Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, bendir á í aðsendri grein að skólar hafi ekki mætt þörfum barna sem alast upp á grænkerafæði.

Auglýsing

Grænkerum á Íslandi hefur fjölgað töluvert síðustu misseri og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Sífellt fleiri börn alast upp á grænkerafæði heima við en þrátt fyrir það hafa skólar ekki mætt þörfum þessara barna. Margir skólar fara fram á læknisvottorð um að börnin þoli ekki dýraafurðir, nema í tilfellum þar sem um trúarlegar ástæður er að ræða.

Skoðanafrelsi nýtur hins vegar verndar í stjórnarskrá til jafns við trúfrelsi. Því skýtur skökku við að skólar krefji foreldra um læknisvottorð þegar um lífsskoðun er að ræða. Foreldrar vegan barna teljast heppnir ef þeir fá að nesta börnin og að nesti barnanna sé geymt við viðeigandi aðstæður, í kæli, fram að hádegismat.

Er ekki sjálfsagt að veita börnum valkost um grænkerafæði? Er ekki sjálfsagt að þau hafi raunverulegt val?

Auglýsing

Auk stjórnarskrárinnar kveður barnasáttmálinn á um að réttmætt tillit sé tekið til skoðana barna. Börn hafa meira að segja sjálf kallað eftir því að grænkerafæði sé á boðstólum í skólum landsins. Þá hefur Embætti landlæknis einnig kallað eftir því. Í nýrri handbók frá embættinu fyrir mötuneyti grunnskóla er fjallað um vegan börn og stendur að „skólinn ætti að koma til móts við þarfir barna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima við eins og kostur er.“ Vel samsett grænkerafæði uppfyllir allar næringarlegar þarfir einstaklinga á öllum aldri.

Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hve mörg börn myndu kjósa grænkerafæði, þá get ég sagt ykkur að hjá Skólamat, fyrirtæki sem framleiðir mat fyrir marga leik- og grunnskóla, hefur fjöldinn sem velur grænkeramat nær þrefaldast síðan byrjað var að bjóða upp á vegan valkost samhliða kjötrétti árið 2017 og í dag velur einn af hverjum sjö nemendum vegan skólamat.

Haldið þið að þetta sé of flókið fyrir skólana? Val um grænkerafæði myndi einnig nýtast öllum þeim sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk, laktósa, eggjum eða öðrum dýraafurðum, þeim sem borða ekki vissar dýrategundir af trúarlegum ástæðum, nemendum sem vilja minnka kolefnisspor sitt með loftslagsvænna fæði, nemendum sem eru viðkvæmir fyrir kólesteróli og áfram mætti telja. Það kann að virðast flókið verkefni að bjóða upp á grænkerafæði en staðreyndin er sú að það þarf ekki að vera það. Þannig er auðvelt að gera grænkeraútgáfur af flestum klassískum réttum, svo sem bolognese, lasagna og grjónagraut, en einnig er hægt að gera rétti sem eru örlítið meira spennandi.

Ég hvet ykkur til þess að styðja við rétt barna til þess að hafa þennan valkost. Það gerið þið t.d. með því að skrifa undir áskorunina okkar til skólanna hér.

Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja grænkerafæði í öllum leik- og grunnskólum landsins. Þetta er ekki einu sinni róttæk áskorun, bara spurning um vilja til að veita börnum raunverulegt val og virða lífsskoðanir þeirra.

Höfundur er varaformaður í stjórn Samtaka grænkera á Íslandi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar