Sundabraut: Furðuleg félagshagfræði

Sabine Leskopf segir ýmsar hagfræðilegar forsendur greiningar á ábata við lagningu Sundabrautar vekja furðu. Henni finnst líka að furðulegt að skýrslan sé á ensku, ekki íslensku.

Auglýsing

Sunda­braut var fyrsta inn­koma mín í borg­arpólítík út frá hverf­is­sjón­ar­mið­um. Íbúa­sam­tökin beggja megin við sund­in, bæði í Laug­ar­dalnum sem og í Graf­ar­vogi spruttu upp eða stór­efldust, íbúar töl­uðu sam­an, sóttu sam­talið við borg­ar­yf­ir­völd til að standa vörð um hags­muni sína. 

Sunda­braut hefur verið á teikni­borð­inu frá því seint á síð­ustu öld. Nú er aftur komið að því að leggja drög að henni, en síð­ast var mikið talað um hana á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar. Eftir ýtar­legt sam­ráð borgar og ríkis við íbú­ana í Graf­ar­vogi og Laug­ar­dals­hverfi varð nið­ur­staða borg­ar­innar sú að Sunda­braut skyldi lögð í göng­um. Hvorki borgin né íbúar vildu hindra fram­kvæmd­ina, ein­ungis að hún yrði sem skaða­minnst fyrir íbú­ana. Allir flokkar í borg­ar­stjórn árið 2008 sam­þykktu að gangna­leiðin yrði far­in, en svo kom hrunið og allir pen­ing­arnir fóru upp í svo­kallað „pen­inga­himna­ríki“ eins og frægt varð.

Ákvörð­unin af hálfu borg­ar­stjórnar frá 2008 var sam­eig­in­leg og stendur enn. Það er rangt að borgin hafi stoppað fram­kvæmd­ina eins og borg­ar­stjór­inn Dagur B. Egg­erts­son hefur rak­ið, en rétt er að borgin hefur staðið vörð um hags­muni sinna íbú­a. 

Næsti kafli í langri sögu Sunda­brautar var skrif­aður nú nýlega. Fyrir um ári kom út skýrsla starfs­hóps á vegum sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins þar sem fjallað var um mögu­leik­ana og öfugt við síð­ustu skýrslu sér­fræð­inga þar á undan var allt í einu talið að brú þvert yfir hafn­ar­svæðið væri besti kost­ur­inn, en ekki var gengið svo langt að slá göngin út af borð­inu. En það var greini­legur póli­tískur vilji til að byggja brú yfir Klepps­vík­ina hvað svo sem íbúum hverf­anna þætti um það. Nafnið Sund­ar­brú var svo oft notað að það virt­ist nán­ast frá­geng­ið.

En brú­ar­kost­ur­inn myndi einmitt þýða stór­aukna umferð í gegnum bæði íbúa­hverf­in. Í Laug­ar­dalnum myndi öll umferð sem fer í Skeif­una og víðar bein­ast upp Holta­veg og svo Lang­holts­veg­inn og Álf­heim­ana, fram­hjá 3 skólum og 4 leik­skól­um. Graf­ar­vogur yrði svo gegn­um­keyrslu­bær eins og Mos­fells­bær er núna fyrir alla umferð milli Breið­holts, Árbæj­ar, jafn­vel úr Kópa­vogi á leið vestur og öfugt.

Auglýsing
Brú yfir sundin mundi líka hafa afleið­ingar fyrir hafn­ar­starf­semi hér. Miklir hags­munir fel­ast í því að halda hér góðum hafn­ar­kost­um, ekki megum við missa flutn­inga úr Faxa­flóa­höfnum og fá þá í stað­inn gíf­ur­lega aukn­ingu á þunga­flutn­ingum yfir land, ef á að nota aðrar hafnir til að þjóna höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Síðan kom út á dög­unum svokölluð félags­hag­fræði­leg grein­ing á þessu stóra verk­efni. Hún vekur furðu af ýmsum ástæð­um. Þetta er plagg sem íslensk stjórn­völd gefa út til að upp­lýsa almenn­ing, geri ég ráð fyr­ir, og þess vegna er það furðu­legt að það sé gefið út á ensku. Aðeins er stutt­ara­leg sam­an­tekt á íslensku. Síð­ast þegar ég vissi var íslenska opin­bert mál á Íslandi en ekki enska. Ég lagði heil­mikið á mig til að læra íslensku til að geta tekið fullan þátt í sam­fé­lag­inu. Það er stjórn­völdum til skammar að gefa út upp­lýs­ingar til borg­ar­anna á erlendu máli, skiptir engu þótt margir séu þokka­legir í ensku, við eigum rétt á því að notað sé hið opin­bera mál í land­inu þegar verið er að fjalla um svo mik­il­væga fram­kvæmd sem hefur áhrif á tug­þús­undir íbúa borg­ar­inn­ar. 

Val­kost­irnir eru orðnir þrír núna. Brú I yfir Klepps­vík sem teng­ist „í plani“ við Holta­veg sunnan megin og Halls­veg norðan meg­in. Ekki þarf sér­fræð­ing til að sjá að mikil umferð­ar­aukn­ing verður um þessar götur þegar tug­þús­undir bíla fara um braut­ina, en áætlað er að um 45 þús­und bílar fari um hana á dag. Brú II gerir ráð fyrir mis­lægum gatna­mótum við Sæbraut og Holta­veg og við Halls­veg og Borg­ar­veg hafi ég lesið rétt. Reyndar hlýtur áfanga­skipt­ing verk­efn­is­ins að vekja nokkurn ugg með Graf­ar­vogs­bú­um, því ef fyrsti áfangi er klár­aður og sá síð­ari upp á Kjal­ar­nes þarf að bíða, þá rennur öll umferðin um Sunda­braut í gegnum hverf­ið. Þriðji kost­ur­inn, jarð­göng­in, er ekki aðeins heppi­leg­astur fyrir hverfin tvö, heldur verður umferðin tafa­minnst þar vegna þess að gatna­mótum á leið­inni fækk­ar.

Það vekur líka furðu að sjá hvað félags­hag­fræði­leg grein­ing er lítt „fé­lags­leg“ og eig­in­lega ein­göngu hag­fræði­leg. Fjallað er um hvernig Sunda­braut hefur jákvæð áhrif á öku­tíma fólks og hver svo­kall­aður „not­enda­á­bati“ er efna­hags­lega og hann er umtals­verð­ur, reyndar mestur í göng­um. Svo er tæp­lega blað­síða um umhverf­is­á­hrif og hún snýst ein­ungis um útblástur og annað sem varðar bíl­ana á braut­inni, virð­ist vera, þetta er svo stutt­ara­legt að jaðrar við að vera hlægi­legt. Mat á umhverf­is­á­hrifum tekur von­andi á fleiri þáttum því að mörgu fleira er að hyggja, umferð­ar­á­lagi og mengun í Laug­ar­dals- og Graf­ar­vogs­hverf­um, áhrif á fast­eigna­verð íbúa í hverfum troð­fullum af gegn­um­um­ferð og fleira og fleira. 

Svo má einnig velta fyrir sér hag­fræði­legum for­sendum þess­arar grein­ingar sem einnig vekja furðu. Kost­irnir þrír eru bornir saman og göngin eru dýr­ust í fram­kvæmd að því er sagt er, þótt allir þrír mögu­leikar telj­ist þjóð­hags­lega hag­kvæm­ir. En inn í kostn­að­ar­á­ætl­un­ina fyrir brýrnar er ýmsu bara sleppt sem að mínum dómi ætti að vera þar. Í fyrsta lagi mun helm­ingur Sunda­hafnar verða lok­aður af með brúnum að miklu leyti og gríð­ar­leg fjár­fest­ing í mann­virkjum þar verður til lít­ils og bæta verður upp þann missi fyrir þá aðila sem fyrir því verða. Í öðru lagi þarf að búa til nýja veg­teng­ingu frá Sæbraut niður að höfn­inni vestan megin vegna þess að ekki hægt að kom­ast niður að afgang­inum af höfn­inni ann­ars. Starfs­hóp­ur­inn sem gerði skýrsl­una í jan­úar í fyrra skil­aði ein­hvers konar „skila­grein“ vegna þess­arar nýju „fé­lags­hag­fræði­legu“ grein­ingar og þar kemur skýrt fram á síðu þrjú og fjög­ur: 

„Grein­ingin tekur ekki til kostn­aðar við breyt­ingar á lóðum á hafn­ar­svæð­inu í Sunda­höfn, bygg­ingu nýrra hafn­ar­mann­virkja og nýrrar veg­teng­ingar inn á hafn­ar­svæðið sem nauð­syn­leg er ef ráð­ist verður í gerð Sunda­brú­ar. [...] Kostn­aður vegna þess­ara þátta er gróft áætl­aður 4-5 millj­arðar kr. en ræðst  m.a. af sam­komu­lagi milli Faxa­flóa­hafna, Reykja­vík­ur­borg­ar, ríkis og þeirra lóð­ar­hafa sem brú­ar­gerð hefði áhrif á.“

Ég spyr mig hvers konar „hag­fræði­leg grein­ing“ þetta sé. Þarna er „gróft áætl­að­ur“ kostn­aður um margra millj­arða fram­kvæmdir að ræða sem eru nauð­syn­legar „ef ráð­ist verður í gerð Sunda­brú­ar“ og þær eru ein­fald­lega teknar út fyrir sviga þegar fram­kvæmda­kostn­aður er reikn­að­ur. Það verður að bjóða borg­urum þessa lands upp á eitt­hvað betra en þetta þegar á að fara setja gíf­ur­lega fjár­muni í svona verk­efni og það þarf að hlusta á raddir íbúa sem verða fyrir mestum áhrifum af svona fram­kvæmd­um. Og vin­sam­leg­ast svara okkur á íslensku.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar