af stigi frum­þró­unar og harð­vít­ugrar bar­áttu um athygli og áhrifa­vald. Það mun taka tím­ann sinn að snúa þró­un­inni svo við, að jafn­ræðis verði gætt, að hjól tím­ans muni þá fremur snú­ast rétt­sælis en rang­hæl­is. Þeim mun léttar mun þá orka sólar og vinds vega sem þróun sam­runa­orku verður hrað­ari, fyr­ir­hyggju­sömum stjórn­vitr­ingum og umhverf­is­fræð­ingum til íhug­un­ar, hvernig orka fram­sýnna athafna­manna verði best virkjuð í bráð og lengd.

Afar einfölduð mynd af hlutfallslegum umhverfisáhrifum orkukosta. BJÁLKARIT: ÁBH

Bjálka­ritið sýnir hrátt jafn­að­ar­mat á hlut­falls­legum umhverf­is­á­hrifum mis­mun­andi orku­kosta. Matið er engan veg­inn algilt, enda geta áhrif hinna ýmsu ein­stöku kosta, frá einum stað til ann­ars, verið afar marg­breyti­leg. Vægi þeirra er jafn­framt háð afar ólíkum áhrifagildum hinna ýmsu ann­marka, tak­mark­ana og þol­marka, á ýmsan máta hug­lægum eða hlut­læg­um, líf­fræði­legum eða land­fræði­leg­um, allt eftir gróf­asta mati. Hér er tekið fremur tak­markað mið af venju­legu mati á fjár­magns- og rekstr­ar­kostn­aði, en þeim mun fremur litið til áhrifa á sam­fé­lag og nátt­úru, til umhverf­is­þátt­anna, sem í flestum greinum njóta almennt afar lít­ils vægis við hefð­bundna virð­is­reikn­inga. En því frekar myndi slíkt mat – umhverf­is­mat – hafa áhrif á umhverf­is- og nátt­úru­gjöld.

Virkjun kjarna­sam­runa er enn á stigi flók­inna fræða og frum­gerða – á sinn hátt líkt og virkjun sól­ar­orku og jafn­vel vinda­fls var um langa hríð áður en rað­smíði og loks fjöl­smíði tók við af rán­dýrri og sköttum þrúg­aðri sér­smíði afl­bún­að­ar­ins. Svo bundin er öll sam­runa­þróun á klafa náð­ar­sam­legra fjár­veit­inga og harð­vít­ugrar skatt­lagn­ingar að keppni við koltví­ild­isauð­g­andi ægi­vald orku­að­als­ins hefur verið nán­ast von­laus hingað til. Ein­ungis væri oki tekju­drif­ins skatt­kerfis aflétt, þá fæli ekk­ert orku­svið í sér meiri mögu­leika með til­liti til land­nota og umhverf­is­vernd­ar, jafnt í líf­fræði­legum skiln­ingi sem sjón­rænum og hljóð­ræn­um, ekki síður en í fjár­hags­legu til­liti – þegar á allt væri litið og til enda reikn­að, að afloknu frum­þró­un­ar­stigi.

Þótt öll tækni­orka mann­kyns væri á einn eða annan veg leidd af kjarna­sam­runa, væri áhætta í heild sinni af völdum geisla­virkni hverf­andi sam­an­borið við hætt­una sem nú þegar stafar af öllum kjarn­orku­verum jarð­ar­búa, sem eru um 500 tals­ins og byggja öll á kjarna­klofn­ingi, en fram­leiðsla þeirra nemur þó ein­ungis um eða innan við 2% frumorkunn­ar.

Drjúgur hluti úrgangs­ins af völdum kjarna­klofn­ings­ins mun verða geisla­virkur um svo langa fram­tíð að nán­ast má jafna til eilífð­ar, en hins vegar er helm­ing­un­ar­tími þess sára­litla úrgangs er til fellur við kjarna­sam­runa ein­ungis um 12 ár, sem felur í sér nær algjört nið­ur­brot geisla­virkni á rúmum manns­aldri – myndi mest­allur úrgang­ur­inn þó vera end­ur­nýtt­ur. Þar sem kjarna­sam­runi verður ein­ungis knú­inn fram fyrir nákvæma stýr­ingu er stjórn­laus keðju­verkun jafn­framt úti­lok­uð, and­stætt því sem getur gerst við kjarna­klofn­ing, líkt og m.a. sann­að­ist í kjarn­orku­slys­unum í Tsjerno­byl og Fukus­hima.

Aðrir kost­ir, svo sem vatns­afl, háð umfangs­miklum miðl­un­ar­lón­um, jafnt sem lítt háð miklum lón­um, eða jarð­varmi, sér í lagi til raf­orku­vinnslu, eru ýmist háðir miklum ann­mörkum út frá sjón­ar­miðum nátt­úru­verndar eða veru­legum land­fræði­legum tak­mörk­un­um, svo sem hér hefur verið lýst. Hvorir tveggja kost­anna jaðra raunar við ýtr­ustu þol­mörk víð­ast hvar á jörð og vega því eigi þungt í heild­rænnni fram­tíð­ar­lausn orku­bú­skapar á hnatt­ræna vísu. Ekki frekar en víð­tæk virkjun sjáv­ar­orku, sér í lagi að teknu til­liti til hinnar miklu líf­fræði­legu óvissu, hvað þá heldur umfangs­mikil vinnsla líf­elds­neyt­is, hvort sem væri af akri eða á líf­tækni­legan máta, svo aug­ljósir sem ann­mark­arnir eru, svo sem hér hefur verið vegið og metið á ýmsa lund, og sama þó líf­tækni­leg end­ur­vinnsla ætti í hlut, svo smá sem hún væri í sniðum þegar á allt væri lit­ið.

Þangað til virkjun sam­runa­orku fer að skila hag­nýtum árangri, og þá ábata í víð­tækum skiln­ingi, þá er fátt annað lík­legra til næstu fram­tíðar litið en að orka sól­ar, og þar með jafn­framt afleidd orka vinds, muni knýja megnið af tækni manna – og þar með vel­ferð­ar­bú­skap­inn – svo fremi að afar hamlandi við­horf orku­að­als­ins fái ekki spillt enn frekar fram­vind­unni, svo sem þung­bær raun ber vitni um og eyddur jarð­ar­gróði.

Skatt­borg­ar­arn­ir, skatt­lend­urnar og ofur­gróð­inn

Það skatt­kerfi sem er ríkj­andi á jörð­inni hefur gengið sér til húð­ar. Svo sam­ofin sem saga þess er vel­ferð­ar­hug­myndum 20. ald­ar, þá er þó svo komið að almanna- og vel­ferð­ar­þjón­usta ber lang­þyngsta skatta sam­an­borið við öll önnur svið. Nán­ast sama hvert tækni­sviðið á hinn bóg­inn er, þá er það borið uppi af orku og auð­lind­um, fyrir tak­marka­lítil afnot af öllum þeim jarð­nesku gæðum sem einmitt síst lúta skatt­heimtu hins opin­bera.

Drjúgur hluti útgjalda hins opin­bera í þró­uðum ríkjum heims rennur jafn­harðan til baka í hinar sömu opin­beru fjár­hirslur sem skatt­tekjur af opin­berum starfs­mönn­um, almanna­trygg­inga­þegum og sístækk­andi hópum starfs­manna verk­taka er með einum eða öðrum hætti vinna á vegum hins opin­bera, auk þess sem trygg­inga­gjöld, virð­is­auka­skattur og skattar af hreinum rekstr­ar­tekjum telja.

