Umboð, vald og virðing

Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir
14711146916_87a4a490a2_b.jpg
Auglýsing

Í 76. gr. stjórn­ar­skrár­innar er kveðið á um að öllum sem þess þurfi skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúk­leika, örorku og sam­bæri­legra atvika.

Og í 1. gr. laga um mál­efni fatl­aðs fólks seg­ir:

„Mark­mið þess­ara laga er að tryggja fötl­uðu fólki jafn­rétti og sam­bæri­leg   lífs­kjör við aðra þjóð­fé­lags­þegna og skapa því skil­yrði til þess að lifa eðli­legu lífi.

Auglýsing

Við fram­kvæmd laga þess­ara skal tekið mið af þeim alþjóð­legu skuld­bind­ingum sem íslensk stjórn­völd hafa geng­ist und­ir, einkum samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks.“

Þing­menn allra stjórn­mála­flokka studdu þessi laga­á­kvæði þegar þau voru sam­þykkt í lok árs 2010.

Eins og aðrir mann­rétt­inda­samn­ingar bygg­ist samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks á virð­ingu fyrir ein­stak­lingn­um, mann­legri reisn og jöfnum tæki­færum og það er því miður ekki að ástæðu­lausu að ríki heims hafa með gerð þessa samn­ings talið nauð­syn­legt að við­ur­kenna og árétta þær skyldur sínar sér­stak­lega gagn­vart fötl­uðu fólki. Fatlað fólk hefur hvar­vetna í heim­inum mátt þola mikla og marg­vís­lega óvirð­ingu, auð­mýk­ingu og mis­mun­un. Og þannig hefur það líka verið hér landi.

Það fer vel á því að þjón­usta við fatlað fólk fari sem mest fram í nærum­hverfi þess og sé sam­tvinnuð annarri þjón­ustu sem þar er veitt, að því gefnu að það sé til þess fallið að bæta gæði þjón­ust­unnar eða stuðla að hag­kvæmni án þess að það komi niður á gæð­un­um. Það var því rétt ákvörðun að flytja fram­kvæmd þess­arar þjón­ustu frá ríki til sveit­ar­fé­laga eins og gert var um ára­mótin 2010 – 2011.

En það er því miður mikil þörf á að halda því til haga að ábyrgðin á að tryggja öllum íbúum þessa lands án mis­mun­unar þau mann­rétt­indi sem mælt er fyrir um í stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­samn­ingum hefur ekki verið flutt frá rík­inu. Sú ábyrgð hvílir áfram á rík­is­vald­inu sam­kvæmt þeim laga­legu skyldum sem það hefur sam­kvæmt stjórn­ar­skránni, lögum og mann­rétt­inda­samn­ing­um.

Og það er því miður líka þörf á því að árétta sér­stak­lega að hér er ekki um munað að ræða eða gælu­verk­efni eða góð­verk sem stjórn­völd geta fram­kvæmt ef þau vilja og telja sig hafa efni á eftir að hafa skammtað fé til ann­arra verk­efna. Hér er um þjón­ustu að ræða sem mjög oft ræður úrslitum um hvort fatlað fólk og raunar einnig oft aðstand­endur þess eigi kost á að taka þátt í sam­fé­lag­inu eða hvort það þarf að una því að vera óvirkt vegna fötl­unar og svipt flestum þeim tæki­færum sem aðrir í sam­fé­lag­inu hafa. Hér er því um grund­vall­ar­lífs­gæði og mann­rétt­indi að ræða. Og mann­rétt­indi eiga að hafa for­gang hjá stjórn­völdum ríkis og sveit­ar­fé­laga. Þess vegna eru þau sér­stak­lega varin í stjórn­ar­skrá og þess vegna eru gerðir alþjóð­legir samn­ingar sem ríki heims geta und­ir­geng­ist ef þau eru sam­þykk því að um mann­rétt­indi sé að ræða sem tryggja beri öllu fólki.

Og þetta snýst að sjálf­sögðu ekki um hvaða nöfn stjórn­völd gefa þjón­ustu­form­inu eða hvort þjón­ustan sé ein­hvers staðar nefnd í sam­þykktum eða á heima­síðu sveit­ar­fé­lags. Þetta snýst vita­skuld alfarið um inni­hald þeirrar þjón­ustu sem veitt er, gæði og magn og hvernig hún upp­fyllir kröfur sem leiða af mann­rétt­inda­samn­ing­um, stjórn­ar­skrá og lög­um. Og þó að ríkið hafi falið sveit­ar­fé­lög­unum fram­kvæmd þess­arar þjón­ustu er því eftir sem áður skylt að fylgj­ast vel með hvernig hún er veitt og tryggja að jafn­ræðis sé gætt gagn­vart borg­ur­unum í land­inu.

En hvernig er staðan hjá okkur í þessum mál­um?

Því miður er það svo að orka stjórn­valda í þessum mála­flokki sem ætti auð­vitað helst öll að fara í að bæta þjón­ust­una fötl­uðu fólki, aðstand­endum þess og sam­fé­lag­inu öllu til fram­dráttar hefur allt of mikið farið í reip­tog um kostn­að­ar­skipt­ingu milli ríkis og sveit­ar­fé­laga. Það er afleitt og það er mjög mikið áhyggju­efni að stjórn­mála­menn virð­ast ekki hafa nægi­legan áhuga eða dug og kjark til að höggva á þann vonda hnút

Og hvernig birt­ist þetta fötl­uðu fólki og aðstand­endum þess og hvaða áhrif hefur þetta á lífs­gæði og tæki­færi þeirra í nútíð og fram­tíð? Tíðar frá­sagnir í fjöl­miðlum af vondri þjón­ustu og slæmri reynslu fólks segja mikið um það og hér skulu nefnd örfá dæmi.

Fólk getur ekki flust milli sveit­ar­fé­laga jafn­vel þó að það þurfi þess, s.s. vegna starfa eða náms barna sinna, þar sem það getur ekki treyst því að það fái sam­bæri­lega þjón­ustu fyrir fatl­aðan ein­stak­ling í fjöl­skyld­unni þar sem það helst vill búa. Og aðrir þurfa að flytj­ast i önnur sveit­ar­fé­lög þar sem þjón­ustan í sveit­ar­fé­lagi þar sem þeir vilja búa er óvið­un­andi og miklu verri en ann­ars stað­ar.

Þetta eru hreppa­flutn­ingar og átt­haga­fjötrar nútím­ans hafi menn hald­ið  að slík mann­rétt­inda­brot tíðk­uð­ust ekki lengur hér á landi.

Fatl­aðir ein­stak­lingar eru eðli máls­ins sam­kvæmt mjög oft háðir stuðn­ingi til að kom­ast ferða sinna til að geta tekið þátt í námi, vinnu, félags­lífi, leitað til læknis eða gert annað það sem í því felst að vera virkur þátt­tak­andi í sam­fé­lag­inu. Fyrir marga fatl­aða ein­stak­linga ræður ferða­þjón­ustan því úrslitum um hvort orð í mann­rétt­inda­samn­ingum og lögum um sjálf­stætt líf og virkni og sam­fé­lag án aðgrein­ingar breyti ein­hverju fyrir lífs­gæði þeirra eða verði bara fal­leg orð á blaði og varla papp­írs­ins virði.

Allt of víða er sú ferða­þjón­usta sem veitt er fötl­uðu fólki of lítil og léleg og mis­tök við fram­kvæmd hennar of algeng.

Í lögum um mál­efni fatl­aðs fólks er kveðið á um að vel­ferð­ar­ráð­herra skuli eigi síðar en í árs­lok 2016 leggja fram frum­varp þar sem lagt verður til að lög­fest verði að per­sónu­leg not­enda­stýrð aðstoð (NPA) verði eitt meg­in­form þjón­ustu við fatlað fólk og skal efni þess frum­varps m.a. taka mið af reynslu af fram­kvæmd sam­starfs­verk­efnis ríkis og sveit­ar­fé­laga. Hér er um afar mik­il­vægt verk­efni að ræða til að þróa þjón­ustu­form sem veitir fötl­uðu fólki tæki­færi til sjálf­stæðs lífs í sam­ræmi við áherslur og skyldur þar um sem m.a. er grund­vall­ar­þáttur í samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks

Þetta mik­il­væga sam­sta­starfs­verk­efni er nú algjörri patt­stöðu vegna ágrein­ings ríkis og sveit­ar­fé­laga um kostn­að­ar­skipt­ingu og ekki nóg með það. Ríki og sveit­ar­fé­lögum láð­ist að gera ráð fyrir óhjá­kvæmi­leg­um  kostn­aði vegna kjara­breyt­inga starfs­fólks sem leiða af samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði  og hafa ekki getað leyst það mál þannig að fatlað fólk sem tekur þátt í verk­efn­inu lendir í skuld við starfs­fólk sitt.

Vegna alls þessa eru þeir fötl­uðu ein­stak­lingar sem nú hafa til­rauna­samn­ing um NPA-­þjón­ustu í algjörri óvissu um fram­tíð sína sem og þeir sem hafa áhuga á að sækja um slíka þjón­ustu. Og ekki þarf að hafa mörg orð um hvaða áhrif þessi óvissa hefur fyrir fjöl­marga aðstand­endur þeirra fötl­uðu ein­stak­linga sem eiga hlut að máli.

Börn og full­orðnir þurfa að bíða allt of lengi eftir þjón­ustu hjálp­ar­tækja­mið­stöðvar og er það fólk mjög oft dæmt til félags­legrar ein­angr­unar og mikið skertra lífs­gæða á þeim langa bið­tíma og þeir sem eru háðir tákn­mál­stúlkun til að geta haft sam­skipti við annað fólk og verið með í sam­fé­lag­inu hafa þurft að standa í erf­iðum mála­ferlum við ríkið til að sækja mann­rétt­indi sín.

Viljum við að þeir sem hafa umboð okkar til að fara með almanna­vald og fé fyrir okkar hönd og í okkar þágu standi svona að mál­um? Er til of mik­ils mælst að full­trúar sömu stjórn­mála­flokk­anna sem almenn­ingur hefur kosið á Alþingi og í sveit­ar­stjórnir og hefur veitt umboð til að stjórna ríki og sveit­ar­fé­lögum leysi þessi mál þannig að sómi sé að. Valdið og féð sem þeir hafa er frá almenn­ingi komið hvort sem þeir sitja á Alþingi, í rík­is­stjórn eða í sveit­ar­stjórnum og þeim ber að nota það í þágu almenn­ings. Viljum við ekki að þeir sýni fötl­uðu fólki og aðstand­endum þess til­lits­semi og virð­ingu eins og lög og mann­rétt­inda­samn­ingar sem við eiga leggja sér­staka áherslu á?

Og að lok­um. For­svars­menn rík­is­stjórn­ar­innar sögðu þegar þeir kynntu fjár­lög næsta árs að útlitið væri bjart í efna­hags­málum og að aldrei hefði meira fé verið lagt til vel­ferð­ar­mála og for­sæt­is­ráð­herra not­aði m.a.s. orðið „vel­ferð­ar­fjár­lög“.

Þeim orðum ber að fagna en þau eru mjög lít­ils virði ef ómark­viss stjórn­sýsla og enda­laus ágrein­ingur um í hvaða vasa á sömu flík almenn­ings eigi að sækja nauð­syn­legt fé til að tryggja mann­rétt­indi og grund­vall­ar­þjón­ustu sviptir fatlað fólk lífs­gæðum og tæki­færum sem það á laga­legan rétt á.

Lífið er hér og nú og hlutur þeirra sem eru beittir órétti í dag verður ekki bættur með því bara að vona að stjórn­kerfið lag­ist og standi sig betur síð­ar.

Höf­undar eru fram­kvæmda­stjóri og for­mað­ur­ Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None