Tvær þjóðir í sama landi?

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, bendir á að mikill meirihluti sé fyrir því að markaðsverð verði greitt fyrir nýtingu á sjávarútvegsauðlindinni.

Auglýsing

Eitt stærsta átaka- og deilu­mál síð­ustu ára – jafn­vel síð­ustu ára­tuga – er hver skuli í raun fara með eign­ar­hald á stærstu auð­lindum þess­arar þjóð­ar. Eign­ar­haldið á sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni var fært íslensku þjóð­inni í lögum um stjórn fisk­veiða. Það var gert að til­hlutan Alþýðu­flokks­ins, sem þá sat í rík­is­stjórn, og sá sem þetta ritar átti þess kost ásamt ráð­herra flokks­ins að rita þann laga­texta. Laga­texta sam­bæri­legs efnis er hins vegar nauð­syn­legt að festa í stjórn­ar­skrá til þess að tryggja að sá laga­texti sé einatt virtur ásamt með því að komið sé í veg fyrir að aðrir en þjóðin geti kastað sínu eign­ar­haldi á þessa og aðrar sam­eig­in­legar auð­lind­ir. Það ber að gera með því að lög­leiða að úthlut­anir á afla­heim­ildum verði ávallt tíma­bundnar og að sann­gjarnt gjald fyrir auð­linda­nýt­ingu verði ávallt tekið og aðferðin til þess er að sjálf­sögðu sú, að sama regla veði látin gilda um greiðslur veiði­gjalda og sú regla sem sett hefur verið um verð þeirra afurða, sem nýt­ingin færir þeim, sem nýta – þ.e. með mark­aðs­verði. Alþýðu­flokk­ur­inn, sem beitti sér fyrir og fékk því fram­gengt, að fisk­veiði­auð­lindin var með almennri laga­setn­ingu úrskurðuð þjóð­ar­auð­lind, beitti sér einnig ávallt fyrir þeim öðrum atrið­um, sem hér voru nefnd en öðl­að­ist aldrei aðstöðu til þess að fá þeim fram­gengt enda allir aðrir stjórn­mála­flokkar á hans tíma – Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Alþýðu­banda­lag – and­vígir því.

Auglýsing
Það hefur nú breyst. Flokkur jafn­að­ar­manna, Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Píratar og raunar líka hinn nýi Sós­í­alista­flokkur hafa lýst yfir fylgi sínu við þessa stefnu Alþýðu­flokks­ins – og raunar VG tíma­bundið líka þó sá flokkur hafi nú vent sínu kvæði í kross eins og glöggt mátti sjá af til­lögu for­manns þess flokks og for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingu á stjórn­ar­skránni fá s.l. vori.

Þjóðin segir sína skoðun

Sam­fara þessum breyt­ing­um, sem orðið hafa á hinum póli­tíska vett­vangi, hafa orðið miklar breyt­ingar á afstöðu þjóð­ar­inn­ar. Það kom fyrst fram í til­lögum Stjórn­ar­skrár­nefnd­ar, sem kosin var af þjóð­inni til þess að semja nýja stjórn­ar­skrá. Hún skil­aði til­lögum sem end­ur­óm­uðu stefnu Alþýðu­flokks­ins í auð­linda­mál­unum – og skil­aði þeim til­lögum ein­huga. Þjóðin fékk svo sjálf að ganga til atkvæða m.a. um þann þátt til­lagn­anna, sem vörð­uðu þjóð­ar­auð­lind­ina – og mik­ill meiri­hluti kjós­enda sam­þykkti þær í atkvæða­greiðslu. Þau úrslit þjóð­ar­innar höfðu engin áhrif á ráð­andi stefnu þeirra þing­flokka, sem þar voru þjóð­inni ger­sam­lega and­víg­ir. Sami þjóð­ar­vilji hefur komið fram í ítrek­uðum skoð­ana­könn­unum um hvaða stefnu þjóðin seg­ist vilja styðja í þessu mik­il­væga máli. Milli 60 og 85% þjóð­ar­innar hefur skv. þeim skoð­ana­könn­unum ávallt stutt þessa gömlu stefnu Alþýðu­flokks­ins og stefnu Stjórn­ar­skrár­nefnd­ar, sem þjóðin sjálf hafði lýst sam­þykki við, en ráð­andi öfl á Alþingi ávallt verið á móti.

Tvær þjóð­ir?

Nú er eðli­legt að spurt sé: Er það önnur þjóð, sem gengur til Alþing­is­kosn­inga en sú, sem studdi til­lögur Stjórn­ar­skrár­nefndar og hefur ítrekað þann vilja sinn í hverri skoð­ana­könn­un­inni á fætur ann­ari? Nei, auð­vitað er svo ekki. Þetta er ein og sama þjóð­in. Sama þjóðin sem enn og aftur gengur að kjör­borð­inu, hefur þar kosið til Alþingis full­trúa sem eru and­vígir því, sem hún sjálf hefur kosið með og ítrekað enn og aftur lýst sem ein­hverju mik­il­væg­asta þjóð­þrifa­máli sem þessi sama þjóð þarf að fást við. Er þetta virki­lega svo? Já, svona hefur þetta ítrekað gerst. Þjóð­ar­vilj­inn sam­kvæmt úrslitum kosn­inga hefur ítrekað leitt í ljós nið­ur­stöðu, sem er and­stæð þjóð­ar­vilj­an­um, eins og hann hefur birst í atkvæða­greiðslu þjóð­ar­innar um til­lögur Stjórn­ar­skrár­nefndar og ítrekað í öllum skoð­ana­könn­unum sem gerðar hafa verið um sama mál ár eftir ár. Mun þetta verða svo áfram? Að í næstu kosn­ingum séu leiddir til áhrifa aðil­ar, sem eru and­stæðir vilja þjóð­ar­innar í ein­hverju mik­il­væg­asta máli, sem þjóðin hefur þurft að fást við, hefur lýst fylgi sínu við í kosn­ingum og ítrekað skoðun sína á ár eftir ár?

Þjóð í mót­sögn við sjálfa sig

Á þetta að vera við­var­andi ástand? Að þjóðin standi í stöðugri mót­sögn við sjálfa sig? Kjósi í Alþing­is­kosn­ingum það, sem hún seg­ist sjálf ekki vilja. Kjósi gegn sjálfri sér eins og hún hefur sjálf kosið í atkvæða­greiðslu um efn­is­at­riði máls, og ítrekað lýst sinni skoðun á í skoð­ana­könn­unum allra fjöl­miðla í mörg ár. Auð­vitað er íslenska þjóðin mark­tæk. En af hverju tekur hún þá ekki mark á sjálfri sér? Aftur – og ítrek­að? Við kjör­borð­ið?!?

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar