Þegar vélmennið stal störfunum

Kristján Hrannar Pálsson
folk2.jpg
Auglýsing

Ég vann nokkur sumur sem gjald­keri í banka. Þegar ég sótti um vorið 2007 voru eft­ir­far­andi stöður laus­ar:  • Vinna við útreikn­ing á vöxtum inn­láns­reikn­inga (Að­eins vél­menni geta sótt um)


  • Vinna við bók­hald á hlaupa­reikn­ingum við­skipta­vina (Að­eins vél­menni geta sótt um)


  • Vinna við útreikn­ing á gengi gjald­miðla (Að­eins vél­menni geta sótt um)


  • Vinna við taln­ingu á mynt og seðlum (Að­eins vél­menni geta sótt um, í neyð­ar­til­vikum fólk)


  • Vinna við afgreiðslu við­skipta­vina (95% staða fyrir vél­menni, 5% staða fyrir fólk)
Auð­vitað var þetta ekki sett svona upp. Í raun og veru vant­aði eina mann­eskju í afleys­ing­ar. Hefði ég sótt um í úti­bú­inu árið 1950 hefðu þessar stöður heldur ekki verið laus­ar, enda hefði eng­inn trúað mér hefði ég sagt þeim hvað við afköst­uðum miklu. Við náðum, þrjú tals­ins, að afgreiða 2-300 manns á dag. Þrír gjald­kerar árið 1950 með stúd­ents­próf og góða stærð­fræði­kunn­áttu hefðu ekki náð einum tíunda af því sem ég, próf­laus mennta­skóla­nemi, gat afka­stað eftir tveggja daga kennslu. Tölv­urnar sáu um rest, þar á meðal hin 95% við­skipta­vin­anna sem not­uðu heima­banka.

Þegar rætt er um vélar sem taka yfir störf dettur flestum í hug þjarkar í verk­smiðjum með svera stálarma að skrúfa tappa á tann­kremstúpur eða eitt­hvað þvíum­líkt. En flest störf sem tölv­urnar hafa tekið yfir eru flókin og krefj­ast mennt­un­ar. Með hjálp hug­bún­aðar getur nýút­skrif­aður verk­fræði­nemi hannað brýr og háhýsi sem hefði tekið heilt teymi marga mán­uði að reikna út með blaði og blý­anti. Tón­list­ar­pródúser getur búið til lag heima hjá sér á tveimur dögum sem hefði þurft margar vikur í stúd­íói fjöru­tíu árum áður, ótal hljóð­færa­leik­ara, upp­töku­stjóra, hljóð­menn o.s.frv. Ótal ný störf hafa skap­ast eftir því sem hag­kerfi heims­ins þróast, en ein­hvern veg­inn gera allir ráð fyrir að þau hljóti að vera jafn­mörg og þau sem hverfa. Und­an­farin árhund­ruð hefur það hald­ist nokkurn veg­inn í jafn­vægi, en nýj­ustu tækni­bylt­ingar munu ger­breyta því.

Starfs­ör­yggi hesta var í stór­hættu kringum þar­síð­ustu alda­mót. Bílar ruddu sér til rúms og höfðu brátt tekið yfir nær allar sam­göngur í heim­in­um. Samt datt engum í hug að spyrja við hvað allir þessir hestar ættu þá að starfa. Hvers vegna ætl­umst við til þess af mann­fólk­inu?

Auglýsing

Nú eru þau sem vinna undir stýri í sömu stöðu og hest­arnir voru einu sinni. Störf tengd sam­göngum er risa­stór geiri, og eftir 20 ár þurfa allir leig­u-, flutn­inga- og strætó­bíl­stjórar að leita að nýrri vinnu. Tölvur keyra nú þegar þús­undir bíla í Banda­ríkj­un­um, og í heim­inum öllum munu tug­millj­ónir manna óhjá­kvæmi­lega fara á atvinnu­leys­is­bætur eða detta út úr hag­kerf­inu. Tölvu­for­rit geta nú þegar lesið lög­fræði­texta, samið tón­list, braskað með verð­bréf, skrifað fréttir á net­inu og afgreitt gamla fólkið í banka­úti­búum á Íslandi. Vél­menni inn­rita nú fólk á hót­elum og munu ábyggi­lega taka yfir öll önnur afgreiðslu­störf. Ein stór­kost­leg­asta tækni­bylt­ing sög­unnar stefnir í að vera skil­greint sem vanda­mál út frá hækk­andi atvinnu­leysi. Hvað segir það okkur um kerf­ið?

Það er opin­bert leynd­ar­mál að vinnu­stundir í flestum störfum hafa lítið að gera með raun­veru­leg afköst. Tíma­kaup átti vel við í iðn­bylt­ing­unni og land­bún­að­ar­sam­fé­lögum 19. ald­ar, en í dag er fárán­legt að nota sömu mæli­ein­ingu - það er eins og að verð­merkja föt eftir vigt. Í þessu úrelta vinnu­kerfi er óhjá­kvæmi­legt að atvinnu­leysi mynd­ist - raunar hvetja tækni­fram­far­irnar til þess. Samt njóta hinir efna­minni ekki ávaxt­anna til fulln­ustu af hinum gríð­ar­legu fram­förum und­an­geng­inna ára­tuga - þótt vinnu­sparn­aður hafi orðið heima fyrir hefur atvinnu­ör­yggi þeirra minnkað og laun staðið í stað. Þannig veikj­ast und­ir­stöður hag­kerf­is­ins ef hinar „vinn­andi stétt­ir“ halda því ekki uppi með neyslu og þjón­ustu.

­Borg­ara­laun eða grunn­fram­færsla myndi leysa stóran hluta þessa vanda, og skil­greina upp á nýtt hvað flokk­ast undir vinnu, stöðu­gildi, tíma­kaup og fleira. Fólki væri ein­fald­lega greidd föst upp­hæð á mán­uði fyrir það eitt að vera til

En hvað er þá til ráða? Borg­ara­laun eða grunn­fram­færsla myndi leysa stóran hluta þessa vanda, og skil­greina upp á nýtt hvað flokk­ast undir vinnu, stöðu­gildi, tíma­kaup og fleira. Fólki væri ein­fald­lega greidd föst upp­hæð á mán­uði fyrir það eitt að vera til - ólíkt bótum myndi hún ekki drag­ast frá launum sem fólk ynni sér inn. Þetta myndi líka gera stóran hluta vel­ferð­ar­kerf­is­ins óþarfan - fólk myndi ekki missa hvatann til að vinna, en væri ekki ríg­bundið við fulla „stöðu“ eins og hún er skil­greind í dag. Hámenntað fólk gæti nýtt sér sér­þekk­ingu sína mun bet­ur, og fátækt yrði nær útrýmt, að minnsta kosti á Íslandi. Gleymum ekki að hún kostar sam­fé­lagið óhemju fjár­hæðir og lífs­kjara­skerð­ingu sem engan verð­miða er hægt að setja á.

Hug­myndin um borg­ara­laun er ansi gömul og gengur þvert á allar hefð­bundnar flokkslínur - hún hefur hlotið stuðn­ing frá hörð­ustu frjáls­hyggjupésum eins og Milton Fried­man yfir í gall­harða sós­í­alista og allt þar á milli. Þenslu­á­hrif hennar yrðu ekki eins mikil og hefur stundum verið haldið fram, þar sem ekki er verið að prenta pen­inga heldur yrði að mestum hluta tekið yfir vel­ferð­ar­kerfið sem nú þegar eyðir ótrú­legum fjár­hæðum í eft­ir­lit og yfir­bygg­ingu, svo að eng­inn fái nú neitt sem hann eigi ekki skil­ið. Að vísu er óvíst hvernig þessu myndi reiða af í jafn sturluðu hag­kerfi og hinu íslenska, með sinn ónýta gjald­miðil og hafta­bú­skap, en að láta það stoppa sig væri eins og að sækja hjóna­bands­ráð­gjöf frá Snæ­fríði Íslands­sól sem vildi fremur þann versta en næst­besta.

Efna­hags­kerfi heims­ins þarf að breyt­ast. Grunn­fram­færsla eða borg­ara­laun eru ekki bara kjara­bót fyrir þau sem hafa minna milli hand­anna, heldur nauð­syn­legt inn­grip þegar mann­kynið siglir inn í öld þar sem tölvur og vél­menni taka yfir vel­flest störf. Þessi 5% staða sem ég fékk 2007 er núna óðum að hverfa, og það ættu að vera frá­bærar frétt­ir. Fögnum hækk­andi atvinnu­leysi!

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None