Táragas í morgunsárið

000-Nic6378499.jpg
Auglýsing

Það rignir í palest­ínsku borg­inni Hebron sunn­ar­lega á Vest­ur­bakk­anum og regnið streymir niður bratta brekku í hverf­inu Tel Rumeida. Palest­ínskir skólakrakkar skoppa í pollum með mis­stórar skóla­töskur á heim­leið. Hróp og köll á arab­ísku heyr­ast um allt hverfið og skyndi­lega þurfa börnin að víkja fyrir fólks­bíl sem keyrir á 80 kíló­metra hraða niður brekk­una, á meðan öku­mað­ur­inn liggur á flaut­unni. Öku­mað­ur­inn er ísra­elskur land­töku­maður úr nálægri land­töku­byggð og í fram­sæt­inu situr sonur hans sem hoppar og klappar af kátínu þegar börnin og ég þurfum að hlaupa frá í skyndi.

Bryndís Silja Pálmadóttir. Bryn­dís Silja Pálma­dótt­ir, háskóla­nemi sem starfað hefur sem sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­anum síð­ast­liðna sex mán­uð­i.

For­eldrar þess­ara sömu palest­ínsku barna hafa ekki fengið að keyra í hverf­inu sínu síðan Ísra­el­inn Bar­uch Gold­stein myrti 29 Palest­ínu­menn í Ibra­himi mosk­unni árið 1994. Eftir morðin hófst aðskiln­að­ar­stefna Ísra­els­ríkis á svæð­inu af fullum krafti.

Auglýsing

Stöðugt ofbeldi frá sívax­andi land­töku­byggðum



Hebron er eina borgin á Vest­ur­bakk­anum þar sem ísra­elskar land­töku­byggðir hafa tekið yfir svæði inni í palest­ínskri borg en eftir Hebron samn­ing­ana árið 1997 var borg­inni skipt upp í tvo hluta. Sam­kvæmt alþjóða­lögum eru þessar land­töku­byggðir ólög­legar og hafa þær verið for­dæmdar út um allan heim þó ekk­ert stór­tækt hafi verið við­haft. Stærstur hluti Hebron á að vera undir fullum yfir­ráðum palest­ínskra yfir­valda þó Ísra­els­her fari þar inn reglu­lega, þá sér­stak­lega til þess að sinna til­vilj­anna­kenndum hús­leitum og hand­taka unga menn. Í ísra­elska hluta borg­ar­inn­ar, sem gengur undir nafn­inu H2 búa í kringum þrjá­tíu þús­und Palest­ínu­menn en land­töku­fólkið telur um 700 manns. Land­töku­fólkið fær ýmis fríð­indi frá Ísra­els­ríki fyrir að búa á svæð­inu, til dæmis í formi skatta­af­slátta. Hlut­verk þeirra fjöl­mörgu her­manna sem þar starfa er fyrst og fremst að tryggja öryggi land­töku­fólks­ins.

Íbúar land­töku­byggð­anna í Hebron eru að mestu strang­trú­aðir gyð­ingar og telja sig hafa til­kall til borg­ar­innar af trú­ar­legum ástæð­um. Ofbeld­is­fullt land­töku­fólk hefur ótal sinnum ráð­ist á palest­ínsk börn, konur og menn í gegnum tíð­ina, en rétt­ar­kerfið er algjör­lega andsnúið Palest­ínu­mönnum og fá slík mál oftar en ekki litla sem enga með­höndlun í dóms­kerf­inu. Í nóv­em­ber mætti maður úr nálægri land­töku­byggð í palest­ínskan skóla með M16 vél­byssu, skelfdi börnin sem eru í fyrsta bekk og kenn­ara á meðan hann vals­aði um svæð­ið. Hann yfir­gaf skól­ann á end­anum en nálægir her­menn og lög­reglu­menn gerðu ekk­ert til þess að stöðva hann eða rann­saka málið eftir á. Þurftu kenn­arar að sækj­ast eftir nær­veru algjör­lega valda­lausra alþjóð­aliða til þess að finn­ast nem­endur þeirra öruggir, en oftar en ekki er vera alþjóð­aliða og mynda­vélar það eina sem Palest­ínu­menn geta kastað fram gagn­vart þessu ofbeldi og kúgun. Her­inn hefur engin yfir­ráð yfir land­töku­fólk­inu og sjaldn­ast er nokkuð við­hafst þegar að árásir eða hót­anir eiga sér stað.

Dag­legt áreiti frá ókunn­ugum her



Gamli bær­inn í Hebr­on, sem eitt sinn var mið­stöð menn­ingar á svæð­inu og blómstr­aði með iðn­aði og mann­lífi, er hægt og rólega að hverfa. Á síð­ustu ára­tugum hafa 1.014 palest­ínsk hús­næði verið yfir­gefin á svæð­inu og 77 pró­sent af þeim versl­unum sem voru starf­ræktar hefur verið lok­að. Stórum hluta versl­anna og hluta fjöl­skyld­anna á svæð­inu hefur verið gert að yfir­gefa hús­næði sitt af ísra­elska hern­um. Aðrar fjöl­skyldur neydd­ust til þess að yfir­gefa heim­ili sín vegna stöðugs áreitis frá her­mönnum og land­töku­fólki á svæð­inu og skorts á tæki­færum sökum vax­andi fátækt­ar.

„Að sjá sjö ára barn borið á milli tveggja her­manna, öskr­andi, grát­andi og spark­andi með Spiderman skóla­tösk­una vafða um axl­irnar á meðan kenn­ar­inn reynir að frelsa barnið mun aldrei hverfa úr minn­i.“

Þeir Palest­ínu­menn sem enn búa í H2 hafa síð­ast­liðna ára­tugi þurft að búa við gíf­ur­lega kúgun frá ísra­elskum yfir­völd­um, ofbeldi af hálfu land­töku­fólks og hers­ins og skert lífs­gæði vegna auk­innar fátæktar á svæð­inu. Dag­legt líf fyrir palest­ínskar fjöl­skyldur í H2 Hebron er stöðug bar­átta og ber með sér gíf­ur­legt óör­yggi. Hver ein­asti ein­stak­lingur getur verið stöðv­aður hvenær sem er af þeim mörg þús­und her­mönn­um, landamæra­lög­reglu­þjónum og svæð­is­lög­reglu­mönnum sem starfa á svæð­inu. Oft er fólk látið standa klukku­tímum saman í hvaða veðri sem undir þeim for­merkjum að verið sé að athuga skil­ríki þeirra í kerf­inu. Palest­ínskar fjöl­skyldur mega ekki byggja á svæð­inu og eini leik­skól­inn sem starf­ræktur er í hverf­inu sem ég bjó í fær ekki að hafa sal­erni vegna þess að sal­ernið var við­bygg­ing við hús sem áður stóð og var skil­greint ólög­legt og nið­ur­rifð af hern­um. Skólum í hverf­inu er reglulega gert að loka í kringum hátíðir gyð­inga ef þeir eru stað­settir óheppi­lega fyrir ísra­elsk yfir­völd. Ísra­elski her­inn notar svo tára­gas óspart á börn á leið í skól­ann ef tíu ára krakkar kasta steinum í átt­ina að þeim, eða ef þá grunar að börnin gætu kastað stein­um. Öll nálæg börn, niður í fimm ára ald­ur, verða fyrir áhrifum af táragas­inu og börn sem þurfa dag­lega að ganga í gengum eft­ir­lits­stöð (check­point) á leið í skól­ann sjást hlaup­andi um í ang­ist hóstandi að reyna að ná and­anum eftir gas­ið.

Sek frá fæð­ingu



Eftir að hafa búið á svæð­inu í yfir sex mán­uði hef ég séð þá kúgun sem hinn almenni Palest­ínu­maður þarf að búa við í Hebr­on. Að sjá ísra­elskan land­töku­mann stíga út úr bílnum sínum mitt á milli palest­ínskra skólakrakka og hrinda tíu ára barni í göt­una, keyra svo burt glott­andi og veifa næsta her­manni sem lok­aði aug­unum fyrir þessu atviki er stund sem seint gleym­ist.

Að sjá sjö ára barn borið á milli tveggja her­manna, öskr­andi, grát­andi og spark­andi með Spiderman skóla­tösk­una vafða um axl­irnar á meðan kenn­ar­inn reynir að frelsa barnið mun aldrei hverfa úr minni. Kenn­ar­inn var síðan hand­tek­inn.

Í vitna­skýrslum frá fyrr­ver­andi her­mönn­um, sem starfað hafa á svæð­inu, sem ísra­elsku sam­tökin Break­ing the Silence hafa staðið fyrir sést skýrt hvers­konar hug­ar­far her­menn koma með inn á Vest­ur­bakk­ann og Hebr­on. Þetta unga fólk, mest megnis pilt­ar, er flest í kringum tví­tugt. Ungt fólk sem hefur stimplað inn í huga sína að líta ekki á Palest­ínu­menn sem fólk. Þetta eru ekki börn, sem þú heldur háls­taki og reynir að hand­taka, heldur óvin­ur­inn. Aldur þeirra skiptir ekki máli, né brot þeirra, sem sjaldn­ast er nokk­urt. Þau eru öll sek frá upp­hafi.

Það er ótrú­legt að það sem gengur á í Hebron eigi sér stað, ár eftir ár. Aðskiln­að­ar­stefn­an, kúg­unin og mann­réttind­ar­brotin eru stað­reynd. Það er greini­legt að mark­mið land­töku­fólks­ins og Ísra­els­ríkis er hægt og rólega að gera borg­ina ísra­elska og flæma burt þá Palest­ínu­menn sem enn búa á svæð­inu. Átökum sem áttu sér stað fyrir ára­tugum er haldið á lofti til þess að refsa núver­andi borg­urum með kerfi sem gert er til þess að mis­muna. Aðskiln­að­ar­stefna Ísr­ael verður að linna, hvar­vetna. Her­nám­inu verður að ljúka og ofbeldið verður að hætta. Það er okkar skylda að gleyma ekki Palest­ínu. Það sem á sér stað í Hebron er svartur blettur á nútím­ann, for­tíð­ina en von­andi ekki fram­tíð­ina. Sýnum sam­stöðu með Palest­ínu­mönn­um, látum ekki raddir þeirra hljóðna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None