Stöðugleikinn er stöðnun

Guðmundur Andri Thorsson veltir stefnu núverandi ríkisstjórnar fyrir sér í aðsendri grein. Hann segir að kannski fái Íslendingar það versta úr báðum stefnum vinstri og hægri; miðstýringaráráttu og valdasýki.

Auglýsing

Sumum finnst að með þessari ríkisstjórn fái þeir það besta úr báðum stefnum: vinstri og hægri. Fjármálavit og rekstrarkunnáttu frá hægri en varðstöðu um almannahag og mannréttindi jaðarsettra hópa frá vinstri.

Ég er ekki viss. Kannski fáum við frekar það versta úr báðum stefnum; miðstýringaráráttu og valdasýki. Flokkarnir sameinast um stjórnsemi þegar kemur að opinberum rekstri: Sjálfstæðismenn tortryggja kennara, Samkeppniseftirlitið og starfsfólk Ríkisútvarpsins og vilja hafa hönd í bagga og eftirlit með störfum þeirra – ef þeir leggja ekki hreinlega niður starfsemina eins og Skattrannsóknarstjóra og Nýsköpunarmiðstöðina. Vinstri græn aðhyllast miðstýringu. En Framsókn kinkar kolli til hægri og vinstri á víxl. Og brýn verkefni bíða.

Við sjáum biðlistastefnu ríkisstjórnarinnar í því að nú bíða 700 manns eftir því að komast að í Tækniskólanum. Ráðist var í velheppnað átak til að hvetja fólk til starfsgreinanáms, en svo var eins og gleymdist að gera ráð fyrir nemendunum. Við sjáum biðlistastefnu ríkisstjórnarinnar þó skýrast í heilbrigðismálum þar sem þjáðir sjúklingar mega bíða og bíða og bíða eftir því að komast í nauðsynlegar aðgerðir; þar sem konur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr krabbameinsrannsókn eftir afar illa undirbúna flutninga þessara rannsókna frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans – miðstýringaráráttan – og það eru meira að segja biðlistar barna og unglinga eftir bráðnauðynlegri þjónustu hjá Barna- og unglingageðdeild.

Auglýsing

Ríkisstjórnin sameinast um að grípa ekki til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Hún sameinast um að afgreiða ekki rammaáætlun eða þjóðgarð eða yfirleitt nokkur mál umhverfisráðherra. Hún sameinast um að fara ekki að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrámálinu. Hún sameinast um að halda Íslandi utan við ESB. Hún sameinast um krónuna. Sameinuð stendur hún vörð um skerðingar lífeyris. Ríkisstjórnin er sameinuð um misvægi atkvæða eftir kjördæmum. Samhugur ríkir um áframhald á landbúnaðarstefnunni og ríkisstjórnin stendur vörð um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi. Og þannig koll af kolli. Stóru málin bíða. Stöðugleikinn er stöðnun.

Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar