Tvær þjóðir í sama landi?

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, bendir á að mikill meirihluti sé fyrir því að markaðsverð verði greitt fyrir nýtingu á sjávarútvegsauðlindinni.

Auglýsing

Eitt stærsta átaka- og deilu­mál síð­ustu ára – jafn­vel síð­ustu ára­tuga – er hver skuli í raun fara með eign­ar­hald á stærstu auð­lindum þess­arar þjóð­ar. Eign­ar­haldið á sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni var fært íslensku þjóð­inni í lögum um stjórn fisk­veiða. Það var gert að til­hlutan Alþýðu­flokks­ins, sem þá sat í rík­is­stjórn, og sá sem þetta ritar átti þess kost ásamt ráð­herra flokks­ins að rita þann laga­texta. Laga­texta sam­bæri­legs efnis er hins vegar nauð­syn­legt að festa í stjórn­ar­skrá til þess að tryggja að sá laga­texti sé einatt virtur ásamt með því að komið sé í veg fyrir að aðrir en þjóðin geti kastað sínu eign­ar­haldi á þessa og aðrar sam­eig­in­legar auð­lind­ir. Það ber að gera með því að lög­leiða að úthlut­anir á afla­heim­ildum verði ávallt tíma­bundnar og að sann­gjarnt gjald fyrir auð­linda­nýt­ingu verði ávallt tekið og aðferðin til þess er að sjálf­sögðu sú, að sama regla veði látin gilda um greiðslur veiði­gjalda og sú regla sem sett hefur verið um verð þeirra afurða, sem nýt­ingin færir þeim, sem nýta – þ.e. með mark­aðs­verði. Alþýðu­flokk­ur­inn, sem beitti sér fyrir og fékk því fram­gengt, að fisk­veiði­auð­lindin var með almennri laga­setn­ingu úrskurðuð þjóð­ar­auð­lind, beitti sér einnig ávallt fyrir þeim öðrum atrið­um, sem hér voru nefnd en öðl­að­ist aldrei aðstöðu til þess að fá þeim fram­gengt enda allir aðrir stjórn­mála­flokkar á hans tíma – Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Alþýðu­banda­lag – and­vígir því.

Auglýsing
Það hefur nú breyst. Flokkur jafn­að­ar­manna, Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Píratar og raunar líka hinn nýi Sós­í­alista­flokkur hafa lýst yfir fylgi sínu við þessa stefnu Alþýðu­flokks­ins – og raunar VG tíma­bundið líka þó sá flokkur hafi nú vent sínu kvæði í kross eins og glöggt mátti sjá af til­lögu for­manns þess flokks og for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingu á stjórn­ar­skránni fá s.l. vori.

Þjóðin segir sína skoðun

Sam­fara þessum breyt­ing­um, sem orðið hafa á hinum póli­tíska vett­vangi, hafa orðið miklar breyt­ingar á afstöðu þjóð­ar­inn­ar. Það kom fyrst fram í til­lögum Stjórn­ar­skrár­nefnd­ar, sem kosin var af þjóð­inni til þess að semja nýja stjórn­ar­skrá. Hún skil­aði til­lögum sem end­ur­óm­uðu stefnu Alþýðu­flokks­ins í auð­linda­mál­unum – og skil­aði þeim til­lögum ein­huga. Þjóðin fékk svo sjálf að ganga til atkvæða m.a. um þann þátt til­lagn­anna, sem vörð­uðu þjóð­ar­auð­lind­ina – og mik­ill meiri­hluti kjós­enda sam­þykkti þær í atkvæða­greiðslu. Þau úrslit þjóð­ar­innar höfðu engin áhrif á ráð­andi stefnu þeirra þing­flokka, sem þar voru þjóð­inni ger­sam­lega and­víg­ir. Sami þjóð­ar­vilji hefur komið fram í ítrek­uðum skoð­ana­könn­unum um hvaða stefnu þjóðin seg­ist vilja styðja í þessu mik­il­væga máli. Milli 60 og 85% þjóð­ar­innar hefur skv. þeim skoð­ana­könn­unum ávallt stutt þessa gömlu stefnu Alþýðu­flokks­ins og stefnu Stjórn­ar­skrár­nefnd­ar, sem þjóðin sjálf hafði lýst sam­þykki við, en ráð­andi öfl á Alþingi ávallt verið á móti.

Tvær þjóð­ir?

Nú er eðli­legt að spurt sé: Er það önnur þjóð, sem gengur til Alþing­is­kosn­inga en sú, sem studdi til­lögur Stjórn­ar­skrár­nefndar og hefur ítrekað þann vilja sinn í hverri skoð­ana­könn­un­inni á fætur ann­ari? Nei, auð­vitað er svo ekki. Þetta er ein og sama þjóð­in. Sama þjóðin sem enn og aftur gengur að kjör­borð­inu, hefur þar kosið til Alþingis full­trúa sem eru and­vígir því, sem hún sjálf hefur kosið með og ítrekað enn og aftur lýst sem ein­hverju mik­il­væg­asta þjóð­þrifa­máli sem þessi sama þjóð þarf að fást við. Er þetta virki­lega svo? Já, svona hefur þetta ítrekað gerst. Þjóð­ar­vilj­inn sam­kvæmt úrslitum kosn­inga hefur ítrekað leitt í ljós nið­ur­stöðu, sem er and­stæð þjóð­ar­vilj­an­um, eins og hann hefur birst í atkvæða­greiðslu þjóð­ar­innar um til­lögur Stjórn­ar­skrár­nefndar og ítrekað í öllum skoð­ana­könn­unum sem gerðar hafa verið um sama mál ár eftir ár. Mun þetta verða svo áfram? Að í næstu kosn­ingum séu leiddir til áhrifa aðil­ar, sem eru and­stæðir vilja þjóð­ar­innar í ein­hverju mik­il­væg­asta máli, sem þjóðin hefur þurft að fást við, hefur lýst fylgi sínu við í kosn­ingum og ítrekað skoðun sína á ár eftir ár?

Þjóð í mót­sögn við sjálfa sig

Á þetta að vera við­var­andi ástand? Að þjóðin standi í stöðugri mót­sögn við sjálfa sig? Kjósi í Alþing­is­kosn­ingum það, sem hún seg­ist sjálf ekki vilja. Kjósi gegn sjálfri sér eins og hún hefur sjálf kosið í atkvæða­greiðslu um efn­is­at­riði máls, og ítrekað lýst sinni skoðun á í skoð­ana­könn­unum allra fjöl­miðla í mörg ár. Auð­vitað er íslenska þjóðin mark­tæk. En af hverju tekur hún þá ekki mark á sjálfri sér? Aftur – og ítrek­að? Við kjör­borð­ið?!?

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar