Sönn saga um forgangsröðun fjármuna

14264829168.d500121b62.z-1.jpg
Auglýsing

Kristinn Karl Brynjarsson Krist­inn Karl Brynjars­son

Fyrrum stjórn­ar­flokk­ar, Sam­fylk­ing og Vinstri græn­ir, tala nú fyrir því og krefj­ast þess að for­gangs­raðað sé í þágu grunn­þjón­ustu. Eitt­hvað lítið fór fyrir slíkri for­gangs­röðun hjá þessu fólki er það sat í rík­is­stjórn.

Reyndar stóðu menn lengst af blóð­ugir upp fyrir axlir í nið­ur­skurði í vel­ferðar og heil­brigð­is­málum á valda­tíma hinnar nor­rænu vel­ferð­ar­stjórn­ar. Á meðan stóðu svo fjár­hirslur rík­is­ins galopnar fyrir eft­ir­lits­iðn­að­inn umhverf­is­mál, menn­ingu, utan­rík­is­mál og ýmis félags­mál. Eða í flest annað en heil­brigðis og vel­ferð­ar­mál.

Auglýsing

Farið var í stórt atvinnu­átak, að mati þáver­andi stjórn­valda. Átak sem að mestu gekk út á það að tvö­falda fram­lög til lista­manna­launa. Fram­lög til Vatna­jök­uls­þjóð­garðs voru svo aukin um 498%.

Banka­sýsla rík­is­ins og Fjöl­miðla­nefnd eru svo dæmi í um nýjar stofn­anir frá síð­asta kjör­tíma­bili, með tak­mark­aða gagn­semi, en sjálf­virka útgjalda­aukn­ingu ár frá ári.

Á meðan allt þetta gekk á var gríð­ar­legur halli á fjár­lög­um. Jafn­vel mun meiri halli en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir. Árin 2010 og 2011 var hall­inn 40 millj­örðum meiri , hvort ár, en fjár­lög þess­ara ára gerðu ráð fyr­ir.

Það var ekki fyrr en í fjár­lögum 2013 (kosn­inga­fjár­lögum vel­ferð­ar­stjórn­ar­inn­ar) sem að heil­brigðis og vel­ferð­ar­mál, nutu ein­hverrar náðar vel­ferð­ar­stjórn­ar­innar nor­rænu, með auknum fjár­fram­lög­um.

Á því eina og hálfa ári sem núver­andi rík­is­stjórn hefur verið við völd, hafa fram­lög til heil­brigð­is­mála auk­ist um ca. 20%, að teknu til­liti til verð­lags­breyt­inga. Sam­hliða því sem rík­is­sjóður hefur verið rek­inn með afgangi. Svo miklum að á yfir­stand­andi ári er afkoma rík­is­sjóðs 40 millj­örðum betri en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir.

Það má því alveg segja það um þá félaga í Sam­fylk­ingu og Vinstri græn­um, að þeim láti það best að krefj­ast þess af öðrum að for­gangs­raða fjár­munum almenn­ings í þágu þeirra mála­flokka er við getum flest öll verið sam­mála um að þeim sé for­gangs­raðað í.

Enda virð­ast þessir tveir flokk­ar, sem á tylli­dögum kenna sig við, jöfn­uð, vel­ferð og rétt­læti, ekki vera færir um annað en að for­gangs­raða fjár­munum í þágu eigin vin­sælda.

Höf­undur er verka­maður og á sæti í fram­kvæmda­stjórn verka­lýðs­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None