Stjórnlaus leigumarkaður skaðar bernskuna

Formaður Samtaka leigjenda segir að oft hafi verið bent á að húsnæðiskerfið sé grunnur sem öll félagsleg kerfi byggja á. Ef húsnæðiskerfið sé valt sée hætt við að gagnsemi annarra kerfa eyðist.

Auglýsing

Frá sjón­ar­hóli barna eru flutn­ingar eitt það versta sem getur gerst. Þá þarf barnið að kveðja vin­ina og byrja nýtt líf á nýjum stað, í nýju hverfi og nýjum skóla. Það er ekki að ósekju að sagt er að börnin séu þannig rifin upp með rót­um.

Auð­vitað geta flutn­ingar verið nauð­syn­legir og nokkuð sem fjöl­skyldan kýs. Þeim fylgir hins vegar alltaf álag. En það ger­ist líka að fjöl­skyldur flytja á milli hverfa gegn vilja sín­um, fjöl­skyldur sem missa hús­næði sitt og finna ekki annað í hverf­inu sínu og neyð­ast til að flytja í annan bæj­ar­hluta eða í annað byggð­ar­lag. Þetta er raun­veru­leiki leigj­enda á hinum óhefta stjórn­lausa leigu­mark­aði á Íslandi. Þessar fjöl­skyldur ráða ekki lífi sínu, eru háðar duttl­ungum okur­mark­aðar þar sem allt aðrir hags­munir ráða för en öryggi fjöl­skyldna og barna.

Réttur barna til öruggs hús­næðis

Mik­ill skortur er á leigu­hús­næði og leigj­end­ur, þar á meðal margar fjöl­skyldur með börn, búa við mikið óör­yggi. Fyrir nokkrum árum ósk­uðu sam­tök leigj­enda eftir áliti umboðs­manns barna á því hvort ríki og sveit­ar­fé­lög væru að brjóta gegn Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna ann­ars vegar og hús­næð­is­lögum hins vegar með skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart þessum vanda.

Auglýsing
Í svari sínu skrif­aði Mar­grét María Sig­urð­ar­dótt­ir, þáver­andi umboðs­maður barna, árið 2014 að leigu­mark­að­ur­inn væri ótrygg­ur, þannig að mörg börn búa ekki við það öryggi og þann stöð­ug­leika sem þau eiga rétt, sbr. meðal ann­ars 27. gr. Barna­sátt­mál­ans og 11. gr. alþjóða­samn­ings um efna­hags­leg, félags­leg og menn­ing­ar­leg rétt­indi. Mörg dæmi eru um að fólk á leigu­mark­aði þurfi ítrekað að flytja milli hverfa eða sveit­ar­fé­laga. Slíkt getur haft veru­lega nei­kvæð áhrif á líðan og vel­ferð barna, sem þurfa þá að skipta oft um skóla, missa tengsl við vini o.s.frv.

Og hún sagði að brýnt væri að bæta hús­næð­is­málin hér á landi, meðal ann­ars með því að styrkja stöðu for­eldra á leigu­mark­aði. Yfir­völdum ber að setja hags­muni barna í for­gang og sjá til þess öll börn og fjöl­skyldur þeirra hafi tök á því að búa við aðstæður þar sem öryggi, stöð­ug­leiki og vel­ferð þeirra eru tryggð. Umboðs­maður barna benti líka á að þetta ástand stang­að­ist á við mark­mið barna­laga, laga um hús­næð­is­mál og líka ákvæði stjórn­ar­skrá um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem vel­ferð þeirra krefst.

Ástandið grefur undan mark­miðum skóla­náms

Við þetta má bæta að í aðal­námskrá grunn­skóla segir að menntun og vel­ferð nem­enda sé ­sam­eig­in­legt verk­efni heim­ila og skóla og að sam­starfið þurfi að byggj­ast á gagn­kvæmri virð­ingu, trausti, og upp­lýs­inga­miðlun beggja aðila, sam­eig­in­legum ákvörð­unum og sam­á­byrgð. Jafn­framt að mesta áherslu beri að leggja á sam­starf heim­ila og skóla um hvern ein­stak­ling, nám hans og vel­ferð og að bæði heim­ili og skóli sé vett­vangur mennt­un­ar. 

Hvernig á þetta að geta gengið upp þegar börnin eru rifin upp reglu­lega og flutt milli hverfa? Börn sem eru á flandri fá ekki við­un­andi stuðn­ing innan skól­ans, svo ekki sé minnst á börn með sér­þarf­ir. Sífelldir flutn­ingar rjúfa tengsl við skól­ann, kennar­ann og vin­ina og hafa nei­kvæð áhrif á náms­ár­angur barna en líka sjálfs­mynd þeirra og almenna lífs­á­nægju. 

Ekki verður séð að við núver­andi aðstæður hús­næð­is­mála tak­ist það að tryggja öllum börnum við­un­andi náms­að­stæður með traustum tengslum heim­ilis og skóla.

Það hefur oft verið bent á hús­næð­is­kerfið sé grunnur sem öll félags­leg kerfi byggja á. Ef hús­næð­is­kerfið er valt er hætt við að gagn­semi ann­arra kerfa eyð­ist. Það á svo sann­ar­lega við um mark­mið aðal­námskrár. Þau ná til barna sem búa við öryggi, en ekki þeirra sem lifa flökku­lífi vegna ótryggs leigu­mark­að­ar.

Af hverju erum við alltaf bara tvö ár á hverjum stað?

Í nýlegri rann­sókn Her­varar Ölmu Árna­dóttur og Soffíu Hjör­dísar Ólafs­dóttur á fátækt barna á Íslandi bentu þær á að þegar fátæk börn lýstu aðstæðum sínum höfðu þau einna mestar áhyggjur að hús­næð­is­vanda fjöl­skyld­unn­ar, en öllu bjuggu þau í leigu­hús­næði eða hjá skyld­menn­um. Börnin sögð­ust þurfa að flytja oft og stundum að búa langt frá sínum skóla. Fyrir þessar fátæku fjöl­skyldur virk­aði hinn almenni leigu­mark­aður ekki og gat ekki tryggt börnum nægi­legt félags­legt öryggi til að blómstra í námi. 

Börnin voru meðal ann­ars spurð að því hversu oft þau hefðu flutt. Í mörgum svörum mátti sjá þreyt­una og von­leysið sem fylgir eilífum flutn­ing­um: „Mjög oft sem við skiptum alveg um stað. Ég spurði af hverju erum við alltaf bara tvö ár á hverjum stað og pabbi sagði bara, það er ekki satt, stundum erum við hálft ár og stundum eitt ár og stundum þrjú ár. Eins og það breyti ein­hverju!”

Ég er félagi í Sam­tökum leigj­enda og hvet aðra leigj­endur til að ganga í sam­tökin og berj­ast með okkur fyrir rétt­læti. Það er hægt að skrá sig í sam­tökin á leigj­enda­sam­tok­in.is.

Höf­undur er for­maður Sam­taka leigj­enda á Íslandi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar