Þráttasemjarar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar um afturköllun, eða cancel culture.

Auglýsing

Umræðan hefur verið fjörug að und­an­förnu um einn af fylgi­fiskum póli­tískrar umræðu á sam­fé­lags­miðl­um: það sem alþjóð­lega er kennt við aft­ur­köll­un, cancel-cult­ure: mark­vissa og sam­taka snið­göngu á verkum lista­manna sem viðrað hafa umdeil­an­legar skoð­anir á mann­rétt­inda­málum eða eru taldir hafa hegðað sér með óvið­ur­kvæmi­legum hætti í sið­ferð­is­efn­um. Þetta helst í hendur við smánun – þegar yfir ein­stak­linga kemur hol­skefla vand­læt­ingar vegna þess að þeir hafa látið í ljós for­dóma í garð hópa sem þeir til­heyra ekki.

Þetta mál hefur ýmsar hlið­ar. Ein er sú að fólk kaupir það sem því sýn­ist. Og missi það ein­hverra hluta vegna áhuga á ein­hverjum lista­manni – þá er það bara þannig. Skilj­an­legt er að fá slíka skömm á til­teknum ein­stak­lingi vegna orða hans eða fram­göngu að maður missi allan áhuga á því sem hann hefur fram að færa. Önnur hlið er sú að rétt er að fólk hugsi sig um áður en það tekur að dæma heilu þjóð­irn­ar, trú­ar­hópana eða kyn­hneigð­irn­ar; dæma fólk fyrir það hvernig það fædd­ist. Almennt talað er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um áður en það lætur í ljós skoð­an­ir. Þær eru aldrei jafn sak­lausar og þær kunna að virð­ast ...

En hópefli kringum snið­göngu og skipu­lögð útskúfun vegna umdeildra skoð­ana er hættu­legur leik­ur. Þetta getur orðið til þess að fæla fólk frá því að viðra skoð­anir sínar með hótun um útskúfun og skömm. Þar með fara slíkar skoð­anir í skúma­skotin og skolpræsi umræð­unn­ar. Og birt­ast svo á óvæntan hátt, jafn­vel upp úr kjör­köss­um. Og dæmin sanna líka að skipu­lögð útskúfun byggir oft á æði ein­faldri mynd af því sem við­kom­andi lista­maður hefur sagt og skrif­að.

Í opnu og frjáls­lyndu lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi eigum við að skipt­ast á skoð­un­um. Við eigum að reyna að halda í heiðri þá reglu að skrifa ekk­ert um mann­eskju annað en við gætum sagt við við­kom­andi í eigin per­sónu. Þó að skoð­anir mann­eskju séu okkur ekki að skapi er ágætt að reyna að hemja vand­læt­ingu sína. Þó að skoð­anir séu ekki jafn sak­lausar og margir telja eru þær heldur ekki jafn mikið skað­ræði og stundum mætti halda. 

Auglýsing
Á net­inu erum við ekki alltaf „í eigin per­sónu“ heldur er eins og annar karakter taki stundum völdin við lykla­borð­ið, jafn­vel undir dul­nefni. Á sam­fé­lags­miðl­unum svið­setjum við okkur með orðum og mynd­um. Segja má í vissum skiln­ingi að á net­inu séum við öll skáld – en mis­góð. Og þar erum við á eigin yfir­ráða­svæði og karakt­er­inn við lykla­borðið á það til að vera miklu afdrátt­ar­laus­ari, jafn­vel ein­streng­ings­legri en sá sem stendur and­spænis annarri mann­eskju og á í sam­ræðum við hana: í raun­heimum klárum við oft­ast nær sam­ræð­ur, jafn­vel með því að fara að tala um eitt­hvað ann­að, og náum þannig teng­ingu á ný, jafn­vel bara með brosi, en á net­inu förum við eitt­hvað annað bál­reið og allt annað en sátt­­fús. Meira þrátt­­fús. Sam­­fé­lags­miðlar gerir okkur öll að hálf­gerðum þrátta­­semjur­­um.

Við eigum að forð­ast að vera hvert öðru dóm­stóll. Skoð­anir okkar eru sér­stakt sam­safn af því sem við höfum heyrt og lesið og reynt, til­finn­ingum okk­ar, upp­lagi, hug­sjón­um, þrám og kenndum ... Þær eru ekki allar alltaf jafn réttar eða fal­legar eða skyn­sam­legar – og við eigum að geta verið óhrædd við að viðra þær, skoða þær, skipt­ast á þeim: gjörðu svo vel, hér er mín skoð­un, má ég sjá þína? Og þó að okkur kunni að finn­ast hún skrýt­in, jafn­vel ljót, er ekki þar með sagt að verk­efni okkar sé að ausa við­mæl­and­ann skömmum eða kalla út snið­göngu­her.

Einn af mínum upp­á­halds­höf­undum gegnum tíð­ina er Þór­bergur Þórð­ar­son, stíl­snill­ingur og  boð­beri visku og kær­leika og alls konar alt­erna­tífra hug­mynda og lífs­stíls. En hann var líka málsvari fjöldamorð­ingja og mann­hat­urs í afstöðu sinni til Sov­ét­ríkj­anna. Ég veit af því og furða mig á sumum fárán­legum og sorg­legum skoð­unum hans: Samt nýt ég þess að lesa pönkið í Bréfi til Láru, ljóð­ræn­una í Ofvit­an­um, frá­sagn­ar­gleð­ina í Ævi­sögu séra Árna ... ég held meira að segja að það hafi gert mig næm­ari mann­eskju en ella að lesa verkin hans Þór­bergs, en ég vil sjálfur fá að kljást við stalín­is­mann í verkum hans og mér finnst raunar heill­andi umhugs­un­ar­efni hvernig alræð­is­hyggjan hjá honum fékk þrif­ist hjá svo frjáls­lyndum anda. Í okkur býr alls konar fólk. Það er ævi­verk­efni að kynn­ast því öllu og þroska það, og beina eig­in­leikum þess í jákvæðar átt­ir. Eng­inn verður betri mann­eskja af því að vera snið­geng­inn.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar