Tími Katrínar Jakobsdóttur er runninn upp – hvort sem henni líkar betur eða verr   

Jón Kalman Stefánsson
3656839249_333fde1d36_z.jpg
Auglýsing

Öldruð frænka mín, stað­föst vinstri­mann­eskja til 60 ára, full­yrðir að Ögmundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna, sé guð­faðir sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Er það ekki heldur ósann­gjörn full­yrð­ing; að sú rík­is­stjórn sem virð­ist hafa sett mis­skipt­ingu og ósætti á odd­inn, sitji í skjóli Ögmundur sem ötul­lega berst fyrir þeim sem minna mega sín?

Ögmund­ar-­syndromið?Fyrsta málið sem sitj­andi rík­is­stjórn lagði fram var frum­varp um lækkun veiði­gjalda og hátekju­skatts. Það var eins og hún teldi ástæðu­laust að fela fyrir hverja hún starf­aði.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist geng­inn í björg nýfrjáls­hyggju­afla þar sem mis­skipt­ingin er talin til nátt­úru­lög­mála, og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í her­kví lýð­skrumara sem ítrekað bera van­hæfni sína og fádæma skort á fag­mennsku. Enda sýna kann­anir að til­trú almenn­ings á for­ystu­sveit rík­is­stjórn­ar­innar er nán­ast eng­in.

En Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur þakkað vinstriöfl­unum fyrir að hafa í ára­tugi verið yfir­burða­flokkur hér á landi; það er ekki styrkur flokks­ins sem hefur gert hann að leið­andi afli, heldur sundr­ung vinstri afla. Og þar erum við komin að Ögmundi, og full­yrð­ingu frænku minn­ar.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna komst til valda á einum erf­ið­asta tíma í sögu íslenska lýð­veld­is­ins, og hún ætl­aði sér svo stóra hluti að henni gat varla annað en mis­tek­ist. Vinstri­menn virð­ast þar að auki sáttir við að stopul valda­seta þeirra sé ein­ungis inn­skot í valda­sögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og þess vegna reyna þeir að koma of miklu til leiðar á of stuttum tíma. Þennan skiln­ing kunna Sjálf­stæð­is­menn að meta, enda töl­uðu þing­menn þess flokks gjarnan um að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir ætti að „skila lyklun­um“. Eins og hún hefði rænt völd­um, tekið það sem væri með réttu þeirra. Hægri menn gátu hallað sér áhyggju­laust aftur og fylgst með því hvernig innri deilur og sól­ó­spil ein­stakra þing­manna og ráð­herra, reif stjórn­ar­sam­starfið í sund­ur.

Þá tal­aði frænka mín mest og harð­ast um Ögmund.

Þennan greinda hæfi­leika­mann, með hjartað á réttum stað, en hagar sér eins og þrjóskt barn sem rýkur í fýlu ef hann fær ekki sínu fram­gengt. Hans sann­fær­ing ofar öllu.

Getum við kannski farið að tala um Ögmund­ar-­syndromið?

Og að í því liggi ógæfa vinstri og jafn­að­ar­manna?

Bjarni Bene­dikts­son sendir okkur jóla­kort í þakk­læt­is­skyniStundum fær maður á til­finn­ing­una að vinstri – og jafn­að­ar­menn ótt­ist sam­vinnu og þá sterku breið­fylk­ingu sem góð sam­vinna getur leitt af sér. Að þeim líði best í smá­um, áhrifa­litlum ein­ing­um. Með litla ábyrgð, en stór orð.

Við völd situr stjórn rúin trausti, sem svo aug­ljós­lega stendur vörð um auð­magnið á kostnað mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Sem svíkur lof­orð og fer fram með vald­níðslu í skjóli meiri­hluta síns. Rík­is­stjórn ofsa, rík­is­stjórn auð­magns og mis­rétt­ar. Þegar þannig háttar ætti stjórn­ar­and­staðan að blómstra í könn­un­um. Píratar gera það, en hinir hefð­bundnu vinstri og miðju­flokkar vinna ekk­ert á. Þjóðin hefur ekki trú á þeim. Hún hefur trú á Katrínu Jak­obs­dótt­ur, en ekki flokki henn­ar.

Og hvers­vegna ætti maður að kjósa Vinstri græna, Sam­fylk­ing­una eða Bjarta Fram­tíð? Hvað bjóða þeir upp á nema sundr­ung, innri deil­ur? Er mun­ur­inn á Bjartri Fram­tíð og Sam­fylk­ingu, liggur hann í öðru en fata­snið­inu?

Ef við viljum endi­lega tryggja áfram­hald­andi yfir­burði Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sama hvernig hann hagar sér, þá skulum við endi­lega halda áfram á sömu braut. Förum að dæmi Guð­mundar Stein­gríms­sonar og stofnum nýjan flokk ef við fáum ekki að ráða öllu í laga­val­inu, spilum sóló eins og Ögmundur vegna þess að skoð­anir okkar eru merki­legri en skoð­anir ann­arra. Höldum þessu áfram til streitu, breytum engu, förum sundruð fram í næstu kosn­ing­um, stofnum jafn­vel nokkur sér­visku­fram­boð til við­bótar til að dreifa kröft­un­um.

Er þetta ekki prýðis plan?

Bjarni Bene­dikts­son sendir okkur jóla­kort í þakk­læt­is­skyni – og LÍU borgar burð­ar­gjald­ið.

Ridd­arar í sveit Katrínar Jak­obs­dótt­ur!Við getum ann­að­hvort haldið upp­teknum hætti, gengið sundruð til næstu kosn­inga og þannig tryggt áfram­hald­andi mis­skipt­ingu. Eða fylkt okkur á bak við þann eina stjórn­mála­mann sem hefur getu og vin­sældir til að leiða breið­fylk­ingu í anda R-list­ans: Katrínu Jak­obs­dótt­ur.

Katrín Jak­obs­dóttir getur ekki lengur leyft sér að loka sig af í því 10 pró­sent horni sem Vinstri grænir eru fastir í. Ef hún hefur áhuga á að hrifsa sam­fé­lagið úr járn­klóm hags­muna, nýfrjáls­hyggju og lýð­skrumara, þá verður hún að stíga fram og sam­eina vinstri– og miðju­menn að baki sér. Og aðrir for­ystu­menn eiga að víkja. Þeir eiga að taka hags­muni þjóðar fram yfir per­sónu­legan metnað og verða ridd­arar í sveit Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hennar tími er ein­fald­lega runn­inn upp. Hvort sem henni líkar betur eða verr.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None