Þér er ekki boðið

Jón Steindór Valdimarsson segir að þjóð sem skapi tóm vandræði að mati formanns Sjálfstæðisflokksins virðist ekki eiga neitt erindi í lýðræðisveislu flokks hans.

Auglýsing

Óhætt er að segja að það hafi verið grát­bros­legt að hlusta á for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins þegar hann tjáði sig á Alþingi um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald aðild­ar­við­ræðna við ESB. For­manni flokks þar sem lýð­ræð­is­veislur ber gjarnan á góma.

Ekki er að heyra for­mað­ur­inn hafi hug á að bjóða þjóð­inni í þess lags veislu. Þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í rík­is­stjórn er greini­lega trygg­ast að spyrja þjóð­ina ekki neins nema alveg öruggt sé að svarið verði í sam­ræmi við skoð­anir og vilja Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sam­starfs­flokka hans. 

Þá vitum við það. Nið­ur­staðan er sem sagt sú að óþarft er að spyrja þjóð­ina nokk­urs hlut­ar. Lýð­ræð­is­veislan er háð eign­ar­haldi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Engum skal bjóða í þá veislu nema skoð­anir séu kór­rétt­ar.

Auglýsing
Formaður Sjálf­stæð­is­flokks­ins er höf­undur hins fræga hug­taks: póli­tískur ómögu­leiki. Sá ómögu­leiki fól í sér að for­mað­ur­inn átti engan annan kost en að svíkja gefin lof­orð um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald aðild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið. Lof­orð sem hann gaf afdrátt­ar­laust fyrir kosn­ingar á sínum tíma.

Nú hefur for­mað­ur­inn bætt um betur og bent á að auð­vitað skapi það tóm vand­ræði ef þjóðin felur Alþingi og rík­is­stjórn verk­efni. Tóm vand­ræði fyrir hvern? Varla er það þjóðin sem lendir í vanda, nei það er for­mað­ur­inn sjálf­ur.

Ekki hvarflar að for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins að koma í veg fyrir þessi tómu vand­ræði með því að rík­is­stjórn og Alþingi sem lendir í því að vera í and­stöðu við þjóð­ar­vilj­ann víki til hliðar og aðrir taki við sem treysta sér til þess að verða vand­ræða­laust við þjóð­ar­vilj­an­um.

Nei, það sam­ræm­ist ekki þeirri lýð­ræð­is­veislu sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stendur fyr­ir. Nýju kenn­ing­unni um tóm vand­ræði er ætlað að skýra það og rétt­læta. Það er nefni­lega þannig að þjóð sem skapar tóm vand­ræði á ekk­ert erindi í lýð­ræð­is­veislu.

Þér er ekki boðið eru skila­boðin sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendir þjóð­inni.

Höf­undur er vara­þing­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar