Það var nefnilega vitlaust gefið

Magnús Karl Magnússon MD
NHGRI_researcher_uses_a_pipette_to_remove_DNA_from_a_micro_test_tube.jpg
Auglýsing

Rann­sóknir og þróun eru drif­kraftur efna­hags­fram­fara í nútíma­sam­fé­lagi. Án þeirra getur nýsköpun ekki orðið að veru­leika. Margir þeirra sem lifa og hrær­ast í sam­fé­lagi vís­inda og nýsköp­unar hafa bent á mik­il­vægi þess að stór­auka fjár­fest­ingu í nýsköp­un, en hafa talað fyrir daufum eyr­um. Á það hefur verið bent að síð­ast­lið­inn ára­tug hafi miklum fjár­munum verið varið til nýsköp­unar og hafa opin­berar tölur meðal ann­ars sýnt að 2,5-3 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu sé varið í þennan geira sam­fé­lags­ins.

Við­mið margra þjóða er að ná 3 pró­senta mark­inu og við höfum því, sam­kvæmt opin­berum tölum verið aðeins herslumun frá því við­miði. Vís­inda- og tækni­ráð setti sér það sem mark­mið fyrir árið 2016 og það var því sam­kvæmt opin­berum gögnum raun­hæft að við gætum náð þessu mik­il­væga við­miði.

Nú bregður svo við að Hag­stofan gaf út nýjar tölur í síð­ustu viku um fjár­fest­ingar í rann­sóknir og þró­un. Töl­urnar fyrir 2013 eru hvorki meira né minna en þriðj­ungi lægri en við höfum séð síð­ast­lið­inn ára­tug; þær nema 1,88 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu, eða sem nemur rúm­lega 35 millj­örð­um. Hvað gerð­ist? Hefur orðið hrun í þessum geira?

Auglýsing

Skýr­ing­anna er senni­lega ekki leita í hruni. Lík­legra er að við höfum reiknað vit­laust síð­ustu ára­tugi. Nýlega var tekin sú ákvörðun að flytja þessa mik­il­vægu en flóknu útreikn­inga frá Rannís til Hag­stof­unnar enda skiptir meg­in­máli að við getum borið okkur saman við nágranna­löndin en í flestum til­vikum eru þessir útreikn­ingar í höndum hag­stofa við­kom­andi landa. Aðferðir eru flóknar og nið­ur­staðan hefur afger­andi áhrif á ákvarð­anir stjórn­valda og atvinnu­lífs í vís­inda- og nýsköp­un­ar­mál­um.

Screen.Shot.2015.04.29.at.11.17.52

Á með­fylgj­andi línu­riti má sjá í blárri línu opin­berar tölur um fram­lög til rann­sókna og þró­unar sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu und­an­farin ár. Við sjáum að sam­kvæmt þessum tölum varð ger­breyt­ing frá 2011 til 2013. Allt frá árinu 2000 og þar til nýj­ustu tölur fyrir 2013 voru birtar hefur hlut­fallið verið 2,5-3 pró­sent. Eina aug­ljósa breyt­ingin sem hefur orðið er sú að útreikn­ingar eru nú gerðir hjá þeirri stofnun sem hefur víð­tæk­asta yfir­sýn í hag­tölu­út­reikn­ing­um.

Það má því álykta sem svo að útreikn­ingar síð­ustu ára­tuga hafi verið ríf­lega þriðj­ungi of háir. Ef tölur fyrri ára eru leið­réttar sam­kvæmt þessum for­sendum þá getum við séð leið­réttar tölur í rauðu lín­unni. Hér er um að ræða 10-15 millj­arða skekkju á ári eða vel yfir hund­rað millj­arða síð­asta ára­tug. Það munar um minna.

Þessar tölur setja alla opin­bera stefnu­mótun í þessum mála­flokki í upp­nám. Við erum ekki að að fjár­festa til fram­tíðar eins og við héldum að við værum að gera. Við þurfum að snúa við blað­inu, það þolir ekki bið.

Höf­undur er pró­fessor í lyfja- og eit­ur­efna­fræði og for­seti Lækna­deild­ar­ Há­skóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None