Tvær þjóðir í sama landi?

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, bendir á að mikill meirihluti sé fyrir því að markaðsverð verði greitt fyrir nýtingu á sjávarútvegsauðlindinni.

Auglýsing

Eitt stærsta átaka- og deilu­mál síð­ustu ára – jafn­vel síð­ustu ára­tuga – er hver skuli í raun fara með eign­ar­hald á stærstu auð­lindum þess­arar þjóð­ar. Eign­ar­haldið á sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni var fært íslensku þjóð­inni í lögum um stjórn fisk­veiða. Það var gert að til­hlutan Alþýðu­flokks­ins, sem þá sat í rík­is­stjórn, og sá sem þetta ritar átti þess kost ásamt ráð­herra flokks­ins að rita þann laga­texta. Laga­texta sam­bæri­legs efnis er hins vegar nauð­syn­legt að festa í stjórn­ar­skrá til þess að tryggja að sá laga­texti sé einatt virtur ásamt með því að komið sé í veg fyrir að aðrir en þjóðin geti kastað sínu eign­ar­haldi á þessa og aðrar sam­eig­in­legar auð­lind­ir. Það ber að gera með því að lög­leiða að úthlut­anir á afla­heim­ildum verði ávallt tíma­bundnar og að sann­gjarnt gjald fyrir auð­linda­nýt­ingu verði ávallt tekið og aðferðin til þess er að sjálf­sögðu sú, að sama regla veði látin gilda um greiðslur veiði­gjalda og sú regla sem sett hefur verið um verð þeirra afurða, sem nýt­ingin færir þeim, sem nýta – þ.e. með mark­aðs­verði. Alþýðu­flokk­ur­inn, sem beitti sér fyrir og fékk því fram­gengt, að fisk­veiði­auð­lindin var með almennri laga­setn­ingu úrskurðuð þjóð­ar­auð­lind, beitti sér einnig ávallt fyrir þeim öðrum atrið­um, sem hér voru nefnd en öðl­að­ist aldrei aðstöðu til þess að fá þeim fram­gengt enda allir aðrir stjórn­mála­flokkar á hans tíma – Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Alþýðu­banda­lag – and­vígir því.

Auglýsing
Það hefur nú breyst. Flokkur jafn­að­ar­manna, Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Píratar og raunar líka hinn nýi Sós­í­alista­flokkur hafa lýst yfir fylgi sínu við þessa stefnu Alþýðu­flokks­ins – og raunar VG tíma­bundið líka þó sá flokkur hafi nú vent sínu kvæði í kross eins og glöggt mátti sjá af til­lögu for­manns þess flokks og for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingu á stjórn­ar­skránni fá s.l. vori.

Þjóðin segir sína skoðun

Sam­fara þessum breyt­ing­um, sem orðið hafa á hinum póli­tíska vett­vangi, hafa orðið miklar breyt­ingar á afstöðu þjóð­ar­inn­ar. Það kom fyrst fram í til­lögum Stjórn­ar­skrár­nefnd­ar, sem kosin var af þjóð­inni til þess að semja nýja stjórn­ar­skrá. Hún skil­aði til­lögum sem end­ur­óm­uðu stefnu Alþýðu­flokks­ins í auð­linda­mál­unum – og skil­aði þeim til­lögum ein­huga. Þjóðin fékk svo sjálf að ganga til atkvæða m.a. um þann þátt til­lagn­anna, sem vörð­uðu þjóð­ar­auð­lind­ina – og mik­ill meiri­hluti kjós­enda sam­þykkti þær í atkvæða­greiðslu. Þau úrslit þjóð­ar­innar höfðu engin áhrif á ráð­andi stefnu þeirra þing­flokka, sem þar voru þjóð­inni ger­sam­lega and­víg­ir. Sami þjóð­ar­vilji hefur komið fram í ítrek­uðum skoð­ana­könn­unum um hvaða stefnu þjóðin seg­ist vilja styðja í þessu mik­il­væga máli. Milli 60 og 85% þjóð­ar­innar hefur skv. þeim skoð­ana­könn­unum ávallt stutt þessa gömlu stefnu Alþýðu­flokks­ins og stefnu Stjórn­ar­skrár­nefnd­ar, sem þjóðin sjálf hafði lýst sam­þykki við, en ráð­andi öfl á Alþingi ávallt verið á móti.

Tvær þjóð­ir?

Nú er eðli­legt að spurt sé: Er það önnur þjóð, sem gengur til Alþing­is­kosn­inga en sú, sem studdi til­lögur Stjórn­ar­skrár­nefndar og hefur ítrekað þann vilja sinn í hverri skoð­ana­könn­un­inni á fætur ann­ari? Nei, auð­vitað er svo ekki. Þetta er ein og sama þjóð­in. Sama þjóðin sem enn og aftur gengur að kjör­borð­inu, hefur þar kosið til Alþingis full­trúa sem eru and­vígir því, sem hún sjálf hefur kosið með og ítrekað enn og aftur lýst sem ein­hverju mik­il­væg­asta þjóð­þrifa­máli sem þessi sama þjóð þarf að fást við. Er þetta virki­lega svo? Já, svona hefur þetta ítrekað gerst. Þjóð­ar­vilj­inn sam­kvæmt úrslitum kosn­inga hefur ítrekað leitt í ljós nið­ur­stöðu, sem er and­stæð þjóð­ar­vilj­an­um, eins og hann hefur birst í atkvæða­greiðslu þjóð­ar­innar um til­lögur Stjórn­ar­skrár­nefndar og ítrekað í öllum skoð­ana­könn­unum sem gerðar hafa verið um sama mál ár eftir ár. Mun þetta verða svo áfram? Að í næstu kosn­ingum séu leiddir til áhrifa aðil­ar, sem eru and­stæðir vilja þjóð­ar­innar í ein­hverju mik­il­væg­asta máli, sem þjóðin hefur þurft að fást við, hefur lýst fylgi sínu við í kosn­ingum og ítrekað skoðun sína á ár eftir ár?

Þjóð í mót­sögn við sjálfa sig

Á þetta að vera við­var­andi ástand? Að þjóðin standi í stöðugri mót­sögn við sjálfa sig? Kjósi í Alþing­is­kosn­ingum það, sem hún seg­ist sjálf ekki vilja. Kjósi gegn sjálfri sér eins og hún hefur sjálf kosið í atkvæða­greiðslu um efn­is­at­riði máls, og ítrekað lýst sinni skoðun á í skoð­ana­könn­unum allra fjöl­miðla í mörg ár. Auð­vitað er íslenska þjóðin mark­tæk. En af hverju tekur hún þá ekki mark á sjálfri sér? Aftur – og ítrek­að? Við kjör­borð­ið?!?

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar