Starfsmenn Fiskistofu beygðu sjávarútvegsráðherra

14597898315_8e1f3bdb2a_o-1.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og lands­bún­að­ar­ráð­herra, hefur greint frá því að hætt hafi verið við hraðan flutn­ing Fiski­stofu til Akur­eyr­ar. Hann seg­ist reyndar ekki lengur leggja allt kapp á að áætl­anir um að klára flutn­ing­inn á þessu ári stand­ist. En nið­ur­staðan er skýr, Fiski­stofa verður ekki flutt í bráð til Akur­eyr­ar. Að minnsta kosti ekki fyrr en heim­ild til þess fæst hjá Alþingi.

Þessi U-beygja ráð­herr­ans er mik­ill sigur fyrir starfs­fólk Fiski­stofu, sem hefur verið mjög gagn­rýnið á ákvörð­un­ina um flutn­ing stofn­un­ar­innar allt frá því að til­kynnt var um hana síð­asta sum­ar. Starfs­fólkið ætlar enda ekki að flytja með. Þ.e. fyrir utan for­stjóra Fiski­stofu.

Mót­mæli starfs­fólks­ins hófust nán­ast sam­stundis eftir að til­kynnt var um ákvörð­un­ina um flutn­ing­inn. Í lok júní sendi það frá sér yfir­lýs­ingu þar sem það gangn­rýndi „vinnu­brögð stjórn­valda við þá aðferð­ar­fræði leift­urárásar sem beitt var“, þeir töldu veru­legan vafa á því að heim­ild væri fyrir flutn­ing­unum í lögum og sögðu að ákvörð­un­in, ásamt ummælum for­sæt­is­ráð­herra um flutn­ing stofn­ana út á land, gerðu það að verkum að starfs­ör­yggi starfs­manna opin­berra stofn­ana væri „háð ­geð­þótta­á­kvörð­unum valda­­manna, sem minna frem­ur á vinn­u­brögð í alræð­is­­ríkj­um en það sem við væri að bú­­ast í nú­­tíma­­legu, lýð­ræð­is­­legu sam­­fé­lag­i“. Félag stjórn­sýslu­fræð­inga tóku undir með starfs­mönn­unum skömmu síðar í ályktun þar sem sagði að ákvörð­unin væri ekki í anda vand­aðrar stjórn­sýslu.

Auglýsing

Í sept­em­ber sendi starfs­fólkið síðan frá sér til­kynn­ingu þar sem sagði m.a. að hug­myndir um flutn­ing Fiski­stofu væru „vinnu­brögð sem ættu ekki að tíðkast í sið­uðu sam­fé­lag­i“.

Borg­ar­ráð Reykja­víkur og bæj­ar­ráð Hafn­ar­fjarðar hopp­uðu síðar á vagn­inn og gagn­rýndi flutn­ing Fiski­stofu harð­lega. Ákvörð­unin sé dæmi um óund­ir­bú­inn og óvand­aðan flutn­ing stofn­un­ar.

Í byrjun des­em­ber mættu um 40 starfs­menn Fiski­stofu í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið í von um að hitta ráð­herrann, eftir að hafa reynt að ná í hann í tæpar þrjár vik­ur. Sig­urður Ingi var ekki við en starfs­menn­irnir lásu upp áskor­un. Þar sagði m.a. :„Þú [Sig­urður Ingi] yrðir maður að meiri og um leið leidd­ir þú málið út úr því öng­stræti sem það er komið í. Er­indi umboðs­manns Alþing­is ætti eitt og sér að nægja til að vekja þig til um­hugs­un­­ar“.

Fyrr­ver­andi Fiski­stofu­stjóri sagði í kjöl­farið að hinn fyr­ir­hug­aði flutn­ingur væri „óskilj­an­legt glapræð­i“.

Starfs­menn­irnir héldu áfram mót­þróa sínum og í jan­úar sendu þeir athuga­semdir til umboðs­manns Alþingis vegna flutn­ings stofn­un­ar­innar. Þar sagði að „ráð­herra getur ekki bent á laga­heim­ildir fyrir ákvörðun sinni, sem eðli­legt er, þar sem þær eðli máls­ins sam­kvæmt finn­ast ekki.[...] Þótt vissu­lega mætti fagna því ef ráð­herra hefði enga ákvörðun tekið hér að lút­andi, er sú stjórn­sýsla sem fólst í ákvörðun ráð­herra og nú í svari hans stór­lega ámæl­is­verð. Ákvörð­unin hefur verið mjög skað­leg stofn­un­inni, við­skipta­vinum henn­ar, en ekki síst starfs­mönnum Fiski­stofu og fjöl­skyldum þeirra“.

Og nú hefur verið hætt við flutn­ing­inn, að minnsta kosti tíma­bund­ið. Starfs­menn Fiski­stofu hljóta að skála fyrir þessum áfanga­sigri þótt stríð­inu um atvinnu þeirra sé sann­ar­lega ekki lok­ið.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None