Líkt á raunar við um flesta almanna- og vel­ferð­ar­þjón­ustu sem borg­ar­arnir greiða hálf­op­in­berum aðilum og einka­að­ilum fyrir – svo fremi að afnot af tækni og orku vegi eigi þungt. Nán­ast sama hver upp­lýs­ingin er, sama hvort fjöl­miðlar eiga í hlut, bóka­út­gáfa, fræðsla hvers kyns eða list­ir, sama hvort um þjón­ustu sér­fræði­lækna ræði eða sjúkra­þjálf­ara eða svo marg­vís­lega aðra þjón­ustu til við­halds og við­gangs vel­ferð­inni, allt frá þjón­ustu lög­fræð­inga og presta til pípu­lagn­ing­ar­manna og bif­véla­virkja, þá rennur um þriðj­ungur til helm­ingur alls veltu­fár í fjár­hirslur hins opin­bera, að stærstum hluta sem tekju­skattur starfs­manna og trygg­inga­gjöld, auk þess sem skattur af hreinum hagn­aði og virð­is­auka telur á ýmsum svið­um.

Gildir einu þó að hið opin­bera greiði per­sónu­af­slátt til mót­vægis álög­un­um, sér í lagi hinum lægst laun­uðu í sára­bætur – og flestum mann­afls­frekum rekstri til styrktar – laun eru þá ein­fald­lega lægri sem þeim smá­skammta­lækn­ingum nem­ur. Af því leiðir eðli­lega að álagðir tekju­skattar í heild vega þeim mun þyngra sem afslátt­ur­inn er meiri. Öll skatt­ber­andi fram­leiðsla og þjón­usta verður þar af leið­andi dýr­keypt­ari sem álög­unum nem­ur, og þá einmitt hinum lægst laun­uðu enn þyngri í skauti – einmitt þeim sem vel­ferð­ar­kerfið skyldi þó ekki síst hlúa að, væri kerfið sjálfu sér sam­kvæmt.

Þeim mun van­þró­aðri sem ríki aftur á móti eru, þá gætir skatt­anna minna og vel­ferð­ar­kerf­anna, enda af litlu að taka. Fyrir offram­boð lág­launa­vinnu og hræó­dýrrar orku og auð­linda­vinnslu eru fjölda­fram­leiddar afurðir seldar vel­ferð­ar­ríkj­unum í miklu magni í skiptum fyrir þeim mun miklu færri ein­ingar hátækni og sér­fræði­þjón­ustu sem þær eru dýr­keypt­ari, einmitt fyrir sköttum þrúgað hug- og hand­verk­ið, ofur­ná­kvæmt sér­fræði­verk­ið.

Fyrir svo lítið hlut­fall af lands­fram­leiðslu að telur oft vart nema um tíunda til tuttug­asta hluta, skipta vel­meg­un­ar­ríkin á dýr­seldri ofur­tækni sinni og þjón­ustu fyrir megnið af þeim almenna tækni­varn­ingi, hús­bún­aði, vefn­að­ar­vöru, skófatn­aði og leik­föngum sem þegnar þeirra þarfn­ast.

Hlutur fram­leiðslu­ríkja í virð­is­keðj­unni myndar þó sjaldn­ast nema örfáa hlekki í öllu heild­ar­sam­heng­inu, oft um mið­bik keðj­unn­ar, enda eru það oft­ast nær vel­ferð­ar­ríkin sjálf sem stýra hönnun og hönn­un­ar­ferlum, mark­aðs­grein­ingu og mark­aðs­setn­ingu – og hafa hönd í bagga með öflun aðfanga, orku og hrá­efna – auk þess að sjálf­sögðu að það eru þau sem ann­ast marg­hátt­aða dreif­ingu og sölu fram­leiðsl­unn­ar. Stjórna þau þá jafn­framt, eftir því sem við á, frek­ari úrvinnslu eða sam­setn­ingu í einu land­inu eða öðru, í einni heims­álf­unni eða ann­arri, fari varn­ingur ekki beint í umsýslu eða milli­liða­laust á neyt­enda­markað í neyslu­rík­inu.

Svo dýrt er allt við­skipta­ferlið, og ekki síst ofur­skatt­lagt á öllum stigum virð­is­keðj­unnar vel­ferð­ar­innar meg­in, allt frá upp­hafi mark­aðs­grein­ingar og hönn­un­ar, til enda á neyt­enda­mark­aði, að sam­an­lagður virð­is­auk­inn kann að vera fimm- til tífaldur á við frum­virði fram­leiðsl­unn­ar. Kann heild­ar­virði við­skipt­anna þá að svara til um helm­ings lands­fram­leiðslu neyslu­ríkj­anna þegar upp er stað­ið, sama þótt drjúgur hluti varn­ings­ins hafi vart breytt um áþreif­an­lega mynd frá því um hann var búið í fram­leiðslu­land­inu.

Skyldi þá hafa ríkt í huga að hið opin­bera veltir drýgstum skerfi allrar lands­fram­leiðslu vel­ferð­ar­rík­is­ins, svo drjúgt vegur sam­neysl­an. Svo drjúgur sem skerf­ur­inn er, þá ræðir þar þó ekki síst um sýnd­ar­tekjur – og sýnd­ar­út­gjöld – svo mjög sem hið opin­bera nær­ist á eigin skinni, heimt­andi skatta á skatta ofan af sinni eigin vel­ferð­ar­þjónstu, á vel­ferð­ar­þjón­ustu ofan. Það er því ekki allt sem sýn­ist þegar fjár­mála­r­á­herrar neyslu­ríkj­anna leggja fram fjár­lög sín – enda er þá mest­allri tækni undan skot­ið, nær öllu raun­veru­legu umhverf­is­mati, nær öllum arði af orku og auð­lindum – tekju­hliðar meg­in. Hvað þá að þyki taka því að nefna öll koltví­ild­isauð­g­andi fríð­ind­in.

Árleg koltvíildislosun jarðarbúa frá 1750 til 2019. MYND: OurWorldInData.org/co2-and-other-greenhouse-gas-emissions

Árleg koltví­ild­is­losun jarð­ar­búa frá 1750 til 2019. Hlutur Norð­ur­am­er­íku­manna og Evr­ópu­búa nemur nú um þriðj­ungi los­unar – þá að ótöldum þeim drjúga hluta los­unar ann­arra jarð­ar­búa sem til fellur vegna fram­leiðslu í þágu hinna fyrr­nefndu, sem telja þó ein­ungis um sjötta part mann­kyns. Hlutur þeirra í reynd kann því að nema um helm­ingi allrar los­un­ar.

Arð­ur­inn af heims­við­skipt­unum fellur nær allur neyslu­ríkj­unum í skaut. Fram­leiðslu­ríkin sitja á hinn bóg­inn uppi með æ stærri skerf af koltví­ild­isauðgun jarð­ar­inn­ar, fyrir svo hræó­dýra fram­leiðslu, fyrir svo lág laun og lága skatta, fyrir svo lágt metna orku og lít­ils metin hrá­efni – fyrir umhverfi sem er ekki metið til auðs – að vér orku­að­all­inn eigum fullt í fangi með að skatt­leggja okkur ekki út af mark­aðn­um. Það er þó einmitt gjaldið sem skatt­lendur jarð­ar­innar fá að greiða – arð­ur­inn sem okkur fellur í skaut, til vaxtar og við­gangs vel­megun okk­ar.

Vatna­skil

Hve langt verður gengið á rétt stærsta hluta jarð­ar­búa, fyrir vel­ferð og vel­megan ein­ungis lít­ils minni­hluta? Virð­ist þá raunar einu gilda hvort um ræði útdeil­ingu bólu­efna eða til­kall til auð­linda jarð­ar, sama hve afleið­ingar mis­mun­un­ar­innar kunni að vera ógn­væn­legar – til langrar fram­tíðar litið jafnt sem til skemmri tíma.

Hve illa fáum við ekki gengið um auð­lind­irn­ar? Hve illa fáum við ekki ávaxtað arð­inn, for­smáð upp­sker­una? Hve langt fáum við ekki gengið með kröfum okkar um æ ferskari þjón­ustu og nýstár­legri hluti okkur til handa, og þó kraf­ist þess sífellt að almúgi jarð­ar, og þá fyrst og fremst almúg­inn einn, baki brotnu, súpi seyðið af slæmri umgengn­inni og arfa­slæmri nýt­ingu orkunnar og auð­lind­anna? Og svo vel sem vér orku­að­all­inn fáum varið okkur sjálf og hirð okk­ar, og umboðs­menn okkar út um allar jarð­ir, fyrir meng­un, plágum og óár­an, þá einmitt þyngj­ast frekar byrðar þeirra sem hlotn­ast að axla þær.

Svar aðal­rit­ara Sam­ein­uðu þjóð­anna er ótví­rætt, sbr. hér til­vísað fram­ar­lega í grein: Okkur gef­ast nú óvænt en mik­il­væg tæki­færi til að ráð­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um, að hlúa að umhverf­inu, að end­ur­nýja hag­kerfi og að hugsa fram­tíð­ina upp á nýtt – með end­ur­reisn að loknum heims­far­aldri. Færa verður skatt­byrð­ina frá tekjum yfir á kolefni, frá skatt­greið­endum til þeirra sem menga, segir hann jafn­framt, án þess þó að hann hætti sér mikið lengra út í þá sálma, enda væri aðal­rit­ar­inn þá kom­inn út á afar hála braut, hann sér þess vel með­vit­andi að ein­ungis eitt atkvæði Örygg­is­ráðs­ins þarf til þess að kippa undan honum fót­un­um. Svo mátt­ugt er neit­un­ar­vald­ið, sama hvað atkvæði ann­arra ríkja heims ann­ars telja...

  • COVID og lofts­lagið hafa leitt okkur að vatna­skil­um. Okkur er ófært að hverfa aftur til þess hvers­dags­leika sem fól í sér ójöfnuð og veik­leika. Þess í stað ber okkur að feta örugg­ari og sjálf­bær­ari braut. Þetta er marg­slungin þol­raun í stefnu­mótun og brýn sið­ferði­leg próf­raun. Ákvarð­anir sem teknar eru í dag munu varða veg­inn næstu ára­tugi. Okkur ber að líta á end­ur­reisn eftir far­ald­ur­inn og aðgerðir í lofts­lags­málum sem tvær hliðar á sama pen­ing.

Svo mörg eru þau orð, sann­ar­lega í tíma töl­uð, loka­orðin í grein aðal­rit­ar­ans um Brýn­asta erindi heims­ins. Í loka­hluta þess­ara þess­ara greina­skrifa, Herra­garð­ur­inn – óðal aðals eða orkubú jarð­ar­bú­a?, verður fjallað enn frekar um skil­virkni orkunnar og mögu­leika sam­runa­orku, sól­ar­orku og vinda­fls, þar á meðal um líkan eða leið­ar­vísi að algjörum orku­skiptum frá óhreinni orku – jarð­efna­elds­neyti, kjarn­orku og líf­elds­neyti – til hreinnar raf­orku, sem hópur fræði­manna, er flestir starfa við Stan­ford háskól­ann í Kali­forn­íu, hefur unn­ið.

Með orku­drifnu skatt­kerfi má greiða þró­un­inni veg, svo að um mun­ar. Um mögu­lega útfærslu á slíkri skatt­heimtu­leið – m.a. með Ísland fyrir dæmi – má lesa nánar í grein höf­und­ar, Orku­pakki handa ung­lingum, frá því haustið 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar