Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, bendir á í aðsendri grein að skólar hafi ekki mætt þörfum barna sem alast upp á grænkerafæði.

Auglýsing

Græn­kerum á Íslandi hefur fjölgað tölu­vert síð­ustu miss­eri og þá sér­stak­lega meðal ungs fólks. Sífellt fleiri börn alast upp á græn­ker­a­fæði heima við en þrátt fyrir það hafa skólar ekki mætt þörfum þess­ara barna. Margir skólar fara fram á lækn­is­vott­orð um að börnin þoli ekki dýra­af­urð­ir, nema í til­fellum þar sem um trú­ar­legar ástæður er að ræða.

Skoð­ana­frelsi nýtur hins vegar verndar í stjórn­ar­skrá til jafns við trú­frelsi. Því skýtur skökku við að skólar krefji for­eldra um lækn­is­vott­orð þegar um lífs­skoðun er að ræða. For­eldrar vegan barna telj­ast heppnir ef þeir fá að nesta börnin og að nesti barn­anna sé geymt við við­eig­andi aðstæð­ur, í kæli, fram að hádeg­is­mat.

Er ekki sjálf­sagt að veita börnum val­kost um græn­ker­a­fæði? Er ekki sjálf­sagt að þau hafi raun­veru­legt val?

Auglýsing

Auk stjórn­ar­skrár­innar kveður barna­sátt­mál­inn á um að rétt­mætt til­lit sé tekið til skoð­ana barna. Börn hafa meira að segja sjálf kallað eftir því að græn­ker­a­fæði sé á boðstólum í skólum lands­ins. Þá hefur Emb­ætti land­læknis einnig kallað eftir því. Í nýrri hand­bók frá emb­ætt­inu fyrir mötu­neyti grunn­skóla er fjallað um vegan börn og stendur að „skól­inn ætti að koma til móts við þarfir barna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima við eins og kostur er.“ Vel sam­sett græn­ker­a­fæði upp­fyllir allar nær­ing­ar­legar þarfir ein­stak­linga á öllum aldri.

Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hve mörg börn myndu kjósa græn­ker­a­fæði, þá get ég sagt ykkur að hjá Skólamat, fyr­ir­tæki sem fram­leiðir mat fyrir marga leik- og grunn­skóla, hefur fjöld­inn sem velur græn­kera­mat nær þre­fald­ast síðan byrjað var að bjóða upp á vegan val­kost sam­hliða kjöt­rétti árið 2017 og í dag velur einn af hverjum sjö nem­endum vegan skóla­mat.

Haldið þið að þetta sé of flókið fyrir skól­ana? Val um græn­ker­a­fæði myndi einnig nýt­ast öllum þeim sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk, laktósa, eggjum eða öðrum dýra­af­urð­um, þeim sem borða ekki vissar dýra­teg­undir af trú­ar­legum ástæð­um, nem­endum sem vilja minnka kolefn­is­spor sitt með lofts­lagsvænna fæði, nem­endum sem eru við­kvæmir fyrir kól­ester­óli og áfram mætti telja. Það kann að virð­ast flókið verk­efni að bjóða upp á græn­ker­a­fæði en stað­reyndin er sú að það þarf ekki að vera það. Þannig er auð­velt að gera græn­ker­a­út­gáfur af flestum klass­ískum rétt­um, svo sem bolognese, lasagna og grjóna­graut, en einnig er hægt að gera rétti sem eru örlítið meira spenn­andi.

Ég hvet ykkur til þess að styðja við rétt barna til þess að hafa þennan val­kost. Það gerið þið t.d. með því að skrifa undir áskor­un­ina okkar til skól­anna hér.

Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja græn­ker­a­fæði í öllum leik- og grunn­skólum lands­ins. Þetta er ekki einu sinni rót­tæk áskor­un, bara spurn­ing um vilja til að veita börnum raun­veru­legt val og virða lífs­skoð­anir þeirra.

Höf­undur er vara­for­maður í stjórn Sam­taka græn­kera á Íslandi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar