Þjórsáin okkar allra

Þingframbjóðendur Vinstri grænna í Suðurkjördæmi hvetja alla hlutaðeigandi til þess að falla frá áformum um Hvammsvirkjun í Þjórsá, sem þær segja að hefði óafturkræf umhverfisáhrif og sé á sama tíma dýr og afllítill virkjunarkostur.

Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Auglýsing

Hún lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fal­legri og umhverfi hennar dásam­legt á að líta. Í Þjórsá lifir einn stærsti laxa­stofn á Íslandi og rennur hún að miklu leyti á Þjórs­ár­hrauni hinu mikla sem er stærsta flæði­hraun sem runnið hefur í nútíma á jörð­inni.

Land­vernd telur Þjórsá hafa sér­stöðu á heims­mæli­kvarða og þá sér­stak­lega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnort­inn í dag. Sam­kvæmt vernd­ar­mark­miðum nátt­úru­vernd­ar­laga skal stefna að því að vernda vatns­far­vegi og lands­lag sem er sér­stætt eða fágætt vegna fag­ur­fræði­legs og/eða menn­ing­ar­legs gild­is.

Nú á dög­unum sótti Lands­virkjun um virkj­un­ar­leyfi hjá Orku­stofn­un, sem er for­senda þess að seinna verði hægt að sækja um fram­kvæmda­leyfi vegna Hvamms­virkj­unar sem yrði afl­stöð neð­ar­lega í Þjórsá, í byggð á einu fal­leg­asta úti­vist­ar­svæði lands­ins.

Auglýsing

Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkj­un­ar­mann­virki sem yrði vel sýni­legt og óaft­ur­kræft inn­grip í nátt­úru­legt lands­lags svæð­is­ins. Í stað straum­harðar jök­ulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í far­vegi árinnar verða veru­lega skert með til­heyr­andi áhrifum á líf­ríkið allt.

Fram­kvæmdir við Hvamms­virkjun myndu raska þess­ari þjóð­ar­ger­semi okk­ar, er ógn við laxa­stofn­inn, hefur óaft­ur­kræf umhverf­is­á­hrif og síð­ast en ekki síst yrði dýr og afl­lít­ill kostur þegar upp er stað­ið. Nú er næg orka í land­inu og mun mik­il­væg­ara að huga að því að efla flutn­ings­getu orkunnar sem nú þegar er til stað­ar.

Þess utan hefur þessi virkj­un­ar­hug­mynd leikið nær­sam­fé­lagið grátt og sanna þarf að nauð­syn­legt sé að auka við raf­orku áður en sam­fé­lögum og nátt­úru verði rask­að.

Við stöndum með Þjórsá og hvetjum alla hlut­að­eig­andi til að horfa til sam­fé­lags­legrar ábyrgðar með því að hverfa frá öllum virkj­un­ar­hug­myndum í Þjórsá hið snarasta.

Höf­undar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs í Suð­ur­kjör­dæmi fyrir næstu alþing­is­kosn­ingar

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar