Sólmyrkvi og skítkast

Líf Magneudóttir
solmyrkvi.jpg
Auglýsing

Þeir sem fylgj­ast með breskum fjöl­miðlum eru alvanir frétt­um, oft með miklum ólík­inda­blæ, af skólum sem banna hitt og þetta hver­dags­lega fyr­ir­bærið í nafni póli­tísks rétt­trún­aðar eða fjöl­menn­ing­ar­stefnu á villi­göt­um. Í sumum til­vikum byggja fréttir þessar á raun­veru­legum dæm­um, en oftar en ekki er bara hálf sagan sönn eða að um hreinar flökku­sagnir er að ræða.

Ástæða þess að fréttir sem þessar eru blásnar út af fjöl­miðlum er póli­tísk. Slíkum frétta­flutn­ingi er ætlað að næra þá hug­mynd að sam­fé­lag­inu sé stýrt af sturluðu for­ræð­is­hyggju­fólki sem skorið hafi upp herör gegn gömlum gildum og vilji helst banna bæði músa­stiga og svína­kjöt. Þetta er orð­ræða íhalds­fólks­ins sem vill ekki horfast í augu við fjöl­breyti­legra sam­fé­lag og lítur á sér­hverja breyt­ingu sem ögrun.

Fram­setn­ing Ragn­ars Þórs daðrar við  sömu orð­ræðu og fólkið sem kennir útlend­ing­um, háværum minni­hluta­hópum og þeim sem ekki hafa sömu trú­ar- og lífs­skoð­anir og meiri­hlut­inn um „ves­en“ og heimtu­frekju.

Auglýsing

Ragnar Þór Pét­urs­son, sá ann­ars frjói og skap­andi skóla­mað­ur, leitar í smiðju slíkra frétta í pistli sínum á Kjarn­anum í gær. Hann tekur upp frétt úr bresku press­unni um barna­skóla­stjóra sem á að hafa neitað nem­endum sínum um að horfa á sól­myrk­vann á dög­un­um, að sögn, vegna þess að slíkt kynni að stang­ast á við menn­ing­ar­legan bak­grunn ein­hverra barn­anna. Þessi saga, sem hefur tals­verðan ólík­inda­blæ, verður Ragn­ari Þór efni í veg­legan strá­mann: Fræðslu­yf­ir­völd í Reykja­vík sem eigi að hafa viljað meina börnum að horfa á sól­myrk­vann af menn­ing­ar- og trúar­á­stæð­um.

Fram­setn­ing Ragn­ars Þórs daðrar við  sömu orð­ræðu og fólkið sem kennir útlend­ing­um, háværum minni­hluta­hópum og þeim sem ekki hafa sömu trú­ar- og lífs­skoð­anir og meiri­hlut­inn um „ves­en“ og heimtu­frekju. Og svo er hún líka kol­röng.

Hug­sjón­ar­menn og reglu­verkNú þykir mér fram­tak Sæv­ars og for­svars­manna hjá Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lag­inu vera frá­bært og eiga hann og félagið miklar þakkir skildar fyrir vinnu sína og elju­semi. Þar eru á ferð­inni hug­sjóna­menn sem vilja vekja áhuga sem flestra á him­in­geimnum og töfrum hans og þá sér í lagi vekja fræðslu­þorsta grunn­skóla­barna um þann magn­aða heim sem við búum í. Auk þess má líta á þetta virð­ing­ar­verða fram­tak sem góða við­bót við raun­greina­kennslu skól­anna. Það sem hefur hins vegar skyggt á þennan skemmti­lega við­burð virð­ist vera umræðan um gagn­semi og ætlun við­mið­un­ar­regla Reykja­vík­ur­borgar um gjafir til skóla­barna og mark­aðs­starf í skólum og síðan skít­kast sem Sævar og félagar fengu yfir sig frá fólki sem ekki fékk gef­ins gler­augu. Sitt sýn­ist þó hverjum um regl­urnar og hafa þónokkrir látið í sér heyra að þeim þyki skömm að því að grunn­skóla­börn í Reykja­vík fái ekki að eiga gler­augun heldur séu sól­myrkvagler­augun eign skól­anna. Í ein­hverjum til­fellum fær­ist hiti og til­finn­inga­semi í leik­inn og menn upp­nefna fólk, ráð­ast að per­sónu þeirra sem hafa aðra skoðun en þeir sjálfir og snúa út úr því sem er sagt. Er grein Ragn­ars að mörgu leyti með þeim hætti og beind­ist gremja hans m.a. að mér í þetta sinn. Við því vil ég bregð­ast.

Stendur vilji minn til þess að farið verði í víð­tækt sam­ráðs­ferli. Umræða und­an­far­inna mán­aða hefur sýnt að margir hafa sterkar skoð­anir á mark­aðs­starfi í skólum.

RÚV leit­aði til mín sem vara­for­manns skóla- og frí­stunda­ráðs og innti eftir við­brögðum við umræðu um að reyk­vísk börn fái ekki sól­myrkvagler­augu til eign­ar. Benti ég á að vegna til­mæla mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins frá 2005, í tíð Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, hefðu sveit­ar­fé­lögin átt að setja sér við­mið um kynn­ingar og aug­lýs­ingar í skólum vegna síauk­ins ágangs m.a. fyr­ir­tækja í að afhenda skóla­börnum ýmiss konar varn­ing til eign­ar. Hér er kannski rétt að rifja upp að fyrir hrun veittu fyr­ir­tæki miklu fé til mark­aðs­starfs og höfðu sum þeirra áhuga á að fá aðstöðu í grunn­skólum til þess að koma boð­skap sínum á fram­færi. Vegna hruns­ins breytt­ist ástandið svo á einni nóttu sem skýrir mögu­lega hvers vegna regl­urnar hafa ekki verið mikið í deigl­unni.

Fram­kvæmda­svið mennta­mála í Reykja­vík réðst á sínum tíma í að setja sér slíkar vinnu­reglur sem farið hefur verið eftir hingað til. Eftir að skóla- og frí­stunda­svið var stofnað nýlega var kall­aður til þver­fag­legur starfs­hópur skóla­stjóra, grunn­skóla­kenn­ara, frí­stunda­fræð­inga, leik­skóla­kenn­ara og fleiri sem end­ur­skoð­uðu þær reglur sem höfðu verið í gildi frá því að mennta­mála­ráðu­neytið sendi sveit­ar­fé­lög­unum til­mæl­in. Var það líka gert vegna nýs álits umboðs­manns barna og mik­illar óvissu skóla­stjórn­enda í Reykja­vík um hvernig ætti að bregð­ast við marg­vís­legum til­boðum og gjöfum á skóla­tíma barna og starfs­tíma kenn­ara. Kall­aði skóla­sam­fé­lagið jafn­framt eftir sam­ræm­ingu og óskaði eftir ein­hvers konar verk­lagi og við­mið­um. Þegar áður­nefndur starfs­hópur lauk starfi sínu voru sett ákvæði um að end­ur­skoða regl­urnar að ári lið­inu. Sú end­ur­skoðun á að fara fram í ár og stendur sú vinna nú yfir.  Stendur vilji minn til þess að farið verði í víð­tækt sam­ráðs­ferli. Umræða und­an­far­inna mán­aða hefur sýnt að margir hafa sterkar skoð­anir á mark­aðs­starfi í skól­um.

„Pay it forward“Í við­tal­inu í hádeg­is­fréttum RÚV benti ég einnig á að í raun­inni væru regl­urnar til við­mið­unar og skóla­stjórar ættu síð­asta orð­ið. Vissu­lega eru sterk rök fyrir því að far­sæl­ast sé að skóla­stjórn­endur í Reykja­vík séu sam­stíga í þessum efnum þótt ekki séu allir alltaf sömu skoð­un­ar. Ég sagð­ist einnig skilja bæði sjón­ar­miðin um að börnin fengju gler­augun til eignar og að skól­arnir ættu að halda eftir gler­aug­unum sem kennslu­gagni en það væri ekki mitt að stjórna hvað yrði gert.  Það liggja hins vegar marg­vís­leg rök fyrir því að skól­arnir fái gler­augun til eignar og finn­ast mér end­ur­nýt­ingarökin og sjálf­bærni­hug­myndin vega þar þyngst. Gler­augun geta líka nýst sem kennslu­gagn þó sól­myrk­vinn sé lið­inn.

Ekki datt mér í hug að ég yrði ásökuð um hvít­ingja­hroka og skiln­ings­leysi fyrir að viðra slíka hug­mynd. Hefði sól­myrk­vinn næst orðið í Bristol og hefði ég tekið þann bæ sem dæmi held ég að mönnum hefði ekki þótt til­efni til að kalla mig hrokagikk.

Á Face­book­síðu minni viðr­aði ég síðan þá hug­mynd að það gæti verið snið­ugt fyrir Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagið að safna gler­aug­unum saman (eða eftir á að hyggja kannski hver skóli fyrir sig) og senda þau á næsta stað, í næsta skóla, þar sem yrði sól­myrkvi. Google sýndi mér að næsti sól­myrkvi yrði á Súmötru og í Austur Evr­ópu. Ákvað ég að nefna Súmötru í Indónesíu þá sem dæmi. Hug­myndin er ekki ný af nál­inni og er eins konar „pay it forward“ hug­mynd.  Ekki datt mér í hug að ég yrði ásökuð um hvít­ingja­hroka og skiln­ings­leysi fyrir að viðra slíka hug­mynd. Hefði sól­myrk­vinn næst orðið í Bristol og hefði ég tekið þann bæ sem dæmi held ég að mönnum hefði ekki þótt til­efni til að kalla mig hroka­gikk.

Ragnar vegur ómak­lega að mér í grein sinni, snýr vís­vit­andi út úr fyrir mér og segir að ég hafi brugð­ist ókvæða við og þekki ekki skömm mína. Hann lætur svo líta út að afstaða Reykja­víkur sé kjána­leg og ein­staka stjórn­mála­menn, sem hann telur að hafi aðra skoðun á mál­inu en hann sjálf­ur, séu skiln­ings­sljóir og vit­laus­ir. Að mínu viti bætir slík fram­ganga ekki umræð­una um reglur Reykja­vík­ur­borg­ar.

Mál­efna­legri umræðuFrum­kvæði Stjörnu­skoð­an­ar­fé­lags­ins var vissu­lega lofs­vert og tryggði það, sem mestu máli skipt­ir, að reyk­vísk grunn­skóla­börn fengu að njóta sól­myrk­vans hvort sem gler­augun voru til einka­eignar eður ei. Það náð­ist líka sátt um að dreifa þeim í skól­unum undir þeim for­merkjum að þau yrðu eign skól­anna. Nú má í sjálfu sér alveg velta því fyrir sér hvort skól­arnir ættu ekki að vera með­vit­aðri um slíka stór­við­burði og verða sér úti um sól­myrkvagler­augun sjálfir en það kallar á enn aðra umræðu. Allt tal um eign­ar­nám á gjöfum til barna er hins vegar lang­sótt.

Reglur eins og þær sem hér eru til umræðu verða ekki til uppúr þurru eða vegna ráð­ríkis og for­ræð­is­hyggju fárra. Regl­urnar áttu sér aðdrag­anda eins og rakið hefur ver­ið. Þær voru unnar af ólíku fólki úr ýmsum átt­um; jafnt fag­fólki sem full­trúum for­eldra. Eins og alltaf eru regl­urnar mann­anna verk og má ræða þær, breyta þeim og bæta þær, ef til­efni þykir til. Hins vegar á umræðan ekki að snú­ast um ein­staka per­sónur þar sem afstaða þeirra er afgreidd án umhugs­unar með gíf­ur­yrðum og upp­hróp­unum og jafn­vel rang­færsl­um. Leggj­umst frekar á eitt að skilja hvert annað og temja okkur kurt­eisi þegar við ræðum um mál sem snerta okkur flest, börnin okkar og menntun þeirra, þó að við kunnum að vera ósam­mála endrum og sinn­um. Ræðum mál­efnin en sleppum ómál­efna­legu skít­kasti á per­sónur manna. Slík umræða skilar okkur marg­falt meiru.

Höf­undur er vara­for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None