Starfsmenn forgangsraða í þágu heilsu og vellíðanar

Ingrid Kuhlman skrifar um þróunina sem á sér stað í vinnuumhverfinu.

Auglýsing

Soci­ety of Human Reso­urce Mana­gement greindi frá því nýlega að tæp­lega fjórar millj­ónir banda­rískra starfs­manna hefðu sagt starfi sínu lausu í hverjum mán­uði árs­ins 2021. Þró­unin hefur haldið áfram á þessu ári en tæp­lega 4,3 millj­ónir starfs­manna hættu sjálf­vilj­ugir störfum í jan­úar einum og það er ekk­ert sem bendir til þess að þess­ari starfatil­færslu muni ljúka í bráð. Þró­unin virð­ist vera á heims­vísu sam­kvæmt gögnum frá OECD. Hér heima leiddi könnun Gallup, sem fram­kvæmd var í febr­úar sl. meðal starf­andi fólks á aldr­inum 25-64 ára, í ljós að 50% svar­enda eru að leita að eða opnir fyrir nýjum starfstæki­fær­um.

Þegar við hægðum aðeins á okkur vegna heims­far­ald­urs­ins fengu margir rými til að líta inn á við, end­ur­meta líf sitt og skoða áhrif starfs síns á and­lega heilsu og líð­an. Margir fundu fyrir löngun til að finna meiri lífs­fyll­ingu í lífi og starfi. Könnun Pew Res­e­arch Center leiddi í ljós að meira en helm­ingur þeirra sem hættu störfum árið 2021 gerðu það vegna þess að þeir upp­lifðu skort á virð­ingu eða töldu sig ekki hafa næg tæki­færi til að þró­ast í starfi. Aðrar ástæður voru skortur á sveigj­an­leika, of langir vinnu­dagar og umönn­un­ar­vanda­mál.

Lík­lega mun þessi mikla breyt­ing marka þátta­skil fyrir fram­tíð vinn­unn­ar. Hún sendir vinnu­veit­endum skýr skila­boð. Ef vinnu­staðir vilja halda í sam­keppn­is­hæf­ustu starfs­menn­ina munu þeir þurfa að breyta menn­ingu sinni í þágu sam­þætt­ingar starfs og einka­lífs og sveigj­an­leika. En hvað getur hún kennt starfs­mönnum um það hvernig störf þeirra sam­ræm­ast því hvernig þeir vilja lifa líf­inu? Hér eru fimm atriði sem starfs­menn þurfa að hafa í huga:

1. Kulnun er ekki sjálf­bær

Að sögn Amer­ican Psycholog­ical Assici­ation upp­lifðu margir banda­rískir starfs­menn kulnun á árunum 2020 og 2021. Í könnun félags­ins á vinnu og vellíðan frá 2021 greindu 36% svar­enda frá vits­muna­legri þreytu, 32% sögð­ust upp­lifa til­finn­inga­lega þreytu og 44% greindu frá lík­am­legri þreytu, sem er 38% aukn­ing frá 2019.

Auglýsing
Fyrir heims­far­ald­ur­inn gætu sumir hafa sætt sig við stans­lausa streitu og mögu­leik­ann á kulnun en núna hafa margir áttað sig á því að vinnu­staður sem reiðir sig á útkeyrðum og útbrunnum starfs­mönnum er ekki sjálf­bær til lengri tíma lit­ið. Auk þess kemur þetta í veg fyrir að við getum blómstrað á öðrum sviðum lífs­ins. Síð­ustu tvö ár hafa því kennt vinnu­stöð­um, stjórn­endum og starfs­mönnum mik­il­vægi þess að hlúa að sjálfum sér og finna vinnu- og lífs­hætti sem þjóna þeim bet­ur.

2. Per­sónu­leg ábyrgð er lyk­il­at­riði

Heims­far­ald­ur­inn kenndi okkur að það að for­gangs­raða þörfum okkar eykur ekki bara vellíðan heldur stuðlar líka að betri frammi­stöðu. Sýn okkar á sam­þætt­ingu starfs og einka­lífs hefur breyst og við þurfum að spyrja okkur hvernig við getum blómstrað óháð því sem við kunnum að lenda í. Fyrir suma hefur það að blómstra þýtt að hefja nýjan starfs­feril eða finna nýjan vinnu­stað. Per­sónu­leg ábyrgð okkar felur í sér að taka skref til baka, íhuga málin og for­gangs­raða í þágu heilsu og vellíð­an­ar.

3. Við búum yfir meiri seiglu en við héldum

Það getur verið ógn­vekj­andi að yfir­gefa starf sem þú hafðir náð góðum tökum á og þekk­ingu til að sinna. Það krefst líka hug­rekkis að tjá sig um þarfir sínar við yfir­mann. Heims­far­ald­ur­inn hefur verið mikið nám­skeið í seiglu og aðlög­un­ar­færni og þessa reynslu er hægt að nota til að gera nauð­syn­legar breyt­ing­ar, hvort sem það er að skipta um starf eða ræða við yfir­mann um líðan sína og þarf­ir.

4. Starfs­menn hafa sterk­ari samn­ings­stöðu

Þar sem margir vinnu­staðir hafa misst starfs­menn frá sér und­an­farið eru starfs­menn komnir með nýja og sterk­ari samn­ings­stöðu til að hanna starfs­feril sem gerir þeim kleift að búa til rými fyrir það sem þeir óska eftir í lífi og starfi. Þegar öllu er á botn­inn hvolft vilja stjórn­endur og vinnu­stað­ur­inn halda í sam­keppn­is­hæfa starfs­menn og ná fram því besta hjá öllum starfs­mönn­um. Það er því þess virði að koma á fram­færi hvað muni hjálpa þér við að kom­ast á þann stað, hvort sem það er með aðgangi að geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, því að fá að taka reglu­lega and­legan heilsu­dag, sveigj­an­leika í vinnu­tíma og því hvar þú vinnur verk­efnin af hendi eða hæg­fara end­ur­komu­á­ætlun á skrif­stof­una eftir far­ald­ur­inn.

5. Félags­leg tengsl skipta öllu

Á meðan á heims­far­aldr­inum stóð varð eitt ljóst: Tengsl okkar við aðra skipta sköpum fyrir ham­ingju okk­ar. Við upp­lifðum tölu­verðar tak­mark­anir á félags­legum sam­skiptum og það hafði nei­kvæð áhrif á and­lega heilsu okk­ar. Það er því mik­il­vægt að hafa tengslin við okkar nán­ustu í huga í vinnu­sam­band­inu. Við ættum ekki að upp­lifa skömm eða ótta við að taka frí til að fara á tón­leika barn­anna okkar eða stimpla okkur fyrr út til að njóta kvöld­verðar með fjöl­skyld­unni. Það eru jú þessu tengsl sem veita okkur orku og fá okkur til að standa okkur vel í vinn­unni.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar