Þjóðarmorð í Palestínu

Ragheb Besaiso, Palestínumaður búsettur hér á landi, varð vitni að þremur styrjöldum á Gaza 2008, 2012 og 2014 og nokkrum öðrum ofbeldisfullum árásum þar í landi. „Þetta er ákall palestínsku þjóðarinnar til íslensku þjóðarinnar,“ segir hann.

Auglýsing

Greina­skrifum þessum er ætlað að vega á móti ríkj­andi frá­sögn vald­hafans og ofbeld­is­að­il­ans Ísra­els, sem vegna ítaka sinna á alþjóða­vett­vangi fær mikla dreif­ingu á þeim áróðri sem Ísr­ael heldur úti. Sökum þess fær frá­sögn Ísra­els­manna hljóm­grunn víða. Frá­sögn sem segir að Ísr­ael (inn­rás­ar­lið­ið) sé undir árás frá Palest­ínu­mönn­um. Nú er tími til kom­inn að hið alþjóð­lega sam­fé­lag leggi við hlustir þegar Palest­ínu­menn segja rétti­lega að þeir séu fórn­ar­lömb þjóð­ar­hreins­unar sem nú stendur yfir í Gaza og skoði sönn­un­ar­gögnin sem sýna það svo óþægi­lega skýrt og skil­merki­lega, öllum sem sjá vilja.

Síð­ast­lið­inn mánu­dag hleypti Ísra­elska her­námsliðið af stokk­unum hern­að­ar­að­gerðum gegn óbreyttum borg­urum í Gaza í Palest­ínu. Sú aðgerð felur í sér að nota gíf­ur­legt magn af eld­flaugum til að granda Palest­ínu­mönn­um. Ísra­els­menn segja slíka hreins­un­ar­að­gerð nauð­syn­lega til að tryggja eigið öryggi. Eini Palest­ínu­mað­ur­inn sem hlýtur náð í augum Ísra­els er dauður Palest­ínu­mað­ur. Það er gam­all sann­leikur og nýr.

Ofbeldið sem íbúar Gaza þurfa nú að þola frá hendi Ísra­els er í einu orði sagt ólýs­an­legt. Borgin mín Gaza sem hefur verið her­setin í um 13 ár, sætir nú óheyri­lega ofbeld­is­fullri og grimmi­legri her­ferð Ísra­els­manna. Nú þegar ég rita þessi orð þá hafa að minnsta kosti 212 Palest­ínu­menn látið líf­ið, þar á meðal 61 börn og 36 konur – og meira en 1400 manns eru særð­ir. Þessi aðför er ekk­ert annað en liður í þjóð­ar­morði og þjóð­ar­hreinsun Ísra­els­manna á Palest­ínu­mönn­um. Ísra­elskar her­sveitir beina eld­flaugum sínum að íbúð­ar­hverfum og sprengja þau í loft upp án nokk­urrar aðvör­un­ar. Þeir sprengja upp skóla, háskóla, heim­ili, ótal háhýsi, fyr­ir­tæki, land­bún­að­ar­lönd, sjúkra­hús og stræti. Ísra­els­menn hafa nú eytt út heilu íbúð­ar­hverf­unum í Gaza með sprengjum sínum sem hafa leitt til þess að um 300 palest­ínskar fjöl­skyldur eru heim­il­is­laus­ar.

Auglýsing

Fjöl­miðlar dreifa rangri mynd af ástand­inu í Palest­ínu

Það sem er að ger­ast nú í Gaza er ekk­ert annað en stríðs­glæpur og um leið skýrt brot á alþjóð­legum lögum og mann­rétt­ind­um. Hér er um að ræða grimmi­lega glæpi sem er vart hægt að gera sér í hug­ar­lund. Á fyrsta degi árásar Ísra­els­manna gegn Gaza, sendu þeir eld­flaug sem varð 9 palest­ínskum börnum að bana og þar að auki særð­ist eitt barn. Hvaða glæpi frömdu þau börn gegn Ísra­el? Börn sem voru að leik á leik­velli uns eld­flaug Ísra­els­manna tók líf þeirra á hrotta­feng­inn hátt. Þetta er aðeins eitt stakt dæmi um þá hroða­legu atburði sem nú eru dag­legt brauð hjá stríðs­hrjáðri palest­ínsku þjóð­inni. Á síð­ustu dögum réðst Ísr­ael á fjöl­skyldu á heim­ili þeirra í Shati flótta­manna­búð­unum í Gaza án aðvör­unar og án þess að gefa fjöl­skyld­unni nokkra aðvör­un. Í kjöl­far þeirrar árásar lét­ust 10 manns lífið úr sömu fjöl­skyld­unni, þ.m.t. 8 börn: Mar­yam 15 ára, Yamen 5 ára, Bilal 10 ára, Yusef 11 ára, Abd al-Ra­hman 8 ára, Suhaib 14 ára, Yahya 11 ára, og móðir þeirra. Það var aðeins einn aðili fjöl­skyld­unnar sem lifði þau fjöldamorð Ísra­els­manna af, en það var 5 mán­aða gam­all drengur sem kastað­ist yfir í næsta hús við spreng­ing­una.

Því miður dreifa fjöl­miðlar um allan heim rangri mynd af ástand­inu í Palest­ínu. Við Palest­ínu­menn höfum í yfir sjö­tíu ár lifað við við­var­andi þján­ingar og harm sökum eilífra inn­rása og ofbeldis af hálfu Ísra­els­manna, hvort sem það er í Gaza, á Vest­ur­bakk­anum eða í Jer­úsal­em. Upp­haf ofbeld­is­hrin­unnar sem nú gengur yfir má rekja til örlaga­ríkra atburða. Líkt og svo oft áður, þá vís­uðu Ísra­els­menn ótal Palest­ínu­mönnum frá heim­ilum þeirra, nú í hverf­inu Sheikh Jarrah í Jer­úsal­em. Sá verkn­aður var fram­kvæmdur af óbreyttum Ísra­els­mönnum og ísra­elsku lög­regl­unni og hern­um. Eftir að búið var að brott­vikn­ingin var afstaðin á Palest­ínu­mönn­unum úr húsum sínum þá voru þau afhent ísra­elskum land­nem­um. Getið þið ímyndað ykkur þær aðstæð­ur, að vera fjar­lægð með ofbeldi af eigin heim­ili og horfa á þjófinn gera það að sínu eig­in. Í ofaná­lag vill ofbeld­is­að­il­inn að þú þegir um ofbeldið og hörfir á brott með fjöl­skyldu þína þar sem þú þarft að leita skjóls á göt­unni. Ísra­els­mönnum er sama um hús­næði þitt og drauma þína og barna þinna. Palest­ínu­menn mót­mæltu þessum ómann­úð­legu aðgerðum Ísra­els­manna. En eins og sagan sýnir þá er Palest­ínu­mönnum fyr­ir­boðið að njóta rétt­lætis og mót­mæli eru ekki lið­in. Í kjöl­farið réð­ust Ísra­els­menn á þús­undir Palest­ínu­manna sem voru að biðj­ast fyrir í Al-Aqsa mosk­unni í Jer­úsalem á hinum mik­il­væga Ramdam mán­uði. Mörg hund­ruð manna sem voru þar voru þá særðir og/eða hand­tekn­ir.

Heim­ur­inn verður að opna augun fyrir órétt­inum

Það sem er að ger­ast nú er brot á grund­vall­ar­rétt­indum Palest­ínu­manna, gróft áfram­hald á aðskiln­að­ar­stefnu, þjóð­ar­flutn­ingum og þjóð­ar­hreinsun á Palest­ínu­mönn­um. Þessu verður að linna og heim­ur­inn verður að opna augun fyrir órétti Ísra­els­manna gegn palest­ínsku þjóð­inni. Við Palest­ínu­menn erum orðnir örþreyttir á end­ur­teknum árásum og hrotta­legum stefnu­málum Ísra­els­manna. Palest­ínu­menn eru orðnir örþreyttir á því að Ísra­els­menn geti eftir eigin hent­ug­leik rænt landi þeirra og heim­il­um. Palest­ínu­menn eru orðnir örþreyttir á að mega ekki ferð­ast og því að þurfa rekja sig á milli ótal eft­ir­lits­stöðvar Ísra­els­manna til að kom­ast á milli staða heima fyr­ir. Og Palest­ínu­menn eru orðnir lang­þreyttir á öllum hand­tök­unum og morð­unum sem þjóðin hefur þurft að þola til þessa dags. Nú sem áður segja Palest­ínu­menn, hvort sem þeir eru búsettir í Jer­úsal­em, Gaza eða á Vest­ur­bakk­an­um: Nóg kom­ið. Það er orðið löngu tíma­bært að Ísr­ael hætti að stunda glæpi sína gegn Palest­ínsku þjóð­inni, sem nú rís upp enn á ný og mót­mælir ára­tuga kúgun Ísra­els­manna. Palest­ínu­menn mót­mæla nú nýlegri brott­vísun Ísra­els­manna á palest­ínskum fjöl­skyldum úr Jer­úsalem sem og stig­vax­andi yfir­gangi ísra­el­skra land­nema á land­svæðum á Vest­ur­bakk­anum þar sem þeir taka yfir land Palest­ínu­manna með ólög­mætri búsetu. Og Palest­ínu­menn mót­mæla fjöldamorð­unum sem eiga sér nú stað í Gaza.

Það er ekki og hefur aldrei verið ásætt­an­legt að varpa sök ger­and­ans Ísra­els á þol­and­ann Palest­ínu. Það má ekki við­gang­ast lengur að gefa Ísra­els­mönnum frítt spil hvað við­kemur kúgun þeirra á palest­ínsku þjóð­inni og á sama tíma álasa Palest­ínu­mönnum fyrir að mót­mæla brögð­um, ofbeldi og órétt­læti kúg­ar­ans sem ástundað hefur þá ógn­ar­stjórn á dags­grund­velli svo ára­tugum skipt­ir. Það er réttur okkar sem her­setin þjóð í um 70 ár að gera upp­reisn gegn kúg­ara okk­ar, sem kemur fram við okkur eins og við séum ekki mennsk. Við Palest­ínu­menn óskum þess að hljóta alþjóð­legan stuðn­ing svo við getum lifað í friði á okkar landi – án árása frá hern­að­ar­veldi sem níð­ist með vopnum sínum á óbreyttum borg­ur­um. Hluti af þeim stuðn­ingi er að hlusta og taka undir rödd Palest­ínu­manna sem kallar eftir hjálp. Þetta er ákall palest­ínsku þjóð­ar­innar til íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar