Stýrir Kalhifa Haftar hershöfðingi fólksflutningum yfir Miðjarðarhaf?

Anna Lára Steindal
khalifa-belqasim-haftar-3-1.jpg
Auglýsing

Nýlega lauk ég við að skrá­setja lífs­sögu Ibra­hems Al Danony Mousa Faraj sem kom til Íslands og sótti um hæli sem póli­tískur flótta­maður sum­arið 2002 eftir að hafa lent á svörtum lista stjórn­valda fyrir að gagn­rýna Gaddafi stjórn­ina. Sagan fjallar um ástæður þess að hann lenti á flótta, bið­ina eftir úrlausn sinna mála á Íslandi og lífið sem hann gerði sitt besta til að lifa vel á með­an.

Í fyrsta hluta bók­ar­innar rekjum við fjöl­skyldu­sögu Ibra­hems í gegnum sögu Líbíu frá mið­biki byrjun 20. ald­ar­innar til dags­ins í dag. Við gerum grein fyrir Nýlendu­stríð­inu við Ítali, þegar langafi Ibra­hems barð­ist og féll með upp­reisn­ar­for­ingj­anum Omari Mukth­ar. Við fylgjum Faraj fjöl­skyld­unni í gegnum sjálf­stæði Líbíu og lífið undir Idris kon­ungi í fyrstu nýlend­unni sem fékk sjálf­stæði þegar nýlendu­tím­anum lauk, en pabbi Ibra­hems gekk í her kon­ungs árið 1964 með hjartað barma­fullt af von um að loks­ins væri frjálst líf innan seil­ingar fyrir íbúa lands­ins. Við segjum frá því hvernig sú von gufaði upp í loftið eftir valda­rán Gaddafi og martröð­inni sem almenn­ingur í Líbíu lifði þau fjöru­tíu og tvö dimmu ár sem Gaddafi fór með völd. Við rekjum atburð­ar­rás 17. febr­úar bylt­ing­ar­innar sem var hluti atburð­ar­rásar sem hófst snemma árs 2011 í mörgum Mið Aust­ur­löndum og við þekkjum flest sem Arab­ískt vor. Að lokum reynum við að gera grein fyrir þeim erf­ið­leikum sem líbíska þjóðin stendur frammi fyrir við að ljúka bylt­ing­unni sem end­aði með falli og dauða Gadda­fi, hvernig skortur á trausti sem var mark­visst brotið niður á Gaddafi tím­anum hefur sundrað og skemmt fyrir almenn­ingi sem vill bara fá að lifa lífi sínu í friði.

End­ur­nýjuð vin­átta



Einn merki­legur hluti þess­arar sögu er að skoða hvernig Gaddafi lagði sig fram við að stjórna og stýra Vest­ur­löndum í þágu síns eigin mál­staðar með því að mis­nota ótta sem hóf að grafa um sig á Vest­ur­löndum á 21. öld­inni. Ekki síst eftir árás­irnar á tví­bura­t­urn­ana í New York og fleiri skot­mörk í sept­em­ber 2001. Í kjöl­far þeirra voða­at­burða end­ur­nýj­aði Gaddafi vin­áttu og sam­starf við stjórn­völd á Vest­ur­löndum (eftir að hafa verið útskúfað og sætt als­herjar við­skipta­banni um ára­bil vegna hryðju­verka) um bar­áttu gegn ísla­mistum í stríð­inu gegn hryðju­verk­um. Gaddafi hafði um ára­bil barist gegn hópum ísla­mista innan Líbíu og bjó yfir verð­mætum upp­lýs­ingum sem ráða­menn á Vest­ur­löndum töldu sig hafa gagn af. Ryki var sumsé slegið yfir fjöl­mörg hryðju­verk Gaddafi í gegnum tíð­ina – meðal ann­ars Locer­bie árás­ina sem átti sér stað 1988 – til þess að hafa hendur í hári ann­arra meintra eða mögu­legra hryðju­verka­manna.

Annað verk­færi sem Gaddafi beitti nokkuð grímu­laust í þeirri við­leitni sinni að byggja upp „vin­áttu­sam­band“ við Evr­ópu var örvænt­ing flótta­manna sem með lífið sjálft að veði leggja upp í glæfra­för yfir Mið­jarð­ar­hafið til Evr­ópu í von um að geta búið sjálfum sér og börnum sínum líf­væn­legar aðstæð­ur. Síðla árs 2010 und­i­r­it­uðu Mousa Kousa, utan­rík­is­s­ráð­herra Líbíu sem um ára­bil stýrði ein­hverri grimm­ustu leyni­þjón­ustu heims, Cecilia Malm­ström utan­rík­is­ráð­herra Evr­ópu­sam­bands­ins og Stefan Füle stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, þriggja ára sam­starfs­samn­ing upp á millj­ónir evra um mál­efni flótta­manna. Í grund­vall­ar­at­riðum fól samn­ing­ur­inn í sér að Líbía sæi til þess að flótta­fólkið næði ekki ströndum Evr­ópu. Sjá hér. Áður en samn­ing­ur­inn komst til fram­kvæmda braust Arab­íska vorið út, en þegar ástandið í mann­rétt­inda­málum í Líbíu er haft í huga er nán­ast óskilj­an­legt að hann hafi nokk­urn­tíma verið und­ir­rit­að­ur.

Auglýsing

Þegar Arab­íska vorið brast á reyndi Gaddafi stjórnin að nota örvænt­ingu flótta­fólks til þess að kaupa sér stuðn­ing Evr­ópu og í ræðu sem sonur Gaddafi – Said Al Islam Gaddafi – hélt nokkrum dögum eftir að upp­reisnin sem leiddi til falls Gaddafi stjórn­ar­innar hóf­st, hót­aði hann því að ef Evr­ópa myndi ekki styðja stjórn­völd við að berja niður upp­reisn­ina myndi „straumur flótta­manna til Evr­ópu aukast en straumur olíu minnka.“ Hann hafði þó ekki erindi sem erf­iði því ráða­menn í álf­unni tóku afstöðu með upp­reisn­inni og Nato hóf hern­að­ar­að­gerðir gegn Gaddafi stjórn­inni fáum mán­uðum eftir að átökin hófust. Eft­ir­mála þeirrar sögu þekkjum við – Gaddafi hrökkl­að­ist frá völdum og var fáum mán­uðum síðar hand­samaður og drep­inn af upp­reisn­ar­mönn­um.

Í júní 2012 birti Amen­sty International frétt þess efnis að Ítalía hefði gert leyni­samn­ing við líbíska her­inn um að ítalska strand­gæslan hefði heim­ild til þess að hand­taka flótta­menn í hafi og afhenda þá líbíska hernum sem sneri þeim aftur til strandar í Líbíu þar sem þeir áttu ekki sjö dag­ana sæla, sam­kvæmt Amen­sty International. Sjá t.d. hér.

Flótta­menn skipti­mynt í  póli­tískum við­skipt­um?



Eins og allir vita breytt­ist Arab­íska vorið fljótt í mik­inn frosta­vetur og ekki er ætl­unin að rekja þá þróun hér. En afleið­ing þessa fyrir Evr­ópu er meðal ann­ars sú að hótun Saif Al Islam Gaddafi hefur orðið að veru­leika og und­an­farna mán­uði hefur auk­inn straumur flótta­manna sem leggja upp frá ströndum Líbíu í leit að lífi orðið að veru­leika, eins og Íslend­ingar hafa fylgst með í gegnum björg­un­ar­störf varð­skips­ins Týs á Mið­jarð­ar­hafi. Aldrei fyrr hefur jafn mörgum verið bjargað í hafi og aldrei fyrr hafa jafn margir glatað líf­inu í stað þess að bjarga því á flótta yfir Mið­jarð­ar­haf­ið.

Í hugum margra í Líbíu er það ekki hend­ing að þessir atburðir eru að eiga sér stað nú, þegar átök í land­inu hafa þró­ast yfir í borg­ar­styrj­öld þar sem að minnsta kosti þrjár blokkir takast á; lýð­ræð­is­lega kjörin stjórn lands­ins, hópur sem kenna má við ísla­mista og her­inn undir stjórn Kal­hifa Haftar hers­höfð­ingja. Í Líbíu er um það hvískrað að Haftar sjálfur stjórni og stýri umfangs­miklum og grimmd­ar­legum fólkslfutn­ingum yfir Mið­jarð­ar­haf í von um að geta beitt lífi flótta­fólks sem skiptim­int í póli­tískum við­skiptum við Evr­ópu, haf­andi í huga samn­ing­inn sem Ítalía gerði við her­inn fyrir réttum þremur árum síðan og Evr­ó­up­sam­bandi við stjórn­völd fyrir tæpum fimm árum. Að með því að bæta veru­lega í straum flótta­fólks yfir hafið von­ist Haftar til þess að magna svo ótta Evr­ópu að hún snúi stuðn­ingi sínum frá lýð­ræð­is­lega kjör­inni stjórn lands­ins til hans sjálfs og hers­ins, sem er lík­legastur til þess að geta stöðvað straum flótta­manna og hert landamærag­sælu.

Hvort þessi orðrómur er sannur eða log­inn get ég auð­vitað ekki sagt um. Hitt er vít að nú fer um marga ráða­menn í Evr­ópu og vandi flótta­manna hefur heldur betur kom­ist á dags­rká stjórn­mála í álf­unni. Það sem meðal ann­ars er varað við er að hryðju­verka­menn, þar á meðal lisð­menn Íslamska rík­is­ins, blandi sér í straum flótta­manna og komi sér fyrir í Evr­ópu með illt í huga. Hvort áhyggj­urnar reyn­ast nægi­legar til þess að falla fyrir áformum Haftar hers­höfð­ingja, að því gefni að hann hafi ein­hvers slík áform, verður tím­inn að leiða í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None