Um kjaramál og áhyggjur hjúkrunarfræðings

Þóra Gunnarsdóttir
19164323858_047e123520_b.jpg
Auglýsing

Ég valdi að mennta mig í drauma­starfið og verða hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Ég byrj­aði nám í hjúkrun árið 2005, þá 36 ára göm­ul, í miðjum skiln­aði við barns­föður minn og maka til 18 ára. Hug­sjón mín var að geta séð fyrir mér og börnum mínum tveim að námi loknu. Geta lifað með reisn, með flotta háskóla­menntun í starfi sem ég hefði unun af því að sinna. Draumur minn á meðan nám­inu stóð, var að fá vinnu á bráða­deild­inni í Foss­vogi að námi loknu og rætt­ist sá draumur við útskrift 2009.

Ég byrj­aði því að vinna á bráða­deild­inni á erf­iðum tím­um, kreppan var skollin á, ráðn­ing­ar­bann á LSH og því var ég, ásamt nokkrum öðrum sem fengum ekki fast­ráðn­ingu fyrr en um ári eftir ráðn­ingu, með til­heyr­andi óvissu­á­standi varð­andi örugga vinnu. Á þessum tíma geis­aði svokölluð svínaflensa með miklu álagi á starfs­fólk, auk þess sem und­ir­bún­ingur sam­ein­ingar bráða­deildar á Hring­braut við Foss­vog­inn stóð yfir. Bráða­deildin í Foss­vogi var und­ir­lögð vegna breyt­inga á hús­næði deild­ar­innar sem gerði alla starf­sem­ina erf­ið­ari. Und­an­farin ár hef ég og öfl­ugt sam­starfs­fólk mitt ekki farið var­hluta af því að álagið á deild­ina hefur verið að aukast jafnt og þétt. Þrátt fyrir álagið hef ég lagt það á mig að vinna 50-60% af vinnu minni á næt­ur­vöktum síð­ustu 3 ár til að hífa upp laun mín. LSH er á brún­inni, starfs­fólk sjúkra­húss­ins eru orðið lang­þreytt á að hlaupa hrað­ar, á lélegu hús­næði og álagi sem er stöðugt og oft á tíðum við hættu­mörk.

Ég hef tekið á mig meiri ábyrgð, fleiri sjúk­linga og hlaupið hrað­ar, en vinnu­veit­andi minn ríkið bregst ekki við. Hrun heil­brigð­is­kerf­is­ins virð­ist vera óum­flýj­an­legt, miðað við ástand þess í dag og vegna úrræða- og hugs­un­ar­leysis ráða­manna. Ég treysti mér ekki til að vinna hraðar og vera öruggur starfs­mað­ur, hvenær kemur að því að ég geri ég mis­tök vegna álags sem ekki verða tekin til baka? Verð ég þá sótt til saka, þrátt fyrir að vinnu­veit­andi minn, ríkið búi sjúkra­hús­inu aðstæður sem ekki verður við unað?

Auglýsing

Ein­ungis viku fyrir merkan áfanga í kven­rétt­inda­bar­áttu Íslend­inga sendi rík­is­stjórnin okkur hjúkr­un­ar­fræð­ingum kaldar kveðjur og setur lög á verk­fall okk­ar, eftir langar samn­inga­við­ræður þar sem full­trúar vinnu­veit­anda míns höfðu ekki umboð til að bjóða neitt og biðu eftir að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins höfðu lokið sínum samn­ingum og buðu þá það sama og þeir fengu, án nokk­urra leið­rétt­inga á kyn­bundnum launa­mun. 

Verk­falls­réttur minn og mann­rétt­indi voru afnumin af vinnu­veit­anda mín­um, rík­inu, með lögum og ég skikkuð til að taka þá launa­hækkun sem rík­inu þókn­ast að veita mér. Árið 2015 er ég með 14-25% lægri laun en annað háskóla­menntað fólk sem vinnur hjá rík­inu og að þessi launa­munur er lík­lega vegna þess að hjúkr­un­ar­fræð­ingar telj­ast til kvenna­stétta. Það er sann­gjörn krafa að fá sömu laun og annað háskóla­menntað fólk sem vinnur hjá rík­inu.

Kjara­mál hjúkr­un­ar­fræð­inga hafa hvílt þungt á mér síð­ustu vik­urn­ar. 

Nú eru rúm­lega 200 hjúkr­un­ar­fræð­ingar búnir að segja upp stöðum sínum á LSH og margir aðrir í þeim sporum að hug­leiða þá lausn mála. Hvort sem kjara­samn­ingur verður sam­þykktur eða ekki, breytir það ekki þeirri stöðu að margir hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru að hætta og ætla ekki að koma aft­ur. Hvernig áhrif mun það hafa á starf­semi LSH þar sem álagið er gríð­ar­legt fyr­ir­? Ég hef veru­legar áhyggjur yfir því hvernig vinnu­stað mínum Land­spít­ala muni reiða af á kom­andi mán­uð­um, í kjöl­far þess að svo margir fag­mennt­aðir eru að hverfa úr starfi sínu. Hvernig verður starfs­um­hverf­ið? Mun álagið á þá sem eftir verða óbæri­legt? Hvað ætla ráða­menn að gera í mál­un­um? Hvernig vilja þeir hafa heil­brigð­is­kerfi okkar Íslend­inga?

Bráða­deildin er minn drauma­vinnu­stað­ur, sam­starfs­fólk mitt sam­anstendur af metn­aða­fullu hug­sjóna­fólki sem ég lít á sem vini mína og yfir­menn deild­ar­innar hafa reynst mér gríð­ar­lega vel. Ég vildi koma ofan­greindu á fram­færi, því þetta er veru­legt áhyggju­efni fyrir mig, sam­starfs­fólk mitt og sam­landa mína.

Höf­undur er hjúkr­un­ar­fræð­ingur á bráða­deild í Foss­vogi. Bréf hennar var einnig sent á Pál Matth­í­as­son for­stjóra LSH og næsta yfir­mann höf­und­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None