Það er ekki á allt kosið

mynd.uppi-1.jpg
Auglýsing

Pétur Hall­dórs­son skrifar mikla grein í Kjarn­ann um varnir gegn meng­un, meðal ann­ars um birki­skóga í Bárð­ar­dal.

Þar segir hann að fyrir ofan bæinn á Hlíð­­skógum sé nú að koma upp birki þar sem sauðfé hafi haldið fjall­inu skóg­lausu með beit.

Frá því að ég man eftir (ég er fæddur 1937) var sauð­fénu beitt sem kostur var í fjallið og á Valley þegar Valla­kvísl var ísi­lögð. Að sjálf­sögðu var fénu ekki beitt í skóg­inn nema þegar snjó­laust var en á vetrum var skóg­ur­inn yfir­leitt fullur af snjó, því var beit­ar­svæðið ofan skóg­ar­ins. Hafa ber í huga að til­vera fólks hér byggð­ist að lang­mestu leyti á sauð­fjár­bú­skap.

Það má segja að það væri tölu­vert merki­legt, nær ómögu­legt, að land tæki ekki breyt­ingum við friðun eða mjög minnk­andi ágang sauð­fjár, því bet­ur.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/40[/em­bed]

Auglýsing

Bændur vel með­vit­aðir



Al­veg frá upp­hafi 20. aldar hafa bændur hér verið vel með­­vit­aðir um gildi birki­skóga og varð­veislu þeirra, þó að þá væri hug­takið eða stað­reyndin um mengun jarðar af manna­völdum ekki komin til. All­miklar deilur urðu hér­lendis þegar kom fram á Alþingi skömmu eftir alda­mótin 1900 til­laga um að friða og girða alla birki­skóga sem þá voru enn eftir á land­inu. Margir bændur urðu mjög and­vígir og reiðir yfir til­lögu­flutn­ingi þessum og töldu að óbú­andi yrði á jörð­un­um.

Páll H. Jóns­son, hrepp­stjóri á Stóru­völlum í Bárð­ar­dal, skrif­aði grein þar sem hann útskýrði til­gang­inn með hug­mynd­inni.

Jafn­framt skýrði hann hvernig bændum bæri að umgang­ast birki­skóg­inn, sem þá var tölu­verður á flestum jörðum á Vest­ur­kjálka Bárð­ar­dals, frá Hlíð­ar­enda til Mýr­ar. Þar voru þá skóg­ar­leifar syðst í landi jarð­ar­innar og nyrst.

Lang­mesta skóg­ar­jörðin var og er Hall­dór­s­­stað­ir, þar næst Sand­haug­ar.

Lít­ill skógur var þá í Stóru­valla­landi utan Torf­skóg­ur­inn sem tæp­ast var lengur nýt­an­legur til eldi­við­ar, en mik­ill skógur nyrst í landi Stóru­valla, þar sem frá 1926 er býlið Hlíð­skógar (fornt nafn).

Nýt­ing skóg­ar­ins var til eldi­viðar og kola­gerð­ar. Um 1880 var ekki lengur neinn skógur það stór­vax­inn í vest­ur­hlíðum Bárð­ar­dals að gera mætti þar kol.

Ekki allir skógar frið­aðir



Síð­ast voru gerð kol á Sand­haugum um það ára­bil. Mik­ill mark­aður var fyrir við­ar­kol t.d. í Eyja­firði enda allur skógur þar upp eydd­ur. Algengt var að bændur kæmu hestum sínum til vetr­ar­beitar þangað og greiðslan var ein tunna af við­ar­kolum með hverjum hesti en það fór sam­an, að stein­kol fóru að ber­ast til Íslands, og féll mark­að­ur­inn fyrir við­ar­kolin og gerð við­ar­kola hætti.

Hug­myndin um friðun allra skóga á Íslandi náði auð­vitað ekki fram að ganga sökum kostn­aðar en Hall­orms­staða­­skógur og Vagla­skógur voru girtir og frið­að­ir, og ef til vill fleiri skógar á land­inu.

Háls­skógur féll sökum Kötlu­goss 1755 (sjá Fnjósk­dæla­sögu bls. 249 í neð­an­máls­grein, úr ferða­bók Eben­ez­ers Hend­er­son) sem var það mesta í sög­unni, þá féll líka skógur austur á Hér­aði.

Séra Gunnar Sig­urðs­son á Hall­orms­stað talar um Móðu­hall­ærið hið fyrra.

Gjósku­lagið í Skarfár­tungum var talið að jafn­aði á um 30 cm þykkt. Gríð­ar­leg aska féll á skóg­inn sem þá þakti núver­andi Hálsmela. Á þessu sést hve til­vilj­un­ar­kennt er hvernig áhrifa eld­gosa gæt­ir. „Leifar skóg­ar­ins má sjá austan árinnar (Fnjóskár) er þar fjöldi af rót­ar­stúfum birkitrjáa, sum alltað tvö fet í þver­mál“ (úr ferða­bók Eben­ez­ers Hend­er­son).

Séra Jón Þor­gríms­son var prestur á Hálsi 1739 til 1795 og því var það í prest­skap­ar­tíð hans sem skóg­ur­inn féll.

Ég sótt­ist mjög eftir að fara með föður mínum á haustin er hann fór til skógar að höggva birki­hríslur til eldi­við­ar. Hann fór eftir fyr­ir­mælum hvernig skyldi höggva, aldrei beint upp brekk­una heldur þvert á brekk­una, höggva helst liggj­andi tré, ekki þau bein­vöxnu, sem sagt grisja skóg­inn, því eru hér og þar í brekk­unum ennþá reitir þar sem er þyrp­ing fal­legra hvít­stofna trjáa. Þau eru bein­vaxin og standa yfir­leitt upp úr öðrum skógi.

Skóg­ur­inn í Sand­hauga­landi er nær sam­felldur frá því nyrst í Vallaklifi að merkjum móti Hlíð­ar­enda og skóg­ur­inn á Hlíð­ar­enda endar auð­vitað þar sem hlíðin end­ar.

Svo eru skógar leifar nyrst í Hvarfs­landi og syðst í Öxar­ár­landi.

Allir þessir skógar eru stækk­andi og breið­ast út. Mestu skipti að eftir smölun í sept­em­ber er sauðfé ekki sleppt aftur í fjall­ið, á það við á nær öllum jörðum á Vet­ur­kjálka. Skógur sem ekki er nytj­aður hvorki til eldi­viðar né beit­ar, vex óhindrað og þéttis óhóf­lega. Á snjó­þungum vetrum leggst nýgræð­ing­ur­inn undan brekkunni og snjó­þyngsl­un­um, þá er með öllu ógengt um skóg­inn og hann ekki smal­aður nema með góðum smala­hund­um.

Rót­ar­skotin þurfa frið



Til þess að skóg­ur­inn geti end­ur­nýjað sig þurfa rót­ar­skotin að hafa frið til að vaxa en þau eru konfektið fyrir sauð­féð, því skiptir máli fyrir end­ur­nýjun birki­skóga að sprot­arnir fái frið á vorin og á haustin. Hins vegar eru eig­in­leikar nýgræð­ing­anna þannig að þeir eru of þéttir og margir, svo að fá tré vaxa upp og ekki koma upp fal­legar hrísl­ur, ekk­ert vaxt­ar­rými. Þetta er öllum sjá­an­legt í Vallaklifi, þar sem vega­skurð­irnir eru að fyll­ast. Nú á síð­ustu árum hefur birki­skóg­ur­inn skriðið upp fjallið hér ofan Hlíð­skóga, upp að bratta, eru það runn­ar, þéttir og liggja undir snjó á vetr­um. Hóf­leg beit á skógi­vaxið land er í góðu lagi bara ef sauð­féð er ekki haft of lengi hvert sumar á land­inu.

Mér eig­in­lega blöskrar hvaða breyt­ingar hafa orðið á skömmum tíma á gróð­ur­rík­inu í brekkum Valla­fjalls. Lag­vax­inn gróð­ur, svo sem hrúta­berja­lyng og jarð­ar­berja­lyng, er að hverfa undan ofríki t.d. blá­gresis og blá­berja­lyngið er að kaf­fær­ast. Gróð­ur­inn er fábrotn­ari en var og göngu­leiðir tor­sótt­ar, svo ekki sé meira sagt, ég ruddi göngu­leiðir um brekk­una. Ég tel að mann­kynið standi frammi fyrir ógn vegna umsvifa sinna, sem ógna afkomu okkar og við öll berum ábyrgð á. Það er ekki á allt kos­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None