Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, bendir á í aðsendri grein að skólar hafi ekki mætt þörfum barna sem alast upp á grænkerafæði.

Auglýsing

Græn­kerum á Íslandi hefur fjölgað tölu­vert síð­ustu miss­eri og þá sér­stak­lega meðal ungs fólks. Sífellt fleiri börn alast upp á græn­ker­a­fæði heima við en þrátt fyrir það hafa skólar ekki mætt þörfum þess­ara barna. Margir skólar fara fram á lækn­is­vott­orð um að börnin þoli ekki dýra­af­urð­ir, nema í til­fellum þar sem um trú­ar­legar ástæður er að ræða.

Skoð­ana­frelsi nýtur hins vegar verndar í stjórn­ar­skrá til jafns við trú­frelsi. Því skýtur skökku við að skólar krefji for­eldra um lækn­is­vott­orð þegar um lífs­skoðun er að ræða. For­eldrar vegan barna telj­ast heppnir ef þeir fá að nesta börnin og að nesti barn­anna sé geymt við við­eig­andi aðstæð­ur, í kæli, fram að hádeg­is­mat.

Er ekki sjálf­sagt að veita börnum val­kost um græn­ker­a­fæði? Er ekki sjálf­sagt að þau hafi raun­veru­legt val?

Auglýsing

Auk stjórn­ar­skrár­innar kveður barna­sátt­mál­inn á um að rétt­mætt til­lit sé tekið til skoð­ana barna. Börn hafa meira að segja sjálf kallað eftir því að græn­ker­a­fæði sé á boðstólum í skólum lands­ins. Þá hefur Emb­ætti land­læknis einnig kallað eftir því. Í nýrri hand­bók frá emb­ætt­inu fyrir mötu­neyti grunn­skóla er fjallað um vegan börn og stendur að „skól­inn ætti að koma til móts við þarfir barna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima við eins og kostur er.“ Vel sam­sett græn­ker­a­fæði upp­fyllir allar nær­ing­ar­legar þarfir ein­stak­linga á öllum aldri.

Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hve mörg börn myndu kjósa græn­ker­a­fæði, þá get ég sagt ykkur að hjá Skólamat, fyr­ir­tæki sem fram­leiðir mat fyrir marga leik- og grunn­skóla, hefur fjöld­inn sem velur græn­kera­mat nær þre­fald­ast síðan byrjað var að bjóða upp á vegan val­kost sam­hliða kjöt­rétti árið 2017 og í dag velur einn af hverjum sjö nem­endum vegan skóla­mat.

Haldið þið að þetta sé of flókið fyrir skól­ana? Val um græn­ker­a­fæði myndi einnig nýt­ast öllum þeim sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk, laktósa, eggjum eða öðrum dýra­af­urð­um, þeim sem borða ekki vissar dýra­teg­undir af trú­ar­legum ástæð­um, nem­endum sem vilja minnka kolefn­is­spor sitt með lofts­lagsvænna fæði, nem­endum sem eru við­kvæmir fyrir kól­ester­óli og áfram mætti telja. Það kann að virð­ast flókið verk­efni að bjóða upp á græn­ker­a­fæði en stað­reyndin er sú að það þarf ekki að vera það. Þannig er auð­velt að gera græn­ker­a­út­gáfur af flestum klass­ískum rétt­um, svo sem bolognese, lasagna og grjóna­graut, en einnig er hægt að gera rétti sem eru örlítið meira spenn­andi.

Ég hvet ykkur til þess að styðja við rétt barna til þess að hafa þennan val­kost. Það gerið þið t.d. með því að skrifa undir áskor­un­ina okkar til skól­anna hér.

Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja græn­ker­a­fæði í öllum leik- og grunn­skólum lands­ins. Þetta er ekki einu sinni rót­tæk áskor­un, bara spurn­ing um vilja til að veita börnum raun­veru­legt val og virða lífs­skoð­anir þeirra.

Höf­undur er vara­for­maður í stjórn Sam­taka græn­kera á Íslandi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar