Stöðugleikinn er stöðnun

Guðmundur Andri Thorsson veltir stefnu núverandi ríkisstjórnar fyrir sér í aðsendri grein. Hann segir að kannski fái Íslendingar það versta úr báðum stefnum vinstri og hægri; miðstýringaráráttu og valdasýki.

Auglýsing

Sumum finnst að með þess­ari rík­is­stjórn fái þeir það besta úr báðum stefn­um: vinstri og hægri. Fjár­mála­vit og rekstr­ar­kunn­áttu frá hægri en varð­stöðu um almanna­hag og mann­rétt­indi jað­ar­settra hópa frá vinstri.

Ég er ekki viss. Kannski fáum við frekar það versta úr báðum stefn­um; mið­stýr­ing­ar­áráttu og valda­sýki. Flokk­arnir sam­ein­ast um stjórn­semi þegar kemur að opin­berum rekstri: Sjálf­stæð­is­menn tor­tryggja kenn­ara, Sam­keppn­is­eft­ir­litið og starfs­fólk Rík­is­út­varps­ins og vilja hafa hönd í bagga og eft­ir­lit með störfum þeirra – ef þeir leggja ekki hrein­lega niður starf­sem­ina eins og Skatt­rann­sókn­ar­stjóra og Nýsköp­un­ar­mið­stöð­ina. Vinstri græn aðhyll­ast mið­stýr­ingu. En Fram­sókn kinkar kolli til hægri og vinstri á víxl. Og brýn verk­efni bíða.

Við sjáum biðlista­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í því að nú bíða 700 manns eftir því að kom­ast að í Tækni­skól­an­um. Ráð­ist var í vel­heppnað átak til að hvetja fólk til starfs­greina­náms, en svo var eins og gleymd­ist að gera ráð fyrir nem­end­un­um. Við sjáum biðlista­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar þó skýr­ast í heil­brigð­is­málum þar sem þjáðir sjúk­lingar mega bíða og bíða og bíða eftir því að kom­ast í nauð­syn­legar aðgerð­ir; þar sem konur þurfa að bíða eftir nið­ur­stöðum úr krabba­meins­rann­sókn eftir afar illa und­ir­búna flutn­inga þess­ara rann­sókna frá Krabba­meins­fé­lag­inu til Land­spít­al­ans – mið­stýr­ing­ar­áráttan – og það eru meira að segja biðlistar barna og ung­linga eftir bráðnauð­yn­legri þjón­ustu hjá Barna- og ung­linga­geð­deild.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin sam­ein­ast um að grípa ekki til alvöru aðgerða í lofts­lags­mál­um. Hún sam­ein­ast um að afgreiða ekki ramma­á­ætlun eða þjóð­garð eða yfir­leitt nokkur mál umhverf­is­ráð­herra. Hún sam­ein­ast um að fara ekki að nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í stjórn­ar­skrámál­inu. Hún sam­ein­ast um að halda Íslandi utan við ESB. Hún sam­ein­ast um krón­una. Sam­einuð stendur hún vörð um skerð­ingar líf­eyr­is. Rík­is­stjórnin er sam­einuð um misvægi atkvæða eftir kjör­dæm­um. Sam­hugur ríkir um áfram­hald á land­bún­að­ar­stefn­unni og rík­is­stjórnin stendur vörð um óbreytt fyr­ir­komu­lag í sjáv­ar­út­vegi. Og þannig koll af kolli. Stóru málin bíða. Stöð­ug­leik­inn er stöðn­un.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar