Þjórsáin okkar allra

Þingframbjóðendur Vinstri grænna í Suðurkjördæmi hvetja alla hlutaðeigandi til þess að falla frá áformum um Hvammsvirkjun í Þjórsá, sem þær segja að hefði óafturkræf umhverfisáhrif og sé á sama tíma dýr og afllítill virkjunarkostur.

Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Auglýsing

Hún lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi og rennur hún að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni.

Landvernd telur Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga skal stefna að því að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis.

Nú á dögunum sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi hjá Orkustofnun, sem er forsenda þess að seinna verði hægt að sækja um framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins.

Auglýsing

Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið allt.

Framkvæmdir við Hvammsvirkjun myndu raska þessari þjóðargersemi okkar, er ógn við laxastofninn, hefur óafturkræf umhverfisáhrif og síðast en ekki síst yrði dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið. Nú er næg orka í landinu og mun mikilvægara að huga að því að efla flutningsgetu orkunnar sem nú þegar er til staðar.

Þess utan hefur þessi virkjunarhugmynd leikið nærsamfélagið grátt og sanna þarf að nauðsynlegt sé að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru verði raskað.

Við stöndum með Þjórsá og hvetjum alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá hið snarasta.

Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar