Tími Katrínar Jakobsdóttur er runninn upp – hvort sem henni líkar betur eða verr   

Jón Kalman Stefánsson

Öldruð frænka mín, stað­föst vinstri­mann­eskja til 60 ára, full­yrðir að Ögmundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna, sé guð­faðir sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Er það ekki heldur ósann­gjörn full­yrð­ing; að sú rík­is­stjórn sem virð­ist hafa sett mis­skipt­ingu og ósætti á odd­inn, sitji í skjóli Ögmundur sem ötul­lega berst fyrir þeim sem minna mega sín?

Ögmund­ar-­syndromið?



Fyrsta málið sem sitj­andi rík­is­stjórn lagði fram var frum­varp um lækkun veiði­gjalda og hátekju­skatts. Það var eins og hún teldi ástæðu­laust að fela fyrir hverja hún starf­aði.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist geng­inn í björg nýfrjáls­hyggju­afla þar sem mis­skipt­ingin er talin til nátt­úru­lög­mála, og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í her­kví lýð­skrumara sem ítrekað bera van­hæfni sína og fádæma skort á fag­mennsku. Enda sýna kann­anir að til­trú almenn­ings á for­ystu­sveit rík­is­stjórn­ar­innar er nán­ast eng­in.

En Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur þakkað vinstriöfl­unum fyrir að hafa í ára­tugi verið yfir­burða­flokkur hér á landi; það er ekki styrkur flokks­ins sem hefur gert hann að leið­andi afli, heldur sundr­ung vinstri afla. Og þar erum við komin að Ögmundi, og full­yrð­ingu frænku minn­ar.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna komst til valda á einum erf­ið­asta tíma í sögu íslenska lýð­veld­is­ins, og hún ætl­aði sér svo stóra hluti að henni gat varla annað en mis­tek­ist. Vinstri­menn virð­ast þar að auki sáttir við að stopul valda­seta þeirra sé ein­ungis inn­skot í valda­sögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og þess vegna reyna þeir að koma of miklu til leiðar á of stuttum tíma. Þennan skiln­ing kunna Sjálf­stæð­is­menn að meta, enda töl­uðu þing­menn þess flokks gjarnan um að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir ætti að „skila lyklun­um“. Eins og hún hefði rænt völd­um, tekið það sem væri með réttu þeirra. Hægri menn gátu hallað sér áhyggju­laust aftur og fylgst með því hvernig innri deilur og sól­ó­spil ein­stakra þing­manna og ráð­herra, reif stjórn­ar­sam­starfið í sund­ur.

Þá tal­aði frænka mín mest og harð­ast um Ögmund.

Þennan greinda hæfi­leika­mann, með hjartað á réttum stað, en hagar sér eins og þrjóskt barn sem rýkur í fýlu ef hann fær ekki sínu fram­gengt. Hans sann­fær­ing ofar öllu.

Getum við kannski farið að tala um Ögmund­ar-­syndromið?

Og að í því liggi ógæfa vinstri og jafn­að­ar­manna?

Bjarni Bene­dikts­son sendir okkur jóla­kort í þakk­læt­is­skyni



Stundum fær maður á til­finn­ing­una að vinstri – og jafn­að­ar­menn ótt­ist sam­vinnu og þá sterku breið­fylk­ingu sem góð sam­vinna getur leitt af sér. Að þeim líði best í smá­um, áhrifa­litlum ein­ing­um. Með litla ábyrgð, en stór orð.

Við völd situr stjórn rúin trausti, sem svo aug­ljós­lega stendur vörð um auð­magnið á kostnað mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Sem svíkur lof­orð og fer fram með vald­níðslu í skjóli meiri­hluta síns. Rík­is­stjórn ofsa, rík­is­stjórn auð­magns og mis­rétt­ar. Þegar þannig háttar ætti stjórn­ar­and­staðan að blómstra í könn­un­um. Píratar gera það, en hinir hefð­bundnu vinstri og miðju­flokkar vinna ekk­ert á. Þjóðin hefur ekki trú á þeim. Hún hefur trú á Katrínu Jak­obs­dótt­ur, en ekki flokki henn­ar.

Og hvers­vegna ætti maður að kjósa Vinstri græna, Sam­fylk­ing­una eða Bjarta Fram­tíð? Hvað bjóða þeir upp á nema sundr­ung, innri deil­ur? Er mun­ur­inn á Bjartri Fram­tíð og Sam­fylk­ingu, liggur hann í öðru en fata­snið­inu?

Ef við viljum endi­lega tryggja áfram­hald­andi yfir­burði Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sama hvernig hann hagar sér, þá skulum við endi­lega halda áfram á sömu braut. Förum að dæmi Guð­mundar Stein­gríms­sonar og stofnum nýjan flokk ef við fáum ekki að ráða öllu í laga­val­inu, spilum sóló eins og Ögmundur vegna þess að skoð­anir okkar eru merki­legri en skoð­anir ann­arra. Höldum þessu áfram til streitu, breytum engu, förum sundruð fram í næstu kosn­ing­um, stofnum jafn­vel nokkur sér­visku­fram­boð til við­bótar til að dreifa kröft­un­um.

Er þetta ekki prýðis plan?

Bjarni Bene­dikts­son sendir okkur jóla­kort í þakk­læt­is­skyni – og LÍU borgar burð­ar­gjald­ið.

Ridd­arar í sveit Katrínar Jak­obs­dótt­ur!



Við getum ann­að­hvort haldið upp­teknum hætti, gengið sundruð til næstu kosn­inga og þannig tryggt áfram­hald­andi mis­skipt­ingu. Eða fylkt okkur á bak við þann eina stjórn­mála­mann sem hefur getu og vin­sældir til að leiða breið­fylk­ingu í anda R-list­ans: Katrínu Jak­obs­dótt­ur.

Katrín Jak­obs­dóttir getur ekki lengur leyft sér að loka sig af í því 10 pró­sent horni sem Vinstri grænir eru fastir í. Ef hún hefur áhuga á að hrifsa sam­fé­lagið úr járn­klóm hags­muna, nýfrjáls­hyggju og lýð­skrumara, þá verður hún að stíga fram og sam­eina vinstri– og miðju­menn að baki sér. Og aðrir for­ystu­menn eiga að víkja. Þeir eiga að taka hags­muni þjóðar fram yfir per­sónu­legan metnað og verða ridd­arar í sveit Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hennar tími er ein­fald­lega runn­inn upp. Hvort sem henni líkar betur eða verr.

Meira úr Kjarnanum