Orkupistill handa hagfræðingum

Árni B. Helgason spyr hvort verið geti að með sköttum okkar og opinberum gjöldum séum við að nærast á eigin skinni, í stað þess að nýta skatta og gjöld sem hagrænt afl til eflingar jarðargróðanum, til skynsamlegrar nýtingar alls gróðans.

Auglýsing

Það er stóri gall­inn á fjár­laga­pakka Bjarna hve þar er gríð­ar­lega mikið af galdra­krón­um, auka­krónum án inni­stæðu, enda eru útgjöld fjár­mála­ráð­herr­ans jafn­framt langstærsta tekju­lind hans – og er það þó alls ekki allur gald­ur­inn. En það er eðli þess­ara miklu kúnsta og hrein afleið­ing, að allt verð­lag skrúfast upp og þá eðli­lega allt pen­inga­magnið í umferð. Bjarni er þó alsak­laus af galdra­upp­á­fynd­ing­unni sem slíkri, enda var margt orðið kúnstugt löngu fyrir tíð Ólafs Ragn­ars, sem sann­ar­lega beitti líka göldr­unum óspart á sinni fjár­mála­ráð­herra­tíð.

Þetta galdra­fár hefur vissu­lega geisað um langa hríð um allan hinn vest­ræna heim, ætli upp­haf þess megi ekki rekja til stétta­átak­anna miklu á Vest­ur­löndum snemma á síð­ustu öld. Þá er ekki ólík­legt að Gúttó­slag­ur­inn hafi haft sín áhrif hér, á sinn hátt.

Upp­haf­lega var hug­myndin – í sjálfu sér afar góðra gjalda verð – að leggja skatt fyrst og fremst á tekjur hinna ríku svo skapa mætti vel­ferð öllum til handa. Sá galli var þó á gjöf Njarð­ar, að þeim mun fleiri sem nutu vel­ferðar og bættra kjara, því fleiri guldu skatt af tekjum sín­um, og þeim mun betri sem kjörin urðu, og þá vel­ferðin jafn­framt, því veiga­meiri urðu skattar í öllum sam­skiptum – og þá ekki síst í við­skiptum hins opin­bera við sjálft sig.

Auglýsing
Vandinn sem af þessu leiðir er svo marg­þættur að það er einmitt göldrum lík­ast. Því fleiri sem hið opin­bera á beint eða óbeint í við­skiptum við eða það geldur laun, líf­eyri eða bæt­ur, þeim mun meiri verða galdra­krón­u­út­látin – útlát auka­króna sem renna jafn­harðan til baka í hinar opin­beru fjár­hirslur í formi gjalda og skatta sem leggj­ast í mis­miklum mæli á nær alla vöru, vinnu og þjón­ustu sem hið opin­bera kaupir eða geldur laun fyr­ir. Hið opin­bera stendur því í sífelldu stríði við sjálft sig, raunar svo að sem langstærsti greið­andi opin­berra gjalda verður eng­inn verr fyrir barð­inu á því en einmitt það sjálft – og þar með við, aðstand­endur hins opin­bera – nema þá ef vera skyldu hin ýmsu van­þró­aðri við­skipta­lönd Vest­ur­landa­búa sem gjalda fyrir vikið með mun slak­ara gengi gjald­miðla sinna en ella væri. Er reyndar öll sú við­skipta­saga við van­þróuð útlönd, jafnt okkar saga sem ann­arra vestrænna ríkja, algjör­lega sér kap­ít­uli út af fyrir sig.

Verst er þó þegar kemur að sjálfum verka­mann­inum sem allt skatt­kerfið var þó upp­haf­lega skapað fyr­ir. Ráði hann verka­mann til að hellu­leggja í garð­inum sín­um, þá þarf hann að algjöru lág­marki, verk­laun­anna vegna, að afla sjálfum sér tekna með helm­ingi lengri vinnu­tíma í sínu starfi en verkið tekur hellu­lagn­ing­ar­mann­inn. Að öðrum kosti fengi hellu­lagn­ing­ar­mað­ur­inn ekki nóg til að greiða tekju­skatt og virð­is­auka­skatt af vinnu sinni og hin ýmsu launa­tengdu gjöld. Hvað þá ef þeir yrðu ósáttir um upp­gjörið og leit­uðu því úrskurðar lög­fræð­ings eða lög­gilts end­ur­skoð­anda – hve marg­föld yrðu þá ekki dag­laun þeirra verka­manna beggja, veg­andi salt á móti afar þung­lama­legum taxta sér­fræð­ings­ins, hve ægi­þungar væru þá ekki vog­ar­skál­arnar fyrir galdra hins opin­bera beggja vegna?

Mjólk­ur­kýrin

Hvers vegna ekki frekar að taka vöxt­inn og arð­inn beint af jarð­ar­gróð­anum og deila honum milli­liða­laust út í stað þess að fara slíkar fjalla­baks­leiðir í fjár­mál­um, líkt og þeir Bjarni, Ólafur Ragnar og svo ótal margir fleiri fjár­hirðar okkar hafa tamið sér? Missandi svo sjónar á því hvaðan vöxt­ur­inn er kom­inn, arð­ur­inn og allur gróð­inn! Nútíma­mjólk­ur­bónd­inn fær að vísu sína eigin neyslu­mjólk heim á bæ með mjólk­ur­bíln­um. En það er nú kannski bara af því að sú mjólk er ger­il­sneydd. En tæki hann upp á því að fá ávallt nokkur hund­ruð lítra af mjólk með bílnum til að drýgja nyt­ina, hvað myndi hann græða á því? Hann upp­skæri vissu­lega meiri veltu í sínu búskap­ar­bók­haldi, meiri tekjur af mjólk­ur­söl­unni, hreinar galdra­krón­ur, en sann­ar­lega hærri útgjöld jafn­framt – svo lengi sem eng­inn mjólk­ur­fræð­ingur læsi honum pistil­inn.

Lítum aðeins á gróft bók­halds­líkan af hinu hefð­bundna skatt­kerfi. Hugsum okkur kom­andi ár, árið 2020, fjár­hags­árið sem Bjarni er nú að und­ir­búa og Dagur á sinn hátt fyrir Reykja­vík­ur­borg, sem og allir aðrir sveit­ar­stjórar á land­inu, hver og einn galdr­a­ndi fram sínar fjár­hags­á­ætl­an­ir, hver á sína vísu. Við sam­einum fjár­lögin og allar fjár­hags­á­ætl­an­irnar í einum alls­herjar skatta­pakka hins opin­bera og sjáum hvernig bók­halds­galdr­a­rnir virka.

Gerum ráð fyrir 3.000 millj­arða króna vergri lands­fram­leiðslu árið 2020, sem er ekki fjarri því sem gæti orð­ið, og jafn­framt að heild­ar­tekjur hins opin­bera verði í líku hlut­fall og nú – þá um 1.250 millj­arðar króna – myndu þá þá tæpir 3/4 hlutar falla rík­inu í skaut, líkt hlut­fall og verið hef­ur, og rúmur fjórð­ungur renna til sveit­ar­fé­lag­anna, sem sam­svarar þá fyrst og fremst útsvari og fast­eigna­gjöldum þeirra. Hvernig sveit­ar­fé­laga­lið­irnir grein­ast frá heild­ar­tekj­unum skiptir ekki máli í þessu sam­bandi enda hug­myndin ein­ungis að sjá almenna heild­ar­virkni hins opin­bera skatt­kerfis í sem gróf­ustu dráttum – hvernig galdr­a­rnir í raun virka.

Við skiptum skatt­tekj­unum í tvo meg­in­bálka – sbr. töflu hér að neðan – ann­ars vegar í skatt­tekjur og gjöld sem almennur rekstur greiðir ásamt laun­þegum sínum af athöfnum sem eru óháðar hinu opin­bera, hins vegar í skatta og gjöld sem hið opin­bera hefur af sjálfu sér í við­skiptum við hina ýmsu verk­taka og rekstr­ar­að­ila, sem og af líf­eyri og bótum sem það greið­ir, og þó ekki síst af greiðslum til sinna opin­beru starfs­manna. Snýr efri bálk­ur­inn að rekstri sem er óháður hinu opin­bera en hinn neðri að hlut hins opin­bera, þ.á.m. að öllum við­skiptum sem það á við hinn almenna hluta.

Að frá­töldum beinum launa­greiðslum ber allur rekstur og þá einnig hið opin­bera allra handa kostnað sem er leiddur af fjár­magni og útgjöldum vegna kaupa á vöru og þjón­ustu, sem felur þá í sér virði alls kyns tækni og orku, virði fjár og raunar virði umhverfis einnig, sbr. t.d. fast­eigna­gjöld og veiði­rétt­ar­gjöld. Fela þessir rekstr­ar­leiðir þá jafn­framt í sér arð og hagnað og ýmsan óbeinan launa­kostn­að, þ.á.m. þann hluta arðs og leigu­tekna sem myndar launa­tekjur eig­enda.

Skatt­byrði þessa hluta lands­fram­leiðsl­unnar er tals­vert breyti­leg eftir grein­um, en mjög gróf­lega má ætla að til jafn­aðar sé gjalda­hlut­fallið nokkuð yfir þriðj­ungi, að með­töldum virð­is­auka­skatti sem opin­berir aðilar inn­heimta að fullu af hluta eigin verk­kaupa og þjón­ustu, auk þess skatts sem ýmis gjald­frjáls eða nið­ur­greidd þjón­usta greiðir af inn­kaup­um. Sam­svar­andi hlut­fall gjalda af öllum launum laun­þega, ásamt tengdum gjöld­um, má þá ætla að sé um 50% til jafn­aðar – að greiddum virð­is­auka­skatti. Sam­kvæmt þessu er töfl­unni skipt í tvo lóð­rétta meg­in­hluta, sem lýsa meg­in­straumum gjald­töku, ann­ars vegar af virði þess sem er óháð beinum launa­greiðsl­um, hins vegar gjald­töku sem er beint leidd af heild­ar­virði launa allra laun­þega, þ.á.m. líf­eyr­is- og bóta­þega.

Auglýsing
Til ein­föld­unar er virð­is­auka­skattur reikn­aður hinn sami af allri starf­semi – honum jafnað út yfir allar greinar – óháð skatt­þrepum (11% eða 24%) eða skatt­leysi (0%) hinna ýmsu sviða. Jafn­framt, til ein­föld­un­ar, er horft fram hjá per­sónu­af­slætti og tekju­skatts­þrepum og er 50% gjalda­hlut­fall því reiknað jafnt af öllum heild­ar­launum í öllum greinum – að með­töldum greiddum virð­is­auka­skatti og líf­eyr­is­ið­gjöldum einnig – en í reynd liggur hlut­fallið oft­ast á bil­inu 45% til 55%, þó eðli­lega nokkru lægra af hinum ýmsu bótum og líf­eyri en hér er sýnt. Þá má nokkuð ljóst vera að skatt­byrði orku­frekrar vinnslu ásamt öflun og vinnslu hrá­vöru er í reynd lægri en ein­föld­unin hér leiðir af sér en byrðin þá sam­svar­andi því hærri á ýmsum öðrum stigum en flatt og útjafnað hund­raðs­hlut­fallið sýn­ir.

Öllum sköttum og launa­tengdum gjöldum er því jafnað út inn­byrð­is, enda eru það gróf­ustu drættir heild­ar­mynd­ar­innar sem hér skipta máli, en ekki ýmis­legt innra ósam­ræmi milli ein­stak­ara liða. Hrein laun end­ur­spegla því hlut laun­þega til jafn­að­ar, í allra gróf­ustu drátt­um, að öllum sköttum og gjöldum greiddum – að þar með töldum virð­is­auka­skatti sem hver og einn greiðir af inn­kaupum sín­um, af hinum ýmsu við­skipt­um. Allar tölur í töfl­unni eru í millj­örðum króna....

Sjá má af þessum gróft upp dregnu bók­halds­drögum að langstærsta tekju­lind hins opin­bera er einmitt það sjálft. Til að standa straum af um 1.250 millj­arða króna útgjöldum sækir það hátt í helm­ing tekna sinna í eigin rann – það nær­ist sem sagt að drjúgum hluta á eigin skinni – einmitt líkt og mjólk­ur­bónd­inn sem hugð­ist drýgja nyt­ina með því að bæta við mjólk sem hann fékk fyrir sína eigin mjólk. Til að alls jafn­ræðis sé þó gætt, svo illa sem nytin næst upp eftir þessum fjalla­baks­leið­um, þá gjalda þeir lands­menn sem starfa óháð hinu opin­bera eðli­lega líka sinn skatt, sem og allur rekstur að ein­hverju marki, skyldi maður ætla. Sé á hinn bóg­inn litið til heild­ar­skatt­byrði hinna ýmsu greina – sbr. sam­tölu­dálk­ana tvo lengst t.h. – þá eru álög­urnar aug­ljós­lega afar mis­jafn­ar. Reyn­ist hlut­fall heild­ar­skatta hinna ýmsu ein­stöku greina vera þeim mun lægra sem not af tækni, orku og umhverfi eru meiri, þ.e.a.s. þeim mun ofar sem lesið er úr meg­in­bálkum töfl­unnar – bálki almenns rekstrar og bálki hins opin­bera.

Notin af nátt­úr­unni – jarð­ar­gróð­anum

Hver er þá staða sjálfrar mjólk­ur­kýr­innar og alls jarð­ar­gróð­ans í öllu dæm­inu? Hin heilaga kýr er sann­ar­lega ósnert­an­leg, jafnt sem hans náð og mikli heil­ag­leiki, fisk­ur­inn í sjón­um, ekk­ert síður en fall­vötn­in, jarð­hit­inn og hin hug­ljúfa heið­anna ró, og raunar líka olían úr iðrum jarðar sem og vind­ur­inn sem knýr myll­urnar – í stuttu máli sagt, í sam­an­dregnum skatta­legum skiln­ingi, öll hin heilaga nátt­úra, hið ósnert­an­lega umhverfi okk­ar.

Sann­ar­lega er jarð­ar­gróð­anum hlíft við álög­um. Með ofur­sköttum refsum við á hinn bóg­inn fólki grimmt fyrir að vera til og skiljum svo ekk­ert í því hvers vegna jarð­ar­gróð­inn er svo illa nýtt­ur, illa með hann farið eða hann svo ofnýtt­ur, að jafn­vel er rætt um að heimur okkar sé á helj­ar­þröm – ef ekki af völdum lofts­lags­váar þá alveg örugg­lega, að öllu óbreyttu, vegna sóunar orku og ann­arra nátt­úru­gæða og auð­linda. Á sama tíma sækj­ast æ öfl­ugri nýmark­aðs­ríki eftir sífellt meiri áhrif­um, eðli­lega – og því skyldu þau ekki ann­ars krefj­ast síns rétt­mæta skerfs af kök­unni?

Því skyldum við ann­ars skatt­leggja bónd­ann, mjólk­ur­fræð­ing­inn, kjöt­iðn­að­ar­mann­inn, dreif­ing­ar­að­il­ann, smá­sal­ann og dugnað krakk­anna í Krón­unni og Bón­us, en á hinn bóg­inn bein­línis borga með kúnni – í stað þess að stytta okkur leið­ina ræki­lega, aflétta gjöldum af fólk­inu og leggja þau frekar á sjálfa kúna næstum því beint? Því skyldum við hirða tekju­skatt af útgerð­ar­mann­in­um, sjó­mann­in­um, lönd­un­ar­geng­inu, fisk­verkand­an­um, fisk­verka­fólk­inu, fisk­sal­an­um, veit­inga­mann­in­um, dreif­ing­ar­að­il­an­um, Gvendi á eyr­inni, frakt­skipa­út­gerð­inni – í stað þess ein­fald­lega að taka gjöldin beint af olí­unni, koltví­sýr­ingn­um, af allri orkunni á öllum stig­um, af sam­göngu­notum allra í öllu ferl­inu, og síð­ast en ekki síst, taka sann­gjörn gjöld af hans miklu náð, hans háæru­verð­ugu tign, sjálfum fisk­inum í sjón­um?

Hug­leiðum hvaða áhrif það hefði að taka frekar upp marg­vís­leg gjöld fyrir not af nátt­úr­unni og þá til mót­vægis leggja af tekju­skatt í öllum sínum mynd­um, ásamt trygg­inga­gjaldi og per­sónu­af­slætti, jafn­framt því að með nýjum kjara­samn­ingum myndu heild­ar­laun vera aðlöguð að hrein­um, greiddum launum ásamt líf­eyr­is- og félags­gjöld­um. Þetta myndi vera gert í skrefum á um það bil ára­tug, árin 2020 til 2030, og væru mis­mun­andi þrep virð­is­auka­skatts þá jafn­framt afnumin en þess í stað tek­inn upp altækur 13% skattur er tæki til alls virð­is­auka, án und­an­tekn­inga – af hvers kyns útseldri vöru og útseldri vinnu og þjón­ustu og af hvers kyns fjár­magnstekj­um, arði, vöxtum og leigu, eða hver ann­ars sem virð­is­auk­inn væri. Enda væri þá ekki neinum ann­ars konar sköttum af tekjum til að dreifa – hvorki af búskap né sjáv­ar­út­vegi, ekki af áliðju frekar en af fjöl­miðl­un, ekki af bóka­út­gáfu frekar en af heil­brigð­is­þjón­ustu, ekki af mennta­greinum frekar en af öðrum upp­eld­is­grein­um, ekki frekar en af íþróttum eða af list­um.

Auglýsing
Í stuttu máli sagt, þá væri tekju­skattur ekki greiddur af neins konar rekstri, arði eða hagn­aði né af launum eða líf­eyri eða af styrkjum eða bótum – sama hvort Sam­herji ætti í hlut eða SÁA, Rauði krossinn, bank­arn­ir, IKEA, skólar eða spít­alar lands­ins, Krónan eða Bón­us, sama hvort rekstr­ar­tekjur ættu í hlut, arð­ur, vext­ir, leig­ur, laun eða hvers kyns líf­eyr­ir, fram­lög, bæt­ur.

Nátt­úr­u­notin væru sund­ur­greind á þann veg að greitt væri því sem næst beint fyrir það sem fólgið er í jarð­ar­gróð­an­um. Því háð­ari sem atvinnu­rekstur væri gróð­anum í hinum ýmsu myndum tak­mark­aðra nátt­úru­hlunn­inda og gæða, og við sjálf gróð­anum háð­ari sem ein­stak­ling­ar, þeim mun frekar kæmu hin ýmsu gjöld við sögu – kolefn­is­gjöld og ígildi þeirra gjalda og jafn­framt orku­gjöld er lögð væru á alla raf­orku­notk­un, í litlum sem stórum mæli, og á alla heita­vatns­notk­un, sem og hin ýmsu gjöld fyrir marg­vís­leg önnur not af umhverf­inu, veiði­rétt­ar­gjöld, veggjöld, fast­eigna­gjöld – allt eftir eðli og áherslum rekstrar eða eftir þeim lífsmáta sem við kysum okkur sem ein­stak­ling­ar. Þá myndi líka blasa við gjör­breytt bók­hald hins opin­bera, jafnt sem allra ann­arra, þó að vissu­lega væri það ekki alveg ger­ils­neytt auka­krón­um. Hins vegar myndi galdr­a­nna gæta svo lítið að gjald­mið­ill­inn krónan sýndi þá því sem næst rétta vog – sem næst gulls ígildi – raun­virði lands­fram­leiðslu jafnt sem nán­ast rétt orku ígildi, raun­virði hinna marg­vís­legu þátta er þjóð­hag­fræði lýtur að. .

Þeim mun betur sem við förum með græna orku, þeim mun meira verður til skipt­anna, þeim mun auð­veld­ara veit­ist okkur að skipta út óhreinni orku fyrir hreinni orku. Svo lengi sem við leggjum ekki raun­veru­leg afnota­gjöld á orku­not­in, hvers eðlis sem orkan ann­ars er, og gjöld á hvers kyns krefj­andi not af nátt­úru og umhverfi og gjöld á alla meng­un, þá munum við sóa orkunni og ganga æ verr um heim­inn. Væri þó eng­inn knú­inn til að bera meiri álögur í heild en áður, en þeim mun fleiri hefðu þá skýrt val um not af nátt­úr­unni – meiri eða minni – sem afnota­gjöldin lægju ljósar fyr­ir.

Nánar um sund­ur­grein­ingu nátt­úr­u­not­anna: www.braut­ir.­net/orku­pakki

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar