Starfsmenn forgangsraða í þágu heilsu og vellíðanar

Ingrid Kuhlman skrifar um þróunina sem á sér stað í vinnuumhverfinu.

Auglýsing

Soci­ety of Human Reso­urce Mana­gement greindi frá því nýlega að tæp­lega fjórar millj­ónir banda­rískra starfs­manna hefðu sagt starfi sínu lausu í hverjum mán­uði árs­ins 2021. Þró­unin hefur haldið áfram á þessu ári en tæp­lega 4,3 millj­ónir starfs­manna hættu sjálf­vilj­ugir störfum í jan­úar einum og það er ekk­ert sem bendir til þess að þess­ari starfatil­færslu muni ljúka í bráð. Þró­unin virð­ist vera á heims­vísu sam­kvæmt gögnum frá OECD. Hér heima leiddi könnun Gallup, sem fram­kvæmd var í febr­úar sl. meðal starf­andi fólks á aldr­inum 25-64 ára, í ljós að 50% svar­enda eru að leita að eða opnir fyrir nýjum starfstæki­fær­um.

Þegar við hægðum aðeins á okkur vegna heims­far­ald­urs­ins fengu margir rými til að líta inn á við, end­ur­meta líf sitt og skoða áhrif starfs síns á and­lega heilsu og líð­an. Margir fundu fyrir löngun til að finna meiri lífs­fyll­ingu í lífi og starfi. Könnun Pew Res­e­arch Center leiddi í ljós að meira en helm­ingur þeirra sem hættu störfum árið 2021 gerðu það vegna þess að þeir upp­lifðu skort á virð­ingu eða töldu sig ekki hafa næg tæki­færi til að þró­ast í starfi. Aðrar ástæður voru skortur á sveigj­an­leika, of langir vinnu­dagar og umönn­un­ar­vanda­mál.

Lík­lega mun þessi mikla breyt­ing marka þátta­skil fyrir fram­tíð vinn­unn­ar. Hún sendir vinnu­veit­endum skýr skila­boð. Ef vinnu­staðir vilja halda í sam­keppn­is­hæf­ustu starfs­menn­ina munu þeir þurfa að breyta menn­ingu sinni í þágu sam­þætt­ingar starfs og einka­lífs og sveigj­an­leika. En hvað getur hún kennt starfs­mönnum um það hvernig störf þeirra sam­ræm­ast því hvernig þeir vilja lifa líf­inu? Hér eru fimm atriði sem starfs­menn þurfa að hafa í huga:

1. Kulnun er ekki sjálf­bær

Að sögn Amer­ican Psycholog­ical Assici­ation upp­lifðu margir banda­rískir starfs­menn kulnun á árunum 2020 og 2021. Í könnun félags­ins á vinnu og vellíðan frá 2021 greindu 36% svar­enda frá vits­muna­legri þreytu, 32% sögð­ust upp­lifa til­finn­inga­lega þreytu og 44% greindu frá lík­am­legri þreytu, sem er 38% aukn­ing frá 2019.

Auglýsing
Fyrir heims­far­ald­ur­inn gætu sumir hafa sætt sig við stans­lausa streitu og mögu­leik­ann á kulnun en núna hafa margir áttað sig á því að vinnu­staður sem reiðir sig á útkeyrðum og útbrunnum starfs­mönnum er ekki sjálf­bær til lengri tíma lit­ið. Auk þess kemur þetta í veg fyrir að við getum blómstrað á öðrum sviðum lífs­ins. Síð­ustu tvö ár hafa því kennt vinnu­stöð­um, stjórn­endum og starfs­mönnum mik­il­vægi þess að hlúa að sjálfum sér og finna vinnu- og lífs­hætti sem þjóna þeim bet­ur.

2. Per­sónu­leg ábyrgð er lyk­il­at­riði

Heims­far­ald­ur­inn kenndi okkur að það að for­gangs­raða þörfum okkar eykur ekki bara vellíðan heldur stuðlar líka að betri frammi­stöðu. Sýn okkar á sam­þætt­ingu starfs og einka­lífs hefur breyst og við þurfum að spyrja okkur hvernig við getum blómstrað óháð því sem við kunnum að lenda í. Fyrir suma hefur það að blómstra þýtt að hefja nýjan starfs­feril eða finna nýjan vinnu­stað. Per­sónu­leg ábyrgð okkar felur í sér að taka skref til baka, íhuga málin og for­gangs­raða í þágu heilsu og vellíð­an­ar.

3. Við búum yfir meiri seiglu en við héldum

Það getur verið ógn­vekj­andi að yfir­gefa starf sem þú hafðir náð góðum tökum á og þekk­ingu til að sinna. Það krefst líka hug­rekkis að tjá sig um þarfir sínar við yfir­mann. Heims­far­ald­ur­inn hefur verið mikið nám­skeið í seiglu og aðlög­un­ar­færni og þessa reynslu er hægt að nota til að gera nauð­syn­legar breyt­ing­ar, hvort sem það er að skipta um starf eða ræða við yfir­mann um líðan sína og þarf­ir.

4. Starfs­menn hafa sterk­ari samn­ings­stöðu

Þar sem margir vinnu­staðir hafa misst starfs­menn frá sér und­an­farið eru starfs­menn komnir með nýja og sterk­ari samn­ings­stöðu til að hanna starfs­feril sem gerir þeim kleift að búa til rými fyrir það sem þeir óska eftir í lífi og starfi. Þegar öllu er á botn­inn hvolft vilja stjórn­endur og vinnu­stað­ur­inn halda í sam­keppn­is­hæfa starfs­menn og ná fram því besta hjá öllum starfs­mönn­um. Það er því þess virði að koma á fram­færi hvað muni hjálpa þér við að kom­ast á þann stað, hvort sem það er með aðgangi að geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, því að fá að taka reglu­lega and­legan heilsu­dag, sveigj­an­leika í vinnu­tíma og því hvar þú vinnur verk­efnin af hendi eða hæg­fara end­ur­komu­á­ætlun á skrif­stof­una eftir far­ald­ur­inn.

5. Félags­leg tengsl skipta öllu

Á meðan á heims­far­aldr­inum stóð varð eitt ljóst: Tengsl okkar við aðra skipta sköpum fyrir ham­ingju okk­ar. Við upp­lifðum tölu­verðar tak­mark­anir á félags­legum sam­skiptum og það hafði nei­kvæð áhrif á and­lega heilsu okk­ar. Það er því mik­il­vægt að hafa tengslin við okkar nán­ustu í huga í vinnu­sam­band­inu. Við ættum ekki að upp­lifa skömm eða ótta við að taka frí til að fara á tón­leika barn­anna okkar eða stimpla okkur fyrr út til að njóta kvöld­verðar með fjöl­skyld­unni. Það eru jú þessu tengsl sem veita okkur orku og fá okkur til að standa okkur vel í vinn­unni.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar