Tíminn líður hvorki í hring eða afturábak þótt svo kunni að virðast í umræðu um Þjórsárver og hálendi Íslands. Um framtíð eða dauða hjarta landsins. Í greinum og pistlum gegnum árin hafa margir talað um mikilvægi þess að skemma ekki náttúruperlur sem eftir eru. Sumir hafa bent á að til Íslands koma milljón ferðamenn árlega til að njóta náttúrunnar. Að okkur beri siðferðileg skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Að loftlínur og vegir skeri hálendið sundur og rjúfi kyrrð. Fleiri benda á að stóriðja og að gefa alþjóðlegum stórfyrirtækjum firði undir flúormengun sé ekki trendið 2015.
Nóbelsskáldið skrifaði hana fimm árum áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fæddist fullur af fortíðarþrá. Svo fullur, að fjörtíu árum síðar vill hann koma virkjanaáætlunum fyrri aldar í verk.
Nóbelsskáldið skrifaði hana fimm árum áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fæddist fullur af fortíðarþrá. Svo fullur, að fjörtíu árum síðar vill hann koma virkjanaáætlunum fyrri aldar í verk. Viðhorf núverandi ríkisstjórnar til náttúrverndar er hvorki í takt við nútímann né stærsta atvinnuveg landsins. Ég fer gjarnan með ferðamenn um landið á sumrin. Ef ég segi að fyrir rúmlega öld kom hjólið til Íslands halda sumir að það sé brandari. Tala þá um hesta og að hvorki voru til vegir né vagnar. Ef íslendingar hafðu átt stórvirkar vinnuvélar fyrr, þá hefðu þeir skemmt meir.
Ég hef ferðast, fyrir virkjun, að Kárahnjúkum og sat við gljúfrin með kökk í hálsi. Þar var sprengt og paradís sökkt sem þúsundir hefðu geta notið í þúsund ár. Þótt náttúrusýn stjórnvalda sé afturför þá hafa orðið framfarir í ferðaiðnaði. Fólk sem hefur atvinnu af því að sýna ferðamönnum náttúruna er nú oftar sammála um verndargildi og miklvægi skipulags. Bílstjórar sem áður hótuðu að henda mér út úr rútunni þegar Kárahnjúkavirkjun bar á góma hafa skipt um skoðun. Hvaða alþingismenn eða ráðherrar sýna vilja til að vernda hálendið í verki? Hafa áhuga og þekkingu á íslenskum ferðaiðnaði? Sjá tækifærin í náttúruvernd og skilja að jarðfræðin er tromp. Af hverju ekki Ferðamálaráðuneyti Íslands? Þar sem fólk með sérþekkingu rannsakar, semur opinbera stefnu og gerir framtíðarskipulag í samstarfi við meginatvinnuveg landsins ferðaþjónustuna.
Flestir vita að það þarf að byggja upp innviði þar sem þar á við og vernda annað fyrir umferð. Náttúrupassaumræða úr munni ráðherra sem vinnur að því að veita vildarvinum virkjanir og verksmiðjur virðist háð. Líkt og sumar gjörðir forsætisráðherra í nafni sögunnar. Orð Laxness frá árinu 1970 lýsa fortíðarstefnu og hernaði gegn landinu árið 2015. Tíminn er skakkur í höfði stjórnvalda. Stillum hann í takt við hjarta landsins.