Það er vitfirra að hafa yfir 20 lífeyrissjóði í landinu

Formaður Landsflokksins skrifar um lífeyrissjóði og afleit stjórnmál sem flokkur hans ætlar m.a. að takast á við komist hann í ríkisstjórn.

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir eru allt of margir í land­inu fyrir tæp­lega 369.000 manna þjóð. Það eru allt of  margar stjórn­ir, fram­kvæmda­stjór­ar, líf­eyr­is­sjóðs­stjórar o.s.frv. á laun­um. Þar er að auki svim­andi hár rekstr­ar­kostn­að­ur. Skemmst er að minn­ast þegar að upp komst um svindl í apríl að Init hefði um ára­bil rukkað líf­eyr­is­sjóði fyrir vinnu sem efa­semdir væru um að stæð­ist lög. Þá hefðu hund­ruð millj­óna króna streymt úr félag­inu til dótt­ur­fé­lags­ins Ini­t-­rekst­urs, sem virt­ist ekki hafa annan til­gang en að fela arð­greiðslur þess.

Oft eru það atvinnu­rek­endur stór­fyr­ir­tækja sem að sitja í stjórnum þess­ara sjóða og kaupa hluta­bréf í fyr­ir­tækj­unum sínum eða vina sinna sem að skipta millj­örð­um, jafn­vel tug­um. Líka eru tekin rík­is­banka­lán út frá því og stofnað til skulda. Eig­endur borga sjálfum sér arð út frá þessum kaupum og lánum sem að renna svo í skattapara­dís til að sleppa við skatt­lagn­ingu. Þá lenda þessi fyr­ir­tæki í rekstr­ar­vanda sem að er oft reddað með því að skipta um kenni­tölu. Í öðrum löndum t.d. í Frakk­landi þá er óheim­ilt að borga arð sem að kemur inn vegna líf­eyr­is­sjóða eða rík­is­banka­lána. Í Þýska­landi sem er 84 millj­óna manna þjóð er einn líf­eyr­is­sjóður sem að gildir fyrir alla. Við viljum í stefnu­yf­ir­lýs­ingu Lands­flokks­ins nán­ari sam­vinnu við líf­eyr­is­sjóði og að þeir dreifi sér betur á atvinnu­greinar í land­inu og fjár­festi í fleiri litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum í formi smærri styrkja, lána og hlutabréfa­kaupa. Að öllum verði óheim­ilt að borga arð úr fyr­ir­tækjum sem eru á rík­is­banka­lán­um, rík­is­styrkt eða fjár­fest er í af líf­eyr­is­sjóð­um.

Við munum koma með til­lögur að sam­ein­ingu líf­eyr­is­sjóða, lækk­aðan rekstr­ar­kostnað og að félags­menn verði kjörnir full­trúar í stjórn. Stjórn­ar­menn mega ekki hafa nein hags­muna- eða per­sónu­leg tengsl við ákvarð­ana­töku eða hverskyns van­hæfi. Við ætlum einnig að beita okkur fyrir því að stóraf­skriftir fyr­ir­tækja verði rann­sak­að­ar. Finn­ist eitt­hvað óeðli­legt og óheið­ar­legt við afskrift­irnar verða þeir sóttir til saka sem á þeim bera ábyrgð. Allar eigur þeirra verða gerðar upp­tækar í rík­is­sjóð sem skilar sér í formi bættra atvinnu­vega, upp­bygg­ingu inn­viða lands­ins og lægri sköttum á almenn­ing og fyr­ir­tæki í land­inu.

Hroka­full sjálf­hverf spill­ingapóli­tík í land­inu

Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að gamla póli­tíkin vinnur ekki fyrir fólkið í land­inu? Þá á ég við flokka sem að eru Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn­ir, Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokkur eða flokkar klofnir út frá þeim s.s. Mið­flokk­ur­inn og Við­reisn. Þessir flokkar hafa ekki áhuga á að breyta neinu til góðs í þjóð­fé­lag­inu þó að þeir segi það alltaf fyrir hverjar kosn­ing­ar. Vegna þessa fá örfá mál fram að ganga. Í und­ir­liggj­andi stefnu þess­ara flokka eru þeir allir tengdir við fáveld­is­stjórn. Óform­lega getur hug­takið fáveldi vísað til fámenns hóps sem vegna ein­hvers­konar sér­rétt­inda hefur kom­ist til valda. Flokk­arnir hafa einnig verið tengdir við fáveld­is­stjórn sökum ítaka stór­fyr­ir­tækja og marg­milj­arða­mær­inga við stjórn lands­ins.

Auglýsing
Þetta eru okkar eigin íslensku olíg­arkar sem að spruttu upp eins og gorkúlur úr einka­væð­ingu bank­anna vegna spill­ingar þáver­andi og núver­andi stjórn­valda í land­inu. Ef að fólk vill að þjóð­fé­lagið breyt­ist til hins betra þá ætti almenn­ingur ekki að kjósa þessa flokka. Fólk hefur oft brennt sig á kosn­inga­lof­orðum þess­ara flokka sem að engu verða nema svikin fyr­ir­heit eftir kosn­ing­ar. Því­líkt blað­ur, lygar, spill­ing valda­græðgi og kostn­aður fyrir þjóð­ina að treysta þessum flokkum fyrir vel­ferð sam­fé­lags­ins fyr­ir­finnst ekki í öðru lýð­ræð­is­ríki á vest­ur­lönd­um. 

Þjóðin á að fara að hugsa sem heild, en ekki fyrir ein­hverjar smáklíkur sem þessir flokkar eru. Þeir eru að sundra fólki í sam­fé­lag­inu. Það er hroka­full spill­ingar og hægræð­ing­arpóli­tík í land­inu sem að kemst upp með hvað sem er, því það er ekki neitt aðhald. Megnið af íslenskum þing­mönnum og ráð­herrum líta svo stórt á sig að þeir kunna ekki að fara með völd. Vald er ekki eitt­hvað sem kemur frá hroka, frekju, hræðslu­á­róðri, þving­un­um, skip­unum eða að valta yfir fólk með nið­ur­læg­ingu. Það er sjálf­sprottið þegar að þú sýnir fólki í kringum þig umhyggju, skiln­ing, virð­ingu og leið­sögn. Þá fær fólk trú og treystir á þig. Það eru raun­veru­leg völd.

Löngu full­reynt og úrelt kerfi afleitra stjórn­mála­flokka

Það ætti að löngu vera búið að full­reyna þetta kerfi sem að þessir flokkar eru. Þeir virka bara ekki fyrir almenn­ing. Það tekur of langan tíma að keyra málum í gegn. Flokkar í rík­is­stjórn þurfa að koma sér saman um stjórn­ar­sátt­mála sín á milli og kljást svo við stjórn­ar­and­stöðu. Væri ekki nær að hafa þing­menn frjálsa og óháða frá stefnum flokk­anna?

Ef það yrðu per­sónu­kjör þá myndu valda­græðgi, spill­ing og ósam­vinnu­þýðu frekju vanda­mál heyra sög­unni til. Það yrðu engir stjórn­mála­flokk­ar, hvorki í rík­is­stjórn né í stjórn­ar­and­stöðu. Fólk gæti þá líka vænt­an­lega starfað saman á Alþingi. Almenn­ingur gæti lagt af þessa klíku­myndun sem að þessir flokkar eru og sam­einað þannig betur þjóð­ina. Lands­flokk­ur­inn leggur til að sett verði ný lög á Alþingi Íslend­inga í lok kjör­tíma­bils 2025 um að næstu- og fram­tíð­ar­kosn­ingar um að ein­stak­lingar með kosn­ing­ar­stefnu­mál verði ein­ungis kosnir á þing, en ekki stjórn­mála­flokk­ar. Munu þá full­trúar setj­ast á þing með þjóð­ar­stefnu­mál sem að fá hvað mest fylgi almenn­ings og eru rétt­kjörnir fyrir mál­efni sín. Þessi lög eiga að vera til þess að sporna við hverskyns spill­ingu og mis­beit­ingu valds póli­tískra hópa í þjóð­fé­lag­inu, klíku­mynd­unar og vegna sam­ein­ingar lands og þjóð­ar.

Við teljum að flokkspóli­tík eigi ekki við lítil lönd eins og Ísland, þar sem að hætta er á klíku­skap í opin­berum geira sem er miður gott fyrir þjóð­fé­lagið og getur sundrað þjóð sem heild. Við viljum að almenn­ingur í land­inu fái að kjósa um lögin í sér­stakri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Vegna þess­arar stefnu þá verður engin skrán­ing í Lands­flokk­inn. Fólk fer bara á kjör­stað í haust og kýs flokk­inn án allra skuld­bind­inga.  

Höf­undur er lista­mað­ur, kvik­mynda­gerð­ar­maður og for­maður Lands­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar