Orkupistill handa hagfræðingum

Árni B. Helgason spyr hvort verið geti að með sköttum okkar og opinberum gjöldum séum við að nærast á eigin skinni, í stað þess að nýta skatta og gjöld sem hagrænt afl til eflingar jarðargróðanum, til skynsamlegrar nýtingar alls gróðans.

Auglýsing

Það er stóri gall­inn á fjár­laga­pakka Bjarna hve þar er gríð­ar­lega mikið af galdra­krón­um, auka­krónum án inni­stæðu, enda eru útgjöld fjár­mála­ráð­herr­ans jafn­framt langstærsta tekju­lind hans – og er það þó alls ekki allur gald­ur­inn. En það er eðli þess­ara miklu kúnsta og hrein afleið­ing, að allt verð­lag skrúfast upp og þá eðli­lega allt pen­inga­magnið í umferð. Bjarni er þó alsak­laus af galdra­upp­á­fynd­ing­unni sem slíkri, enda var margt orðið kúnstugt löngu fyrir tíð Ólafs Ragn­ars, sem sann­ar­lega beitti líka göldr­unum óspart á sinni fjár­mála­ráð­herra­tíð.

Þetta galdra­fár hefur vissu­lega geisað um langa hríð um allan hinn vest­ræna heim, ætli upp­haf þess megi ekki rekja til stétta­átak­anna miklu á Vest­ur­löndum snemma á síð­ustu öld. Þá er ekki ólík­legt að Gúttó­slag­ur­inn hafi haft sín áhrif hér, á sinn hátt.

Upp­haf­lega var hug­myndin – í sjálfu sér afar góðra gjalda verð – að leggja skatt fyrst og fremst á tekjur hinna ríku svo skapa mætti vel­ferð öllum til handa. Sá galli var þó á gjöf Njarð­ar, að þeim mun fleiri sem nutu vel­ferðar og bættra kjara, því fleiri guldu skatt af tekjum sín­um, og þeim mun betri sem kjörin urðu, og þá vel­ferðin jafn­framt, því veiga­meiri urðu skattar í öllum sam­skiptum – og þá ekki síst í við­skiptum hins opin­bera við sjálft sig.

Auglýsing
Vandinn sem af þessu leiðir er svo marg­þættur að það er einmitt göldrum lík­ast. Því fleiri sem hið opin­bera á beint eða óbeint í við­skiptum við eða það geldur laun, líf­eyri eða bæt­ur, þeim mun meiri verða galdra­krón­u­út­látin – útlát auka­króna sem renna jafn­harðan til baka í hinar opin­beru fjár­hirslur í formi gjalda og skatta sem leggj­ast í mis­miklum mæli á nær alla vöru, vinnu og þjón­ustu sem hið opin­bera kaupir eða geldur laun fyr­ir. Hið opin­bera stendur því í sífelldu stríði við sjálft sig, raunar svo að sem langstærsti greið­andi opin­berra gjalda verður eng­inn verr fyrir barð­inu á því en einmitt það sjálft – og þar með við, aðstand­endur hins opin­bera – nema þá ef vera skyldu hin ýmsu van­þró­aðri við­skipta­lönd Vest­ur­landa­búa sem gjalda fyrir vikið með mun slak­ara gengi gjald­miðla sinna en ella væri. Er reyndar öll sú við­skipta­saga við van­þróuð útlönd, jafnt okkar saga sem ann­arra vestrænna ríkja, algjör­lega sér kap­ít­uli út af fyrir sig.

Verst er þó þegar kemur að sjálfum verka­mann­inum sem allt skatt­kerfið var þó upp­haf­lega skapað fyr­ir. Ráði hann verka­mann til að hellu­leggja í garð­inum sín­um, þá þarf hann að algjöru lág­marki, verk­laun­anna vegna, að afla sjálfum sér tekna með helm­ingi lengri vinnu­tíma í sínu starfi en verkið tekur hellu­lagn­ing­ar­mann­inn. Að öðrum kosti fengi hellu­lagn­ing­ar­mað­ur­inn ekki nóg til að greiða tekju­skatt og virð­is­auka­skatt af vinnu sinni og hin ýmsu launa­tengdu gjöld. Hvað þá ef þeir yrðu ósáttir um upp­gjörið og leit­uðu því úrskurðar lög­fræð­ings eða lög­gilts end­ur­skoð­anda – hve marg­föld yrðu þá ekki dag­laun þeirra verka­manna beggja, veg­andi salt á móti afar þung­lama­legum taxta sér­fræð­ings­ins, hve ægi­þungar væru þá ekki vog­ar­skál­arnar fyrir galdra hins opin­bera beggja vegna?

Mjólk­ur­kýrin

Hvers vegna ekki frekar að taka vöxt­inn og arð­inn beint af jarð­ar­gróð­anum og deila honum milli­liða­laust út í stað þess að fara slíkar fjalla­baks­leiðir í fjár­mál­um, líkt og þeir Bjarni, Ólafur Ragnar og svo ótal margir fleiri fjár­hirðar okkar hafa tamið sér? Missandi svo sjónar á því hvaðan vöxt­ur­inn er kom­inn, arð­ur­inn og allur gróð­inn! Nútíma­mjólk­ur­bónd­inn fær að vísu sína eigin neyslu­mjólk heim á bæ með mjólk­ur­bíln­um. En það er nú kannski bara af því að sú mjólk er ger­il­sneydd. En tæki hann upp á því að fá ávallt nokkur hund­ruð lítra af mjólk með bílnum til að drýgja nyt­ina, hvað myndi hann græða á því? Hann upp­skæri vissu­lega meiri veltu í sínu búskap­ar­bók­haldi, meiri tekjur af mjólk­ur­söl­unni, hreinar galdra­krón­ur, en sann­ar­lega hærri útgjöld jafn­framt – svo lengi sem eng­inn mjólk­ur­fræð­ingur læsi honum pistil­inn.

Lítum aðeins á gróft bók­halds­líkan af hinu hefð­bundna skatt­kerfi. Hugsum okkur kom­andi ár, árið 2020, fjár­hags­árið sem Bjarni er nú að und­ir­búa og Dagur á sinn hátt fyrir Reykja­vík­ur­borg, sem og allir aðrir sveit­ar­stjórar á land­inu, hver og einn galdr­a­ndi fram sínar fjár­hags­á­ætl­an­ir, hver á sína vísu. Við sam­einum fjár­lögin og allar fjár­hags­á­ætl­an­irnar í einum alls­herjar skatta­pakka hins opin­bera og sjáum hvernig bók­halds­galdr­a­rnir virka.

Gerum ráð fyrir 3.000 millj­arða króna vergri lands­fram­leiðslu árið 2020, sem er ekki fjarri því sem gæti orð­ið, og jafn­framt að heild­ar­tekjur hins opin­bera verði í líku hlut­fall og nú – þá um 1.250 millj­arðar króna – myndu þá þá tæpir 3/4 hlutar falla rík­inu í skaut, líkt hlut­fall og verið hef­ur, og rúmur fjórð­ungur renna til sveit­ar­fé­lag­anna, sem sam­svarar þá fyrst og fremst útsvari og fast­eigna­gjöldum þeirra. Hvernig sveit­ar­fé­laga­lið­irnir grein­ast frá heild­ar­tekj­unum skiptir ekki máli í þessu sam­bandi enda hug­myndin ein­ungis að sjá almenna heild­ar­virkni hins opin­bera skatt­kerfis í sem gróf­ustu dráttum – hvernig galdr­a­rnir í raun virka.

Við skiptum skatt­tekj­unum í tvo meg­in­bálka – sbr. töflu hér að neðan – ann­ars vegar í skatt­tekjur og gjöld sem almennur rekstur greiðir ásamt laun­þegum sínum af athöfnum sem eru óháðar hinu opin­bera, hins vegar í skatta og gjöld sem hið opin­bera hefur af sjálfu sér í við­skiptum við hina ýmsu verk­taka og rekstr­ar­að­ila, sem og af líf­eyri og bótum sem það greið­ir, og þó ekki síst af greiðslum til sinna opin­beru starfs­manna. Snýr efri bálk­ur­inn að rekstri sem er óháður hinu opin­bera en hinn neðri að hlut hins opin­bera, þ.á.m. að öllum við­skiptum sem það á við hinn almenna hluta.

Að frá­töldum beinum launa­greiðslum ber allur rekstur og þá einnig hið opin­bera allra handa kostnað sem er leiddur af fjár­magni og útgjöldum vegna kaupa á vöru og þjón­ustu, sem felur þá í sér virði alls kyns tækni og orku, virði fjár og raunar virði umhverfis einnig, sbr. t.d. fast­eigna­gjöld og veiði­rétt­ar­gjöld. Fela þessir rekstr­ar­leiðir þá jafn­framt í sér arð og hagnað og ýmsan óbeinan launa­kostn­að, þ.á.m. þann hluta arðs og leigu­tekna sem myndar launa­tekjur eig­enda.

Skatt­byrði þessa hluta lands­fram­leiðsl­unnar er tals­vert breyti­leg eftir grein­um, en mjög gróf­lega má ætla að til jafn­aðar sé gjalda­hlut­fallið nokkuð yfir þriðj­ungi, að með­töldum virð­is­auka­skatti sem opin­berir aðilar inn­heimta að fullu af hluta eigin verk­kaupa og þjón­ustu, auk þess skatts sem ýmis gjald­frjáls eða nið­ur­greidd þjón­usta greiðir af inn­kaup­um. Sam­svar­andi hlut­fall gjalda af öllum launum laun­þega, ásamt tengdum gjöld­um, má þá ætla að sé um 50% til jafn­aðar – að greiddum virð­is­auka­skatti. Sam­kvæmt þessu er töfl­unni skipt í tvo lóð­rétta meg­in­hluta, sem lýsa meg­in­straumum gjald­töku, ann­ars vegar af virði þess sem er óháð beinum launa­greiðsl­um, hins vegar gjald­töku sem er beint leidd af heild­ar­virði launa allra laun­þega, þ.á.m. líf­eyr­is- og bóta­þega.

Auglýsing
Til ein­föld­unar er virð­is­auka­skattur reikn­aður hinn sami af allri starf­semi – honum jafnað út yfir allar greinar – óháð skatt­þrepum (11% eða 24%) eða skatt­leysi (0%) hinna ýmsu sviða. Jafn­framt, til ein­föld­un­ar, er horft fram hjá per­sónu­af­slætti og tekju­skatts­þrepum og er 50% gjalda­hlut­fall því reiknað jafnt af öllum heild­ar­launum í öllum greinum – að með­töldum greiddum virð­is­auka­skatti og líf­eyr­is­ið­gjöldum einnig – en í reynd liggur hlut­fallið oft­ast á bil­inu 45% til 55%, þó eðli­lega nokkru lægra af hinum ýmsu bótum og líf­eyri en hér er sýnt. Þá má nokkuð ljóst vera að skatt­byrði orku­frekrar vinnslu ásamt öflun og vinnslu hrá­vöru er í reynd lægri en ein­föld­unin hér leiðir af sér en byrðin þá sam­svar­andi því hærri á ýmsum öðrum stigum en flatt og útjafnað hund­raðs­hlut­fallið sýn­ir.

Öllum sköttum og launa­tengdum gjöldum er því jafnað út inn­byrð­is, enda eru það gróf­ustu drættir heild­ar­mynd­ar­innar sem hér skipta máli, en ekki ýmis­legt innra ósam­ræmi milli ein­stak­ara liða. Hrein laun end­ur­spegla því hlut laun­þega til jafn­að­ar, í allra gróf­ustu drátt­um, að öllum sköttum og gjöldum greiddum – að þar með töldum virð­is­auka­skatti sem hver og einn greiðir af inn­kaupum sín­um, af hinum ýmsu við­skipt­um. Allar tölur í töfl­unni eru í millj­örðum króna....

Sjá má af þessum gróft upp dregnu bók­halds­drögum að langstærsta tekju­lind hins opin­bera er einmitt það sjálft. Til að standa straum af um 1.250 millj­arða króna útgjöldum sækir það hátt í helm­ing tekna sinna í eigin rann – það nær­ist sem sagt að drjúgum hluta á eigin skinni – einmitt líkt og mjólk­ur­bónd­inn sem hugð­ist drýgja nyt­ina með því að bæta við mjólk sem hann fékk fyrir sína eigin mjólk. Til að alls jafn­ræðis sé þó gætt, svo illa sem nytin næst upp eftir þessum fjalla­baks­leið­um, þá gjalda þeir lands­menn sem starfa óháð hinu opin­bera eðli­lega líka sinn skatt, sem og allur rekstur að ein­hverju marki, skyldi maður ætla. Sé á hinn bóg­inn litið til heild­ar­skatt­byrði hinna ýmsu greina – sbr. sam­tölu­dálk­ana tvo lengst t.h. – þá eru álög­urnar aug­ljós­lega afar mis­jafn­ar. Reyn­ist hlut­fall heild­ar­skatta hinna ýmsu ein­stöku greina vera þeim mun lægra sem not af tækni, orku og umhverfi eru meiri, þ.e.a.s. þeim mun ofar sem lesið er úr meg­in­bálkum töfl­unnar – bálki almenns rekstrar og bálki hins opin­bera.

Notin af nátt­úr­unni – jarð­ar­gróð­anum

Hver er þá staða sjálfrar mjólk­ur­kýr­innar og alls jarð­ar­gróð­ans í öllu dæm­inu? Hin heilaga kýr er sann­ar­lega ósnert­an­leg, jafnt sem hans náð og mikli heil­ag­leiki, fisk­ur­inn í sjón­um, ekk­ert síður en fall­vötn­in, jarð­hit­inn og hin hug­ljúfa heið­anna ró, og raunar líka olían úr iðrum jarðar sem og vind­ur­inn sem knýr myll­urnar – í stuttu máli sagt, í sam­an­dregnum skatta­legum skiln­ingi, öll hin heilaga nátt­úra, hið ósnert­an­lega umhverfi okk­ar.

Sann­ar­lega er jarð­ar­gróð­anum hlíft við álög­um. Með ofur­sköttum refsum við á hinn bóg­inn fólki grimmt fyrir að vera til og skiljum svo ekk­ert í því hvers vegna jarð­ar­gróð­inn er svo illa nýtt­ur, illa með hann farið eða hann svo ofnýtt­ur, að jafn­vel er rætt um að heimur okkar sé á helj­ar­þröm – ef ekki af völdum lofts­lags­váar þá alveg örugg­lega, að öllu óbreyttu, vegna sóunar orku og ann­arra nátt­úru­gæða og auð­linda. Á sama tíma sækj­ast æ öfl­ugri nýmark­aðs­ríki eftir sífellt meiri áhrif­um, eðli­lega – og því skyldu þau ekki ann­ars krefj­ast síns rétt­mæta skerfs af kök­unni?

Því skyldum við ann­ars skatt­leggja bónd­ann, mjólk­ur­fræð­ing­inn, kjöt­iðn­að­ar­mann­inn, dreif­ing­ar­að­il­ann, smá­sal­ann og dugnað krakk­anna í Krón­unni og Bón­us, en á hinn bóg­inn bein­línis borga með kúnni – í stað þess að stytta okkur leið­ina ræki­lega, aflétta gjöldum af fólk­inu og leggja þau frekar á sjálfa kúna næstum því beint? Því skyldum við hirða tekju­skatt af útgerð­ar­mann­in­um, sjó­mann­in­um, lönd­un­ar­geng­inu, fisk­verkand­an­um, fisk­verka­fólk­inu, fisk­sal­an­um, veit­inga­mann­in­um, dreif­ing­ar­að­il­an­um, Gvendi á eyr­inni, frakt­skipa­út­gerð­inni – í stað þess ein­fald­lega að taka gjöldin beint af olí­unni, koltví­sýr­ingn­um, af allri orkunni á öllum stig­um, af sam­göngu­notum allra í öllu ferl­inu, og síð­ast en ekki síst, taka sann­gjörn gjöld af hans miklu náð, hans háæru­verð­ugu tign, sjálfum fisk­inum í sjón­um?

Hug­leiðum hvaða áhrif það hefði að taka frekar upp marg­vís­leg gjöld fyrir not af nátt­úr­unni og þá til mót­vægis leggja af tekju­skatt í öllum sínum mynd­um, ásamt trygg­inga­gjaldi og per­sónu­af­slætti, jafn­framt því að með nýjum kjara­samn­ingum myndu heild­ar­laun vera aðlöguð að hrein­um, greiddum launum ásamt líf­eyr­is- og félags­gjöld­um. Þetta myndi vera gert í skrefum á um það bil ára­tug, árin 2020 til 2030, og væru mis­mun­andi þrep virð­is­auka­skatts þá jafn­framt afnumin en þess í stað tek­inn upp altækur 13% skattur er tæki til alls virð­is­auka, án und­an­tekn­inga – af hvers kyns útseldri vöru og útseldri vinnu og þjón­ustu og af hvers kyns fjár­magnstekj­um, arði, vöxtum og leigu, eða hver ann­ars sem virð­is­auk­inn væri. Enda væri þá ekki neinum ann­ars konar sköttum af tekjum til að dreifa – hvorki af búskap né sjáv­ar­út­vegi, ekki af áliðju frekar en af fjöl­miðl­un, ekki af bóka­út­gáfu frekar en af heil­brigð­is­þjón­ustu, ekki af mennta­greinum frekar en af öðrum upp­eld­is­grein­um, ekki frekar en af íþróttum eða af list­um.

Auglýsing
Í stuttu máli sagt, þá væri tekju­skattur ekki greiddur af neins konar rekstri, arði eða hagn­aði né af launum eða líf­eyri eða af styrkjum eða bótum – sama hvort Sam­herji ætti í hlut eða SÁA, Rauði krossinn, bank­arn­ir, IKEA, skólar eða spít­alar lands­ins, Krónan eða Bón­us, sama hvort rekstr­ar­tekjur ættu í hlut, arð­ur, vext­ir, leig­ur, laun eða hvers kyns líf­eyr­ir, fram­lög, bæt­ur.

Nátt­úr­u­notin væru sund­ur­greind á þann veg að greitt væri því sem næst beint fyrir það sem fólgið er í jarð­ar­gróð­an­um. Því háð­ari sem atvinnu­rekstur væri gróð­anum í hinum ýmsu myndum tak­mark­aðra nátt­úru­hlunn­inda og gæða, og við sjálf gróð­anum háð­ari sem ein­stak­ling­ar, þeim mun frekar kæmu hin ýmsu gjöld við sögu – kolefn­is­gjöld og ígildi þeirra gjalda og jafn­framt orku­gjöld er lögð væru á alla raf­orku­notk­un, í litlum sem stórum mæli, og á alla heita­vatns­notk­un, sem og hin ýmsu gjöld fyrir marg­vís­leg önnur not af umhverf­inu, veiði­rétt­ar­gjöld, veggjöld, fast­eigna­gjöld – allt eftir eðli og áherslum rekstrar eða eftir þeim lífsmáta sem við kysum okkur sem ein­stak­ling­ar. Þá myndi líka blasa við gjör­breytt bók­hald hins opin­bera, jafnt sem allra ann­arra, þó að vissu­lega væri það ekki alveg ger­ils­neytt auka­krón­um. Hins vegar myndi galdr­a­nna gæta svo lítið að gjald­mið­ill­inn krónan sýndi þá því sem næst rétta vog – sem næst gulls ígildi – raun­virði lands­fram­leiðslu jafnt sem nán­ast rétt orku ígildi, raun­virði hinna marg­vís­legu þátta er þjóð­hag­fræði lýtur að. .

Þeim mun betur sem við förum með græna orku, þeim mun meira verður til skipt­anna, þeim mun auð­veld­ara veit­ist okkur að skipta út óhreinni orku fyrir hreinni orku. Svo lengi sem við leggjum ekki raun­veru­leg afnota­gjöld á orku­not­in, hvers eðlis sem orkan ann­ars er, og gjöld á hvers kyns krefj­andi not af nátt­úru og umhverfi og gjöld á alla meng­un, þá munum við sóa orkunni og ganga æ verr um heim­inn. Væri þó eng­inn knú­inn til að bera meiri álögur í heild en áður, en þeim mun fleiri hefðu þá skýrt val um not af nátt­úr­unni – meiri eða minni – sem afnota­gjöldin lægju ljósar fyr­ir.

Nánar um sund­ur­grein­ingu nátt­úr­u­not­anna: www.braut­ir.­net/orku­pakki

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar