Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms

Viðar Hjartarson, læknir, fjallar um aðgerðir lögreglu í mótmælum sem og um dómsmál sem höfðuð hafa verið gegn mótmælendum í aðsendri grein.

Auglýsing



Nýlega dæmdi Hér­aðs­dómur Reykja­víkur unga konu í tveggja mán­aða fang­elsi og að greiða háan máls­kostn­að, fyrir að sparka í fót lög­reglu­manns í mót­mæl­um, til stuðn­ings flótta­mönn­um, á Aust­ur­velli í mars 2019, þungur dómur sem gefur til­efni til nán­ari skoð­un­ar. Í örstuttu máli voru mála­vextir þessir og er stuðst við dóms­úr­skurð­inn:

Í miðjum mót­mæl­um, sem farið höfðu frið­sam­lega fram, ákveður lög­regla að fjar­lægja muni sem hún „taldi vera elds­mat“, pappa­spjöld sem mót­mæl­endur sitja á og neita að láta af hendi. Lög­reglan myndar þá „plóg til að ryðja þeim frá,“ eins og segir í dóm­in­um, svo að ná megi spjöld­unum og í þeim átökum dregur lög­reglu­maður A ákærðu út úr hópn­um, eftir vell­inum og „sleppti henni í nokk­urri fjar­lægð frá hópn­um“ þar liggj­andi. Spark­aði þá ákærða í fætur A, segir starfs­bróðir hans B í frum­skýrslu sinni. Þol­and­inn A segir sparkið hafa komið í fót sér og hann „fundið til eymsla í sköfl­ungi“ og því hafi svo fylgt tvö eða þrjú högg, mun kraft­minni. Ákærða neit­aði sök, hafi hún hins vegar sparkað voru það ósjálf­ráð við­brögð við ástæðu­lausri og harka­legri með­ferð, eða árás öllu held­ur. Fyrr­nefndur lög­reglu­þjónn B og kona I, vitni sak­born­ings, stóðu bæði í nokk­urra metra fjarlægð frá atburði og var vitn­is­burður B tal­inn trú­verð­ug­ur, en full­yrð­ing kon­unnar um að hún hafi ekki séð að ákærða spark­aði í lög­reglu­mann­inn, var ekki tekin til greina. Nokkrar upp­tökur af atvikum liggja fyrir og sýnir engin þeirra sparkið í A, en að „ákærða liggi á vi. hlið og sparki einu sinni með hæ. fæti í átt að lög­reglu­mann­in­um, með stefnu á fætur hans og sést hann þá stansa snögg­lega.“ Í dóm­sal sagð­ist þol­and­inn aðspurður ekki muna í hvorum fæt­inum eymslin voru og ekk­ert áverka­vott­orð lá fyr­ir.

Auglýsing

Hver var eig­in­lega glæp­ur­inn?

Segjum nú svo að konan hafi, þrátt fyrir allt, sparkað í lög­reglu­þjón­inn, er þá ekki sann­gjarnt að skoða aðdrag­and­ann? Lög­reglan ryðst inn í hóp­inn, dregur ákærðu tölu­verðan spöl eftir frosnum Aust­ur­vell­inum og skilur hana þar eft­ir, liggj­andi á vi. hlið, þaðan sem hún sparkar þá frá sér í fót fyrr­nefndrar lög­reglu. Er það mjög ókristi­legt að sýna við­brögð­unum skiln­ing, við þessar aðstæður og jafn­vel fyr­ir­gefa? Hver var upp­haf­legi glæp­ur­inn? Jú, sá að neita lög­reglu um að láta pappa­spjöld af hendi! En dóm­ar­inn var ekki í vafa (og ekki deilir maður við hann) og dæmdi kon­una seka, „óháð því hvort tjón hafi orðið af verkn­að­in­um,“ eins og segir í úrskurð­in­um, sem byggir á ákvæðum 106.gr almennra hegn­ing­ar­laga frá því herr­ans ári 1940, sem segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi að opin­berum starfs­manni við skyldu­störf skuli sæta fang­elsi allt að 8 árum. En þar segir einnig að beita megi sektum ef brot er smá­fellt, þannig að með gagná­lyktun telur dóm­ar­inn greini­lega umrætt brot stór­fellt, sbr. fang­els­is­dóm­inn skil­orðs­bundna.

Gildir „góð­mennskan“ ekki?

Fyrir skömmu skrif­aði ég grein í Mbl. þar sem varað var m.a. við áber­andi ref­sigleði ákæru­valds, aðal­lega vegna frjáls­legrar túlk­unar lög­reglu á umdeildri 19.gr lög­reglu­laga. 5. maí s.l. birt­ist leið­ari í Frétta­blað­inu undir heit­inu „Mildi er best“ og er þar m.a. vitnað í nokk­urra ára gam­alt við­tal við unga konu, vara­hér­aðs­sak­sókn­ara, sem sagði að of lít­ill munur væri gerður á alvar­leika mála. „Þar mætti hífa refs­ingar upp fyrir alvar­leg vald­stjórn­ar­brot og láta væg­ari brotin niður falla.“ Sagði hún sátta­miðlun hafa gef­ist vel. Skyldi þessi sátt­fúsi vara­hér­aðs­sak­sókn­ari vita hvaða emb­ætti gaf út ákæruna í mál­inu sem hér er til umræðu?

Fyrir fáeinum dögum var í Mbl. sagt frá rann­sókn tveggja fræði­manna við Háskól­ann á Akur­eyri um lög­gæslu í dreif­býli og segir þar m.a. „Mik­il­væg­ast er góð sam­skipta­hæfni, sem grund­vall­ist á sam­ræð­um, hæfi­leik­anum að geta stillt til friðar og mjúkri lög­gæslu, til að við­halda trausti almenn­ings og sam­stöð­u.“ Þeir benda einnig á að mikil und­ir­mönnun sé í stétt­inni, bæði í dreif­býli og þétt­býli, ástand sem vita­skuld er mjög streitu­vald­andi og auð­vitað óvið­un­andi.

Að vísu gaf Grön­dal gamli þetta ráð til lausn­ar: „Góð­mennskan gildir ekki, gefðu dug­lega á kjaft,“ en hann lét nú líka ýmis­legt flakka, sá mikli snill­ing­ur.

Máttur fæl­ing­ar­innar

Það er fjarri mér að líkja okkar ágæta landi við ein­ræð­is­ríki, en á þeim bæjum eru þátt­tak­endur í hvers kyns mót­mæla­að­gerðum hand­teknir og ákærðir fyrir „að stefna hags­munum og öryggi rík­is­ins í hættu“ og hljóta svo mis­þunga dóma fyr­ir. Þarna eru vald­haf­arnir fyrst og fremst að nýta sér fæl­ing­ar­mátt refsi­vand­ar­ins, til að þagga niður í tján­ing­ar­frelsi fólks­ins. Álíka stjórn­kænsku þurfa stjórn­völd, í þeim ríkjum sem vilja telj­ast lýð­ræð­is­leg, að forð­ast eins og heitan eld­inn.

Hér er samt ekki úr vegi að vekja athygli á aðferð ákæru­sviðs lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við útgáfu ákæra á hendur ung­menn­unum fimm, vegna mót­mæla­setu í dóms­mála­ráðu­neyti í apríl 2019, þar sem gefin var út ein og ein sam­hljóða ákæra á stangli yfir 6 mán­aða tíma­bil, sem jók, að ástæðu­lausu, sam­an­lagðan máls­kostnað sak­born­inga um allt að 2 millj­ónir króna. Þarna snið­gekk lög­reglu­stjóri meg­in­á­kvæði 143.gr laga um með­ferð saka­mála nr 88/2008, sem kveður á um að í slíku máli skuli gefa út hópá­kæru. Fæl­ingin er lævís og lip­ur.

Nefndin um eft­ir­lit með lög­reglu

Þegar fjallað er um sam­skipti almenn­ings við lög­reglu, verður ekki kom­ist hjá því að minn­ast á nefnd­ina um eft­ir­lit með störfum lög­reglu (NEL), sem tók til starfa í árs­byrjun 2017 og hafði það tak­mark­aða hlut­verk að greina inn­sendar kærur og fram­senda ætluð refsi­verð brot til hér­aðs­sak­sókn­ara en hafði ekki heim­ildir til að taka efn­is­lega afstöðu til máls eða tryggja að það fengi við­un­andi lausn innan hæfi­legs tíma. Árið 2020 voru 210 mál enn til með­ferðar hjá nefnd­inni og er meðal máls­með­ferð­ar­tími um 180 dag­ar, í stað þeirra 30 daga sem reglu­gerðin segir til um, en alltof oft draga lög­reglu­emb­ættin lapp­irnar við að senda umbeðin gögn, and­mæla jafn­vel að afhenda þau. Slá­andi dæmi um hæga­gang þessa kerfis er t.d. kæra A.J. frá júlí 2019, sem ekki var send hér­aðs­sak­sókn­ara fyrr en í jan­ú­ar­lok 2020 (sjá hér í frétt Stund­ar­innar), en það tók emb­ættið síðan 12 mán­uði að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að fella bæri kæruna nið­ur, þar sem hún var ekki talin lík­leg til sak­fell­ing­ar. Regl­urnar segja að hér­aðs- og rík­is­sak­sókn­ari skuli taka ákvörðun um rann­sókn innan mán­aðar frá því er þeim berst nið­ur­staða nefnd­ar­inn­ar. Fyrir tæpri viku voru loks sam­þykkt lög sem skerpa á hlut­verki NEL. Guð láti gott á vita.

Orð eru til alls fyrst

Ákærða er aðeins ein af mörgum sem hafa verið ákærð fyrir brot gegn vald­stjórn­inni, í kjöl­far mót­mæla. Frá því refsi­vernd lög­reglu­manna var aukin rétt fyrir hrun, virð­ist umburð­ar­lyndi þeirra fyrir hverskyns nún­ingi og mót­læti í starfi hafa minnkað og mála­fjöldi í vald­stjórn­ar­brotum auk­ist að sama skapi. Haldi ein­hverjir að unga fólkið sem stendur að frið­sam­legum mót­mælum og lætur í sér heyra, sé óalandi og óferj­andi er það mis­skiln­ing­ur. Væri ekki ráð að reyna að bæta það spennu­þrungna and­rúms­loft sem sann­ar­lega er alltof oft til staðar svo og end­ur­skoða ref­sigleð­ina, sem getur valdið ótrú­lega íþyngj­andi afleið­ingum til fram­tíðar og oft í litlu sam­ræmi við gjörn­ing­inn sjálf­an. Með­al­hófs­reglan í lög­reglu­lögum (14.gr) verður að fá meira vægi , en hún segir að leita verði væg­ustu úrræða gagn­vart rétt­indum borg­ar­anna, þegar yfir­völd taka sínar ákvarð­anir og á við um öll stjórn­völd. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er tján­ing­ar­frelsið tryggt með ákvæðum í stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda-sátt­mála og verður ekki svo auð­veld­lega vikið til hlið­ar.

P.S.: Nú fyrir helgi, þann 14.maí, stað­festi Lands­réttur dóm yfir lög­reglu­manni (sjá hér í frétt Vísis) fyrir að hafa slegið gest á veit­inga­stað, þegar sá var settur inn í lög­reglu­bíl og í fram­hald­inu slegið hinn hand­tekna tví­vegis í and­lit­ið, þrýst hné sínu á háls og höfuð og þvingað hand­járn­aða hand­leggi hans ítrekað í sárs­auka­stöðu fyrir aftan bak, þar sem hann lá á gólfi lög­reglu­bif­reið­ar. Upp­tök­ur, m.a. úr lög­reglu­bílnum voru til stað­ar. Lög­reglu­mað­ur­inn neit­aði sök og fékk stoð í fram­burði sam­starfs­konu sinnar á vett­vangi. Hann hlaut 45 daga skil­orðs­bundið fang­elsi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar