Það var nefnilega vitlaust gefið

Magnús Karl Magnússon MD
NHGRI_researcher_uses_a_pipette_to_remove_DNA_from_a_micro_test_tube.jpg
Auglýsing

Rann­sóknir og þróun eru drif­kraftur efna­hags­fram­fara í nútíma­sam­fé­lagi. Án þeirra getur nýsköpun ekki orðið að veru­leika. Margir þeirra sem lifa og hrær­ast í sam­fé­lagi vís­inda og nýsköp­unar hafa bent á mik­il­vægi þess að stór­auka fjár­fest­ingu í nýsköp­un, en hafa talað fyrir daufum eyr­um. Á það hefur verið bent að síð­ast­lið­inn ára­tug hafi miklum fjár­munum verið varið til nýsköp­unar og hafa opin­berar tölur meðal ann­ars sýnt að 2,5-3 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu sé varið í þennan geira sam­fé­lags­ins.

Við­mið margra þjóða er að ná 3 pró­senta mark­inu og við höfum því, sam­kvæmt opin­berum tölum verið aðeins herslumun frá því við­miði. Vís­inda- og tækni­ráð setti sér það sem mark­mið fyrir árið 2016 og það var því sam­kvæmt opin­berum gögnum raun­hæft að við gætum náð þessu mik­il­væga við­miði.

Nú bregður svo við að Hag­stofan gaf út nýjar tölur í síð­ustu viku um fjár­fest­ingar í rann­sóknir og þró­un. Töl­urnar fyrir 2013 eru hvorki meira né minna en þriðj­ungi lægri en við höfum séð síð­ast­lið­inn ára­tug; þær nema 1,88 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu, eða sem nemur rúm­lega 35 millj­örð­um. Hvað gerð­ist? Hefur orðið hrun í þessum geira?

Auglýsing

Skýr­ing­anna er senni­lega ekki leita í hruni. Lík­legra er að við höfum reiknað vit­laust síð­ustu ára­tugi. Nýlega var tekin sú ákvörðun að flytja þessa mik­il­vægu en flóknu útreikn­inga frá Rannís til Hag­stof­unnar enda skiptir meg­in­máli að við getum borið okkur saman við nágranna­löndin en í flestum til­vikum eru þessir útreikn­ingar í höndum hag­stofa við­kom­andi landa. Aðferðir eru flóknar og nið­ur­staðan hefur afger­andi áhrif á ákvarð­anir stjórn­valda og atvinnu­lífs í vís­inda- og nýsköp­un­ar­mál­um.

Screen.Shot.2015.04.29.at.11.17.52

Á með­fylgj­andi línu­riti má sjá í blárri línu opin­berar tölur um fram­lög til rann­sókna og þró­unar sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu und­an­farin ár. Við sjáum að sam­kvæmt þessum tölum varð ger­breyt­ing frá 2011 til 2013. Allt frá árinu 2000 og þar til nýj­ustu tölur fyrir 2013 voru birtar hefur hlut­fallið verið 2,5-3 pró­sent. Eina aug­ljósa breyt­ingin sem hefur orðið er sú að útreikn­ingar eru nú gerðir hjá þeirri stofnun sem hefur víð­tæk­asta yfir­sýn í hag­tölu­út­reikn­ing­um.

Það má því álykta sem svo að útreikn­ingar síð­ustu ára­tuga hafi verið ríf­lega þriðj­ungi of háir. Ef tölur fyrri ára eru leið­réttar sam­kvæmt þessum for­sendum þá getum við séð leið­réttar tölur í rauðu lín­unni. Hér er um að ræða 10-15 millj­arða skekkju á ári eða vel yfir hund­rað millj­arða síð­asta ára­tug. Það munar um minna.

Þessar tölur setja alla opin­bera stefnu­mótun í þessum mála­flokki í upp­nám. Við erum ekki að að fjár­festa til fram­tíðar eins og við héldum að við værum að gera. Við þurfum að snúa við blað­inu, það þolir ekki bið.

Höf­undur er pró­fessor í lyfja- og eit­ur­efna­fræði og for­seti Lækna­deild­ar­ Há­skóla Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None