Þjóðarhagsmunir Íslands í Úkraínudeilunni

Ágúst Már Ágústsson
h_51723521-765x510.jpg
Auglýsing

Í þeim umræðu­stormi sem blás­ist hefur upp í kjöl­far ákvörð­unar rúss­neskra stjórn­valda í síð­ustu viku að setja inn­flutn­ings­bann á sjáv­ar- og land­bún­að­ar­af­urðir frá Íslandi hefur utan­rík­is­ráðu­neytið legið undir þungri gagn­rýni. Utan­rík­is­þjón­ustan er ýmist sögð óvand­virk, ófag­mann­leg eða tagl­hnýt­ingur Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna. Gagn­rýnendur vilja helst að stefnu stjórn­valda verði snúið við til að tryggja útflutn­ings­mark­að­inn í Rúss­landi. Með þessu vinna þeir gegn hags­munum þjóð­ar­inn­ar.

Utan­rík­is­stefna Íslands í Úkra­ínu



Gagn­rýnendur utan­rík­is­þjón­ust­unnar beita strá­mönnum í rökum sínum og gera því skóna, að íslensk stjórn­völd búi ekki yfir sjálf­stæðri utan­rík­is­stefnu varð­andi Úkra­ínu. Stað­reynd er að allt síðan utan­rík­is­ráð­herra var staddur í Kænu­garði í byrjun des­em­ber 2013, á ráð­herra­fundi Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu (ÖSE), stein­snar frá upp­sprettu þeirrar bylt­ingar sem skók land­ið, hefur stefna Íslands í þessu máli verið skýr. Í upp­hafi ein­kennd­ist hún af afdrátt­ar­lausum stuðn­ingi við grund­vall­ar­mann­rétt­indi á borð við sam­komu- og mál­frelsi, en eftir því sem atburðir í Úkra­ínu tóku á sig alvar­legri mynd þró­að­ist stefna Íslands í að standa vörð um alþjóða­lög og -gildi. Rauður þráður í þeirri nálgun hefur verið að bera skuli virð­ingu fyrir landa­mærum full­valda ríkja og að ein­hliða beit­ing her­valds í milli­ríkja­deilum sé óásætt­an­leg.

Breytt umhverfi íslenskrar utan­rík­is­þjón­ustu



Síð­ast­liðna viku var mikið legið á utan­rík­is­ráðu­neyt­inu fyrir að hafa ekki "leikið í báðum lið­um” í Úkra­ínu­deil­unni. Þarna er verið að visa til kalda­stríðs­ár­anna og er átt við að stjórn­völd haldi að sér höndum í alþjóð­legum deilu­mál­um. Sam­skiptum við alla deilu­að­ila sé haldið þannig að unnt er að stunda við­skipti beggja vegna borðs­ins á sama tíma og landið njóti verndar innan NATO. Í þess­ari for­tíð­ar­þrá gleym­ist hins vegar að taka með í reikn­ing­inn þá bylt­ingu sem hefur orðið í alþjóða­sam­fé­lag­inu á síð­asta ald­ar­fjórð­ungi. Ísland nýtur ekki lengur sömu lyk­il­stöðu í vörnum Vest­ur­landa og það gerði á meðan heim­ur­inn lifði á barmi kjarn­orku­stríðs. Ísland er ekki lengur útvörður banda­rísks her­valds og fremsta víg­lína í bar­átt­unni um Norð­ur­-Atl­ants­haf­ið. Ísland er ekki lengur mik­il­vægt í þessu sam­hengi.

Geta utan­rík­is­þjón­ust­unnar



Ekki er nóg með að for­sendur utan­rík­is­þjón­ust­unnar til að vera beggja vegna borðs­ins í deilum stór­velda hafi horf­ið, geta hennar hefur kerf­is­bundið verið skorin niður.

Ekki er nóg með að for­sendur utan­rík­is­þjón­ust­unnar til að vera beggja vegna borðs­ins í deilum stór­velda hafi horf­ið, geta hennar hefur kerf­is­bundið verið skorin nið­ur. Líkt og aðrar rík­is­stofn­anir hefur utan­rík­is­þjón­ustan farið í gegnum mik­inn nið­ur­skurð frá hruni. Sendi­skrif­stofur eru nú 22 tals­ins og sendi­er­ind­rekum hefur fækkað um fjórð­ung frá 2008. Einnig reiðir íslenska utan­rík­is­þjón­ustan sig mun minna  á stað­ar­ráðið starfs­fólk en önnur Norð­ur­lönd, en slíkt starfs­fólk er í eðli sínu ódýr­ara í rekstri en útsent starfs­fólk. Á meðan 70% starfs­fólks á sendi­skrif­stofum hinna Norð­ur­land­anna var stað­ar­ráðið að með­al­tali árið 2013 var þetta hlut­fall ekki nema 53% hjá íslensku utan­rík­is­þjón­ust­unni.

Í skýrslu lávarða­deildar breska þings­ins frá febr­úar á þessu ári kemur fram að nálgun bresku utan­rík­is­þjón­ust­unnar að Úkra­ínu­krís­unni hafi ein­kennst af stór­kost­legum mis­skiln­ingi á við­horfum í Rúss­landi. Ástæðan er sögð vera nið­ur­skurður til utan­rík­is­þjón­ust­unnar og minnk­andi geta hennar til að greina ástandið almenni­lega. Það þarf því ekki að koma á óvart að íslenska utan­rík­is­þjón­ustan hafi átt erfitt með að sjá fyrir við­brögð rúss­neskra stjórn­valda í þessu máli. Það er ekki alltaf hægt að spá rétt fyrir um við­brögð ann­arra ríkja, sér­stak­lega ólýð­ræð­is­ríkja. Lær­dóm­ur­inn sem skýrsla lávarða­deild­ar­innar dregur er sá að ef menn vilja öfl­uga utan­rík­is­þjón­ustu þá verður að borga fyrir hana og það verður að tryggja að hún búi yfir nauð­syn­legri sér­fræði­kunn­áttu.

Auglýsing

Þjóð­ar­hags­munir Íslands í Úkra­ínu



Þar sem Ísland er her­laust smá­ríki verða stjórn­völd að hafa tvennt í huga í sam­skiptum sínum við alþjóða­sam­fé­lag­ið. Mik­il­vægi alþjóða­laga og -venja ann­ars vegar og marg­hliða sam­vinnu hins veg­ar. Ef að Ísland á að geta tekið þátt í sam­fé­lagi þjóð­anna verður það að geta gengið út frá því að aðrir þátt­tak­endur ryðj­ist ekki áfram í mætti stærðar sinn­ar. Í slíku ríki nátt­úr­unn­ar, þar sem sá sterkasti ræð­ur, væri Ísland  fljótt á lista yfir ríki í útrým­ing­ar­hættu. Alþjóða­lög og virð­ing fyrir þeim eru því grund­vall­ar­at­riði fyrir áfram­hald­andi til­veru íslenska rík­is­ins og þegar þau eru virt að vettugi boðar það hættu fyrir íslenska þjóð­ar­hags­muni.

Ef að Ísland á að geta tekið þátt í sam­fé­lagi þjóð­anna verður það að geta gengið út frá því að aðrir þátt­tak­endur ryðj­ist ekki áfram í mætti stærðar sinn­ar. Í slíku ríki nátt­úr­unn­ar, þar sem sá sterkasti ræð­ur, væri Ísland  fljótt á lista yfir ríki í útrým­ing­ar­hættu.

Marg­hliða sam­starf er smá­ríkjum á borð við Ísland einnig nauð­syn­legt vegna þess að það gefur rík­inu auk­inn kraft til aðgerða. Mörg þau mála sem ríkið fæst við eru þess eðlis að þau eru vand­leyst án aðkomu banda­manna eða ann­arra sam­starfs­að­ila. Góð dæmi um það eru umhverf­is­vernd á Norð­ur­slóð­um, Vest­nor­ræn sam­vinna, eða sam­starf Íslands, Kana­da, Liechten­stein, Nor­egs og Sviss í mann­réttind­ar­málum innan ÖSE. En til marg­hliða sam­starfs heyrir einnig varn­ar­sam­starf, líkt og þátt­taka Íslands í NATO og loft­rým­is­gæsla NATO og ann­arra þjóða bera vott um. Án sam­starfs við banda­menn sína stæði Ísland ber­skjaldað eft­ir.

Meg­in­hags­mun­irnir fel­ast í því að standa vörð um alþjóða­lög og þá helst í sam­starfi við aðrar þjóð­ir. Það sem á sér stað í Úkra­ínu er bar­átta um grund­vall­ar­gildi alþjóða­sam­fé­lags­ins, hvort að ríki megi beita her­valdi til að íhlut­ast um inn­an­rík­is­mál nágranna sinna eða ekki. Þess vegna er stuðn­ingur íslenskra stjórn­valda við þær tak­mörk­uðu refsi­að­gerðir sem allir okkar helstu banda­menn taka þátt í rétt­ur. Hann er réttur vegna þess að hann sendir merki um mik­il­vægi þjóð­ar­rétt­ar. Hann er réttur vegna þess að hann hafnar hern­að­ar­legri inn­limun Krím­skaga í Rúss­land. Hann er réttur vegna þess að með honum axlar Ísland ábyrgð í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Stra­tegísk utan­rík­is­stefna



Þrátt fyrir alla gagn­rýni á stefnu­leysi íslenskra stjórn­valda varð­andi átökin í Úkra­ínu má þvert á móti segja að stefnan virð­ist skýr og hönnuð með lang­tíma­mark­mið í huga. Lang­tím­a­nálgun utan­rík­is­þjón­ust­unnar varð­andi Úkra­ínu ein­kenn­ist af því að við­halda núver­andi ríkja­skipan í Evr­ópu og standa vörð um landa­mæri full­valda ríkja. Hérna getur utan­rík­is­þjón­ustan dregið fram fjöl­marga samn­inga, sátt­mála og sam­þykktir mál­stað sínum til stuðn­ings. Allt frá stofnsátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna til stofnskjals ÖSE og hins svo­kall­aða Búda­pest sam­komu­lags varð­andi sjálf­stæði og full­veldi Úkra­ínu. Með því að taka afstöðu og standa vörð um þessi gildi er utan­rík­is­þjón­ustan að standa vörð um full­veldi Íslands.

Stefnu­mót­un­ar­vald til Moskvu?



Það sem komið hefur hvað mest að óvart í allri umræð­unni er stað­föst ósk margra að snúa við stefnu stjórn­valda til þess að koma til móts við vilja rúss­neskra yfir­valda. Ef íslensk stjórn­völd ættu að falla frá refsi­að­gerð­unum þá á réttum for­send­um, ekki vegna þess að rúss­nesk yfir­völd  fyr­ir­skipa það. Hverjar yrði lík­legar afleið­ingar þess að gefa undan þeirri fjár­kúgun sem útgerð­irnar eru nú beitt­ar? Fyrst og fremst þær að íslensk stjórn­völd hefðu lýst því yfir að ráðskast megi um með fram­kvæmd utan­rík­is­mála lands­ins ef svo ber und­ir.  Ís­land hefur ekki lagst fyrir ESB í mak­ríl­deil­unni, lagð­ist ekki fyrir Nor­egi í Smugu­deil­unni og ekki fyrir Bret­landi í land­helg­is­bar­átt­unni. Á að byrja á því að leggj­ast núna?

Ís­land hefur ekki lagst fyrir ESB í mak­ríl­deil­unni, lagð­ist ekki fyrir Nor­egi í Smugu­deil­unni og ekki fyrir Bret­landi í land­helg­is­bar­átt­unni. Á að byrja á því að leggj­ast núna?

Alþjóða­lög og -venjur eru þjóðar­ör­ygg­is­hagsum­a­mál fyrir smá­ríki á borð við Ísland. Það sem er ríkjum eins og Íslandi lífs­nauð­syn­legt er að reglur og venjur ríki í alþjóða­sam­fé­lag­inu – og að þeim sé fram­fylgt. Bein hern­að­ar­í­hlutun í öðrum ríkjum og inn­limun land­svæða með her­valdi brýtur í bága við gild­andi reglur og venjur alþjóða­sam­fé­lags­ins. Ef að útgerð­ar­fyr­ir­tækin vilja í raun­inni að ráð­herra snúi við ákvörðun sinni um refsi­að­gerð­irnar vegna þess þau lenda í inn­flutn­ings­banni til Rúss­lands þá verða þau að segja berum orðum að skamm­tíma­af­koma þeirra sé mik­il­væg­ari en alþjóða­lög og þjóðar­ör­yggi Íslands.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None