Tími Katrínar Jakobsdóttur er runninn upp – hvort sem henni líkar betur eða verr   

Jón Kalman Stefánsson

Öldruð frænka mín, stað­föst vinstri­mann­eskja til 60 ára, full­yrðir að Ögmundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna, sé guð­faðir sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Er það ekki heldur ósann­gjörn full­yrð­ing; að sú rík­is­stjórn sem virð­ist hafa sett mis­skipt­ingu og ósætti á odd­inn, sitji í skjóli Ögmundur sem ötul­lega berst fyrir þeim sem minna mega sín?

Ögmund­ar-­syndromið?Fyrsta málið sem sitj­andi rík­is­stjórn lagði fram var frum­varp um lækkun veiði­gjalda og hátekju­skatts. Það var eins og hún teldi ástæðu­laust að fela fyrir hverja hún starf­aði.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist geng­inn í björg nýfrjáls­hyggju­afla þar sem mis­skipt­ingin er talin til nátt­úru­lög­mála, og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í her­kví lýð­skrumara sem ítrekað bera van­hæfni sína og fádæma skort á fag­mennsku. Enda sýna kann­anir að til­trú almenn­ings á for­ystu­sveit rík­is­stjórn­ar­innar er nán­ast eng­in.

En Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur þakkað vinstriöfl­unum fyrir að hafa í ára­tugi verið yfir­burða­flokkur hér á landi; það er ekki styrkur flokks­ins sem hefur gert hann að leið­andi afli, heldur sundr­ung vinstri afla. Og þar erum við komin að Ögmundi, og full­yrð­ingu frænku minn­ar.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna komst til valda á einum erf­ið­asta tíma í sögu íslenska lýð­veld­is­ins, og hún ætl­aði sér svo stóra hluti að henni gat varla annað en mis­tek­ist. Vinstri­menn virð­ast þar að auki sáttir við að stopul valda­seta þeirra sé ein­ungis inn­skot í valda­sögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og þess vegna reyna þeir að koma of miklu til leiðar á of stuttum tíma. Þennan skiln­ing kunna Sjálf­stæð­is­menn að meta, enda töl­uðu þing­menn þess flokks gjarnan um að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir ætti að „skila lyklun­um“. Eins og hún hefði rænt völd­um, tekið það sem væri með réttu þeirra. Hægri menn gátu hallað sér áhyggju­laust aftur og fylgst með því hvernig innri deilur og sól­ó­spil ein­stakra þing­manna og ráð­herra, reif stjórn­ar­sam­starfið í sund­ur.

Þá tal­aði frænka mín mest og harð­ast um Ögmund.

Þennan greinda hæfi­leika­mann, með hjartað á réttum stað, en hagar sér eins og þrjóskt barn sem rýkur í fýlu ef hann fær ekki sínu fram­gengt. Hans sann­fær­ing ofar öllu.

Getum við kannski farið að tala um Ögmund­ar-­syndromið?

Og að í því liggi ógæfa vinstri og jafn­að­ar­manna?

Bjarni Bene­dikts­son sendir okkur jóla­kort í þakk­læt­is­skyniStundum fær maður á til­finn­ing­una að vinstri – og jafn­að­ar­menn ótt­ist sam­vinnu og þá sterku breið­fylk­ingu sem góð sam­vinna getur leitt af sér. Að þeim líði best í smá­um, áhrifa­litlum ein­ing­um. Með litla ábyrgð, en stór orð.

Við völd situr stjórn rúin trausti, sem svo aug­ljós­lega stendur vörð um auð­magnið á kostnað mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Sem svíkur lof­orð og fer fram með vald­níðslu í skjóli meiri­hluta síns. Rík­is­stjórn ofsa, rík­is­stjórn auð­magns og mis­rétt­ar. Þegar þannig háttar ætti stjórn­ar­and­staðan að blómstra í könn­un­um. Píratar gera það, en hinir hefð­bundnu vinstri og miðju­flokkar vinna ekk­ert á. Þjóðin hefur ekki trú á þeim. Hún hefur trú á Katrínu Jak­obs­dótt­ur, en ekki flokki henn­ar.

Og hvers­vegna ætti maður að kjósa Vinstri græna, Sam­fylk­ing­una eða Bjarta Fram­tíð? Hvað bjóða þeir upp á nema sundr­ung, innri deil­ur? Er mun­ur­inn á Bjartri Fram­tíð og Sam­fylk­ingu, liggur hann í öðru en fata­snið­inu?

Ef við viljum endi­lega tryggja áfram­hald­andi yfir­burði Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sama hvernig hann hagar sér, þá skulum við endi­lega halda áfram á sömu braut. Förum að dæmi Guð­mundar Stein­gríms­sonar og stofnum nýjan flokk ef við fáum ekki að ráða öllu í laga­val­inu, spilum sóló eins og Ögmundur vegna þess að skoð­anir okkar eru merki­legri en skoð­anir ann­arra. Höldum þessu áfram til streitu, breytum engu, förum sundruð fram í næstu kosn­ing­um, stofnum jafn­vel nokkur sér­visku­fram­boð til við­bótar til að dreifa kröft­un­um.

Er þetta ekki prýðis plan?

Bjarni Bene­dikts­son sendir okkur jóla­kort í þakk­læt­is­skyni – og LÍU borgar burð­ar­gjald­ið.

Ridd­arar í sveit Katrínar Jak­obs­dótt­ur!Við getum ann­að­hvort haldið upp­teknum hætti, gengið sundruð til næstu kosn­inga og þannig tryggt áfram­hald­andi mis­skipt­ingu. Eða fylkt okkur á bak við þann eina stjórn­mála­mann sem hefur getu og vin­sældir til að leiða breið­fylk­ingu í anda R-list­ans: Katrínu Jak­obs­dótt­ur.

Katrín Jak­obs­dóttir getur ekki lengur leyft sér að loka sig af í því 10 pró­sent horni sem Vinstri grænir eru fastir í. Ef hún hefur áhuga á að hrifsa sam­fé­lagið úr járn­klóm hags­muna, nýfrjáls­hyggju og lýð­skrumara, þá verður hún að stíga fram og sam­eina vinstri– og miðju­menn að baki sér. Og aðrir for­ystu­menn eiga að víkja. Þeir eiga að taka hags­muni þjóðar fram yfir per­sónu­legan metnað og verða ridd­arar í sveit Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hennar tími er ein­fald­lega runn­inn upp. Hvort sem henni líkar betur eða verr.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017 kl. 15:01
Gunnar Smári Egilsson
Ingi Freyr: Gunnar Smári gaf starfsfólki ranga mynd af stöðu Fréttatímans
Gunnar Smári Egilsson sannfærði starfsfólk um það í febrúar síðastliðnum að rekstur Fréttatímans væri tryggður, og talaði fólk ofan af því að taka öðrum starfstilboðum. Á þeim tíma hafði ekki verið greitt í lífeyrissjóði fyrir starfsfólk í nokkra mánuði.
28. apríl 2017 kl. 13:45
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Manndráp í beinni á Facebook Live
28. apríl 2017 kl. 13:00
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017 kl. 11:37
Ari Trausti Guðmundsson
Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi
28. apríl 2017 kl. 10:07
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt hlut Glitnis í Stoðum.
Ekkert gefið upp um sölu á hlut Glitnis í Stoðum
Forstjóri Glitnis HoldCo var ekki tilbúinn að svara spurningum um sölu á hlut félagsins í Stoðum.
28. apríl 2017 kl. 9:00
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna
Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.
28. apríl 2017 kl. 8:00
Ármann Þorvaldsson tekur við af Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku.
Ármann sagður taka við stjórnartaumunum hjá Kviku
Sigurður Atli Jónsson er hættur störfum hjá Kviku banka og Ármann Þorvaldsson, hefur verið stjórnandi hjá Virðingu, er sagður vera að taka við sem forstjóri, samkvæmt fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins.
27. apríl 2017 kl. 23:04
Meira úr sama flokkiÁlit