Það er veiran sem skerðir frelsi okkar

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild HÍ, skrifar um sérkennilega blindu þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Auglýsing

Hún er sér­kenni­leg blinda þing­manna og ráð­herra Sjálf­stæð­is­manna sem geta ekki séð ein­falt sam­band orsakar og afleið­ing­ar. Þau hafa talað fyrir frelsi á tíma heims­far­aldrar og talið sjálfum sér og örlitlum hópi skoð­ana­systk­ina að aðgerðir sótt­varn­ar­yf­ir­valda sé um að kenna en það sé ekki veiran sjálf sem valdi þessu. Ráð­herrar eru nú í óða önn að beita frelsi barna fyrir sér. Þetta eru að mínu mati ódýrir og næstum ógeð­felldir póli­tískir frasar meðan þau leggja aldrei fram nein rök máli sínu til stuðn­ings.

Við megum aldrei falla í þá gryfju að tala í frös­um, að lofa ein­földum lausn­um.  Mér finnst næsta aug­ljóst að það er veiran sem hefur skert frelsi okk­ar. Auð­vitað kann ég að hafa rangt fyrir mér en mín skoðun bygg­ist meðal ann­ars á því að ég hef ekki enn séð neitt dæmi um þjóð sem hefur farið þá leið að halda sam­fé­lag­inu opnu en hafa ekki seint og um síðir þurft að beygja sig undir vilja veirunnar með mun harð­ari aðgerðum en við höfum séð hér á landi. En auð­vitað kann ég hafa rangt fyrir mér, en ég vildi þá gjarnan heyra af slík­um  dæm­um. Þór­dís Kol­brún ráð­herra kvartar yfir því að bara sé horft á sýk­ing­ar­tölur og dauðs­föll  Það er einn mæli­kvarði. Þór­dís virð­ist þó gefa í skyn að þessi góði árangur hér á landi hafi verið keyptur með frels­is­skerð­ingu okk­ar, ekki síst barna og ung­linga. 

En hvað með stöðu ung­menna og barna hér á landi? Það er látið í það skína að þessi hópur hafi þurft að taka á sig byrðar umfram jafn­aldra sína í nágranna­ríkj­um. Börn og ung­lingar þurfa félags­líf, þau þurfa að umgang­ast jafn­aldra og þau þurfa frelsi. Þegar við beitum börnum og ung­lingum fyrir mál­stað okkar þá er það minnsta sem maður getur gert að færa ein­hver rök fyrir máli sínu. Ég hef engin rök séð að börn og ung­menni á Íslandi hafi þurft að færa meiri fórnir en í nágranna­ríkjum austan hafs eða vest­an. Ég held raunar að þau hafi fengið meira frelsi á þessum hrika­lega erf­iða tíma en í mörgum nágranna­ríkjum okk­ar. Enn og aft­ur, kannski hef ég rangt fyrir mér en ef svo er vildi ég sjá í það minnsta ein­hver rök í mál­inu. Hvað með athafna­frelsi og atvinnu­líf. Hefur það verið tak­markað meira hér á landi en annar stað­ar? Ef að viljum tryggja frelsi þurfum við að vita hvernig það er gert á tímum heims­far­ald­urs. Við þurfum rök og við þurfum gögn. Ann­ars er lík­legt að frels­inu verði fórnað á alt­ari póli­tísks rétt­trún­að­ar.

Auglýsing
Við höfum end­ur­tekið farið flatt á því að telja okkur vita hvernig þessi veira muni hegða sér. Þrátt fyrir að hafa náð góðum árangri á mörgum sviðum er veiran er ekki horf­in. Við sjáum þó mun minni skaða af henni en áður. Þar ræður mestu bólu­setn­ing og einnig breyt­ing á eðli veirunn­ar. Þessa árang­urs sér svo sann­ar­lega merki í hlut­falls­lega mun minni inn­gripum í frelsi okkar en á fyrstu miss­erum far­ald­urs­ins. Það skýrist meðal ann­ars af bólu­setn­ing­um, mark­vissum far­sótt­ar­inn­gripum byggt á klass­ískum aðferðum og glæ­nýjum aðferðum byggt á sam­einda­erfða­fræði. Veiran hefur ótví­rætt breyst og hún mun von­andi smátt og smátt læra að lifa í meiri sátt og sam­lyndi við okkur mann­fólk­ið. Það kann að vera að hún sé nú þegar farin að gera það. Mark­mið far­sótt­ar­yf­ir­valda eru þó kýr­skýr. Þau láta frels­is­skerð­andi inn­grip ekki ráð­ast af hráum smit­töl­um. Það er aug­ljóst ef við berum saman aðgerðir í dag þegar nokkur hund­ruð manns smit­ast á hverjum degi borið saman og við aðgerðir fyrir ári síð­an. Far­sótt­ar­yf­ir­valda hafa allt frá þeim tíma sem megin þorri full­orð­inna var bólu­settur miðað aðgerðir við hversu margir verða svo fár­veikir að þeir þurfa að leggj­ast inn á spít­ala eða inn á gjör­gæsl­ur. Þetta þýðir sjálf­krafa að þegar við náum betri árangri að verj­ast veirunni, t.d. með bólu­setn­ingum eða þegar veiran lag­ast að okkur með minni skaða þá munu aðgerðir sjálf­krafa drag­ast saman og að lokum hverfa. Það ger­ist þegar við höfum náð hjarð­ó­næmi eða þegar veiran er næsta skað­lít­il. Þetta er skýrt og gott dæmi um mark­vissa fram­tíð­ar­sýn. Þetta er fyr­ir­sjá­an­legt en tekur þó til­lit til þess and­stæð­ings sem við erum að berj­ast við. 

Ef að for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur aðra fram­tíð­ar­sýn þá þarf hún að skýra hana út með betur útfærðum hætti en að bera fyrir sig frelsi barna og ung­menna án þess að hafa nein hand­bær rök fyrir máli sínu. Þegar for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill hafa fleiri mæli­kvarða á árangur vil ég vita hvaða mæli­kvarðar það eru og sjá hvernig við stöndum okkur í sam­an­burði við aðrar þjóð­ir. Það er svo sann­ar­lega í lagi að spyrja spurn­inga. En þegar for­ystu­fólk í sam­fé­lag­inu spyr mán­uðum saman sömu spurn­ing­anna án þess að gera minnstu til­raun til að svara þeim sjálft eða með hjálp sér­fræð­inga og fræði­manna sem þau hafa aðgang að þá finnst mér lítið mark tak­andi á slíkum spurn­inga­flóði. Ég vona að ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins leiti mark­visst að svörum við spurn­ingum sínum á nýju ári. Næst þegar þau vilja nýjar leiðir þá er ósk­andi að þau hafi svör við spurn­ingum sínum og leiðir til lausnar byggt hald­góðri þekk­ingu. Það hafa far­sótt­ar­yf­ir­völd gert og á það hefur heil­brigð­is­ráð­herra hingað til hlust­að. Meg­in­þorri þjóðar hefur stutt heil­brigð­is­yf­ir­völd og það geri ég líka.

Höf­undur er pró­fessor við Lækna­deild HÍ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar